Dagur - 16.10.1980, Side 1

Dagur - 16.10.1980, Side 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudaginn 16. október 1980 73. tölublað Vandræðaástand á elliheimilunum: Tugir þyrftu vistun annars staðar Lausn er ekki í sjónmáli Nú líður að þvl að bókaútgefendur fari að senda bækur sínar á glugga á bókaverslun Jónasar. Þar sem myndin var tekin í markað enda er jólaösin á næsta leiti. Þessi mynd var tekin um gegnum gluggann spegluðust bækurnar í honum og útkoman jól fyrir tveimur árum og sýnir þrjá Akureyringa skoða í varð sú sem við sjáum. Mynd: áþ. Meðalbók á 15 þúsund Mjög mikill skortur er hér um slóðir á húsrými fyrir hjúkrun- arsjúklinga. Jón Kristinsson, Blaðið kom seint út Kaupendur Dags eru beðnir vel- virðingar á því hve seint síðasta blað barst til þeirra. Ástæðan er sú að tæki bilaði í Prentverki Odds Björnssonar og seinkaði bilunin útkomu blaðsins um nokkra klukkutíma. Búið að aflétta yfir- vinnubanni Eins og kunnugt er settu flugumferðarstjórar á Akur- eyrarflugvelli á yfirvinnu- bann í sumar með þeirra af- leiðingu að Flugleiðir felldu niður kvöldferð til Akureyr- ar. Sumarfríum flugum- ferðarstjóranna þriggja, sem vinna á vellinum, lauk þann 1. október og hófust þá aftur eðlilegar vaktir. Því er ekkert yfirvinnubann lengur og ekk- ert því til fyrirstöðu að völl- urinn sé notaður á kvöldin. Að sögn eins af flugumferð- arstjórunum hafa yfirvöld sam- göngumála ekkert rætt við flugumferðarstjóra um skipulag þessara mála í framtíðinni. Það er því eins víst að flugumferð- arstjórarnir setji aftur á yfir- vinnubann þegar sumarfrí þeirra hefjast næsta sumar. forstöðumaður elliheimilanna Hlíðar og Skjaldarvíkur sagði að 1/5 til 1/4 af vistmönn- um þessara heimila væru hjúkrunarsjúklingar, sem þyrftu hið bráðasta að fá annarsstaðar inni, því elliheimilin væru ekki búin þeim tækjum sem nauð- synleg eru þegar hjúkrunar- sjúklingar eru annars vegar. í Hlíð og Skjaldarvík eru nú um 200 manns, svo hjúkrunarsjúkl- ingamir eru því um 40 talsins. Ekkert pláss er í sjúkrahúsinu eða stofnunum á þess vegum fyrir þetta fólk. Jón Kristinsson sagði jafnframt að viðkomandi aðilar væru þegar famir að ræða um lausn á þessu vandamáli og enn væri hún ekki í sjónmáli. „Þetta starfar mjög mikið vegna seinagangs í uppbyggingu sjúkrahússins,“ sagði Jón. Dvalarheimilin Hlíð og Skjald- arvík eru alls ekki ætluð fyrir hjúkrunarsjúklinga eins og fyrr sagði. Sem dæmi má nefna að í þeim eru engin sjúkrarúm og á heimilnum starfar ekki nægjanlega mikið af menntuðu hjúkrunarfólki. „Talan 40 segir ekki alla söguna. Til viðbótar eru fjölmargir aðrir á Akureyri og í nágrenni, sem sjúkrahúsið þyrfti að geta tekið á móti,“ sagði Jón. — Við gerum ráð fyrir að hefja Ólafsfjarðarflugið strax á mánudag. Þetta kentur sér fyrst og fremst vel fyrir Ólafsfirðinga en við vonumst til að fleiri get notið góðs af. Staðsetning flug- flota okkar veldur því að við ættum oft að geta skotist til Ólafsfjarðar og síðan suður, þegar aðrir telja sig ekki geta flogið að sunnan og lent hér, sagði Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands í viðtali við Dag. Eins og fram hefur komið í fréttum veitti samgönguráðherra, „Staðreyndin er sú að ef við bókaútgefendur eigum að halda í við hækkanir sem orðið hafa síðan um síðustu jól verður að hækka bækur um 50 til 60%,“ sagði Björn Eiríksson, prent- smiðjustjóri og eigandi Bókaút- gáfunnar Skjaldborgar á Akur- eyri. „Ég geri t.d. sjálfur ráð fyrir að hækka mínar bækur um 50%, en það gerir það að verkum að meðalbók frá Skjaldborg mun kosta um 15 þúsund krónur um næstu jól.