Dagur - 25.11.1980, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Raunhæfar að-
gerðir um áramót
Sá áratugur sem nú er senn að
renna sitt skeið á enda hefur verið
mikið uppgangstímabil í sögu ís-
lensku þjóðarinnar. Atvinnu-
uppbyggingin hefur verið stór-
kostleg, einkum í sjávarútvegi og
fiskiðnaði og hún hefur leitt til
þess, að hlutur dreifbýlisins og
landsbyggðarinnar allrar hefur
vaxið á ný, eftir niðurlægingar-
tímabil viðreisnaráranna, þegar
atvinnuleysi var víða orðið land-
lægt. Þessi þróun hefur komið
öllum landsmönnum til góða og
velmegun er nú meiri hér á landi
en þekkst hefur áður og nálgast
það sem best þekkist í öðrum
löndum. Kaupmáttur launa hefur
aukist um því sem næst helming á
þessum áratug.
Þennan sama áratug hefur
verðbólga farið vaxandi svo til ár
frá ári, en þrátt fyrir verðbólguna,
sem allir tala um að sé af hinu illa,
hefur hagur landsmanna farið
batnandi. Því má ætla að ekki hafi
verið fyrir hendi raunverulegur
áhugi á að kveða niður verð-
bólgudrauginn, fyrr en e.t.v. núna.
Og ástæðan fyrir því að nú fyrst
virðist eiga að takast á við verð-
bólguna af alvöru er að sjálfsögðu
sú, að undanfarið ár eða svo hefur
hallað undan fæti.
Nú er að því komið, að fyrirtæki
og einstaklingar verði að fara að
greiða fyrir það að hafa á undan-
förnum árum eytt meira en aflað
hefur verið. Nú er svo komið að
ekki sýnist unnt að velta boltanum
lengur á undan sér því hann hefur
hlaðið svo utan á sig að hann er að
verða óviðráðanlegur. Raunhæf
niðurtalning verðbólgunnar er
ekki hafin, en áramótin verða að
marka tímamót í þeim efnum.
Auk þess brýna verkefnis að
draga úr verðbólgunni og skapa
atvinnuvegunum jafnframt rekstr-
argrundvöll, verður að leita eftir
nýjum tækifærum til atvinnu-
uppbyggingar. Leggja verður
áherslu á uppbyggingu iðnaðar og
nýtingu þeirrar orku sem býr í
fallvötnum og iðrum jarðar. Þess-
ar orkulindir eiga að gera okkur
kleift að verða að verulegu leyti
óháðir innfluttri orku og auðvelda
okkur að skjóta fleiri stoðum undir
atvinnu- og efnahagslíf okkar.
Með nýjum áratug fá íslendingar
nýja mynt, hundrað sinnum verð-
meiri krónur. Myntbreytingunni er
meðai annars ætlað að skapa til-
tnj á gjaldmiðlinum í þeirri von að
sparnaður og ráðdeildarsemi
aukist. Þessi aðgerð er hjómið eitt
nema samhliða verði gerðar víð-
tækar efnahagsráðstafanir. Ef
ekki kann svo að fara, að á næsta
áratug fari saman óðaverðbólga
og samdráttur á öllum sviðum, í
stað verðbólgu en mikillar
uppbyggingar eins og á þeim ára-
tug sem er að líða.
Minning
Eiríkur Sigurðsson
fyrrverandi skólastjóri
Fæddur 16. október 1903. — Dáinn 17. nóvember 1980.
Fallinn er nú frá merkur skóla-
maður, sem einnig var afkastamik-
iU rithöfundur og traustur félags-
hyggju- og samvinnumaður. Hann
var flestum fróðari um menn og
málefni, vinsæll og virtur. Hans
munu margir sakna.
Eiríkur fæddist í Hamarsseli í
Geithellnahreppi S.-Múl. Foreldr-
ar hans voru Sigurður Þórðarson,
bóndi þar, og kona hans Valgerður
M. Eiríksdóttir. Þau bjuggu síðar í
Borgargarði við Djúpavog og á
Dísastöðum á Breiðdaí. Eiríkur átti
alla tíð mjög sterkar taugar til
æskustöðvanna og ótaldar ferðir
austur á Breiðdalinn og til Djúpa-
vogs. I andanum var hann ætíð
Austfirðingur, þó að ævistarfið færi
að mestum hluta fram hér á Akur-
eyri.
