Dagur - 16.10.1980, Page 4
Félag verslunar og skrifstofufólks á Akureyri á tímamótum
IDM5W
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Tækniþróun —
prentiðnaður
Erfitt og viðkvæmt ágreiningsmál er
nú til umfjöllunar hjá þeim sem þessa
dagana vinna að samningsgerð um
kaup og kjör. Þetta vandamál snýr að
tækniframförum og atvinnuöryggi og
varðar einkum setjara í prentsmiðjum
landsins. Gífurleg bylting hefur orðið í
allri prenttækni á síðustu árum og
enn er ekki séð fyrir endann á þeirri
þróun. Þessi nýja tækni hefur meðal
annars valdið því, að nú þarf ekki
lengur sérmenntaða menn til að setja
texta, því þeir sem á annað borð
kunna á ritvél geta gert það, þar á
meðal blaðamenn. Þessi nýja tækni
getur því í raun og veru fækkað um
einn eða jafnvel fleiri hlekki í fram-
leiðslukeðjunni. Hagkvæmnissjónar-
mið og aukin framleiðni mæla með
því að svo verði gert. En hvað þá með
atvinnuöryggi prentara?
Svo furðulega sem það kann nú að
hljóma, þá eru jafnvel meiri líkur á því,
að atvinnuöryggi prentiðnaðarmanna
verði í hættu ef þeir standa á móti
þessari þróun, heldur en ef þeir að-
lagast henni. Það hefur færst í vöxt á
undanförnum árum að útgefendur
bóka og tímarita leiti eftir prentvinnu
erlendis. Ef staðið verður á móti
tækniþróuninni í prentiðnaðinum
getur svo farið, að íslensk fyrirtæki
verði ekki samkeppnisfær. Prentun
verði svo dýr að samdráttur verði og
útgáfustarfsemi hvers konar stór-
minnki. Það kynni að hafa alvarlegri
afleiðingar í för með sér fyrir alla sem
að þessum málum starfa, heldur en
aðlögun að tækninni.
Vefarar í Bretlandi eyðilögðu nýju
vefstólana í byrjun iðnbyltingarinnar
þar í landi. Segja má að tæknifram-
farir hafi æ síðan átt erfitt uppdráttar í
Bretlandi, enda hafa Bretar dregist
aftur úr öðrum Evrópuþjóðum hvað
tæknivæðingu og framieiðniaukn-
ingu viðvíkur. Hér á landi hafa menn
yfirleitt verið framsýnir og móttæki-
legir fyrir nýjungum og verða svo
vonandi enn.
Með tilkomu stórvirkra vinnuvéla
fækkaði þeim stórlega sem unnu með
haka og skóflu við vegagerð. Vélin tók
við af mannshöndinni og stórkostleg-
ar framfarir urðu í vegagerð. Fækkað
hefur um helming í áhöfnum togara
með tilkomu breyttra vinnuaðferða og
betri tækja um borð í skuttogurunum,
en aldrei fyrr hefur verið eins auðvelt
að ná aflanum. Með tilkomu steypu-
móta við húsbyggingar þarf færri
menn til að vinna sama verk, hag-
kvæmni hefur aukist og meira hefur
verið byggt en nokkru sinni fyrr. Fjöl-
mörg fleiri dæmi mætti nefna um já-
kvæð áhrif tækniþróunar.
Viðunandi lausn þarf að finnast á
þeirri deilu sem nú stendur yfir og
snertir setjara. Fleiri slík mál eiga eftir
að koma upp á næstu árum. Þau þarf
að leysa með aukna hagkvæmni og
framleiðni- og framleiðsluaukningu
að leiðarljósi. Með því móti getum við
látið tæknina þjóna okkur til góðs.
Kjor verslunar- og
skrifstofufólks eru
lakari en þau voru
Rætt við Kolbein Sigurbjörnsson for-
mann félagsins um 50 ára afmæli F.V.S.A. og fleira
Annan nóvember n.k. verður
Félag verslunar- og skrifstofu-
fólks á Akureyri fimmtíu ára.
Afmælisins verður fyrst og
fremst minnst með sérstakri af-
mælishátíð, sem verður haldin í
Sjáifstæðishúsinu 1. nóvember.