“ Steingrímur Hermannsson, Flug- félagi Norðurlands flugrekstrar- leyfi á leiðinni Akureyri-Ólafs- fjörður-Reykjavík. Flugráð hafði áður mælt með því að F.N. fengi aðeins að fljúga milli Akureyrar og Ólafsfjarðar, en Arnarflug fengi flugrekstrarleyfi milli Reykjavikur ogÓlafsfjarðar. Bæði bæjarstjórnir Ólafsfjarðar og Akureyrar mæltu eindregið með því að F.N. fengi leyfið, auk þess sem alþingismenn kjördæmisins og aðrir beittu sér mjög fyrir þessu máli. — Ég er mjög ánægður með þessi málalok og það var ánægjulegt að finna þá samstöðu og þann stuðn- Geir S. Björnsson, fram- kvæmdastjóri Prentverks Odds Bjömssonar, sagði að frá Bókafor- lagi Odds Björnssonar yrðu bækur á svipuðu verði og Björn Eiríksson nefndi hér að framan. Gera má ráð fyrir að fjölmargar bækur verði þó á hærra verði en 15 þúsund krónur, því þegar rætt er um meðalbók er átt við 200 síðna íslenska bók I venjulegu bókar- broti. Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út 8 bækur fyrir þessi jól. „Skrautfjöðrin" í þeim hópi verður ing sem við fengum og réði úrslit- um I málinu að mínu mati, sagði Sigurður Aðalsteinsson. Hann sagði að F.N. renndi blint í sjóinn með það, hversu góð flugleið þetta væri, en sagðist vona að þetla gæti orðið öllum aðilum til góðs, lyfti- stöng fyrir félagið bg mikil sam- göngubót fyrir Ólafsfirðinga, auk þess sem Ólafsfjarðarflugið gæti veitt Flugleiðum nokkurt aðhald. Farmiðaverð hefur enn ekki verið reiknað út, en gera má ráð fyrir að flug milli Akureyrar og Ólafsfjarðar kostaði svipað og milli Akureyrar og Húsavíkur, þ.e. rösk- lega 12 þúsund krónur. Ættbók og saga islenska hestsins (annað bindi) eftir Gunnar Bjarnason. Skjaldborg gefur út 12 bækur fyrir jólin. Nýr gæsluvöllur í síðustu viku var tekinn í notkun nýr gæsluvöllur við Borgarhlíð í Glerárhverfi á Akureyri, austan nýju versl- unarmiðstöðvarinnar. Gæsluvellir Akureyrar eru þá orðnir 10, en fjórir eru starf- ræktir yfir vetrartímann. Nýi völlurinn verður opinn frá kl. 13-16 virka daga eins og hinir vellirnir þrír, en gæslu- vellirnir eru einkum ætlaðir bömum á aldrinum 2ja-6 ára. Að sögn Jóns Arasonar. um- sjónarmanns með barnaleik- völlum bæjarins, eru gæsluvell- irnir töluvert mikið notaðir, en aðsóknin fer allmikið eftir veðri, því aðstaða er takmörkuð og ætlast til að börnin séu úti við. Tvær gæslukonur eru á hverjum velli. Auk nýja Borgarvallarins verða Lundarvöllur, Byggða- völlur og Hlíðavöllur opnir I vetur. Flug til Ólafsfjarðar hefst í næstu viku Heimilishjálp á ný Vegna verkefnaskorts féll heimil- ishjálp aldraðra á Siglufirði niður I sumar. Formaður félagsmála- ráðs, júlíus Júlíusson, hefur kannað hvernig þessi mál standa nú og virðast vera næg verkefni fyrir hendi á þessum vettvangi sem þarf að sinna. Félagsmálaráð Siglufjarðar hefur því samþykkt að koma starfseminni í gang að nýju. Aðalfundur Framsóknar- félags Eyfirðinga Aðalfundur Framsóknarfélags Eyfirðinga var haldinn nýlega. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en hana skipa Stefán Val- geirsson, alþingismaður, formað- ur, Helgi Jónsson, Dalvík, vara- formaður, Snorri Kristjánsson frá Krossum, ritari, og Stefán Halldórsson, Hlöðum, og Sigurð- ur Jósefsson, meðstjórnendur. í varastjórn eiga sæti Ármann Þórðarson, Ólafsfirði, Ingimar Brynjólfsson, Ásláksstöðum, og Jónmundur Zophoníasson, Hrafnsstöðum. Land og synir Sýningar á kvikmyndinni Landi og sonum hafa nú verið teknar upp að nýju I Regnboganum i ■■BHH Reykjavík. Jafnframt verður myndin sýnd um allt land, þar sem ekki vannst tími til að sýna hana til hlítar fyrr á árinu. Land og synir hafa fengið frábærar viðtökur hvarvetna er- lendis þar sem rnyndin hefur ver- ið sýnd. Sýningar standa nú yfir i Noregi þar sem gagnrýnin er ein- róma lof og jafnvel bent á að norskir kvikmyndagerðarmenn mættu margt af þeirn vinnu- brögðum læra sem koma fram í myndinni. í þýska sjónvarpinu ZDF fékk kvikmyndin Land og synir þá umsögn að hún væri eitthvað það allra besta sem sést hefði frá Norðurlöndum Þær sýningar sem nú eru hafn- ar á Landi og sonum að nýju I Regnboganum verða þær síðustu því kvikmyndin verður ekki sýnd I sjónvarpinu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.