Dagur - 16.10.1980, Side 6
Svalbarðskirkja. Sunnudaga-
skólinn n.k. sunnudag kl. 11
f.h. Ath. fermingarbörn
mæti klukkustund fyrr.
Sóknarprestur.
□ RÚN 598010177 = 2
I.O.O.F. 2 16210178 Vi
Fíladelfía, Lundargötu 12.
Fimmtudagur 16. okt.
Biblíulestur kl. 20.30. Allir
velkomnir. Laugardagur 18.
okt. safnaðarsamkoma kl.
20.30. Sunnudagur 19. okt.
sunnudagaskóli kl. 11 f.h.
Öll börn velkomin. Almenn
samkoma kl. 20.30. Allir
velkomnir.
Slysavarnarfélagskonur Akur-
eyri. Haustfundurinn verður
í félagsmiðstöðinni Lundar-
skóla mánudaginn 20. okt-
óber kl. 8.30. Liesel Malm-
quist sýnir jólaföndur.
Hverfisstjórar eru hvattir til
að mæta. Nýir félagar vel-
komnir.
I.O.G.T. St. Brynja nr. 99 held-
ur fund mánudaginn 20.
október kl. 20.30 í félags-
heimili templara, Varðborg.
Upplestur. Afmælisfundur.
Mætið vel, félagar, Æ.t.
I.O.G.T. Barnastúkan Samúð
nr. 102 heidur fund laugar-
daginn 19. okt. kl. 10 árd. í
Oddeyrarskólanum. Inntaka
nýrra félaga. Myndasýning
(M.Ó.G.) Mætið vel á fyrsta
fundi haustsins. Gæslu-
Borgarbíó sýnir kl. 9 Gullræsið,
hörkuspennandi nýja lit-
mynd um eitt stærsta gullrán
sögunnar. Byggt á sann-
sögulegum atburðum er áttu
sér stað í Frakklandi árið
1976. Kl. 11 verður sýnd
myndin Fórnarlambið.
AUGLYSIÐ I DEGI
Úrslitin ráðast
á þriðju
dagskvöld
Nú er lokið tveimur umfeiðum í
Thule-tvímenningskeppni Bridge-
félags Akureyrar, spilað er í 3 riðl-
um.
Röð efstu para er þessi:
Stig.
1.-3. Ólafur Ágústsson —
Grettir Frímannsson 274
1.-3. Arnald Reykdal —
Gylfi Pálsson 274
1.-3. Ragnar Steinbergsson —
Gunnar Sólnes 274
4. Stefán Sveinbjörnsson —
Sigurður Búason 259
5. Einar Sveinbjörnsson —
Sveinbjörn Jónsson 254
6.-7. Pétur Guðjónsson —
Stefán Ragnarsson 251
6.-7. Soffía Guðmundsdóttir —
Ævar Karlesson 251
8. Júlíus Thorarensen —
Sveinn Sigurgeirsson 249
Meðalárangur er 220 stig.
Þriðja og síðasta umferð verður
spiluð að Félagsborg n.k. þriðju-
dagskvöld kl. 20.
Herstöðvaand-
stæðingar þinga
Dagana 18. til 19. okt. verður
landsráðstefna Samtaka her-
stöðvaandstæðinga haldin á Ak-
ureyri. Margir umræðuhópar
munu starfa á ráðstefnunni, sem
haldin er í Sjálfstæðishúsinu. í
hópnum verður m.a. rætt um
þjóðaratkvæðagreiðslu um her-
inn og NATO, afstöðu til al-
þjóðamála, erlenda stóriðju og
erlent fjármagn á íslandi. Hóp-
amir munu sjá um skemmtiatriði.
Auk þess verður reynt að bjóða
upp á kabarett, sem félagar í L.A.
sjá um. Dagskráin hefst klukkan
13 á laugardag.
Veiðimenn
Athugið
Að gefnu tilefni er öll rjúpnaveiði bönnuð í landi
Laufáss í Grýtubakkahreppi.
Bolli Gústafsson.
Vatnsveitugeymirinn:
Faðir minn og mágur
EINAR SIGURBJÖRNSSON,
fyrrum bóndi að Litlu-Tjörnum
í Ljósavatnsskarði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. október s.l. Jarðar-
förin fer fram að Hálsi laugardaginn 18. október kl. 2 e.h.