Félagið mun þar m.a. heiðra
nokkra gamla félaga og búið er
að bjóða til fagnaðarins þeim
eina sem enn lifir af stofnendum
félagsins, en sá er Stefán Ágúst
Kristjánsson. Hann er nú bú-
settur í Reykjavík. I tilefni af
afmælinu verður einnig gefið út
veglegt afmælisrit sem Hallbór
Blöndal alþm. ritstýrir og félag-
ið hefur látið gera borðfána með
merki félagsins sem Valgarður
Frímannsson teiknaði.
Fyrsta stjórnin
í afmælisritinu, sem kemur út
innan tíðar segir svo um stofnun
félagsins: „Ekki er nú unnt að sjá
hver átti fyrstu hugmyndina að
stofnun félagsins. Um það þegja
gjörðabækur þunnu hljóði. Hins
vegar er af þeim ljóst að ekki hefur
fæðingin gengið án fyrirhafnar svo
sem vant er um slíkar. Fyrsta
skráða fundargjörðin er frá 31. júlí
1930 og er þar framhald fundar er
haldinn var 17. júlí, en er ekki
skráður. Fundur þessi er haldinn í
samkomuhúsinu Skjaldborg.. . .
Svo er það 2. nóvember 1930 sem
félagið er endanlega stofnað. Eru
lög þess samþykkt en ekki undir-
rituð fyrr en 7. desember sama ár.
Þessi lög eru nú glötuð. Á þessum
fundi 2. nóvember 1930 er svo kos-
in hin fyrsta stjórn F.V.S.A. en
hana skipuðu: Halldór Aspar for-
maður, Árni Jóhannsson ritari og
Stefán Ágúst Kristjánsson gjald-
keri.“
Áhugann vantar,
en hann fer þó
vaxandi
1 dag eru rösklega 900 félags-
menn í F.V.S.A. og félagið rekur
skrifstofu og hefur fastan starfs-
mann, Ásu Helgadóttur. Umsvif
skrifstofunnar aukast stöðugt og
vafalaust rennur upp sá dagur inn-
an tíðar að nauðsynlegt reynist að
fjölga starfsliði skrifstofunnar.
I tilefni afmælisins ræddi
blaðam. við Kolbein Sigurbjörns-
son, núverandi formann F.V.S.A. f
Kolbeinn Sigurbjörnsson.
upphafi var Kolbeinn spurður um
árangur af starfi félagsins.
„Ég held að okkur hafi heldur
miðað aftur á bak, því miður. Að
mínu mati er þéssi stétt nú með
hlutfallslega lakari kjör og afkomu
heldur en viðmiðunarstéttirnar.
Við höfum dregist aftur úr. Ástæð-
urnar eru vafalaust margvíslegar,
en ég vildi m.a. geta þess að versl-
unarstörf og skrifstofuvinna hefur
breyst mjög mikið. Nú getur fólk
farið í mörg störf á þessum sviðum
með minni undirbúningsmenntun
en áður og í lægri flokkum hefur
það ekki bætt úr skák að þar eru
starfsmannaskipti mjög tíð. Síðast
en ekki síst getur ástæðan verið sú
að innan flestra verkgreina, nema
hjá verslunar- og skrifstofufólki,
hefur verið boðið upp á launa-
hvetjandi kerfi. Við vitum að hags-
munir fyrirtækis og starfsmanns
eru mjög nátengdir og því eðlilegt
að þegar vel gangi hjá fyrirtækinu
þá finni starfsmaðurinn fyrir því í
launaumslaginu — en að sjálf-
sögðu verður að alltaf að tryggja
lágmarkslaun. Svona fyrirkomulag
myndi eflaust leiða til betri reksturs
í fyrirtækjum. Það hefur verið reynt
og gefist vel.
— Sýna félagar í F. V.S.A. áhuga
á starfi félagsins?
„Það verður að segjast eins og er
að áhuginn er fremur lítill. Að vísu
megum við vel við una miðað við
sambærileg félög annars staðar á
landinu. Undanfarið höfum við
fengið 60 til 80 manns á fundi og
það bendir til að áhugi manna sé
eitthvað að glæðast. En mikið
vantar á að fólk komi á skrifstofuna
og til starfa fyrir félagið t.d. vegna
þinga og ráðstefna, sem haldnar
eru. 1 sambandi við samninga er og
mikilvægt að fólk komi og láti þá
sem stjóma félaginu vita sinn hug.
