Dagur - 31.10.1980, Blaðsíða 9

Dagur - 31.10.1980, Blaðsíða 9
Samkomufólkið notaði fæturna fimlega Viðmælandi DAGS að þessu sinni er Þorvaldur Hallgrímsson, sem á sínum tíma stofnaði fyrsta „bandið“ á Akureyri ásamt nokkrum ungum mönnum. Mik- ið vatn hefur runnið til sjávar, síðan hann og félagarnir í X- bandinu léku fyrir dansi í Gúttó, samkomuhúsinu við Hafnar- stræti, en dansleikur eins og Þorvaldur var að lýsa var algeng- ur fyrir nokkrum tugum ára. Hljómsveit, sem hafði það hlut- verk einvörðungu að spila á dansleikjum og öðrum samkom- um hafði ekki verið til á Akureyri og þótti það að sjálfsögðu merk- isatburður þegar ný hljómsveit var stofnuð. I DEGI þann 25. október 1928 segir m.a. „Xbandið — hin nýja „jass“ hljómsveit hér í bæ — hélt fyrsta dansleik sinn í Samkomuhúsi bæjarins s.l. laug- ardagskvöld. Var þar talsvert margt af ungu fólki samankomið og skemti það sér auðsjáanlega vel. 5-manna hljómsveit spilaði — en um tólfleytið sat þar þó að- eins ein stúlka, sem lék á piano og leysti hlutverk sitt vel af hendi. (Piltamir voru þá búnir að spila í tæpa þrjá tíma. Þorvaldur sagði að um tólf hefðu þeir farið í kaffi í einar 20 eða 30 mínútur). Samkomufólkið notaði fæt- urna fimlega og af hinni mestu kurteisi, svo unun var á að líta. Menn voru hér svo auðsjáanlega ekki „gerðir úr gömlum nöglum, sem rangt eru settir saman,“ eins og hinn frægi landi vor Gunnar Gunnarsson, sagði einu sinni í opinberum fyrirlestri um unga dansfólkið í kóngsins Kaupin- höfn, gladdi það mig mikið; eins og áður er sagt voru menn einkar kurteisir, og vil ég nefna sem dæmi, að tveir dansþreyttir ung- lingar; er leituðu hvíldar einmitt á stólnum, sem ég sat á, settust ekki ofaná mig, en báðu mig hæversklega að standa upp og færa mig — gerði ég það með ánægju. Enda þótt okkur eldri mennina geti skort hæfileika til að meta kosti annarar eins nýtísku-listar og „jassinn“ er, getum við þó viðurkennt, að unga fólkið hefir rétt til að skemmta sér, og jafnvel þótt okkur geti fundist að aðrar listir séu til, sem meira væri um vert, að menn legðu sig eftir, verðum við að þó að viðurkenna, að það alténd er góðra gjalda vert, er menn reyna að gera sjálf- um sér til gamans og skemta öðr- um um leið; er því engin ástæða fyrir okkur til að amast við X— bandinu — þvert á móti — og aðsókn mun það fá, ef það heldur fleiri dansleiki.“ sig hraustlega fyrir utan. Þegar kalt var í veðri fór stundum illa fyrir sumum þegar þeir komu aftur inn í hitann. „Já, mórallinn var góður á þessum dansleikjum. Fólk kom alltaf ákaflega vel klætt og var snyrtilegt," sagði Þorvaldur. Þar brann smókingurinn, fiðlan, rúm og stólar Á þessum árum var stofnaður klúbbur sem hét X-klúbburinn. Tilgangurinn með stofnun hans var sá að takmarka fjölda dans- gesta á dansleikjum X-bandsins. Þá voru Guðjón og Aðalbjöm gullsmiðir á Akureyri, og tóku þeir að sér að smíða lítil „X“ úr silfri handa meðlimum klúbbsins. Þetta merki, og 10 krónur að auki, nægði til þess að fólk fékk að komast inn á dansleikina, en áður en varði var hálfur bærinn kom- inn með þetta merki í barminn. Og þeir sem betur voru settir létu sér ekki nægja X úr silfri heldur fóru til gullsmiðanna og fengu merkið úr gulli. Eins og gengur leigðu félags- samtök Gúttó fyrir sínar skemmtanir, en alltaf komu