Dagur - 16.10.1980, Side 8

Dagur - 16.10.1980, Side 8
IMCÖM. RAFGEYMAR í BfLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI BRYRNAR YFIR EYJAFJARÐARÁ: Verður þungum farar- tækjum bönnuð umferð? Brýrnar yfir Eyjafjarðará sunn- an við flugvöllinn eru nú farnar að láta á sjá, enda orðnar gaml- ar, en þær voru byggðar á árun- um 1922 og 1923. f viðtali sem Dagur átti við Snæbjörn Jónas- son, vegamálastjóra, fyrir stuttu kom fram, að ástand gömlu brúnna gæti komið til með að ráða því, hversu fljótt yrði farið út í að gera nýjan veg og brýr yfir Eyjafjörðinn. — Áður en kemur að gerð nýs vegar yfir Eyjafjörðinn þarf að ljúka við Víkurskarðið og vegagerð á Svalbarðsströnd, þ.m.t. veginn um Vaðlareit eins og hann er fyrir- hugaður. Miðað við núverandi framkvæmdahraða og að þessi framkvæmdaröð haldist kemur ekki að veginum yfir Leirurnar fyrr en eftir 10 ár eða svo, þannig að Eyfirðingar hafa nægan tíma til að rífast um Leiruveginn, sagði Guð- mundur Arason, yfirverkfræðingur brúadeildar Vegagerðarinnar, þeg- ar Dagur kannaði" málið nánar. — Miðbrúin lítur einna verst út og nú stendur til að vísa öllum far- artækjum sem þurft hafa sérstaka undanþágu fram í Eyjafjörð og banna þeim umferð yfir brýrnar. Til þessa hefur mjög þungum far- artækjum verið leyft að fara yfir biýrnar á sama hátt og þeim hefur verið heimilað, í undantekningar- tilvikum, að aka um þjóðvegina, en við verðum líklega að taka fyrir það vegna ástands brúnna, sagði Guð- mundur Arason ennfremur. Guðmundur sagði að ekki væri mikil hætta á að miðbrúin hryndi skyndilega og fyrirvaralaust, en ekki væri hægt að útiloka að hún hryndi og yrði ófær. Hins vegar væri á það að líta, að miðkvíslin væri nú orðið mjög vatnslítil, þannig að e.t.v. væri hægt að fylla upp i hana að verulegum hluta undir brúnni og styrkja brúna þannig. Slík bráðabirgðaviðgerð myndi kosta einhverja tugi milljóna. Varðandi Leiruveginn sagði Guðmundur, að í gildi væri staðfest skipulag og því væri ekki hægt að breyta nema með tilstilli sam- gönguráðherra og samþykki sveit- arstjórna í Hrafnagilshreppi, Öng- ulsstaðahreppi og Svalbarðs- strandarhreppi og á Akureyri. Ástand brúnna yfir Eyjafjarðará er orðið slæmt. Ljósm.: E.D. Þar er messað fjórum sinnum á hverju ári! „Varaðu þig — cf þú kemur nær skaltu fá að kenna á hornunum mínum.“ Þessi föngulegi hrútur var ásamt vinum og ættingjum á túni fyrir ofan Akurcyri þegar Ijósmyndarinn festi hann á filmu. Þegar myndatakan var afstaðin fóru sumar skepnurnar að krafsa snjóinn ofan af grasinu og virtu áhorfendurna ekki viðlits — líklega talið þá sauðmeinlausa. Mynd: á.