Við sem í stjórninni sitjum erum
auðvitað ekkert annað en sam-
nefnari fyrir félagsmenn.
Einn Íífeyrissjóður
— Lífeyrissjóðamál hafa oft verið
í brennidepli á undanförnum árum.
Þau hljóta að hafa komið til kasta
þíns félags?
Jú, því verður ekki neitað. Ég
held að það sé óhjákvæmilegt að
myndaður verði einn sameiginleg-
ur lífeyrissjóður fyrir alla lands-
menn. Það er hróplegt ranglæti að
hluti landsmanna skuli fá beint úr
vasa samborgara sinna verðtryggð-
an lífeyri á sama tíma og lítilræði
sem greitt er úr öðrum sjóðum skuli
vera dregið frá tekjutryggingu
þeirra sem lítilræðisins njóta. Sem
dæmi má nefna að ekkja manns
sem hefur t. d. gengt þingmanns-
og ráðherraembætti og nokkrum
störfum til viðbótar getur fengið
hátt á aðra milljón, verðtryggt, en
ekkja manns í 9. flokki verslunar-
manna fær 70% af launum manns
síns, óverðtryggt. Það getur hver
séð hvað verður um þessi prósent í
okkar óðaverðbólgu.
En stjórnin fær til umfjöllunar
alls konar mál, sem varða félagana
mikið. Sem dæmi vil ég nefna það
mál sem bar hæst á síðasta ári. Þar
var um að ræða mál sem rekið var
fyrir félagsdómi gegn fyrirtækinu
Höldur h.f. á Akureyri. Við unnum
það fyrir þessum dómi og höldum
áfram að leita réttar okkar, munum
höfða mál fyrir almennum dóm-
stóli.
— Telur þú að það form sem er á
F. V.S.A. sé orðið úrelt — að verka-
lýðsfélög í núverandi mynd gegni
ekki þvt hlutverki sem þeim var í
upphafi œtlað?
„Ég held að félögin sem slík séu
ekki orðin úrelt, en það á hins vegar
við um heildarsamtökin — A.S.Í.,
sem er uppdagað nátttröll.
— Hvernig vilt þú breyta til batn-
aðar?
„Ég vil að í staðinn fyrir stað-
bundin verkalýðsfélög komi verk-
greinafélög. Með því á ég við að
fólk sem á samleið í hinum ýmsu
atvinnugreinum eigi jafnfrasmt
samleið í samningum og almennri
hagsmunabaráttu. Til dæmis að
allir þeir sem starfa að samgöngu-
málum verði í heildarsamtökum,
en innan þeirra geta svo starfað fé-
lög. Við getum tekið annað dæmi.
Allir þeir sem starfa að verslun
yrðu í einum heildarsamtökum og
svona mætti lengi telja. Fyrir-
komulag af þessu tagi er við lýði í
Þýskalandi, en Bretar hafa hins
vegarsama kerfi og við Islendingar.
Tveimur síðarnefndu þjóðunum
hefur ekki vegnað vel með sitt úr-
elta kerfi, en Þjóðverjum hefur
gefist mæta vel að hafa fyrirkomu-
lagið á þann veg sem ég lýsti hér að
framan.
— En yrði þetta til hagsbóta fyrir
launþega?
„Já. Það kæmi sér vel fyrir báða
aðila. Fyrir verkalýðsfélögin þýddi
þetta atvinnuöryggi vegna þess að
eitt félag stoppar ekki annað og
fyrir atvinnureksturinn þýddi þetta
einfaldlega rekstraröryggi.
Mér er það minnisstætt að þegar
ég var í Bretlandi fyrir nokkrum
árum, að verkalýðsfélag með um
100 meðlimi fór i verkfall. Félagar
þess boruðu göt á stálplötur í verk-
smiðju þar sem unnu þúsundir
manna. Eftir nokkrar vikur var öll-
um starfsmönnum fyrirtækisins
sagt upp vinnu og það fór á haus-
inn. Þetta er að vísu dæmi af
dekkstu tegund, en sýnir hættuna
sem núverandi kerfi býður upp á,“
sagði Kolbeinn að lokum.
I matvöruverslunum t.d. eru skipti á starfsmönnum tíð.
