Dagur - 25.09.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 25.09.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudagur 25. september 1980. Hver borgar viðgerðina? Sex kílómefrar verða eftir í haust Nýi vatnsgeymirinn, sem er rétt sunnan við veginn upp í Skíða- hótel, hefur verið tómur í tvo Bruninn í Varmahlíð Unnið við endur- byggingu Enn er ókunnugt um eldsupptök i húsi Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð sem brann 13. sept- ember s.l. og verður væntanlega seint upplýst svo óyggjandi sé. Strax og rannsóknarmenn höfðu lokið störfum sínum var tekið til við hreinsun hússins og endur- byggingu. Er lokið við að endur- nýja þakviði og loka húsinu. Gluggum hefur verið lokað til bráðabirgða, en þeir brunnu flestir svo að skipta þarf um þá, en sum- um verður hreinlega lokað, einkum á bakhlið hússins. Brjóta þarf upp múrhúðun á mörgum veggjum og einangra upp á nýtt, því eins og títt er um steinhús var þetta húsein- angrað með plasti, sem rýrnaði mjög við hitann. Veggir og steypt loftplata eru hins vegar talin ósk- emmd. Húsið var ekki einu sinni fokhelt þegar bruninn var afstað- inn. Nauðsynjavamingur er nú seld- ur úr skúr í Varmahlíð og kemur þangað sendiferðabíll með vörur frá Sauðárkróki. í siimar hefur verið unnið við vegagerð i Víkurskarði og ef allar áætlanir standast'er gert ráð fyrir að hægt verði að hleypa umferð á veginn árið 1982. Framkvæmdir við Vtkurskarðs- veg hófust 1977 og var þá undir- byggður 2,1 km. vestan við svonefndan Hrossadal í Víkur- skarði og 1.8 km. austan við hann. Síðan lágu framkvæmdir niðri þar til að hafist var handa á ný í sumar. Guðmundur Heiðreksson, tæknifræðingur hjá Vegagerð rík- isins sagði að í ár væri áætlað að vinna í Víkurskarði fyrir 115 milljónir. Stærstur hluti fjárins fer í ræsisgerð í Hrossadalsgili og í veg- fyllingu þvert yfir Hrossadalinn. Þessifyllingermikiðmannvirki: 20 metra löng og mesta hæð er 25 metrar. Þegar vinnu lýkur í haust verður eftir að undirbyggja 1,6 km. Eyjafjarðarmegin og 4,3 km. Fnjóskadalsmegin. Einnig er eftir að aka burðar-, jöfnunar- og slitlagi í allan kaflann, en vegurinn verður alls um 10 kílómetra langur þ.e. milli Grenivíkurvegar og Fnjóska- dalsvegar vestri. Samkvæmt vegaáætlun á að verja 200 milljónum til vegarins (Framhald á bls. 6). mánuði. Ástæðan er sú að nú stendur yfir viðgerð á geymin- um, en sprungur mynduðust í göflum geymisins. Undirstaðan var ekki nógu traust og því seig austurkanturinn með fyrr- greindum afleiðingum. Svo virðist sem ekki hafi verið gerð- ar nægar athuganir á jarðvegin- um í upphafi og því fór sem fór. Að svo komnu máli er ekki hægt að gera sér nána grein fyrir kostnaði sem hlýst af viðgerð- inni, og það er álitamál hvort það komi í hlut bæjarins að greiða viðgerðina. Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen sá um hönnum geymisins. Eins og fyrr sagði stendur nú yfir viðgerð á geyminum og er talið að henni ljúki ekki fyrr en í byrjun nóvember. Viðgerðin er m.a. fólgin í því að settar eru stoðir, sem ná niður í móhellulag, undir austur- kanntinn og eftir að verkinu lýkur á geymirinn að komast í samt lag. Mikilvægi geymisins sést m.a. af því að hann rúmar 4000 rúmmetra vatns, en þrír aðrir geymar Vatns- veitu Akureyrar rúma helming þess magns. Þegar geymirinn var byggður á sínum tíma töldu menn að jarð- vegurinn væri nægjanlega traustur — þ.e. að undirstaðan væri úr möl og móhellu. Þegar málið var hins- vegar kannað fyrir nokkrum mán- uðum var það niðurstaðan að aust- urkanturinn standi að hluta á fyll- ingu eða úrkasti frá gömlu malar- námi. Vesturkanturinn er á hinn bóginn á traustum grunni svo segja má að geymirinn vegi salt — eða hafi gert