þ. Fyrir 1970 var Grímsey sérstakt prestakall, en með lögum það ár var því breytt. Annar Akureyr- arprestanna hefur annast kirkjulegar athafnir í eynni og hefur séra Pétur Sigurgeirsson haft veg og vanda af því. Meðan Grímsey var sérstakt prestakall þjónaði séra Pétur þar einnig og hefur gert svo frá 1953. Nú er messað fjórum sinnum á ári í Grímsey og eins og að líkum lætur fjölmenna Grímseyingar í kirkju þegar messað er. Fyrir skömmu fór séra Pétur Sigurgeirsson til Grímseyjar þar Fáir árekstrar Umferðin á Akureyri hefur gcngið stórslysalaust fyrir sig undanfarna daga. Að sögn lög- reglunnar hafa árekstrar t.d. verið mjög fáir, þrátt fyrir erfið akstursskilyrði — hálku og þ.h. Lögreglumaður sem rætt var við sagði að svo virtist sem óhöpp- um í umferðinni fækkaði ætið þegar skilyrðin versnuðu. „Það er ekki fyrr en sól skín í heiði og allar götur eru greiðfærar að óhöppum fjölgar til muna, hvemig svo sem á því stendur,“ sagði lögreglumaðurinn. Það hefur oft komið okkur í koll — að hafa ekki nothæft skipulag segir bæjarstjórinn á Siglufirði { fjölmörg ár hafa Siglfirðingar ekki haft fullnægjandi skipulag til að vinna eftir og hefur það komið sér illa æði oft. Nú sér hins vegar hilla undir nýtt skipulag, en Árni Ragnarsson, arkitekt, hefur unnið það fyrir Siglufjarðarbæ. Gert er ráð fyrir að hugmynd að skipulagi fyrir Siglufjörð verði tilbúin til sýn- ingar eftir u.þ.b. einn mánuð. Vonir standa til að hægt verði að fara að vinna eftir nýja skipu- laginu strax næsta sumar. Ingimundur Einarsson, bæjar- stjóri, sagði að nýja skipulagið gerði m.a. ráð fyrir vegi þvert í gegnum kaupstaðinn inn að flug- velli, einnig hefur arkitektinn gert ráð fyrir sameiginlegu olíubirgða- svæði, sem verður við höfnina og meiri uppbyggingu við höfnina en nú er. í hugmyndunum er ráðgert að ibúðabyggðin færist suður og verði ofan og vestan götu að flug- velli. Ýmsar aðrar nýjungar eru í skipulagshugmyndunum, sem ekki er unnt að rekja hér í smáatriðum. Eins og fyrr sagði er núverandi skipulag orðið æði gamalt og á margan hátt úrelt og því var Ingi- mundur spurður um hvort það hefði ekki komið sér illa að hafa Losna við óþarfa loft Á næstunni hefjast framkvæmd- ir við að leggja safnæð frá virkj- unarsvæðinu að Ytri-Tjörnum að dælustöðinni á Laugalandi. Þessi safnæð flytur vatnið úr borholunum að Ytri-Tjörnum í loftskiljuna sem er að Lauga- landi. Til þessa hefur orðið að dæla vatninu beint inn á aðveituæðina, en það hefur þýtt að mikið loft hefur komist í vatnið og sérstaklega hefur loftið angrað íbúa í Önguls- staðahreppnum. Sungið hefur i ofnum í Öngulsstaðahreppi, við litla hrifningu bænda, sem hafa orðið að hafa ofnlykilinn vísan. sem hann messaði og prédikaði. Kirkjukór Miðgarðakirkju söng við undirleik Kristjáns Rögnvaldsson- ar. Grímseyingar fjölmenntu við messuna og að henni lokinni var samsæti í félagsheimilinu þar sem gestir þáðu kaffi og bakkelsi hús- mæðra í Grímsey. Jórunn Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar, ávarpaði gesti og þakkaði sérstaklega gjafir og önnur framlög til Miðgarðakirkju, en nú er nýlokið mikilli viðgerð á henni. Kirkjan var klædd utan, bæði veggir og þak, gert var við fúa sem var orðinn allmikill og sökkullinn var lagfærður. Verkið annaðist Jón Hólmgeirsson, smiður og kennari á Akureyri, nema hvað Finnur Jóns- son í Grímsey gerði við sökkulinn og gaf til þess alla vinnu sína. Grímseyingar hafa allir unnið að þessari viðgerð á einn eða annan hátt, þ.