Kolbeinn telur athugandi hvort ekki eigi að veita starfsfólki launahækkun þegar vel gengur hjá fyrirtækinu.
4.DAGUR
Endaleysa áfram
- eða sigur
Einhversstaðar segir á þá leið, að
vegurinn til Vítis sé varðaður
góðum áformum, sem ekki er
komið í framkvæmd.
Ríkisstjórnin okkar, sú yngsta,
ætlaði sér góð afrek, setti sér
markmið og varðaði veginn, m.a.
í verðlagsmálum, sigrandi verð-
bólguna í áföngum. Stjórnin hefur
enn mikið fylgi, en við, kjósend-
ur, bíðum eftir meiri fram-
kvœmdum, ákveðnari niðurtaln-
ingu. Og sumir gerast óþolin-
móðir.
Undanlátssemin leiðir á „kald-
an klaka.“ Erum við ekki nú þeg-
ar staddir á þeirri „jökulrönd?"
Ekkert miðar í samningamálum
stærstu hópanna síðan BSRB,
bankamenn og háskólaliðið
fengu í þessu efni „komið ár sinni
vel fyrir borð.“ Fengu þar ekki
margir óþarfir og og óverðugir of
stóra sneið af „kökunni“ okkar
allra?
Þetta virðist kannske ósvífin
spurning. En munu þeir ekki fáir,
utan hópsins, sem telja þjóðinni
nauðsyn slíks aragrúa manna og
kvenna, til þess að telja litlu
krónurnar okkar og koma þeim
fyrir — stundum fyrir kattarnef?
Og hverjir, utan hóps BSRB,
munu telja að fólkið þar innan
banda lifi ekki við góð kjör, svona
yfirleitt, atvinnuöryggi og ýmis
fríðindi, og ætti ekki að verða
öðrum fyrri til að heimta launa-
bætur? Og þeir, sem ekki sýria
meiri skilning á aðstöðu þjóðar-
innar í þessum viðkvæmu mál-
um, t.d. hættu á stöðvun fyrir-
tækja bjargræðisveganna, at-
vinnuleysi eða enn hraðari verð-
bólguvexti, hljóta af mörgum að
teljast óverðugir, óhæfir til að
starfa fyrir ríkið, jafnvel hættu-
legir þjóðarheill! Slíkra kröfum
verður að taka með varúð og
svara af mikilli ábyrgð.
Og nú hafa dagblöðin á ný
hækkað í verði. Með þeirri sam-
þykkt virðist okkur ríkisstjórnin
enn hafa sýnt hálfvelgju í stefnu
sinni. E.t.v. er hér ekki um stór-
mál að ræða, en þó snertandi
fleiri landsmenn en margt annað.
Dagblöðin eru kostuð af okkur
kjósendum — á tvo vegu: úr vasa
hvers kaupanda og úr Ríkissjóði,
— okkar allra. Þar ættu lands-
málablöðin sannarlega ekki að
„sitja við annað borð“ — autt
borð, og án stuðnings! Þau eru
dagblöðunum ekki síður mikils-
verð, hvert á sínum stað, og oft
þeim stóru fremri í hugmyndum
framsetningu og máli. Mætti ekki
láta dagblöðin líka bjarga sér
sjálf, sníða sér stakk eftir vexti?
Væri ekki bara æskilegt, að þau
drægju saman seglin, minnkuðu
og hyrfu jafnvel, ef hugsjónir,
stefna og félagshyggja fá ekki
haldið þeim uppi? Erlendur
gjaldeyrir myndi sparast, vasar
okkar tæmdust ekki eins fljótt og
ríkiskassinn entist betur til annars
— nauðsynlegra. Hafið þið ekki
séð Alþýðublaðið og blessaðan
Helgarpóstinn?
En ætli íslendingar að sigrast á
verðbólgunni þjóðar fjanda og
öðrum efnahagsvanda, verður
það að skiljast „háum og lágum,“
öllum, að ekki verður öllu haldið:
hækkandi kaupi (að boði
vitlausrar vísitölu), fullri atvinnu,
víða „luxus“ í lifnaðarháttum!
Eitt af þessu er lífsnauðsyn!
Og þetta verður Alþingi og
ríkisstjórn að taka til umþóttunar
og afgreiðslu nú á næstu dögum.