Haustið, sem Eiríkur varð 19 ára,
hóf hann nám við Alþýðuskólann á
Eiðum. Þar var hann í tvo vetur. Að
því námi loknu gerðist hann heim-
iliskennari á Breiðdal í eitt ár.
Fróðleiksþorstinn var honum í
blóð borinn og því lét hann ekki
staðar numið á menntunarbraut-
inni, heldur hélt utan til fram-
haldsnáms. Á þessum árum voru
lýðháskólarnir á Norðurlöndum
mjög hátt skrifaðir, enda brunnar
féíagshyggju- og lýðræðisstefnu.
Eiríkur innritaðist í lýðháskólann í
Askov haustið 1925 og var þar
samfleytt í námi til haustsins 1926,
er hann hóf nám í Kennaraháskól-
anum í Kaupmannahöfn. Árið
1927 gerðist hann skólastjóri ung-
lingaskólans á Seyðisfirði og var
það í tvö ár, en síðan 3 ár á Nes-
kaupstað. Þaðan lá leið hans í
Kennaraskólann og kennaraprófi
lauk hann 1933. Að loknu því prófi
hóf hann kennslu við Barnaskóla
Akureyrar og varð yfirkennari
skólans árið 1949. Þegar nýi Odd-
eyrarskólinn tók til starfa, árið
1957, var hann ráðinn skólastjóri
hans og var hann það til 1967, en þá
hafði hann náð eftirlaunaaldri.
Eiríkur var afkastamikill og sí-
starfandi allt fram til síðustu
sjúkralegu. Ungur að árum hóf
hann ritstörf og eftir hann liggja
mikil og margþætt verk. Fyrst í stað
ritaði hann aðallega fyrir yngstu
kynslóðina. Frumsamdi þá og
þýddi fjölmargar barnabækur,
skrifaði smásögur og sagnaþætti
fyrir blöð og tímarit og ritstýrði
bamablaðinu Vorinu, sem hann
gerðist annar eigandi að 1939.
Hann skrifaði einnig fjölmörg leik-
rit fyrir börn og unglinga og hafa
þau verið sýnd víða um land. Þá
ritaði hann margar greinar um
uppeldis- og skólamál og flutti
fjölmörg útvarpserindi um þau
efni. Hann safnaði miklum fróðleik
um byggðir og mannlíf á æsku-
stöðvunum og hefur hluti af því
þegar verið gefinn út í bókarformi,
annað er að koma út þessa dagana
og enn annað í handriti, að mestu
tilbúið til prentunar.
Félagsmálin tóku mikinn hluta
af frístundum hans og í félögum
þótti hann áhugasamur og ómiss-
andi liðsmaður. Nær hálfa öld
starfaði hann að bindindismálum,
var m.a. gæzlumaður í stúku í fulla
þrjá áratugi og um skeið stór-
fræðslustjóri í Stórstúku Islands.
Þegar hann lést var hann formaður
framkvæmdanefndar I.O.G.T. hér
á Akureyri, en eins og allir vita
rekur Reglan hér hótel og kvik-
myndahús. Hann var einnig
formaður og í stjórnum margra
annarra félaga um lengri eða
skemmri tíma, má þar til nefna
Bamaverndarfélag Akureyrar,
Austfirðingafélagið á Akureyri,
Samband norðlenskra barnakenn-
ara o.fl. Öllum þessum félögum
vann hann mikið. Kæmi upp
ágreiningur milli félagsmanna, var
hann glöggur á aðalatriði hvers
máls, erfði ekki vanhugsuð orð í
baráttuhita, en var góðgjarn og
sáttfús. Hann var málamiðlunar-
maður að eðlisfari, án þess þó að
skorta einurð til þess að halda fram
því sem hann taldi sannast og best.
Ég kynntist Eiríki fyrst þegar ég
kom sem kennari að Barnaskóla
Akureyrar. Hann var þá yfirkenn-
ari skólans. „Spurðu Eirík“ var hið
sígilda svar á kennarastofunni, ef
einhver kennarinn spurði einhvers
um skólamálin. Eiríkur vissi líka
flest og var öllum greiðviknari, en
hann var líka flestum hláturmildari
ogglaðværari og næmur á skoplegu
hliðar lífsins. Þessi eiginleiki gerði
hann mjög vinsælan. Nemendun-
um, sínum stjórnaði hann líka með
vinsemd og ástríki, en ekki með
hörðum boðum og bönnum.
