Dagur - 31.10.1980, Blaðsíða 11

Dagur - 31.10.1980, Blaðsíða 11
SJÓNMENMIR ekki skapað listaverk. Á hinn bóginn getur kunnáttumaður ekki skapað neitt framúrskarandi ef hann skortir andagift. Mörgum reynist erfitt að greina milli þess sem er ekta og hins sem er óekta. Og fremur fáir skynja aðalatriðin í verkum góðra lista- manna sem trúir eru köllun sinni en hinir láta sérnægja grunnfærar kenndir sem fram koma í verkum gervilistamanna. Láta glepjast af yfirborðslegri leikni þeirra sem freistast hafa til þess að láta list sína þjóna annarlegum mark- miðum. En vísir þess sem sannur listamaður finnur og umskapar í vinnu sinni býr í sál hvers einasta andlega rétt skapaðs manns þó oft vilji sá vísir kafna í tískutildri og hégiljum. Hinn sanni inn- blásni listamaður sér lengra, hjá honum kvikna nýjar kenndir og ný viðhorf er ryðja braut nýjum straumum — víðari heimur rís úr þoku. Þegar einhverjum tekst að hefja sig upp yfir meðalmennsk- una á hvaða sviði sem er lítum við yfirleitt á hann sem snilling — innblásinn einstakling. Öll mikil list, allt skapandi og hugvitsam- legt starf, allar nýjar uppgötvanir — allt þetta þegar það ber á sér aðalsmerki snillinnar er afleiðing af ósjálfráðu ástandi sem við köllum gjarnan andagift. Það er sama hvort við tökum dæmi af vísindamanninum sem leitast við að leysa erfitt tæknilegt vanda- mál, myndlistarmanninum eða tónskáldinu. Snillingurinn brýtur heilann um vandamál sitt í kvöl og kvíða og þaulhugsar það fram og aftur áður en endanleg lausn þess sem vafist hefir fyrir honum uppljómar huga hans að lokum og tekur á sig fast form. Fyrir til- raunir og andlegt erfiði kemst hann smátt og smátt í einbeiting- arástand sívaxandi fasthygli og áhuga og verður loks svo niður- sokkinn í verk sitt að segja má að hann gleymi bæði sjálfum sér og umhverfi sínu. Umheimurinn hverfur honum og tíminn er ekki lengur til í huga hans. Það sjálf- gleymi er grípur þessa menn þeg- ar þeir leita lausnar á vandamáli sínu eftir leiðum sem skynsemin að öllu jöfnu nær ekki til köllum við innblástur. Það er eins og æðri öfl taki við. Hinar dásamlegustu Marmarastytta Michelangelos af Davfð, hjarðsveininum unga sem sigraði risann Golfat, er varðveitt í forsal listaakademfunnar í Flórens. Frumdrög að mvndinni gerði meistarinn 1501 þá 26 ára gamall en lauk henni 1504. Styttan af Davíð; sem er 5.50 metrar á hæð, er ágaett dæmi um innblásið listaverk þar sem hvert smáatriði er tæknilega fullkomið. Hér finnst okkur ckkert betur hægt að gera, fullkomnun. Helgi Vilberg Kunnátta — Snilli Gera verður greinarmun á kunnáttumanni og snillingi. Snillingurinn er innblásinn en kunnáttumaðurinn hefir þroskast fyrir tækni sína. Auðvitað verður hver listamaður að nema tækni listar sinnar til að hann verði fullnuma í listgrein sinni, en tæknin er þó aðeins ungir- búningsatriði. Hún er nauðsyn- legt tæki allra lista á hinu efnis- lega sviði. Mikill listamaður þarf á tækni að halda engu síður en þeir sem líkja eftir honum. Snilli og kunnátta verða að fallast í faðma til heilla fyrir þjakaðan heim. Snillingur sem aldrei hefir numið tækni listar sinnar getur mun dýpra sem sjálfsgleymi hans er því hamingjusamari er hann. Slíkur innblástur er í raun bestu og sönnustu laun hvers lista- manns. Hann veitir milda og djúpa hrifningu sem lýðhylli og frægð kemst ekki í samjöfnuð við. Gleði listamannsins yfir unnu verki stafar raunverulega af því að hann gleymir sér um stund. Sá listamaður sem er köllun sinni trúr og veit hvernig hann á að framfylgja henni mun aldrei láta lokkast af margskcnar ginningum himsins þegar laðandi hönd andagiftarinnar bendir honum að fylgja sér. Þvert á móti mun hann sýna staðfasta sjálfsafneitun. í allri sögu listarinnar hefir það hvergi verið skráð til mik- illa afreka að þjóna hinum óþroskuðu almennu kenndum. Öll góð list ristir nefnilega dýpra en svo að hún eigi ein- göngu að vera smekklegt augnagaman og stofuprýði. Það eru allt önnur öfl sem eru starfandi