Dagur - 31.10.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 31.10.1980, Blaðsíða 5
Guðmundur Gunnarsson við limrur Þorsteins Valdimarsson- ar. Hefðbundin karlakórslög komu fram í syrpu fimm laga í lokin eftir jafnmarga söngstjóra kórsins frá 140 ára tímabili. Söngstíll kórsins er hófstilltur, samstilling og jafn- vægi radda með ágætum. Tenórar mattir en bassar djúpir eða eitthvað á það leið voru ummæli eins gagn- rýnanda Reykjavíkurblaðanna. Hvað sem um lagavalið mátti segja, þá fór ekki milli mála, að fáguð túlkun og framkoma þeirra Lund- arsöngvara veitti áheyrendum ánægjulega kvöldstund. Þegar snjór sá, sem nú hylur jörð októbermánaðar, var að festa tök sín, boðaði svissneskur kennara- skólakór komu sína. Það kvöld var veðri svo háttað, að undirritaður afskrifaði með öllu þann mögu- leika, að kórinn næði flugleiðis hingað. En Svisslendingar komust reyndar á síðustu stundu, en af eðlilegum ástæðum verður ekki um söng þeirra fjallað hér. Inn á milli þessara söngviðburða kom í septemberlok þýski orgel- leikarinn Almut Rössler. Hún flutti orgeltónlist, bæði sigilda höfunda eins og meistara Bach, en einnig nútímatónlist frá hendi franska tónskáldsins Oliviers Messaiens. Hann mun vera talinn eitt stærsta nafn nútímans á sviði orgeltónlistar og Rössler lagt sig sérstaklega eftir verkum hans. Einhvernveginn náði Bach gamli ekki sterkum tökum á mér þetta kvöld svo að tónlist Messaiens varð viðburður þess. Enda finnst mér méga meta það við hann sem nútímatónskáld að varpa ekki algjörlega út í ystu myrkur þessum þremur gömlu frumþáttum tónlistarinnar, hljóðfalli, laglínu og samhljómi. Heldur voru áheyrendur fáir og greinargóður tónlistarunnandi sagði mér, að svo vildi vera á org- eltónleikum hér. Samband milli flytjenda og áheyrenda kemst ekki á, þar sem hinir síðarnefndu snúa baki við hljóðfærinu og sitja niðri í kirkju. Er það vissulega skaði, að þessi vandkvæði skuli vera á að nýta svo voldugt hljóðfæri sem kirkjuorgelið er. Til mín hringdi öldruð kona hér í bænum og minnti mig á að önnur atvinnugrein en grjótmulningur væri tengd klöppunum. Áður fyrr rann Myllulækurinn niður með þeim niður á Oddeyrina. Þá var vaskaður saltfiskur neðan við klappirnar og vatnið tekið úr læknum. Voru tvær fiskverkunar- stöðvar þar, önnur undir klöppun- um en hin sunnar þar sem íþrótta- völlurinn er nú. Þarna voru engir fiskreitir en fiskurinn þurrkaður á fiskgrindum. Sagðist konan hafa unnið þarna við fiskverkun á árun- um 1922-23. Þá sagði mér einhver að fólkinu hefði verið gert viðvart þegar breiða átti fiskinn méð því að flagga á klöppunum. Við þessa saltfiskverkun unnu mest konur. Sumar vöskuðu fiskinn en aðrar báru fiskinn til þeirra á handbörum og frá þeim aftur að stakkstæðinu. Þetta var svo að segja eina atvinnan sem konur höfðu ut- an heimilis á þeim tíma. Ég ætla að enda þetta greinar- kom með því að minna á það að klappirnar hafa einnig komið við sögu dulrænna fyrirbrigða. Þjóð- trúin á þar einnig bústað. Margrét frá Öxnafelli segir að í klöppinni búi huldukona. Hún búi utan og vestan við höggmyndina af landnámshjónunum. Hún er dökk- hærð, há og grönn, brosleit og glaðlynd. Þegar Margrét kemur til Akureyrar heilsar hún upp á þessa vinkonu sína. Huldukonan brosir þá til hennar og finnst Margréti hún þekkja sig. Aldrei sá hún manninn hennar en hún á mörg uppkomin börn. Aldrei hafa þær talast við og veit hún því lítið um hagi hennar. Fleiri hafa séð þessa konu í klöppinni en Margrét. Margréti er mjög hlýtt til hennar. Framvegis mun þessi klöpp bera nafnið Hamarkotsklappir eins og merking Ferðafélagsins ber með sér. Gott er að örnefnið haldist og glatist ekki með öllu. Af fiðurfé Fuglar hafa verið mannkyninu hjálplegir um örófir aldir. Sem dæmi má nefna að dúfur gerðu fólki kleift að senda skilaboð löngu áður en því datt í hug að finna upp flugvélina. Og fuglar hafa reyndar starfað í póstflugi eftir að flugvélin var fundin upp. Þeir komu til dæmis að góðu gagni í fyrstu heimsstyrjöldinni, í upphafi þessarar aldar. Bréfdúfur voru fyrst teknar í notkun af Egyptum, sem voru fyrstir til að uppgötva ■—' heimþrá þessa fugls, og auðvitað hagnýttu Egypt- ! amir sér þennan merkilega eiginleika Bréfdúfan flaug þrátt fyrir steikj- andi hita .... .... missti ekki kjarkinn er vindar blésu.... o o ° 0°oo° ° 0 a 0 o °° °on0ó o " ° - .... þoldi haglél. o £>0 .... flaug og lést hvorki sjá eldingar eða heyra þrumur er fylltu loftið .... .... forðaði sér frá 7 morðhundum .... nauðlenti í fenjunum .... .... áður en ferð- inni var lokið .... 10 .. . . og veiðimönnum .... og komið var á áfangastað, þar sem bréfið var les- ið. Þessi ferð hafði áhrif á örlög manna og þjóða. DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.