Dagur - 31.10.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 31.10.1980, Blaðsíða 4
 Vorum að fá aftur hinar hinar vinsælu Hamra veggsamstæður Sérstaklega vandaðar og íburðarmiklar eins og myndin sýnir. Efni: Askur litaður í Wengilit, breidd á einingu 100 cm, dýpt 50 cm, hæð 210 cm. Hönnun og framleiðandi Trésmiðjan Meiður Auk þess að framleiða og selja stöðluð húsgögn reynum við að verða við óskum fólks um sérkröfur er varða breytingar VELJIÐ ÍSLENZKT , Ai 7r\ V V SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 TÓNLIST Nú á haustdögum hafa tónlistar- gestir okkar Akureyringa gjarnan verið í för með hretum og hregg- viðri árstíðaskiptanna. Um miðjan september minnti norðanátt með svalviðri og slyddu á væntanleg endalok sumarsins. Einmitt í því veðri kom stúdentakórinn í Lundi í Svíþjóð, Lunds Studentsángfören- ing og flutti okkur söng sinn eina kvöldstund í kirkjunni. Norræna stúdentakóra tengja flestir sjálfsagt hefðbundnum nítjándualdar karlakórslögum og stúdentasöngv- um eins og lögum Prins Gústafs eða Gluntunum. Meðal annarra orða, úr því minnst var á Gluntana vil ég koma þeirri skoðun minni á framfæri, að álit margra á þeim sé á misskilningi byggt. Hefðbundin hugmynd er, að þarna sér um að ræða léttvægar drykkju- og gam- anvísur um löngu liðið stúdentalíf. Vissulega er í ljóði og tónum stundum slegið á kímilega strengi og ölteiti Gluntans og Magistersins koma við sögu. En sé lagaflokkur- inn skoðaður í heild, er þáttur al- vörunnar vart minni en gaman- seminnar og það, sem meira máli skiptir: Þama er um að ræða góða og vel samda tónlist í stíl sins tíma ogég fæ ekki betur séð, en Gunnari Wennerberg hafi með ágætum tekist að túlka viðfangsefni sitt í tónum og ljóði og fella þessar tvær listgreinar saman til að skapa eftir- minnilega heild með eigin sjálf- stæðu listrænu lífi. Tími og tíska taka kannski ómjúklega á þessu æskuverki hans en það, sem hann iðraðist eftir á fullorðinsárum og vildi helst ekki við kannast, heldur ömgglega frekar nafni hans á lofti en vel ígrunduð embættisverk hans sem biskups og kirkjumálaráð- herra. Gluntamir eiga sögusvið sitt í Uppsölum og voru ekki á söngskrá þeirra Lundarsöngvara, enda var hún að meirihluta langt frá hinu hefðbundna efni, sem áður var nefnt, einnig túlkun og söngstíll. Islensku efni var eðlilega ætlaður vemlegur hlutur. Svo vildi til, að fulltrúar íslenskra tónskálda voru þeir Páll Pampichler Pálsson og Róbert A. Ottóson, tveir útlend- ingar, sem eru þó íslenskir tónlist- armenn í eiginlegustu merkingu þeirra orða. I annan stað voru ís- lenskir textar sóttir í fornan kveð- skap, Hávamál og til Þormóðar Kolbrúnarskálds á Stiklastöðum. Þar við höfðu frændur okkar, norskir og danskir, sett tónlist. Allt var þetta með nútímablæ og þá ekki síður verk Páls Pampichlers Eiríkur Sigurðsson Enn um Hamar- kotsklappír í grein minni um Hamarskots- klappir í Helgar-Degi drap ég á líkneski landnámshjónanna, út- sýnisskífu Ferðafélagsins og haga- blómin og gróðurinn í brekkunni. En ég hef verið minntur á að margt er hér ósagt um þessar klappir. Þær koma nefnilega talsvert við sögu atvinnulífsins og eru meira að segja komnar inn í nútímabókmenntir þjóðarinnar. Skal nú reynt að finna þessum orðum stað, þó að ég sé heldur ófróður um hinn gamla bæ og kunni þar af leiðandi að segja eitthvað vafasamt. Mér hefur verið bent á að efri klappirnar sem ná alveg upp að Ásvegi hafi einkum verið kenndar við Hamarkot. En nú hafa þær verið muldar niður og notaðar til að byggja steinhúsin í bænum. En þær voru mestar ofan við Lögreglustöðina. En á útsýnisskífu Ferðafélagsins stendur: „Hér eru Hamarkotsklappir“. Er því sýnilegt að þessi neðsta klöpp muni erfa nafnið og halda þessu örnefni við. Og ræði ég það ekki frekar. Býlið Hamarkot var afbýli frá Eyrarlandi og stóð þar sem Ásveg- ur 26 er nú. Staðarhóll var dálítið sunnar. Nú er búið að byggja á mest öilu Hamarkotstúninu og bæði þessi hús horfin fyrir löngu. En klapparhryggurinn sem lá niður undir Oddeyri var kenndur við þetta býli. í Hamarkoti fæddist Tryggvi Emilsson, rithöfundur. Hefur hann lýst jörðinni og um- hverfi eins og það var þá í bók sinni. „Fátækt fólk.“ Grjótmulningur í Hamarkots- klöppum stóð yfir í mörg ár og þangað sóttu þeir steypuefni sem byggðu hús í bænum. Þær voru sprengdar með dínamiti og grjótið svo mulið í grjótkvörn og unnu þar oft nokkrir menn. Þarna fékkst ágætt efni í steinsteypuhúsin í bænum. En þó að þessar klappir séu nú horfnar hafa þær eins og Hamarkot komist inn í bókmenntirnar. I síð- ustu skáldsögu sinni „Unglingsvet- ur“ hefur Indriði G. Þorsteinsson lýst vel starfi og lífskjörum þeirra fátæku fjölskyldumanna sem þarna unnu. Einn af þessum mönnum hlakkaði daglega til þegar vinnu- degi væri lokið, svo að hann gæti þegar hann kæmi heim ritað upp eitthvað af þjóðlegum fróðleik eða upp úr dagblöðum á Amtsbóka- safninu. Þannig er lífi margra hátt- að, að eftir að hinum daglegu skyldustörfum er lokið njóta menn þess að starfa að áhugamálum sín- um. 4■DAGUR * 4 *f nf tY r-i, Maður kom inn á rakarastofu og bað um hárþvott og klipp- ingu. Hann tók eftir því að hendur rakarans voru óhreinar í meira lagi og benti honum á það og spurði hverju sætti. „Þú ert sá fyrsti sem biður um hár- þvott í dag,“ svaraði hárskerinn. „Hvers vegna fljúga fuglamir á suðrænar slóðir?“ „Ætli það sé ekki vegna þess, að það er of langt að ganga." Þeir sátu tveir í rólegheitum fyrir framan sjónvarpið og horfðu á mynd með Jóni Væna í Villta-Vestrinu. Nonni var á þeysireið í átt að háum hömr- um. „Ég veðja 5 þúsund kalli að hann ríður fram af klettunum," sagði annar. „Tek því,“ sagði hinn. Jón Væni reið rakleitt fram af hömrunum. Sá sem tók veðmálinu rétti hinum 5 þús- und kallinn, en sagði: „Ég ætti nú eiginlega að skammast mín, því ég var búinn að sjá þessa mynd áður.“ „Ég líka,“ sagði hinn, „en það hvarflaði ekki að mér að hann gerði sömu mis- tökin tvisvar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.