laus- ar helgar. Félagar X-bandsins fengu þá húsið á leigu fyrir hóf- legt verð. Þeir urðu hins vegar eldci auðugir menn af því að skemmta Akureyringum eins og eftirfarandi saga sýnir. Þegar Jakob Einarsson kom til Akureyrar, en hann var ættaður frá Reykjavik, átti hann ekki mikið af veraldlegum gæðum. Þegar hann gekk í X bandið keyptu þeir félagarnir handa honum notaðan smóking af kunningja hans, sem var þjónn á Lagarfossi. Jakob átti ágæta fiðlu. Hann fékk leigt herbergi í húsi Sr. Geirs Sæmundssonar, sem var nánari grein fyrir X-bandinu var hann beðinn um að segja lesend- um frá því hvernig það atvikaðist að hann spilaði fyrst opinberlega. „Kvenfélagið Framtíðin var eitt sinn með matarveislu inn á gamla Hótel Akureyri. Þá var Vigfús, sem hafði viðurnefnið „vert“ dáinn, en Karl Schiöth sá um veitingar. Eftir matinn ætlaði fólkið að dansa. Þegar til átti að taka kom í ljós að harmoniku- leikarinn hafði fengið sér heldur duglega í staupinu meðan á matnum stóð og sofnaði hann fram á nikkuna. Það kom því enginn tónninn. Ég átti líka tvö- falda harmoniku og hafði oft spilað á stéttinni heima og sjálf- sagt hafði Karl heyrt í mér, því hann átti að hafa sagt: Þetta er ekkert vandamál. Ég næ bara í hann Valda. — Nokkru síðar vaknaði harmonikuleikarinn úr rotinu og tók þá við af mér, en þetta var í fyrsta sinn sem ég lék fyrir dansi á samkomu.“ Þá er sagan komin að X-band- inu. Þegar við höfðum ákveðið að stofna hljómsveit var að sjálf- sögðu farið að reyna að útvega hljóðfæri. Við fengum trommuna hjá lúðrasveitinni og bjuggum til hljóðfæri eftir þörfum. Einhver okkar hafði séð um borð í dönsku varðskipunum kústskaft með á- fastri dós á miðju skaftinu. Á þetta var strengdur vír og nokkur dósalok voru ofan á skaftinu. Þegar skaftinu var barið niður glömruðu lokin og þegar spýtu var slegið á strenginn söng í dós- inni.“ Stofnendur X-bandsins voru sem sagt nægjusamir menn — ungir að árum og fullir bjartsýni á lífið og tilveruna. En hverjir voru þessir fimm sem stofnuðu X- bandið? Arngrímur Árnason lék á Ég hafði oft spilað á stéttinni heima Og þannig hljóðaði frásögn DAGS af fyrsta dansleiknum hjá X-bandinu. En áður en Þorvaldur gerði 8-DAGURP>* Grimuböll voru vinsæl á fyrri hluta aldarinnar. Þessi mynd var tekin á grfmuballi á Akureyri um 1930. ■■■■■■■ ■miHiMIHIMI trommur, Jón Norðfjörð lék á banijó og flautu, Tómas Stein- grímsson (síðar heildsali á Akur- eyri) lék á klarinett og Þorvaldur á pianó. Síðar bættist Jakob Ein- arsson við í hópinn, hann lék á fiðlu. Þá brugðu menn sér út með pela í rassvasanum Danshljómsveit á þessum árum varð að geta boðið upp á vinsæl- ustu slagarana — ekki síður en þær hljómsveitir sem spila í dag. Þeir félagar komust í kynni við „forlag“ í Kaupmannahöfn, sem ekki aðeins seldi þeim hljóðfæri, heldur líka útsetningar að vin- sælustu slögurunum á hverjum tíma. Piltarnir gerðust áskrifend- ur að útsetningunum og því fengu Akureyringar alltaf það nýjasta nýtt af dansmússik beint utan úr heimi. Þá var ekki útvarp eða sjónvarp til að spila fyrir fólk og því gerðar miklar kröfur til hljómsveita á dansleikjum. Á gólfinu í Gúttó dönsuðu þau sem nú eru afar og ömmur, marsa, túradansa, tangó og á fínni böllum voru svokallaðir slaufumarsar. Þegar dansgestir þreyttust á dansinum eins og ungafólkið