Dagur - 16.12.1980, Blaðsíða 10

Dagur - 16.12.1980, Blaðsíða 10
Akureyrarkirkja. Messað kl. 5 á sunnudag. Sálmar nr. 54, 51, 95, 69, 70. Börn flytja að- ventuþátt með söng og jóla- ljósum. Síðasta messa fyrir jól. — Messað á Dvalar- heimilinu Hlíð kl. 3.30. Bamakór Akureyrar syngur. Messur um hátíðarnar í Valla- og Ólafsf jarðar- prestaköllum Aðfangadagskvöld kl. 6: Aftansöng- ur í Dalvíkurkirkju. Jóladagur kl. 2 e.h.: Ólafsfjarðar- kirkja. 2. jóladag Kl. 13.30: Vallakirkja. 2. jóladag kl. 16.30: Tjarnarkirkja. Nýársdagur kl. 13.30: Urðakirkja. Nýársdagur kl. 16.30: Dalvikur- kirkja. Sóknarprestur. Tannlæknar. Neyðar- vaktir um jól og ára- mót: 24. des. kl. 11-12: Steinar Þor- steinsson. 25. des. kl. 3-4: Þór- unnarstræti 114. 26. des. kl. 3-4: Glerárgata 20. 31. des. kl. 11-12: Þórunnarstræti 114. 1 jan. kl. 3-4: Glerárgata 20. fiiill/AtJltft 3AMKDMi5k- Kristniboðshúsið Zíon: Hátíð- arsamkomur. Jóladag kl. 20.30. Ræðumaður Jón Við- ar Guðlaugsson. Og nýárs- dag kl. 20.30. Ræðumaður Reynir Hörgdal. Allir hjart- anlega velkomnir. Filadelfía Lundargötu 12, Fimmtudag 18. Biblíulestur kl. 20.30 Sunnudag 21. sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Öll böm velkomin. Almenn samkoma kl. 20.30, allir vel- komnir. St:. St:. 5981167 -1. Frl. H&V □ RÚN 598012177 - 1 Frl. □ RÚN 59801217-Jólaf. Við óskum öllum sóknarbörn- um okkar blessunarríkra jóla og farsæls árs. I stað þess að senda jólakort látum við andvirði þeirra renna í væntanlega Glerárkirkju. Sóknarprestar og fjölskyld- Hjálpræðisherinn — Jóla- dagskrá: Sunnudag 21. des. kl. 17 „Við syngjum jólin í garð.“ Fjölbreyttur söngur. Jóladag kl. 17 Hátíðarsam- koma. Föstudag 26. des. jólahátíð sunnudagaskólans, kl. 13 fyrir níu ára og yngri, kl. 16 fyrir tíu ára og eldri. Laugardag 27. des. kl. 15 jólahátíð fyrir eldra fólk í Alþýðuhúsinu. Kapteinn Daníel Óskarsson og frú Anne Gurine stjórna og tala. Sunnudag 28. des. kl. 20.30. norræn hátíð. Deildarstjóra- hjónin taka þátt. Þriðjudag 30. des. kl. 15 jólafagnaður fyrir börn, aðgangur ókeyp- is. Nýársdag kl. 17 hátíðar- samkoma. Allir hjartanlega velkomnir. Dalvík: Sunnudaginn 28. des. kl. 16 verður jólasamkoma í bíóinu. Kapteinn Daníel Óskarsson og frú stjórna og tala og herfólk frá Akureyri tekur þátt. Mikill -söngur og fl. Allir velkomnir. Hjálp- ræðisherinn. Hjálpræðisherinn.Sunnudaginn 21. des. kl. 13.30 sunnu- dagaskóli fyrir börn. Kl. 17 verður almenn samkoma, þar sem við syngjum jólin í garð. Fjölbreyttur söngur. Allir velkomnir. Gullbrúðkaup áttu þann 13. des. s.l. hjónin Ragna og Guðmundur Frímann Hamarstíg 14. Akureyri. Gefin voru saman í hjónaband sunnudaginn 14. des. brúð- hjónin ungfrú María Jóns- dóttir og Sigurjón Sigur- björnsson. Heimili þeirra verður í Skarðshlíð 16c. — Hinn 6. des. voru gefin sam- an í hjónaband í Akureyrar- kirkju Hansína María Har- aldsdóttir kjötiðnaðarmaður og Gunnar Ásgeirsson sjómaður. Heimili þeirra verður að Ásvegi 21. Várðlæknaþjónusta á Akureyri 15. desem- ber til 31. desember 1980: 15. des.: Inga Björnsdóttir. 16. des.: Reynir Valdemarsson. 17. des.: Erlendur Konráðsson. 18. des.: Magnús Stefánsson. 19. des.: Ölafur H. Oddsson. 20. des.: Jens Magnússon. 21. des.: Jens Magnússon. 22. des.: Reynir Valdemarsson. 23. des.: Erlendur Konráðsson. 24. des.: Magnús Stefánsson. 25. des.: Bragi Stefánsson. 26. des.: Nick Cariglia. 27. des.: Inga Björns- dóttir. 28. des.: Inga Bjömsdóttir. 29. des.: Erlendur Konráðsson. 30. des.R Magnús Stefánsson. 31. des.: Ólafur H. Oddsson. — Jónína níræð ... (Framhald af bls. 4). félagsskap með ullarkömbum, snældustól, prjónum og rokk mátti sjá bækur af ýmislegu tagi, kannski ekki örgrant að ljóða- eða smá- sagnakver fyndist undir kodda- homi, því drjúg mikið var lesið á þessu heimili á vetrum og alla jafna upphátt svo allir nytu. Því auðvitað var vinnan fast sótt og reynt að búa að heimafengnu eins og kostur var. Með atorku og hagsýni vænkað- ist hagurinn smátt og smátt enda urðu ábýlisjarðirnar betri, Og þeg- ar sonurinn óx úr grasi og gerðist duglegur maður fór svo að í stað fátæktar kom rúmur efnahagur með gagnsömu búi, sem aldrei var þó mjög stórt. En á þessu heimili voru skepnur líka aldrei einvörð- ungu metnar sem tæki til að græða peninga heldur í lífheildinni, vinir og félagar, sem alúð og nærgætni bar að sýna, en veittu í staðinn vissan unað og fullnægju. