Dagur - 07.10.1980, Síða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
LXIII. árgangur.
Akureyri, þriðjudaginn 7. október 1980
■■■■■■■■■
70. tölublað
Geta ekki borg-
að fyrir olíuna
Eins og kunnugt er berjast mörg
fyrirtæki nú í bökkum og mikið
hefur t.d. verið rætt um erfið-
leika útgerðarinnar. Erlendar
olíuverðshækkanir koma hvað
verst niður á útgerðinni og hefur
gengið erfiðlega að greiða olíu-
reikningana. Um mánaðamótin
síðustu var allt útlit fyrir að
fiskiskipafloti Húsvíkinga
stöðvaðist algjörlega, þar sem
olíuskuldirnar voru orðnar það
miklar, að Olíufélagið setti þau
skilyrði, að ef eldri skuldir yrðu
ekki greiddar fengist engin olía
afhent nema gegn staðgreiðslu.
Málið hefur verið leyst til
bráðabirgða með samkomulagi,
Bíll fór
í höfnina
Á sunnudagskvöldið fór ný-
legur fólksbíll í höfnina.
Tveir menn voru í bílnum og
tókst báðum að komast út úr
bflnum áður en hann sökk.
Nánari tildrög eru þau að
ökumaður og farþegi, sem sat
við hlið hans, fóru út úr bílnum,
en í aftursæti voru tveir farþeg-
ar. Ökumaðurinn skildi við bíl-
inn, sem er sjálfskiptur, í gangi,
en telur að hann hafi komið við
gírstöngina um leið og hann yf-
irgaf bílinn. Við það rann bíll-
inn afturá bak vestur af syðri
bryggjunni við Torfunef.
Bíllinn náðist upp úr höfn-
inni á sunnudagskvöldið.
en vandamálið er hins vegar
cnnþá fyrir hendi og fer vaxandi.
Olíuúttekt togara Húsvíkinga og
bátanna hefur verið skuldfærð hjá
Fiskiðjusamlaginu, sem síðan hef-
ur dregið upphæðina af hráefnis-
verði bátanna og greitt Olíufélag-
inu. Hins vegar hafa verið erfið-
leikar hjá Fiskiðjusamlaginu, eins
ogsvo mörgum öðrum fyrirtækjum
í fiskverkun, þannig að þegar út-
gerðaraðilarnir gátu ekki greitt
skuldir við frystihúsið fór að standa
á greiðslum fyrir olíuna.
Eins og áður sagði var ekki ann-
aðséð um tíma, en olíuafgreiðslu til
flotans yrði stöðvuð, en samkomu-
lag náðist til bráðabirgða. Skuldir
vegna togarans og tíu báta nema
um 120 milljónum króna, að sögn
Bjama Aðalgeirssonar, bæjarstjóra
á Húsavík.
— Málið er mjög einfalt i reynd
og snertir ekki aðeins útgerðina.
Fyrirtæki almennt eiga við mikla
rekstrarerfiðleika að etja, skuldir
hafa safnast upp og samhliða þess-
ari erfiðu stöðu er mikil útlána-
tregða hjá bönkunum. Þessu til
viðbótar hefur afli hjá bátunum
verið tregur á árinu og þeir eru nú
reknir með 10-15% tapi. Flotinn
getur einfaldlega ekki tekið þessar
gífurlegu olíuverðshækkanir
óbættar inn í reksturinn, sagði
Bjarni Aðalgeirsson.
Vandi fiskiskipaflotans á Húsa-
vík hefur ekki verið leystur, heldur
hefur málinu verið slegið á frest.
Olíufélagið mun hafa sett að skil-
yrði fyrir frestun, að einhver hluti
skuldarinnar yrði greiddur fyrir
miðjan október.
Um síðustu helgi voru sjónvarpsmenn að kvikmynda í Odd-
evrarskólanum, en ætlunin er að gera grein fyrir umferðar-
fræðsiu hér um slóðir f barnatíma sjónvarpsins. Jafnframt er
það hugmyndin að kynna umferðarsvæðið sem slysavarnarfé-
lagskonur létu útbúa við Oddeyrarskólann. Á myndinni eru
sjónvarpsmennirnir, Björn Mikaelsson lögregluþjónn og tveir
kennarar við Oddeyrarskóla. Börnin eru öll í 3ja bekk í fyrr-
nefndum skóla. Mynd: áþ.
Eldur um borð í Gullveri
Eldur kom upp í Gullver NS frá
Seyðisfirði um klukkan 9,45 í
gærmorgun, þar sem skipið var
til viðgerða hjá Slippstöðinni á
Akureyri. Slökkvilið Slipp-
stöðvarinnar réðist þegar til at-
lögu við eldinn og hélt honum
niðri og aðstoðaði síðan
Slökkvilið Akureyrar við að
ráða niðurlögum hans. Skipið
skemmdist lítið af eldi, en lítils-
háttar af reyk.
Neistar komust í gamlar
svampdýnur sem átti að fara að
henda, en þær lágu á millidekki
skipsins. Einnig komst eldur í olíu-
leka og torveldaði það slökkviliði
fyrirtækisins störf. Hins vegar hélt
það eldinum niðri og aðstoðaði
Slökkvilið Akureyrar þegar það
kom á vettvang. Að sögn Tómasar
Búa Böðvarssonar, slökkviliðs-
stjóra á Akureyri, mátti litlu muna
að eldurinn færi í milliskilrúm úr
tré og í stakkageymslu. Þakkaði
hann það slökkvistarfi starfsmanna
stöðvarinnar, að ekki fór verr.
