Dagur - 16.12.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 16.12.1980, Blaðsíða 1
mmm LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 16. desember 1980 92. tölublað TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR > SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI Laxárvirkjun sameinuð Landsvirkjun Síðastliðinn föstudag, 12. desem- ber, var undirritað samkomnulag um sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar. Samkomulagið var undirritað fyrir hönd Reykjavíkur- borgar og Akureyrarbæjar með fyr- irvara um samþykki borgar- og bæj- arráðs og fyrir hönd ríkisstjórnar- innar með fyrirvara u m um sam- þykki hennar. Hignarhlutföll í þessu landsfyrir- tæki verða þau, að ríkið mun eiga 48,40%, Reykjavíkurborg 45,95% og Akureyrarbær 5,65%. Ríkið áskilur sér réttt til að auka sinn hlut í 50% og þarf því að greiða ákveðna fjárhæð í þeim tilgangi. Gert er ráð fyrir að formlegri og endanlelri sameiningu vorið 1983, við endalok kjörtímabils núverandi Landsvirkjunarstjórnar, en fram til þess tíma verður rekstur fyrir- tækjanna samræmdur og m.a. teknir upp samráðsfundir milli þeirra. Fyrir lok febrúar 1981 skal lokið við að gera formlegan sam- eignarsamning aðila. Sameining Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar hefur verið í deigl- unni býsna lengi. Samningur var gerður um stofnun nýrrar Lands- virkjunar 1979, en hann var felldur í borgarstjórn Reykjavíkur. Þá tók Laxárvirkjun málið upp aftur á grundvelli núverandi laga um Landsvirkjun, sem gefa Laxár- virkjun einhliða rétt til sameiningar fyrirtækjanna og var þessi samningur gerður á grundvelli þessara laga. Samspil ljóss og skugga hefur löngum verið viðfangsefni myndasmiða. Þessi Ijósmynd var tekin í garði Minjasafnsins. Mynd: áþ. FRAMLEIÐSLUMET I HRISEY HrLsey, ll.desember. 1 tilefni af framleiðslumeti Fiskvinnslustöðvarinnar hér í Hrísey var gert stutt hlé á vinnu í gær og starfsfólki boðið upp á Kísiliðjan stöðvuð Vegna sölutregðurður framleiðsla Kísiliðjunnar í Mývatnssveit stöðvuð frá 17. desember til 5. janúar. Þetta er í 3ja sinn á þessu ári sem verksmiðjan er stopp. Gert er ráð fyrir að framleiðsla þessa árs verði 19.300 tonn, en hún var áætluð 22 þúsund tonn. Hinsvegar verður árssalan 18.500 tonn samanborið við 22.700 tonn í fyrra. Jón Illugason, fréttaritari Dags i Mývatnssveit hafði það eftir Hákoni Bjömssyni, framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar að hæglega hefði verið hægt að framleiða 25 þúsund tonn í ár ef vel hefði gengið að selja. Fyrr í þessum mánuði voru tekin í notkun ný sænsk hreinsitæki á útblástur „votvinnsludeildar." Reynslan af þessum tækjum er góð, en Hákon sagði að gróft reiknað yrði ársframleiðslan að vera 21 þúsund tonn eftir tilkomu tækj- anna svo reksturinn bæri sig, en u.þ.b. 18 þúsund tonn án þeirra. heitt kakó og stórar rjómatert- ur. Vinnslan var stöðvuð og haidið upp á metið, þegar búið var að vinna einu kílói meira en nokkru sinni áður, eða samtals 4.308 tonn og 244 kíló. Fyrra framleiðslumet var sett á síðasta ári, en þá var unnið úr 30% meiri afla en nokkru sinni fyrr í Hrísey. Nú er sem sagt búið að vinna úr meiru en allt árið í fyrra, sem þó var metár. Lang mestan hluta aflans hefur Snæfell komið með, rúmlega 3.022 tonn eða 70% heildaraflans. 870 tonn eða 20,1% eru af bátum og trillum, 250 tonn eða 5% frá Frystihúsi KEA á Dalvík og um 230 tonn eða 4,9% frá Útgerðarfé- lagi Sauðkrækinga og Ólafsfirði. Skipting aflans eftir vinnslu- greinum er þannig, að 28,6% aflans hefur farið í skreið, 17,9% í salt- fiskverkun, 1440 tonn .af beinum hafa verið möluð og hert hafa verið 200 tonn af hausum. Framleiðsluverðmæti fisk- vinnslustöðvarinnar er nú komið í um 2100 milljónir króna, eða um 7 milljónir á hvert mannsbarn í eynni. Fiskvinnslustöðin hefur greitt um 490 milljónir í vinnulaun og um 970 milljónir hafa verið greiddar fyrir hráefni. Fiskvinnslu- stöðin hefur haldið uppi fullri at- vinnu alll árið og kornu ekki til neinna lokana í sumar. Höfðu því allir eyjabúar að meðtöldum ungl- ingum næga atvinnu, auk þess sem töluvert var um útlendinga og annað aðkomufólk í vinnu í Hrísey í sumar. I dag landaði Svalbakur 62 tonnum af ýsu og ufsa og