Dagur - 05.12.1980, Side 11
MAÐUR OG UMHVERFI
Lifandí land
Þegar ég var lítill hugsaði ég oft um
það, að jörðin myndi vera lifandi á
sama hátt og skepnurnar. Moldin
gat þá samsvarað húðinni, gróður-
inn hárunum, og sjálf værum við
auðvitað bara „lýs“ á þessari miklu
skepnu. Ég vogaði jafnvel að bera
þessa heimspeki undir mömmu,
eitt sinn er við gistum á kirkjustað
og sváfum í prestsherberginu (en
það fannst mér afskaplega hátíð-
legt), og mun víst hafa ymprað á
því að þessi mikla skepna væri e.t.v.
sjálfur guð, enda fékk ég snuprur
fyrir þessa vitleysu. Ég varð því
ekki lítið upp með mér þegar ég svo
nokkrum árum síðar, las það í rit-
um Snorra Sturlusonar (Heims-
kringlu) að fornir fræðimenn hefðu
haft eitthvað svipaðar hugmyndir
um jörðina, þótt nokkuð væri úr
því dregið með þeirri athugasemd
Snorra að „þeim var eigi gefin sú
andlega spektin'.“
Ýmsir hinna margvísu land-
námsmanna, sem hingað lögðu leið
sína frá Noregi eða Bretlandseyj-
um, þóttust verða þess varir að hér
væri mikið af landvœttum, svo
nauðsynlegt þótti að setja það í lög,
að ekki mætti sigla að landinu
„með gapandi höfði eða gínandi
trjónu," (átt er við útskorin dreka-
höfuð o.fl. þessháttar, sem oft
prýddu stefni hinna fornu vikinga-
skipa), heldur skyldi taka slíkt
pírumpár niður þegar landsýn væri
tekin, til að forðast að ögra land-
vættum.
í Landnámu er þess getið um
Þórhadd gamla af Mæri, er nam
Stöðvarfjörð eystra að hann „lagði
Mærinahelgi á allan fjörðinn og lét
engu tortíma þar nema kvikfé
himilu.“ Alkunn er og dýrkun
Þórsnesinga á Helgafelli á Snæ-
fellsnesi og svipaðar sögur eru til úr
Vatnsdal, Fnjóskadal og fleiri
stöðum. Ýmiss konar bannhelgi
hefur verið við lýði í landinu alll til
vorra daga, t.d. í mynd hinna svo-
nefndu álagabletta, sem ekki mátti
raska á nokkurn hátt, jafnvel ekki
slá, svo ekki hlytist verra af.
Á síðari tímum er bannhelgin
oftast tengd huldufólkstrú, sem er á
ýmsan hátt séríslenzkt fyrirbæri.
Huldufólk á heima í klettum og
hólum og þessum bústöðum þeirra
má að sjálfsögðu ekki raska. Ekki
eru nema þrír áratugir síðan fresta
varð grjótnámi i kletti einum
(Stofuklöpp) við Syðra-Krossanes,
vegna þess að þar reyndist búa
huldufólk og þurfti að semja við
það um flutning úr klöppinni.
Huldufólkstrú hefur víða verið rík,
en þó misjafnlega mikil eftir
landshlutum. í Mývatnssveit fer
t.d. mjög litlum sögum af huldu-
fólki, (það er líklega ekki hrifið af
brunnu grjóti) en þvi meira er af
því í Eyjafirði. Þar hefur það verið
mörgum manni veruleiki ekki
minni en sjálft mannlífið og marg-
vísleg samskipti hafa átt sér stað
milli þessara tveggja „mann-
flokka“, sem á ýmsan hátt minna á
það þegar tvær óskyldar þjóðir búa
í sama landi.- Er skemmst að
minnast frásagna Margrétar frá
Öxnafelli, sem varpa á ýmsan hátt
nýju ljósi á þennan merkilega kyn-
stofn. Hún getur þess m.a. að hún
hafi fyrst komist í kynni við rafljós
hjá huldufólkinu í fjallinu við
Öxnafell, og lýsir m.a. slökkvurum
(rofum) í húsum þess. Rafstöð
huldufólks sá hún í Glerárgili (hún
er sennilega enn í notkun), og
helzta kaupstað þess taldi hún vera
Huldufólksbyggðir á Akureyri. Þekktir
huldufólksbústaðir eru merktir með
stjömum, en liklegir með húsum.