í sönnum listaverk- um en þau afturhaldsömu vanahugtök er skapa smekk fjöldans. Góð list leitar inn að dýpstu rótum andlegs lffs, auðgar andann og eykur viðsýni. Smekkur fjöldans er reikull og oft háður ýmsum hégiljum og jafnvel hugar- flækjum sem öll góð list reynir einmitt að yfirstíga. Michel- angelo hjó ekki myndir sínar fyrir hið óþroskaða auga. uppgötvanir á efnislega sviðinu hafa orðið til á þennan hátt. Sannarlega innblásinn myndlist- armaður sem stendur tímunum saman við trönur sínar með pensil og liti og íhugar hálfgert verk, dregur snögga drætti hér og þar myndar þannig á léreftið form þau sem fjörugt og frjótt ímynd- unarafl hans og athyglisgáfa skapa í sameiningu veit ekki hvað tímanum líður og sér hvorki né heyrir það sem fram fer um- hverfis hann. Sérhver myndlist- armaður sem skilið hefir eðli list- ar sinnar mun játa að líf hans sé auðugast og hamingjuríkast á slíkum ljómandi stundum. Þeim Ný blanda úr Borgarfirði og aðrar nýjar bækur frá Hörpuútgáfunni á Akranesi „Á árunum fyrir og eftir 1960 voru tveir fréttaritarar Morgunblaðsins frægastir fyrir fréttaskeyti sín. Það voru Oddur Sveinsson á Akranesi og Regína Thorarensen á Gjögri...“ Þannig byrjar einn kaflinn í fjórðu bókinni af Borg- firzkri blöndu sem væntanleg er á markaðinn í haust. í þessum þætti er greint frá lífshlaupi hins sér- stæða fréttaritara Odds Sveinsson- ar og litríkum æviferli hans. Birtar eru margar af eftirminnilegustu fréttum hans, einnig myndir. Lík- legt er að mörgum komi á óvart að lesa um hið ævintýralega líf hans. í þessari nýju Blöndu eru auk þess fleiri þættir af skemmtilegu og sérstæðu fólki, gamansögur, gam- anvísur og skopkvæði, einnig þjóð- lífsþættir, frásagnir af slysförum, draumum og sagnaþættir. — Bragi Þórðarson bókaútgefandi á Akra- nesi hefur safnað efninu í þessa fjórðu bók eins og hinar fyrri og sjálfur skráð hluta af því eftir frá- sögnum fólks og samtíma heimild- um. Meðal annarra sem eiga þar efni eru: Andrés Eyjólfsson í Síðu- múla, Björn Jakobsson, frá Barma- læk, séra Brynjólfur Gíslason í Stafholti, Gísli Sigurðsson Akra- nesi, Guðmundur Brynjólfsson á Hrafnabjörgum, Karl Benedikts- son á Akranesi, Kjartan Bergmann Guðjónsson frá Flóðatanga, Magnús Sveinsson frá Hvítsstöð- um, Sigurður Jónsson í Tryggva- skála, Sigurður Guðmundsson frá Kolsstöðum, Sveinbjörn Beinteins- son á Draghálsi, Þorsteinn Guð- mundsson á Skálpastöðum, Þor- valdur Þorkelsson frá Lundi. Stuðlamál Ljóð Einars Beinteinssonar Safn af kvæðum og rímum eftir Einar Beinteinsson skáld frá Drag- hálsi. Einar var fæddur í Grafardal bókamarkaði 5. febrúar 1910, en andaðist í júlímánuði 1978. Hann var sonur hjónanna Beinteins Einarssonar og Helgu Pétursdóttur. Það vekur at- hygli að fimm systkini á þessum afskekkta bæ hafa öll orðið af- burða rímsnillingar. Þau eru auk Einars, Halldóra, Sigríður, Svein- bjöm og Pétur. Fæst af kvæðunum í þessari bók hefur áður verið birt á prenti. Þegar neyðin er stærst eftir Asbjörn Öksendal. Þetta er sönn frásögn af flótta úr þræla- búðum nazista í Noregi yfir til Svíþjóðar. Ummæli norskra blaða um þessa bók eru öll á sama veg: „Frásögn Öksendals af þræla- búðunum og flóttanum er engu öðru lík. Hún er svo spennandi að við stöndum bókstaflega á önd- inni.“ — Várt land: „Bók í sérflokki. Aðeins ein bók um hliðstætt efni er sambærileg og það er bókin um Jan Baalsrud (Eftir- lýstur af Gestapo). — ARBEIDERBLADET. I fremstu víglínu er 5. bókin í bókaflokknum HETJUDÁÐIR. Þetta eru sannar frásagnir af hetjudáðum og karl- mennsku í seinni heimsstyrjöld- inni. Stöðugt í lífshættu er ný bók eftir metsöluhöfundinn GAVIN LYALL. Áðureru komnar út á islensku 6 bækur eftir hann. Ást og eldur eftir ERLING POULSEN er 5. bókin í flokknum Rauðu ástarsög- umar. Ennfremur eru væntanlegar fjórar fyrstu bækurnar af hinum vinsælu ástarsögum eftir BODIL FORSBERG, en þær hafa verið ófáanlegar um nokkurt árabil. DAGUR 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.