Samninga ASÍ og VSÍ verður að
klára, en þar er erfiður hnútur að
leysa og tekst ólíklega án afskipta
„þings og stjórnar."
En úr þeirra hásölum ætti fyr-
irmyndin að fást. Ætti sú fyrir-
mynd ekki að benda / alveg and-
stœða átt við hina „frægu" tillögu
eða ákvörðun þingfararkaups-
nefndar fyrr á þessu ári?
Ráðherrar Alþýðuflokksins
sýndu einu sinni athyglisverða
viðleitni: Þeir afsöluðu sér kúfin-
um af launaskál sinni! Hvað
úr þessu varð, vitum við ekki.
Sumir kölluðu þetta bara her-
bragð eða kosningabeitu, en það
var nú eitthvað meira með. En
hvað um það, ef ráðherrar okkar,
alþingismenn, BSRB-menn og
aðrir „stórir" tækju samhuga
stefnuna í þá átt, myndi vissulega
auðveldari eftirleikurinn í
samningunum! En án fórna og
samtaka er jafnan lítil von um
stóra sigra.
Alþingismenn! Minnist óskar
forseta okkar til ykkar í góðri
ræðu við upphaf þessa þings, að
„þið megið bera gæfu til að
standa sem fastast saman og láta
það sem sameinar sitja í fyrir-
rúmi, fremur en ágreiningsatriði,
ogsetja þjóðarheill nú og um alla
framtíð ofar stundarhagsmunum
ogflokkadráttum." Gefi Drottinn
þeim orðum sigurmátt fyrir 1.
des. n.k. ----og áfram!
„Brekknakoti", 13. okt. ’80
Jónas Jónsson.
RAUÐI KROSSINN
Munið eftir
landssöfnuninni
Að minnsta kosti 50 börn deyja
úr hungri dag hvern og 8-12
ntilljónir líða skort á þeim
svæðum í Austur-Afriku, þar
sem Rauði krossinn er nú að
hefja hjálparstörf.
Landssöfnun á vegum íslenska
Rauða krossins hófst formlega í
síðustu viku, er forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, afhenti
fyrsta gjafaféð í söfnunarbauka þá,
sem Reykjalundur hefur framleitt.
Á föstudaginn, 17. október, verður
allsherjar söfnunardagur á Akur-
eyri. Börn munu þá ganga í hús og
taka við gjafafé og við verslanir
verða fulltrúar Rauða krossins með
söfnunarbauka.
Tekið er á móti fé í bönkum og
sparisjóöum á gíróreikning nr.
1-20-200.
Ástandið er víða svo óhugnan-
legt að erfitt er fyrir fólk að trúa.
Þurrkar og styrjaldir hafa hindrað
allar bjargir fólks, og í heilum hér-
uðum finnast vart lengur ungbörn.
Þau hafa látist af hungri og van-
næringu.
Kampakátur hampar Alec hikarnum sem KA fckk fvrir sigur í annarri deild.
Hann kemur til Akureyrar sfðast i febrúar og mun byrja að þjálfa KA af
fultum krafti frá 1. mars n.k.
Frá
Knattspyrnudeild KA
{framhaldi af frétt í síðasta
blaði um að búið sé að ráða
Alec Willoghuby sem þjálf-
ara KA næsta keppnistíma-
bil, hefur stjórn knatt-
spyrnudeildarinnar beðið
íþróttasíðuna að koma eft-
irfarandi á framfæri við
stuðningsmenn KA.
Rekstur knattspyrnudeildar
eins og hjá KA er mjög kostn-
aðarsamur, bæði fara þar
saman ráðning þjálfara, dýrar
keppnisferðir o. fl. Stjórn
deildarinnar er ávallt með
ýmsar fjáraflanir í gangi, og
segja má að flestir möguleikar
séu nýttir. Þrátt fyrir það
virðist reksturinn alltaf erfið-
ur, og gjaldkerinn hleypur
með hverja krónu sem aflast
til skuldunautanna.
Til gamans má geta þess að
lið í fyrstu deild, sem eru á
Reykjavíkursvæðinu, þurfa
aðeina að komast út fyrir höf-
uðborgarsvæðið til að leika
við KA og Þór, en þau félög
þurfa að fara allar sínar ferðir
til Reykjavíkur — ekki aðeins
í meistaraflokki heldur líka í
mörgum yngri flokkum.