Sigurður Einarsson,
Kristbjörg Kristjánsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls
ÁRNA KÁRASONAR,
dýralæknis,
Arnartanga 59, Mosfellssveit.
Gréta Aðalsteinsdóttir,
Kárí Árnason,
Herborg Árnadóttir,
Kári Johansen,
Sigríður Árnadóttir,
Gunnar Kárason,
Svana Þorgeirsdóttir.
Innilegt þakklæti færum við öllum þeim, nær og fjær, er sýndu
okkur samúö og vinarhug, sendu blóm og kransa, við andlát og
jarðarför mannsins míns
GUNNARS NÍELSSONAR,
Hauganesi.
Helga Jónsdóttir,
börn og tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hjúkrunarkona, Langholti 7, Akureyri,
verður jarösungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 18. okt. n.k.
kl. 1.30 e.h.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg
Brynja Barðadóttir, Jónas Sigurjónsson,
Lóa Barðadóttir, Jón Garðarsson
og barnabörn.
Fóðraður að innan
með tref japlasti
Nú er unniö að þvi að klæða
hinn nýja vatnsgeymi Vatnsveit-
unnar innan með trefjaplasti,
auk þess sem unnið er við að
steypa styrktarstoðir undir
tankinn. Eins og greint var frá í
Degi ekki alls fyrir löngu seig
tankurinn og sprakk með þeim
afleiðingum, að ekki hefur verið
hægt að nota hann í rösklega tvo
og hálfan mánuð. Nýi vatns-
geymirinn er geysistór, rúmar
um 4 þúsund rúmmetra af vatni,
en þrír aðrir geymar Vatnsveit-
unnar rúma aðeins helming þess
magns.
— Viðgerðinni miðar vel og ég
geri ráð fyrir að hún taki þennan
mánuð, en það er að nokkru háð
veðráttu, sagði Sigurður Svan-
bergsson, vatnsveitustjóri Akureyr-
ar í viðtali við Dag.
— Það er alveg óráðið ennþá
hver kemur til með að greiða
kostnaðinn við þessa viðgerð. Ég
vil sem minnst ræða um hugsan-
legar orsakir þessa óhapps meðan
beðið er eftir skýrslu frá verk-
fræðistofunni. Ég er þó persónu-
lega þeirrar skoðunar að þarna hafi
verið um ófyrirsjáanlegt atvik að
ræða, sagði Sigurður ennfremur.
— Undirstaða tanksins var möl
og móhella og hún var þjöppuð
mjög vel. Tankurinn var síðan
steyptur og það sem gerðist var
það, að sprunga kom í steypuna á
botni tanksins með þeim afleiðing-
um, að jarðvegurinn undir honum
losnaði og rann undan. Það má
e.t.v. segja að það hefði átt að setja
trefjaplast innan í tankinn strax. Af
því höfum við góða reynslu og
steypan er eins og hún er — á það
til að springa, sagði Sigurður
Svanbergsson, vatnsveitustjóri.
Átta manna vinnuflokkur frá
Skagaströnd hefur unnið við að
smyrja tankinn innan með trefja-
plasti. Sigurður kvaðst ekki vita hve
mikið viðgerðin kynni að kosta, en
vafalaust skipti það tugum milljóna
króna.
Séð fyrir endann á
hitaveitulögnunum
Búið er að hleypa heitu vatni á
í miðbænum og eru hafnar teng-
ingar húsa á því svæði. Um
þessar mundir er unnið að lagn-
ingu hitaveitupípa í innbænum
— þ.e. sunnan við kaupfélags-
hornið og áður en hægt er að
Ijúka við þennan bæjarhluta
verður að skipta um jarðveg í
Spítalavegi og Lækjargili.
Um miðjan þennan mánuð
verður væntanlega hleypt á kerfið i
innbænum og það þrýstiprófað. Þá
verður hægt að hleypa á hús við
Hafnarstræti og Aðalstræti. Þegar
framangreindum framkvæmdum
lýkur verður aðeins eftir að leggja
hitaveitu í Gerðahverfi II. í því
hverfi er mjög mikið um rafkynt
hús og því var það látið sitja á hak-
anum, en búið er að ákveða að
leggja hitaveitu í hverfið á næsta
ári.
Glevmum
U ■ ■ ■
ekki
geðsjúkum ■ 18.10.B0
6.DAGUR