Dagur - 31.10.1980, Blaðsíða 15
Fablon sjálflímandi
dukur I miklu úrvali
Þorvaldur Þorsteinsson
Blekkíngar
Margir hafa afskaplega gaman
af því að blekkja náungann.
Sumir láta sér nægja að
blekkja einn og einn í einu,
aðrir eru mun stórtækari.
Blekkingar í einhverri mynd
eru daglegt brauð enda mikið
um þær rætt og oftast eru þær
trúlega tengdar stjórnmála-
mönnum. „Blekkingarmeist-
arar“ eru þeir kallaðir og
kannski ekki að ástæðulausu.
Þá er einnig vinsælt að
hneykslast á auglýsingum og
auglýsendum, kaupmönnum,
fasteignasölum, bflasölum, at-
vinnurekendum og öllu öðru
vondu í þjóðfélaginu. Blekk-
ing, blekking, allt um kring og
engum að treysta. En í öllu
þessu fjaðrafoki vill oft
gleymast ein algengasta og
kannski alvarlegasta blekk-
ingin.
Grandvar er gjaldkeri hjá
meðalstóru fyrirtæki í meðalstóru
bæjarfélagi. Hann sinnir sínu
starfi vel, þykir ákveðinn og
heiðarlegur. Hann er sagður góð-
ur við konuna sína og börnin,
íbúðin hans er smekkleg og er í
betri helmingi bæjarins. Sam-
keppnin við nágrannana hefur
gengið nokkuð vel. Bíllinn hans
er að vísu ekki af dýrari gerðinni
en það stendur til bóta. Raunar
stendur flest til bóta því Grand-
var er þessa dagana að komast í
samband við marga mikilsverð-
ustu menn bæjarins. Sannleikur-
inn er sá að hann er genginn í
klúbb og er í óða önn að byggja
upp náin persónuleg tengsl við
alla helstu framámenn athafna-
lífsins, — mælda í krónum.
Grandvar er mjög ánægður
með að hafa drifið sig í klúbbinn.
Hann er í eðli sínu félagslyndur
og hefur alltaf haft mikið dálæti á
kröftugri félagsstarfsemi.
Fundirnir hjá klúbbnum eru
einu sinni í viku. Grandvar lætur
sig aldrei vanta og gætir þess að
vera ætíð stundvís. Hann vill
nefnilega sýna þeim stóru að
honum sé treystandi. En að fleiru
þarf að hyggja. Grandvar veit að
þessum stórmennum finnst lítið
til hins hversdagslega gjaldkera
koma enda ætlast hann ekki til
þess af þeim. Þess í stað skrúfar
hann á sig nýtt andlit, tekur upp
nýtt göngulag, annað málfar og
staðlaðar skoðanir áður en hann
fer á hvern fund. Síðan svífur
hann fullbúinn í salinn. Ekki sem
Grandvar gjaldkeri, heldur sem
hinn stífi, kurteisi en kaldrifjaði
Grandvar fyrirmyndarmaður.
Listgler
Fegriö heimiliö meö LISTGLERI — blýlagt gler í
ótal mynstrum og litum.
Tilvaliö í svalahuröir, forstofuhuröir, útihuröir og
alls konar giugga til skrauts og nytja.
Vinnum gler eftir pöntunum með stuttum af-
greiöslufresti. — Hringiö eöa komiö og kynniö
ykkur liti, mynstur og verö. Gerum föst verötilboö.
Athugið: Blýgler má tvöfalda í verksmiðju eöa
setja fyrir innan tvöfalt gler.
Nýjung: Úrval af fallegum Ijósakrónum meö
blýlögöu LISTGLERI og hengimyndum.
Listgler
Smiöjuvegi, 7
Kópavogi (í húsi ÍSPAN).
Sími 45133.
MAY FAIR veggdúk
Utsölustaöir: Byggingavörudeild KEA,
Kaupfélag Skagfirðinga,
Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík.
Hann hverfur fljótt í hópinn því
fyrir eru eintómir stífir og stjarfir
fyrirmyndarmenn, rétt eins og
hann.
í þessu samfélagi hrærist
Grandvar allt kvöldið og byggir
upp náin persónuleg kynni við öll
mikilmennin. Annað hvort undir
borðum eða við barinn. (Hann er
einhvem daginn á því að hann er
aðeins að taka þátt í svolitlum
leiksýningum og engu öðru.
E.t.v. áttar hann sig aldrei.
En hvort skyldi nú vera ólán-
legra, að blekkja náungann eða
blekkja sjálfan sig?
20. október 1980.
ómissandi þáttur í félagsstarfsemi
af þessari gerð). Enginn segir
vanhugsað orð. Allt er innan
ákveðins ramma því enginn vill
verða að athlægi, þ.e. sýna sitt
rétta andlit. Undir þessum
kringumstæðum kynnist Grand-
var mörgum merkum manninum
og er um leið, með sínu virðulega
fasi og vaxborna andliti, einn af
jöfrunum. Hann heldur sig meðal
jafningja og honum líður vel.
Hann gætir þess að hlæja á rétt-
um stöðum, lurna á einum sjálfur
og fara í einu og öllu að settum
reglum.
En allt tekur enda. Því miður.
Þegar heim kemur þarf hann að
skrúfa af sér andlitið, slappa af í
öxlunum og breytast aftur í með-
almanninn Grandvar. Manninn
sem ropar, rekur við og klórar séi
þar sem hann les blöpin með
lappirnar upp á sófaborði.
Manninn sem fátt veit skammar-
legra en blekkingar í hverri mynd
sem þær birtast.
Og dálæti hans á klúbbnum
eykst fremur en hitt. Viku eftir
viku skiptir hann um andlit og
mætir stundvíslega. Hann er sætt
með sitt og finnst hann vera mun
merkilegri en aðrir menn, — einu
sinni í viku. E.t.v. áttar hann sig
itauuusu
Hafið þið heyrt um manninn
sem dvaldi í níu ár á eyðieyju
með þremur fallegum konum?
Einu orðin sem hann kunni
þegarhann fannst voru: „Úllen,
dollen, doff... .“
Stjómmálamaður rangfærði og
misnotaði staðreyndir í fram-
boðsræðu. „Hann gengur af
sannleikanum dauðum," sagði
blaðamaður við starfsfélaga
sinn. „Hafðu engar áhyggjur,"
sagði hinn, „hann kemst aldrei
nógu nærri honum til að geta
gert honum mein.“
Ef sorphreinsunarmennirnir
okkar skyldu nú fara í verkfall
getur verið gott að hafa eftir-
farandi ráð í huga. Setjið ruslið í
plastpoka. Pakkið síðan pokan-
um inn í fallegan gjafapappír og
látið í innkaupapoka, þó þannig
að gjafapappírinn sjáist. Setjið
pokann í framsætið á bílnum,
akið á fjölfarinn stað og skiljið
bílinn eftir með gluggann op-
inn. Gangið frá og verslið eða
gerið eitthvað annað gagnlegt
og sjá: ruslapokinn er farinn
þegar þið komið að bílnum aft-
ur.
DAGUR.15