Slökkvilið Slippstöðvarinnar var
sett á laggirnar eftir brunann í
Breka fyrir tveimur og hálfu ári
síðan og lýtur það stjórn sérstaks
öryggismálastjóra, sem hefur það
starf að annast öryggiseftirlit í
Vaða aurinn upp í ökkla
„Blessaður maður þarf að vera í
stígvélum. Annars kemst maður
ekki í skólann“, sagði 10 ára
hnokki við Ijósmyndarann er
Svona lítur leið barnanna út. Mynd: á.þ.
hann var að skoða leðjuna og
pollana, sem börn í Lundarskóla
þurfa að vaða yfir á leið sinni í
skólann. Það eru cinkum þeir
vestan skólans, sem fá börn sín
heim ötuð í for og eru þau orðin
lang þreytt á umhverfi skólans.
En það er ekki bara drulla og
pollar sem eru á vegi barnanna í
skólann. Vestan við hann er heljar-
mikill skurður — tæplega 2ja metra
djúpur og um 1.5 metrar á breidd.
Skurður þessi er óvarinn með öllu
og gæti hæglega orðið einhverju
barninu skeinuhættur — t.d. í
leysingum.
„I rigningartíð koma börnin oft
haugdrullug heim, enda er varla
.
Sýning í Listhús-
inu
á verkum Mou
Keightley
við öðru að búast“, sagði faðir
bams sem býr við Tjarnarlund.
„Við höfum gert ótal tilraunir til að
fá það upp hvenær framkvæmdum
umhverfis skólann, og þó sérstak-
lega vestan við hann muni ljúka, en
án árangurs."
Þegar ljósmyndarinn var að
sinna sínum störfum við Lundar-
skóla fyrir helgi, kom til hans ungur
maður með skólatösku á baki.
Hann var í leðjulituðum striga-
skóm og sjálfsagt hefur hann verið
að stappa í mjúkri drullunni því
sletturnar höfðu gengið Iangt upp á
bak. Ungi maðurinn brosti sæll og
glaður með tilveruna, en ekki vit-
unt við hverjar móttökur hann fékk
þegar heim kom.
stöðinni og brunavarnir. Tómas
Búi sagði, að Slippstöðin væri eina
stórfyrirtækið á Akureyri sem
komið hefði slíku slökkviliði á
laggirnar, en mikil þörf væri á að
gera svipaðar ráðstafanir í öðrum
stórfyrirtækjum.
Húsabakka-
skóli settur
Ytra Hvarfi, Svarfaðardal 2. október
Þann 30. september var Húsa-
bakkaskóli settur í 25. sinn. í
vetur stunda 39 nemendur nám
við skólann — í sex bekkjum og
þar af eru sex í fyrsta bekk. Börn
í sjöunda og áttunda bekk
stunda nám í Dalvíkurskóla og
nemendur í þeim síðari eru í
heimavist að Húsabakka.
Skólastjóri Húsabakkaskóla er
Björn Þórleifsson, en hann tók við
því starfi nú í haust af Heimi
Kristinssyni, sem er í ársleyfi frá
störfum. Aðrir kennarar eru Júlí-
anna Lárusdóttir og Björn
Daníelsson, sem starfað hefur við
skólann á 3ja áratug og Valborg
Sigurjónsdóttir, sem kennir handa-
vinnu. Kári Gestsson kennir tón-
mennt. Fjóla Guðmundsdottir og
vaiuorg iigurjónsdóttir annast
ræstingu skólahúsnæðis og gæslu
yngstu nemenda. Um matseld sér
Ósk Þórsdóttir, en hún á að baki
áratuga starf við skólann og henni
til aðstoðar er Halla Einarsdóttir.
J.Ó.
Nú stendur yfir sýning í Listhús-
inu á Akureyri á verkum ensku
listakonunnar Mou Keightley. Á
sýningunni eru 60 vatnslita-
myndir, sem flestar eru málaðar á
Norðausturlandi. Sýningin var
áður í Listmunahúsinu í Reykja-
vík. Moy Keightley hefur hlotið
ýmsar viðurkenningar fyrir list
sína. Hún er nú kennari við The
Central School og Art and Design
i Lundúnum og stjórnar listadeild
North London Collegiate School.
Hún hefur gefið út bók sem heitir
Investigating Art. Sýningin er
opin virka daga frá 20-22 en
henni lýkur um helgina og þá
verðuropið frá kl. 16-22.
Vinnuskólinn
Fyrir skömmu var lögð fram
starfsskýrsla Vinnuskólans og
niðurstöður reikninga miðað við
12. september. Ljóst er að
kostnaður fer fram úr áætlun og í
því sambandi er rætt um 5
milljónir króna. Aðalástæðan
fyrir þessu er sú að fjöldi unglinga
var mun meiri en gert var ráð
fyrir í upphaflegri áætlun og jókst
vél- og tækjakostur í samræmi
Bensínstöð í
Glerárhverfi?
Fyrir skömmu kom urnsókn til
skipulagsnefndar frá Olíufélag-
inu Skeljungi h.f., en félagið vill
fá að reisa bensínsölustöð í nýjunt
hverfum í Glerhverfi. Ráðamenn
Skeljungs gera ráð fyrir að ein
bensínstöð geti þjónað öllu þessu
svæði og gerðu þá fyrirspurn til
skipulagsnefndar hvort hún gæti
samþykkt að reist verði bensín-
stöð norðan eða sunnan þeirrar
brautar, sem er framhald Hlíðar-
brautar austan Hörgárbrautar.
.
Svartolía
l.ndanfarið hefur verið unnið ''
skipulega að því að breyta flest-
urn Sambandsskipunum þannig
að þau brenndu svartolíu. Ganga
nú sex af níu Sambandsskipum
fyrir henni.
Fiskiskipafloti Húsvíkinga:
(