Þegar nýi Oddeyrarskólinn tók
til starfa kom það í hans hlut að
byggja þar upp skólastarf. Það var
mikið og erfitt verk, en hann gekk
til þess af alþekktum dugnaði og
afkastaði miklu. Hann unni istofn-
uninni, nemendunum og starfslið-
inu og hefur átt margvísleg sam-
skipti við skólann öll þau ár sem
liðin eru síðan hann hætti skóla-
stjóm. Oft hefur hann komið fær-
andi hendi, því að hann var maður
gjafmildur og safnaði ekki auði.
Alltaf, þegar ég hitti hann, var
hann hress og kátur, fullur lífsorku,
starfslöngunar og áhuga á mönn-
um og málefnum. Síðast þegar
fundum okkar bar saman, ræddi
hann um örnefnasöfnun á Austur-
landi og þá námu af fróðleik, sem
þar væri að finna. Það væru síðustu
forvöð að safna þeim fróðleik, til
varðveislu fyrir komandi kynslóðir.
Að þessu verki vann hann, ásamt
fleirum. Þeir hafa nú orðið af ötul-
um liðsmanni.
Eirikur var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Guðrún Signý Jóns-
dóttir frá Ytrikleif á Breiðdal.
Fósturdóttir þeirra hjóna var Björg
Ömólfsdóttir. Þær eru nú báðar
dánar. Síðari kona hans var Jónína
Kristín Steinþórsdóttir frá Vík í
Héðinsfirði. Kjörsonur þeirra er
Hákon Eiríksson og fósturdóttir,
Þóra Guðlaug Ásgeirsdóttir. Oft
kom ég á heimili þeirra hjóna,
Eiríks og Jónínu, ýmissa erinda og
ætíð mætti mér þar innileg vinátta,
hjálpfýsi og glaðværð. Fyrir það vil
ég þakka.
Með Eiríki Sigurðssyni er horf-
inn á braut mikiíl mannkostamað-
ur. Ritstörf hans voru mikil og
merk og munu um ókomin ár halda
nafni hans á lofti. Ég sendi eftirlif-
andi konu hans og öðrum aðstand-
endum samúðarkveðjur. Við sem
þekktum hann munum ætíð
minnast þessa trausta og hjálpfúsa
vinar og þekkta skólamanns með
virðingu og innilegri þökk.
lndriði Úlfsson.
Stökur
Að (gefnu) tilefni
Þjóðin sig ei skóa á lengur,
sama á hverju gengur.
Hvar eru nú und rifjum ráð,
eymd og vesöld í lengd og bráð.
Inn að flytja útlent dót,
ýmsum þykir henta.
Landans hérna, hönd og fót,
helst ei vilja renta.
Frá útlandinu á ei að kaupa
alla hluti sem þurfum við.
Betur búum, án þess að rauþa
og björgum oss sjálfir, þess ég bið.
Útlendum nú vinnu veitum,
í vösum sjálfir, hendur geymum.
Þetta skal gert í bæ og sveitum,
skóna „danska" svo að oss reimum.
Nú höggva þeir sem hlífa skyldu,
heldur er málið leitt.
Bara þeir hugann herða vildu,
hjá vandræðum yrði sneitt.
Fyrirtækin fertug vel,
forðast þeir á vetur setja.
Þetta alít ég ekki fel,
einatt mun það málið vekja.
Skóari stattu við leistinn þinn,
svo verði til hagsbóta þjóð.
Og arðinn fáir, en ekki hinn —
er í útlendan leggur sjóð.
Við skulum klæða, óss sjálfir,
og snæða vort eigið brauð.
Verum heilir, ei hálfir,
og hafandi eiginn auð.