sem blaðamaður Dags 1928 skrifaði um — gat það farið í litla salinn og keypt sér límonaði og kaffi. Á stórhátíðum var hægt að kaupa sér meðlæti, en áfengi fékkst ekki. Hitt er svo aftur annað mál að aldrei var hægt að gera Bakkus útlægan með öllu. Þorvaldur minnist þess að ungir menn fóru gjarnan út um bakdyr með pela og staupuðu „Ég held að ég œtti bara að lýsa fyrir þér einu balli frá þessum tíma. í Guttó voru svalir, með tvöfaldri bekkjaröð, við austur-, vestur- og norðurvegg. Þegar fólkið kom inn streymdi það cefin- lega beint upp á svalirnar. Við spiluðum og spiluðum, en enginn kom niður til að dansa. Þegar við höfðum t.d. spilað í hálftíma var kallað upp og sagt að hljómsveitin œtlaði að spila tvö lög til viðbótar, og ef fólk vœri eícki farið að dansa þegar þau vœru búin myndi hljómsveitin hcetta. Það voru eiginlega alltaf sömu pörin sem komu niður. Ég man eftir Hjalta Antonssyni í þessum hópi, annar hét Svavar og hann dansaði við Selmu. Þriðji karlmaðurinn hét Sigurður Þorsteinsson. Það voru miklar sviptingar þegar fyrstu pörin komu niður. Venjulega kom einn dansherrann og bað okkur um að spila góðan tangó eða hœgan vals. Pörin dönsuðu frá vegg til veggjar með tilheyrandi hnébeygjum, þvíplássið var nóg á gólfinu. Eftir fyrstu dansana fór fólk að týnast niður. Á bekkjum sem raðað var upp við vesturvegginn sátu herrarnir og við auslur- vegginn sátu dömurnar. Þegar byrjað var að spila þutu herrarnir af stað til að ná sér í dömu. Áður en dansleikurinn hófst var annaðhvort búið að bera talkúm eða tálga niður vax á gólfið svo það var hált, enda hlupu karlmennirnir bara hálfa leiðina, en renndu sér síðan fótskriðu til stúlknanna. Það var oft handa- gangur í öskjunni, þvíþað kom fyrir að margir karlmenn vceru um sömu stúlkuna. “ í þessu viðtali er rœtt við Þorvald Hallgríms- son, en hann var einn þeirra sem stofnuðu X- bandið, fyrstu dans- hljómsveitina á Akur- eyri. Þorvaldur er fceddur í elsta húsi bœj- arins, Laxdalshúsi, árið 1910, en fluttist í Höpnershúsið,'þar sem nú er útibú KEA, árið eftir. í þessu húsi ólst Þorvaldur upp; er því sannur innbæingur. Faðir Þorvaldar var Hallgrímur Davíðsson, Eyfirðingur að œtt og uppruna, en móðir hans er Sigríður Davíðsson, fœdd Sœmundssen. Hún var fœdd og uppalin á Blönduósi. X-bandið eins og það var skipað i upphafi. Þorvaldur er lengst til vinstri. Við hlið hans er Tómas Steingrfmsson, cn þá koma Jakob Möller, Jón Norðf jörð og Arngrímur Árnason. látinn þegar þetta gerðist. Á ein- hverju þurfti Jakob að sitja á og sofa í og var það allt fengið að láni. Svo leið og beið. X-bandið átti að spila á dansleik 1. desember. Þorvaldur hafði brugðið sér til Jóns Einarssonar, rakara og sat í stólnum hjá honum er heyrðist í brunalúðri. Þar reyndist vera á ferð Lúlli Brún og hann sagði Þorvaldi að nú væri kviknað í húsi sr. Geirs. Þar fór öll búslóðin hans Jakobs. Nú voru góð ráð dýr. Kristján Halldórsson hét maður er rak úrsmíðaverkstæði og seldi hann jafnframt hljóðfæri. Þama fékk X-bandið fiðlu með afborgunum. Þá var hljómsveitin með þrennt á afborgunum: trommurnar, banjóið og fiðluna. „Ég held að enginn hafi fengið kaup síðasta hálft annað árið. Það varð að greiða skuldirnar," og Þorvaldur brosir. Blessaður karlinn kyssti okkur alla Auðvitað er margs að minnast