það öllu heldur. Heimild- armaður blaðsins sagði að það væri auðvelt að vera vitur eftir á og ef- laust er það rétt — en eftir stendur hver borgi brúsann fyrir þessi mis- tök. Unnið við styrktarstoðirnar. Mynd: H.Sv. Heybrunar fyrir vestan Hvammstanga 23. septcmber Tveir heybrunar hafa verið hér um stóðir með stuttu millibili. í fyrra skiptið brann hey að Söndum í Miðfirði, en í gærmorgun var slökkviliðið kvatt að Hindisvík. Þar er Ijóst að um milljóna tjón er að ræða. í Hindisvík brunnu inni átta ær. Á laugardagsmorguninn var slökkviliðið kvatt að Söndum, en þar var eldur laus í 400 hesta heystabba, sem stóð við hlið fjárhúss og hlöðu. Slökkvistarf gekk greiðlega. Þegar slökkvi- liðið kom hins vegar að Hindis- vík í gærmorgun var 2000 hesta hlaða alelda og sömuleiðis stórt hesthús. I hlöðunni voru 1500 til 1600 hestar af heyi og brann það nær allt. Slökkviliðinu gekk vel að fá vatn í Hindisvík, en þar tókst að stífla læk. Hins vegar háði vatnsskortur nokkuð slökkvi- starfinu að Söndum. í báðum tilfellum voru mjólkurbílar notaðir til að flytja vatn. Sunnlenskir menn eiga hrossabú í Hindisvík, en bónd- inn á Söndum er Þorvarður Júlíusson. P.M. NYIVATNSGEYMIRINN SEIG NIÐUR OG SPRAKK Arskógsströnd NÝTT BIFREIÐAVERKSTÆÐI OG IÐNAÐARHVERFI FYRIRHUGAÐ Nú er byrjað að steypa undir- stöður að nýju bílaverkstæði í stað þess sem brann við Engihlfð á Árskógsströnd 10. september s.l. Verkstæðið verður sunnan Þorvaldsdalsár og austan þjóðvegar, eða mitt á milli þorpanna á Árskógssandi og Hauganesi. Að sögn Sveins Jónssonar, bónda í Kálfsskinni, sem sæti á-í hreppsnefnd og bygginganefnd Árskógsstrandarhrepps var gengið í það þegar eftir óhappið að útvega lóð fyrir verkstæðið og raunar iandssvæði fyrir iðnaðarhverfi, sem risið gæti í framtíðinni. Vilyrði fékkst frá rikinu sem á land á þessu svæði. Bílaverkstæðið sem Hjalti Sig- fússon og Þorsteinn Marinósson, eigendur verkstæðanna sem brunnu, ætla að reisa verður á 450 m2 gólffleti. Eins og áður sagði er verið að steypa undirstöður, verið er að teikna húsið og útvega efni. Húsinu hyggjast þeir koma upp sem allra fyrst. Septem ’80 í Gallerí Háhóli Næstkomandi laugardag verður opnuð sýningin Septem ’80 í Gallerí Háhóli á Akureyri. Þau sem sýna eru Guðmunda Andrésdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðs- son, Þorvaldur Skúlason og ValtýrPétursson.Sýninginstendur til 5. október og er opin virka daga kl. 20-22 og um helgar kl. 16-22.Óhætt er að hvetja Akur- eyringa og nærsveitamenn til að sjá þessa sýningu, því hún er mjög athyglisverð og listamennirnir eru allir í röð fremstu listamanna þjóðarinnar. Oðalið endursýnt Kvikmyndin „Óðal feðranna" verður endursýnd í Borgarbíói á Akureyri um helgina. Myndin verður sýnd á laugardag og sunnudag kl. 5 e.h. báða dagana. Einnig er fyrirhugað að endur- sýna kvikmyndina „Land og syn- ir“ síðar. Fundur um um- ferðamál og ör- yggisbelti I boði landlæknisembættisins og Alfa-nefndar fslands er staddur hér á landi dr. Rune Adreasson, ráðgjafi Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar. Hann mun verða á fundi kl. 13.30 á laugardag á Hótel KEA, þar sem fjallað verð- ur um umferðarmál og einkum um reynslu af notkun bílbelta. Á fundinn mæta einnig Ólafur Ólafsson, landlæknir, og Guðmundur Ingvi Guðmunds- son frá Aifa-nefndinni. Fundur- inn er ölium opinn. Amtsbókasafnið á Akureyri Um mánaðamótin gengur í gildi vetraropnunartiminn á Amts- bókasafninu. Eins og að venju verður safnið nú opið á laugar- dögum kl. 10-16, mánuðina okt- óber — apríl. Jafnframt fellur niður sá tími sem opið hefur verið á miðvikudagskvöidum í sumar. Sjá nánar í auglýsingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.