Stjórn knattspyrnudeildar
KA heitir nú á stuðningsmenn
sína að auðvelda rekstur
deildarinnar með því að
greiða mánaðarlegt framlag
til rekstursins 5-10 þúsund
krónur í nokkra mánuði.
Upphæð þessi erekki meiri en
sem svarar einum pakka af
sígarettum á viku. Margt
smátt gerir eitt stórt, og ef
álitlegur hópur manna mundi
greiða slíka upphæð, auð-
veldar það starf deildarinnar
til muna. Á næstunni rnunu
stjórn og góðir stuðningsmenn
leita eftir þessu framlagi, og
eru menn beðnir að bregðast
vel við. Þá skal þess að lokum
getið að slík fjáröflunaraðferð
hefur verið notuð hjá mörgum
öðrum félögum og alltaf gefist
vel.
Ef einhverjir stuðnings-
menn sem vilja leggja þessu
lið og ekki hefur verið talað
við, eru þeir beðnir að snúa
sér til Siguróla, gjaldkera
knattspyrnudeildarinnar, en
hann vinnur á Shellstöðinni.
Aðrir stjórnarmenn taka líka
við framlögum.
Hér sést Jón Oddsson í langstökki, en I þcirri grein hefur hann náð
einna bestum árangri.
Nýr maður
í körfuboltann
Að sögn forráðamanna
körfuknattleiksdeildar
Þórs hefur þeim bæst
góður liðsauki. Það er
hinn snjalli íþróttamaður
Jón Oddsson sem hefur
undanfarið keppt í
frjálsum íþróttum fyrir
KA. Jón er góður körfu-
knattleiksmaður, og að
sögn viðmælanda
íþróttasíðunnar mun
hann leika með Þór
a.m.k. fram að áramót-
um.
Handbolti
um
helgina
Um næstu helgi byrjar önnur
deildin í handbolta. KA fer til
Reykjavíkur og leikur þar tvo
leiki.
Á laugardaginn kl. 15.00
leika þeir við Aftureldingu að
Varmá í Mosfellssveit og dag-
inn eftir kl. 14.00 leika þeir við
Ármann í Laugardalshöllinni.
Þetta verða erfiðir leikir fyrir
KA, sem aðeins hefur leikið
einn æfingaleik til þessa.
Þór leikur ekkert um þessa
helgi, en þeirra leikir hefjast um
aðra helgi.
Búast má við skemmtilegri
keppni í deildinni í vetur en
erfitt að segja til um hvaða lið
munu verða á toppnum. Þó má
búast við að ÍR, sem féll í aðra
deild í fyrravor, verði sterkt en
þeir höfðu leikið í fyrstu deild
um áraraðir.
þjálfar
UMSE
Lið UMSE í blaki hefur
undanfarin ár leikið í fyrstu
deild, en á síðasta keppnis-
tímabili féll liðið i aðra deild.
Mikill hugur er nú í Eyfirð-
ingum að endurheimta sæti
sitt aftur i fyrstu deildinni, og
hafa þeir nú ráðið Halldór
Jónsson sem þjálfara sinn.
Halldór er margreyndur
þjálfari og keppnismaður í blaki
og ætti reynsla hans og kunn-
átta að koma Eyfirðingum að
góðu haldi. Halldór sagði í
spjalli við íþróttasíðuna, að það
sem mest stæði Eyfirðingum
fyrir þrifum væri húsnæðisleysi.
Hann kvað þá fá tvær æfingar í
viku hér í íþróttahúsunum, en
það væri raunar alltof lítið
miðað við þær kröfur sem
gerðar væru til keppnismanna í
dag. Þeir mundu hins vegar
reyna að gera sitt besta. Halldór
sagði að allir þeir sem í fyrra
léku með liðinu yrðu með
áfram og einhverjir bættust við.
Ásamt UMSE leika hér í
annarri deildinni lið ÍMA og
KA. Deildin byrjar um fyrstu
helgina í nóvember en Halldór
hvað þá ætla að taka þátt í
haustmóti Blaksambandsins
sem verður 24. til 26. þ.m. en
þar mundu þeir fá nokkkuð
góða æfingaleiki.
DAGUR.5