8361-8469
Málefni aldraðra í Skagafjarðarsýslu:
Skagfirðingar eru á effir
þeim sem best hafa gert
Með breyttum þjóðfélagshátt-
um og aukinni velmegun hefur
gamla fólkið einangrast. Það
dvelur ekki lengur í skjóli barna
sinna og snerting þess við æsk-
una er að rofna, segir í fréttatil-
kynningu frá öldrunarnefnd
Skagafjarðar. Síðan segir orð-
rétt:
Þegar börnin hverfa að heiman
verða eigin hús og íbúðir, í flestum
tilfellum, bæði of stór og óhentug
öldruðu fólki, að annast þar um
sjálft sig. I hæfilegu húsnæði og
með tilheyrandi aðstoð, getur líf
aldurhniginna hjóna og einhleyp-
inga orðið innihaldsríkt og
ánægjulegt, samskipti aukist inn-
byrðis og samband við umhverfið
haldist. Ellin á ekki að vera óbæri-
leg einsemd, heldur skemmtileg
hvíld og afþreying við tómstunda-
störf og önnur hugðarefni. Hér þarf
samfélagið að koma til hjálpar og
veita þá aðstoð, sem unnt er.
Skagfirðingar eiga ekkert starf-
andi elliheimili. í sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki er hjúkrunardeild og
íbúðir fyrir átta aldraða einstak-
linga, byggt fyrir nokkrum árum.
Ljóst er, og hefur lengi verið, að full
þörf er á að bæta hér úr.
Það mun hafa verið árið 1977, að
bæjarstjórinn á Sauðárkróki og
sýslumaður Skagfirðinga fengu
Húsnæðismálastjórn ríkisins til að
gera athugun á þörfum fyrir slíka
starfsemi í byggðum Skagafjarðar.
Könnun þessi var unnin af Gylfa
Guðjónssyni, arkitekt, og Ásdísi
Skúladóttur, félagsfræðingi, og
skiluðu þau áliti 1978. Lögðu þau
allmikla vinnu í þetta, ferðuðust
um allan Skagafjörð. Heimsóttu
staði, stofnanir og gamalt fólk
víðsvegar um héraðið. Á þann hátt
drógu þau saman mikinn fróðleik
um þessi mál í sýslunni, en fleiri
staðir ættu að geta notið skýrsl-
unnar að miklu leyti.
Að lokinni könnun þeirra Ásdís-
ar og Gylfa var málið enn á um-
ræðustigi og áttu aðilar sýslu og
bæjar með sér fundi um skipan
þessara mála. Á fundi sýsluráðs,
bæjarráðs og félagsmálaráðs Sauð-
árkróks í jan. s.l. var gengið frá því,
að Skagafjarðarsýsla og Sauðár-
króksbær gerðu með sér samstarfs-
samning um sameiginlega bygg-
ingu hjúkrunar- og dvalarheimilis í
tengslum við sjúkrahúsið á Sauð-
árkróki. Einnig skyldu reistar
íbúðir fyrir aldraða á Hofsósi og í
Varmahlíð. Nú í sumar kusu sýslu-
nefnd Skagafjarðar og bæjarstjórn
Sauðárkróks þrjá menn hvor í
byggingarnefnd, er hafa skyldi á
hendi framkvæmd þessa málefnis.
Byggingarnefndin er tekin til
starfa. Hún hefir yfirfarið skýrslu
Húsnæðismálastjórnar, kynnt sér á
hvem hátt þessum málum er best
fyrir komið annarsstaðar, rætt við
heilbrigðisyfirvöld, Húsnæðis-
málastofnun ríkisins og sótt um
lóðir undir umræddar byggingar.
Komið hefur verið að máli við
arkitekta og vonast er til, að hægt
verði að hefja störf á næsta vori.
Augljóst má vera, að mikla fjár-
muni þarf til að standa straum af
slíkri framkvæmd. Fyrirhugað er,
að fá félagasamtök til að taka þátt í
allsherjar fjársöfnun þessu máli til
framdráttar. Áhugi er allsstaðar
mikill. Rausnarlegar gjafir hafa
borist frá eldra fólki og fylgir þar
góður hugur. Nokkur félög hafa
þegar lýst sig reiðubúin til sam-
starfs um rnálið með fjáröflun o.fl.
Húsnæðismálastjórn hefur heitið
allri þeirri lánafyrirgreiðslu, er lög
heimila og einnig lífeyrissjóðir í
Skagafirði. Hinsvegar er óljóst enn
sem komið er um þátttöku ríkisins,
en það mál verður kannað nánar.
I Skagafjarðarhéraði búa nú um
4500-5000 manns og fer fjölgandi.