í klettunum við Hallland (Hall-
landsnes). Þannig lifir huldufólks-
trúin enn og blómgast á okkar
„upplýstu" tímum, og lagar sig
jafnvel eftir þeim.
Landið okkar er ennþá fullt af
lífi, ekki aðeins af fuglum og fisk-
um, ormum eða skorkvikindum,
heldur einnig af duldu lífi, sem fá-
um er gefið að sjá, og enginn getur
skilið eða skilgreint, en flestir hafa
þó eitthvert veður af því við vissar
kringumstæður. Vísindin hafa lil
þessa leitt hjá sér að kanna þetta
dularlíf, en eru þó smám saman að
opna sinn glugga einnig á því sviði.
Fornir spekingar töldu að allir
hlutir hefðu einhverskonar líf og
sál. Sálarfar jurtanna var að vísu
heldur ófullkomnara en sálarfar
dýranna, sem aftur stóð mannssál-
inni neðar, jafnvel steinarnir voru
ekki alveg skyni skroppnir, þeir
höfðu sitt sérstaka líf og einhvern
vott af sál. Maðurinn gat einnig
gætt þá vissu lífi, gefið þeim hlut-
deild í sálarfari sínu. Þannig skýrist
trúin á „stokka og steina", sem
hefur verið býsna algeng og er
raunar enn í nýju formi (skyldu
ekki margir íslendingar trúa mest á
bílinn sinn?).
Sögustaðirnir svonefndu eru fyr-
irbæri af þessu tagi, en það eru
staðir sem á einhvern hátt eru
tengdir sögulegum atburðum eða
atburðarás. Þingvellir við Öxará
eru frægastur sögustaður á íslandi
og í flestum sveitum er fjöldi staða
sem tengdir eru atburðum úr Is-
lendingasögum, þar sem X barðist
við Y eða Z var drepinn. Oftast eru
örnefni tengd þessum stöðum, sem
vísa til atburðanna, og stundum
hefur maður það á tilfinningunni
að það séu örnefnin sem hafa
skapað söguna, en ekki sagan ör-
nefnin, enda fullvíst að til eru
ýmsar slíkar örnefnasögur, a.m.k. í
þjóðsögum. Þjóðsögur okkar hafa
yfirleitt þá sérstöðu rneðal þjóð-
sagna heimsins, að þær eru lang-
oftast bundnar ákveðnum stöðum,
en gerast ekki „fyrir austan sól og
sunnan mána“ eins og títt er um
Mokka-
fatnaður
Akureyringar, nærsveitamenn.
Verðum með sölu á mokkafatnaði í Gildaskála
Hótel K.E.A. föstudaginn 5. des. n.k. frá kl. 13.00 til
21.00.
Úrval af fallegum mokkafatnaði. Ath. greiðslukjör-
in.
Lúffur í mörgum litum og öllum stærðum, hentugt
til jólagjafa.
1 *« Saumastofan Dalvík sími 61405.
Helgi Hallgrímsson
ævintýri. Þannig skapa þjóðsög-
umar einnig sína sögustaði eða
þjóðsögustaði, sem oft skipta tugum
í einni sveit. Huldufólkssögurnar
fyrrnefndu eru dæmi um slíka
staði, en við það má svo bæta stöð-
um þar sem aðrar vættir, svo sem
tröll, dvergar eða draugar hafa gert
vart við sig, að ógleymdum þeim
fjölmörgu stöðum sem tengdir eru
atburðum úr mannlegu lífi þjóð-
sagnanna.
Á þennan hátt má segja að við
mannfólkið, höfum gætt landið
okkar lífi og gefið því hlutdeild í
hugarheimi okkar og daglegu
amstri. En jafnframt höfum við
tengst því á sérstakan hátt. Jafnvel
svo einfalt atriði eins og að gefa
landslagseinkennum nöfn, hefur í
för með sér vissa samtengingu og
vissa „mennskun'* landslagsins.
Ónefndur klettur verkar ókunnug-
lega, en hafi kletturinn nafn er
viðhorfið annað, og mörgum þykir
landslag lítils virði ef það heitir ekki
eitthvað.