á.m. nýstofnaður Kiwanis- klúbbur. Unnið hefur verið að endurbótunum síðustu tvö sumur. Þess má svo að lokum geta, að sóknarnefndin í Hrísey er öll skip- uð konum og einnig safnaðarfull- trúinn er kona, en þær voru kjörnar ákvennaárinu 1975. Mikill áhugi er á því í Grímsey að það verði aftur sérstakt presta- kall og eru helst uppi hugmyndir um að fá þangað prest, sem einnig gæti sinnt kennslustörfum. ónothæft skipulag. „Ég held að það sé óhætt að segja það að það hafi oft komið okkur í koll“ var svar bæjarstjóra „I fjölda mörg ár má segja að þetta hafi gengið með alls kyns „reddingum", því heildar- myndina hefur vantað". Bæjarstjórn Siglufjarðar ákvað fyrir fimm árum að hefja skildi vinnu við nýtt skipulag. Af ýmsum ástæðum hefur skipulagsvinnan tafist og verður það því ekki fyrr en sex árum eftir að ákvörðun var tekin að hægt verður að fara að vinna eftir skipulaginu. ra Lb SDiam 0 Vill einhver stúlka giftast mér? „Ég er 27 ára gamall pipar- sveinn. Ég hef áhuga á landi ykkar og borg. Ef þið getið sent mér eitthvað frá bænum ykkar — þá gerið það. Ef þið þekkið stúlku eða konu sem vildi fyrst skrifast á og síðar giftast, ungum Pólverja, þá látið hana fá heimilisfang mitt. P.s. Ég hef áhuga á leikhúsum, kvikmyndum og tónlist. Vinsamlega sendið heimilisfang mitt til blaðs á fslandi. Kær kveðja — og síðan kemur nafnið. Þannig hljóðaði bréf er barst til Ferðaskrifstofu Akureyrar frá ungum Pólverja. Starfsmenn F.A. höfðu enga stúlku á tak- teinum fyrir unga manninn, en ef svo vill til að einhver vilji skrifast á við hann — með giftingu í huga — er heimils- fang piltsins á ritstjórn Dags. • Calicúla Nú er sýnd í Reykjavík kvik- mynd um rómverska keisar- ann Calicúla, sem ku hafa verið alveg einstakur þjóð- höfðingi hvað brjálsemi snerti. Myndin fær óhemju aðsókn og fjallað var um þennan menningarviðburð í útvarpsþætti í gærkvöldi. Þar kom reyndar fram, að hér er á ferðinni mynd sem sýnir lítið annað en ýmiss konar óeðli, ofbeldi og morð. „Þetta er ekki einu sinni klámmynd," sagði einn bíógesta í áður- nefndum útvarpsþætti. En hvað um það. Vonandi fá Ak- ureyrskir bíógestir brátt að sjá þessa „dýrustu klám- mynd, sem gerð hefur verið“ og ætti hún að geta fallið vel í kramið. Fróður maður sagði nefnilega einhvern tímann að það þýddi ekkert að bjóða meirihluta bíógesta á Akur- eyri myndir sem sýndu minna en 13 morð og 4 nauðganir fyrir hlé — eða var það kannski öfugt? 0 Rjúpnaveiðin hafin Og nú mega veiðimenn halda á fjöll og skjóta rjúpur. Fyrsti veiðidagurinn var sl. mið- vikudag og sjálfsagt hafa margir Norðlendingar axlað byssur sínar og gengið hnar- reistir um vefðisvæðin. Æ fleiri landeigendur hafa bannað veiðimönnum að veiða í sínum landareignum, enda ekki nema von því margir byssumennirnir kunna varla að hlaða hólkana — hvað þá að skjóta. En þessi bönn verða líka til þess að á lítil svæði þyrpist fjöldi skotglaðra manna, sem er óæskileg þróun svo ekki sé meira sagt.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.