Þarfir þessa fólks fyrir hverskonar
heilbrigðisþjónustu er hin sama og
gerist annarsstaðar. Ljóst er, að
Skagfirðingar hafa orðið á eftir að
skipa þessum málum eins og best
gerist í öðrum héruðum. Við svo
búið má ekki lengur standa. Allir
héraðsbúar verða að hefjast handa
og sameinast um farsæla lausn
málsins.
I byggingarnefnd aldraðra í
Skagafirði eiga sæti: Frá Skaga-
fjarðarsýslu, sýslunefndarmenn-
imir: Gunnlaugur Steingrímsson,
Hofsósi, Sigurður Jónsson, Reyni-
stað og Þórarinn Jónasson, Hró-
arsdal. Frá Sauðárkróksbæ, bæjar-
fulltrúamir: Friðrik J. Friðriksson,
Hörður Ingimarsson og Sæmundur
Hermannsson.
Skákfélag
Akureyrar:
Hólmgrímur
Heiðreksson
haustmeistari
1980
Haustmóti S.A. lauk mánudag-
inn 17. 11. síðastliðinn. Haust-
mótsmeistari S.A. 1980 er
Hólmgrímur Heiðreksson en
hann hlaut 7,5 v. af 9 möguleg-
um.
í öðru sæti varð Gylfi Þórhalls-
son með 7v. Þriðji varð Sigurjón
Sigurbjörnsson með 6v. I fjórða og
fimmta sæti komu svo þeir Jakob
Kristinsson og Jón Björgvinsson
með 5,5 vinninga.
í B-flokki sigraði Bjarni Jóna-
tansson örugglega en hann hlaut 6
vinninga af 6 mögúlegum. I öðru
og þriðja sæti urðu jafnar þær
Sveinfríður Halldórsdóttir og Ás-
rún Árnadóttir með 4 vinninga
hvor.
Skákfélag Akureyrar telfdi við
Taflfélag Seltjarnarness laugar-
daginn 15.11 s.l. í deildarkeppni
S.í. Þeirri viðureign lauk með því
að bæði liðin fengu fjóra vinninga.
Á fyrsta borði fyrir Akureyri telfdi
Gylfi Þórhallsson og sigraði hann
besta mann þeirra Seltirninga,
Jónas Þorvaldsson örugglega. Gylfi
hefur ávalt staðið sig mjög vel í
deildarkeppninni og til gamans má
geta þess að hann hefur verið með í
deildarkeppninni frá upphafi.
Sunnudaginn 30. 11. verður
haldið hraðskákmót haustmótsins í
Hvammi kl. 1.30. Einnig fer þá
fram verðlaunaveiting fyrir haust-
mótið.
Glaðlegir Skagfirðingar. Mynd: Stefán Pedersen.
Friðjón átti stórleik
— þegar K.A. sigraði Breiðablik
Á föstudagskvöldið léku í
íþróttaskemmunni KA og
Breiðablik úr Kópavogi í ís-
landsmótinu i annarri deild.
Blikarnir eru nýliðar í deild-
inni, en þeirkomu upp úr þriðju
deild í fyrra. Það er skemmst frá
því að segja að KA vann mjög
sannfærandi sigur í leiknum, en
þeú skoruðu 29 mörk á móti 21
eftir að staðan í hálfleik hafði
verið 14 mörk gegn 10 KA í vil.
Þór tapaði
Á laugardaginn léku síðan Blik-
amir við Þór, og var sá leikur
mun jafnari en leikurinn kvöldið
áður. I hálfleik var staðan 13
mörk gegn 12 Blikunum í vil, og
þá hafði fyrri hálfleikur verið
mjögjafn.
í síðari hálfleik héldu Blik-
amir forskoti sína og framanaf
eitt til tvö mörk yfir. Uppúr
miðjum hálfleiknum, þegar
staðan var 22 gegn 21 Blikunum
í vil, kom slæmur kafli hjá Þór
og Blikarnir skoruðu þrjú mörk
í röð án þess að Þór tækist að
svara fyrir sig. Þegar aðeins
þrjár mín. voru til leiksloka var
staðan orðin 30 gegn 24
Blikunum í vil. Þá var einum
þeirra vikið af leikvelli. Þá fóru
Þórsarar að leika maður á
mann, og sú leikaðferð
heppnaðist mjög vel, því þeir
gerðu fjögur mörk í röð, þrátt
fyrir það að Blikarnir gerðu það
sem þeir gátu til að tefja tímann.