Snæfell er væntanlegt í næstu viku úr þorsk- túr. Hitaveita Akureyrar: Bókaútgáfa á elliheimili Holurnar tæpir 30 km! í febrúar er væntanleg á niarkað Ijóðabók sem að hluta er æfisaga höfundar í bundnu máli. Það sér- kennilega við þessa bók er það að höfundurinn sem býr á Dalbæ, vist- hcimili aldraðra á Dalvík, brýtur bókina um sjálfur og bindur hana inn, en texti bókarinnar er settur í prentsmiðju. Reyndar er höfundur Ijóðabókarinnar ekki eini íbúinn í vistheimilinu sem bindur inn bækur því þar er annar sem sér um að binda inn og fylgjast með öllum bókum bókasafns Dalvíkur. Það er Hjörtur Björnsson, 74ra ára, sem lengi bjó á Vökuvöllum sem er að gefa út ljóðabókina. Hjörtur gefur bókina út sjálfur í 300 eintökum og búinn að fá u.þ.b. 200 áskrifendur að bókinni. Bókin er prófarkalesin í Dalbæ af Jóni Jónssyni, fyrrum kennara á Dalvík og að sögn kunnugra er vart hægt að fá öllu betri prófarkalesara. Fyrstu prófarkirnar eru komnar til Dalvíkur og er Hjörtur að und- irbúa að skera niður pappa í káp- umar og fylgjast aðrir íbúar heim- ilisins með starfinu af miklum áhuga. Þeir sem hafa áhuga á að eignast bókina þegar hún kemur út á næsta ári eru beðnir um að hafa samband við Hjört. Eins og áður sagði starfar annar heimilismaður fyrir bókasafn Dal- víkur. Það er Sigurpáll Hallgríms- son, sem þar er að verki. Ibúar í Dalbæ vinna t.d. við tágavinnu og spyrðuhnýtingar að ógleymdri handavinnunni. Fyrir jólin hafa íbúarnir unnið við jóla- skreytingar svo eitthvað sé nefnt. Á vegum Hitaveitu Akureyrar hafa verið boraðar margar holur í Eyjafirði og er heildarlengd allra borholanna rúmir 27 kílómetrar. Fyrst var borað á vegum hita- veitunnar árið 1975 og heitt vatn fannst í janúar ári síðar. Sú hola er nr. 5 á Laugalandi. Á vegum Orkustofnunar var áður búið að bora 4 holur á Laugalandi og því fékk fyrsta hola Hitaveitu Akur- eyrar þetta númer. En hver skyldi vera kostnaðurinn við borunarframkvæmdirnar? Samkvæmt yfirliti um framreikn- aðan borunarkostnað frá upphafi borana árið 1975 og fram að des- ember 1980 kemur í Ijós að kostnaðurinn er 4,3 milljarðar króna. Það jafngildir u.þ.b. einum oghálfum Þórshafnartogara. Dýpsta holan sem boruð hefur verið fyrir hitaveituna var boruð árið 1977 á Laugalandi. Holan er 2820 metrar á dýpt og að öllum líkindum er holan sú arna einhver sú dýpsta sem boruð hefur verið fyrir hitaveitu hér á landi. Þess má geta að þrátt fyrir dýptina fékkst ekkert vatn úr holunni. Jólasala Hin árlega jólasala Hvítasunnu- safnaðarins byrjaði á laugardag- inn var og stendur hún fram að jólum, í skúrnum við hliðina á H-100. Á boðstólum er kristilegt efni, svo sem plötur, kassettur, bækur, myndir og jólakort. Skúr- inn er opinn alla virka daga frá kl. 13.00 til 18.00 og laugardaga eins og aðrar búðir. Tilgangurinn með þessu er að minna á hvað gerðist á jólunum. Ágóðinn rennur til trúboðsins. Tímarit helgað íslenskri byggingarlist Nýjasta útgáfa Byggekunst, tímarits norska arkitektafélags- ins, er einkum helgað ísl. bygg- ingarlist og skipulagsmálum. Þar sem engin útgáfa af þessu tagi tíðkast hér er framtakssemi frænda vorra þakkarverð og von- andi vísir að íslensku tímariti. í heftinu eru greinar um bygg- ingarlist hér á landi og skipulags- mál auk þess sem sýnd eru nokk- ur dæmi um íslenskar byggingar. Má þar nefna nýbyggingu ís- bjarnarins h/f í Reykjavík, Skál- holtsskóla, elliheimili við Dal- braut, apótek á Dalvík, einbýlis- hús, svo og þétta lága byggð í Vestmannaeyjum ásamt grein um uppbyggingu þar eftir norræna samkeppni meðal arkitekta. Fleiri greinar eru í blaðinu. Tímaritið er til sölu í Bókvali h/f. Fimmta jólamerkið Lionsklúbburinn Bjarmi sendir í ár frá sér fimmta jólamerkið í 11 merkja samstæðu, sem hafin var útgáfa á 1976. Samstæðan verður með myndum allra kirkna í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Jólamerkið í ár er með mynd af Staðarbakkakirkju, sem 16. nóvember s.l. átti 90 ára vígsluaf- mæli. Staðarbakkakirkja hefur á þessu ári verið verulega endur- bætt og er allri vinnu við hana nú lokið nema hvað eftir á að mála hana. IAUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJORN: 24166 OG 23207I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.