Tilfinning manna fyrir landinu
og sérstaklega næsta umhverfi, er
annars mjög misjöfn. af eðlilegum
ástæðum. Sveitamaðurinn hlýtur
að skynja landið á annan hátt en
borgarbúinn, einkum ef hann er
borinn og barnfæddur á staðnum.
Þó virðst tengsl manna við landið
hafa rofnað og minnkað hvarvetna
á síðustu áratugum, kannske ekki
sizt í sveitum, þar sem ótaldir
„hulduhólar" hafa orðið að vikja
fyrir túnræktinni. Á hinn bóginn
hafa margir kaupstaðarbúar
„uppgötvað" landið að nýju, en
tengsl þeirra við landið eru oftast
næsta einhæf og grunnristin, t.d.
einskorðuð við laxveiðar, eða þá
svokallaða „náttúrufegurð," sem
þeir njóta þó oft aðeins á þann hátt
að taka litmynd af henni.
Vegna þessa rótleysis aldarfars-
ins er nu mikil nauðsyn að halda
öllu til haga sem eflt getur tengsl
mannsins við landið og bjarga því
yfir þær holskeflur annarlegra
áhrifa sem velta yfir þjóðfélag
nútímans. í því felst m.a. að hafa
gát á sögulegum minjum af öllu
tagi. Þær þarf að kanna og skrásetja
í hverjum hreppi og á hverri jörð,
og friðlýsa sumar þeirra merkustu.
Best væri þó að allar sögulegar
minjar úti í náttúrunni væru sjálf-
krafa friðlýstar fyrir hvers konar
raski, og mun það vera komið I lög
hjá sumum þjóðum.
En betri en öll friðlýsing er þó sú
vernd sem jákvætt almenningsálit
skapar, að ekki sé talað um raun-
veruleg tilfinningatengsl.
Ég vil svo enda þetta spjall með
orðurn Jónasar úr Gunnarshólma:
„Flúinn er dvergur, dáin hamra-
tröll, dauft er í sveitum. hnípin þjóð
í vanda, en lágum hlífir hulinn
verndarkraftur, hólmanum þar
sem Gunnar sneri aftur."
H.Hg.
"^Íorli»gs^biib^"
SÍVINSÆL " "......
BARNABOK
SALÓMON SVARTI
eftir HJÖRT GISLASON
Sagan um Salómon svarta átti gífur-
legumvinsældum að fagna þegar hún
kom fyrst út, en hefur verið ófáanleg
am árabil. Því gefur Bókaforlag Odds
Björnssonar bókina út að nýju.
í bókinni segir frá þeim bræðrum
Fía og Fóa, en þeir alast upp hjá
Skúla afa sínum og Þuríði ömmu
sinni. Óvænt bætist einn meðlimur í
fjölskylduna, svart hrútlamb, sem
þeir bræður nefna Salómon svarta.
Skúli í Smiðjubæ fann hann hjá mömmu sinni sem lá dauð milli þúfna og
var lambið heldur óburðugt í fyrstu. En það færist líf í Salómon svo um
munar og ævintýri þau sem hann og bræöurnir lenda í eru óvænt og
skemmtileg.
Hjörtur Gíslason segir söguna á eðlilegan og kíminn hátt svo allir geta
haft gaman af, bæði börn og fullorðnir. Bókina prýða teikningar eftir Hall-
dór Pétursson.
Verð gkr. 4.940 — nýkr. 49,40
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR
ATBURÐIR SEM
SKIPTU SKÖPUM
FYRIR ÍSRAEL
ÞRENNING eftir KEN FOLLETT
Áriðer 1968. Leyniþjónusta ísra-
els hefur komist að því um seinan
að Egyptaf, með aóstoð Sovét-
manna, munu .. eignast kjarn-
orkuvopn innan nokkurra mán-
aða — sem þýddi ótímabæran
endi á tilveru hinnar ungu þjóð-
ar. (sraelsmenn brugðu þá á það
ráð að stela úrani útiárúmsjóog
segir frá því einstaka þrekvirki í þessari bók. Þetta er eitthvert
furðulegasta njósnamál síðustu áratuga og best geymda leyndar-
mál aldarinnar.
Jafnframt því að vera hörkuspennandi er ÞRENNING stór-
furðuleg ástarsaga.
Verð gkr. 15.930 — nýkr. 159,30
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR
DAGUR . 11