Þegar flautað var til leiksloka
var munurinn orðinn tvö mörk
(30 gegn 28) og sigur Blikanna í
höfn. Eins og í fyrri leiknum var
Bjöm Jónsson bestur og
markhæstur hjá Blikunum, og
einnig átti markmaður þeirra
góðan dag. Hjá Þór var enginn
leikmaður sem af öðrum bar, en
flestir áttu þokkalegan leik.
Tap
&
sigur
Þórsarar léku tvo leiki í fyrstu
deildinni í körfubolta um
helgina. Léku þeir tvívegis í
Borgarnesi við heimamenn,
en í deildinni er fjórföld um-
ferð og þess vegna tveir úti-
leikir og tveir heimaleikir við
hvert lið. I fyrri leiknum tap-
aði Þór með 78 stigum gegn
100, en í þeim síðari sigruðu
þeir með 90 stigum gegn 80.
Það voru Bandaríkjamenn-
imir í báðum liðum sem voru
atkvæðamestir, hjá Þór Cary
Shwarts en Dakasta Vebster
eða „spóinn" svokallaði hjá
Borgnesingum.
KA byrjaði leikinn af fullum
krafti og gerði fjögur fyrstu
mörkin, en þau gerðu Þorleifur,
Gunnar Gísla og Friðjón sem
gerði 2. í fyrri hálfleiknum
komust KA menn mest í sjö
marka mun, og áttu Blikarnir
aldrei möguleika á að ógna
veldi þeirra.
Undir lok hálfleiksins náðu
Blikamir aðeins að rétta úr
kútnum og komast í fjögurra
marka mun.
Um miðjan síðari hálfleik
voru KA menn komnir í 21
mark gegn 13, en 21. markið var
nokkuð sögulegt. Gunnar
Gíslason var kominn í dauða-
færi inn á línuna og skaut
hörkuskoti sem hafnaði í stöng-
inni, en boltinn fór síðan í gólfið
og í bakið á markmanninum og
þvínæst í netið.
Þegar þessum markamun var
náð, var aðeins um formsatriði
fyrir KA að ljúka leiknum, en
honum lauk eins og áður sagði
með 29 mörkum gegn 21.
Mikið af vítum var í leiknum
og skorað úr þeim öllum nema
einu, en þá var skotið í stöng.
KA fékk fjögur víti og skoraði
úr þeim öllum, en Blikarnir
fengu níu og skoruðu úr átta.
Fimm Blikum var vikið af leik-
velli í tvær mínútur, en tvívegis
fékk Friðjón að hvíla sig. Frið-
jón var bestur KA manna og
einnig komust vel frá leiknum
þeir Þorleifur og Erlendur, en
þeir sýndu báðir mikið öryggi.
Björn Jónsson var bestur hjá
Blikunum ásamt markmannin-
um en Björn gerði einnig 9
mörk. Flest mörk KA gerði
Friðjón 11, Þorleifur 6, Gunnar
Gíslason og Erlendur gerðu 4
hvor, Erlingur 2 og Magnús
Guðmundsson 1.
Sigurður gerði flest mörk Þórs.
Lið Þórs er ungt og ekki eins
reynslumikið eins og t.d. lið
KÁ, en ungu strákarnir hjá Þór
eiga eftir að „springa út“ og
vinna góða sigra. Flest mörk
Þórs gerði Sigurður 7,
Guðmundur Skarðhéðinsson 6,
Einar Arason og Árni
Gunnarsson 3 hver, Rúnar og
Sigtryggur 2 hver.
Ekki þekkti blaðam.
íþróttasiðunnar nöfn
dómaranna en þeir voru
greinilega reynslulitlir, en það
hjálpar þeim ekki í þeirra erfiða
hlutverki að leikmenn og
áhorfendur séu að segja þeim
til. Slíkt kann ekki góðri lukku
að stýra.
Aðalfundur knattspyrnudeildar Þórs
Aðalfundur knattspyrnudeildar Þórs verður haldinn fimmtudag-
inn 27. þessa mánaðar klukkan 20.30. Fundurinn verður í
íþróttahúsi Glerárskóla. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
4.DAGUR
DAGUR.5