þegar litið er til baka. Þessi ársem X-bandið lék í upprunalegri mynd voru á margan hátt þrosk- andi fyrir meðlimina, en fljótt var höggvið skarð í hópinn. Arngrímur lést skömmu eftir 1930 og eins og fyrr sagði hætti Þorvaldur að spila 1934. „Ég man eftir því að einu sinni sem oftar var Kvenfélagið Framtíðin með kaffisölu og basar í gamla bamaskólanum. X-band- ið var þar að sjálfsögðu og spilaði fyrir gesti. Þá kom Steingrímur Matthíasson læknir til okkar og sagði að til bæjarins væri komið franskt skip sem héti Pourqusi Pas? Um borð væri heimsþekktur vísindamaður sem héti dr. Jean Charcot. „Ég er búinn að bjóða honum í kaffi í barnaskólann í eftirmiðdag. Ég vildi gjarnan að þið spilið franska þjóðsönginn um leið og þið sjáið okkur koma inn úr dyrunum," sagði Stein- grímur. „Fólkið var byrjað að drekka kaffið þegar Steingrímur kom til okkar svo það var lítill tími til æfinga, en við tókum það ráðið að einn af öðrum fór niður í kjallara og æfði sig smávegis. í pásu spilaði ég ósköp veikt á píanóið til að vita hvort ég kynni ekki örugglega franska þjóðsöng- inn. Það þarf ekki að orðlengja það frekar, en Steingrímur kom von bráðar með dr. Charcot og við hófum að spila. Blessaður karlinn kom þjótandi til okkar þegar hann heyrði lagið og kyssti okkur alla í gleði sinni. (Innsk. Pourquoi Pas? fórst út af Mýrum árið 1936. Aðeins einn maður komst lífs af. Charcot var einn merkasti vísindamaður heims á sínum tíma). Þessi minningarbrot Þorvaids Hallgrímssonar um X-bandið verða ekki mikið lengri. Það átti ekki fyrir þessum innbæingi að liggja að verða hljómlistarmaður. Hann hefur lengi dvalið í Kaupmannahöfn og um árabil starfaði Þorvaldur fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga. Meðal annars veitti hann forstöðu silki- verksmiðju SÍS á Akureyri og síðustu árin sem hann var í fullu starfi vann Þorvaldur hjá Gefj- unni á Akureyri. Viðmælandi DAGS er þó ekki með öllu sestur í helgan stein. Nokkur kvöld í viku spilar hann á pianó fyrir matargesti í Smiðjunni. „Hugmyndin með þessari dinnermússik sem ég spila nú er bara sú að matargestir heyri lága, en þægilega tónlist. Með öðrum orðum að gestirnir geti rabbað saman yfir matnum og að ekki heyrist mikið milli borða. Ég hef einkum spilað slagara frá 1925 og uppúr. Þarna er meira um mið- aldra fólk en ungt og það þekkir tónlistina sem ég er að spila; hún fellur í góðan jarðveg. Það er nauðsynlegt fyrir eldri mann eins og mig að hafa eitthvað að gera. Ég get sagt þér að það er ansi erfitt fyrir mann í fullu fjöri að hætta allt í einu að vinna og setjast í helgan stein. Fyrsta hálfa árið vissi ég ekki hvernig í ósköp- unum ég átti að fá daginn til að líða, en einhvern veginn venst þetta og maður hefur nóg með allan daginn að gera. Þessi kvöldvinna mín gerir það að verkum að ég kemst í samband við svo margt fólk og það hefur mikið að segja," sagði þessi aldni heiðursmaður að lokum. Þessar tvær myndir gefa glögga mynd af þvi hvemig Samkomuhúsið leit út þegar X-bandiö lék f því. Þá voru svalir við austur-, vestur- og norðurvegg. Eins og lesandinn sér var L.A. 30 ira þegar myndimar tvær vom teknar. I tilefni þess hefur verið ieikið eitthvað islenskt verk, a.m.k. benda búningar leikaranna til þess. DAGUR-.9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.