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið. Dóttirin, Jónasína Þórey, vel gefin stúlka, fél! ung að árum fyrir sigð hvíta dauðans eftir langt veik- indastríð, sem varð öllum aðstand- endum þungbært, einkum þó móðurinni. En með þeim mæðgum var ástríki mikið. Sonurinn, Frið- finnur Kristján, harðsækinn skarp- leikamaður, aðstoðaði foreldrana við búskapinn þegar aldur og þroski vannst til, tók síðan við búi, fyrst á Syðstu-Grund í Blönduhlíð, síðar fluttist fjölskyldan að Ytri-Brennihóli í Kræklingahlíð. Þótt jafnan sé ógreið sýn langan veg til baka og að mörgu að hyggja, finnst mér Jónína hafa um margt verið hamingjumanneskja. í vöggugjöf hlaut hún góða greind, trútt minni og heilsu, sem hefur enst með ólíkindum allt til þessa dags, góðhug samferðafólksins hefur hún ævinlega átt enda vinföst og traust. Öfgalaus trúkona hefur Jónína alla stund verið. Og á heimili þeirra hjóna áttu olnboga- böm og gamalmenni ævinlega at- hvarf. Foreldrar Jónínu d.völdu þar í hárri elli og til síðustu stundar. Svo var og um fleiri gamalmenni. Ein mesta hamingja frænku hygg ég vera barnabörnin tvö. Sæmund og Þóreyju, og börn þeirra, sem nú gera sér tíðförult til langalangömmu í Brekkugötu 23 á Akureyri. En þar dvelur Jónína nú á heimili sonar síns og tengdadótt- ur, Svanhildar Sæmundardóttur, ágætrar konu, sem með glaðlyndi sínu og framúrskarandi umhyggju- semi hefur gert tengdamóðurinni ellina svo léttbæra sem kostur er. Enn gengur Jónína teinbein og ekki eru með öllu á brott þær hvatlegu hreyfingar, sem voru henni svo eiginlegar hér áður fyrr. Þrátt fyrir yfirlætisleysi ber hún í öllu lát- bragði þá reisn, er einkennir þær manneskjur sem bera höfðingjann hið innra í sjálfum sér. Ég sem þessar línur rita, hef ævinlega verið dálítið stoltur af þessari móðursystur. Með okkur hefur ætíð verið frændsemi góð, forn dyggð sem ógjarna ætti að týnast. Eitt er það þó öðru fremur, sem ég hef hálfpartin öfundað frænku af. En það er ættvísin. Hún vissi ótrúlega mikið um ættir og veit reyndar enn, slær skussum eins og mér auðveldlega við í því efni. Skógarbærinn, Akureyri, finnst mér ávallt hafa sérstakan „sjarma" jafnt sumar sem vetur. Og á þeim blessuðu jólum, sem nú fara í hönd, veit ég að margir hugsa hlýtt til afmælisbarnsins níræða að Brekkugötu 23 á Akureyri. Ég minnist með gleði og innilegu þakklæti þeirrar móður- og systur- legu hlýju, sem þú hefur ævinlega sýnt mér, frænka, allt frá frum- bemsku til þessa dags og sendi þér hugheilar afmælis- og árnaðaróskir frá mér, konu minni og dætrum. Við vonum að ævikvöldið verði þér bjart og biðjum þér blessunar Guðs nú og í framtíð. Guðmundur L. Friðfinnsson. Faðir okkar HJALTI GUÐMUNDSSON, húsgagnasmiður, lést í Knappschaflsspítalanum Bochum í Þýskalandi. Jarðarförin hefur farið fram þÞýskalandi að ósk hins látna. Sæunn og Sigríður Hjaltadætur. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar tengdamóður og ömmu, ÖNNU FRIÐRIKU FRIÐRIKSDÓTTUR. Börn, tengdabörn og barnabörn. Útför konu minnar og móður okkar GUÐRÚNAR HALLGRÍMSDÓTTUR Hólsgerði 4 sem andaðist 13. des. s.l. fer fram frá Akureyrarkirkju föstudag- inn 19. des. kl. 1.30. Karl Emil Björnsson og börn hinnar látnu 30-40% afsláttur Vegna breytinga á verslun okkar bjóðum við nokkrar eldhús- innréttingar til afgreiðslu strax með 30-40% afslætti. I 411 hff. Glerárgötu 26 Bjóöum fullkomna viðgeröarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur- um, plötuspiíurum, segulbandstækjum, bíl- tækjum, talstöðvum, fiskileitartækjum og sigl- ingartækjum. ísetning á bíltækjum. sim, (96) 73676 MF VERÐLÆKKUN! Eigum nokkrar dráttarvélar til afgreiöslu á lækkuðu verði: Tilgreint verð miðast við gengi 5/12 1980 Tegund: MF 135 MP MF 165 8 MF 165 MP MF 185 MP Núv. verð: kr. 7.150.000 kr. 8.800.000 kr. 9.300.000 kr. 10.900.000 Lækkað verð: Gkr. 5.950.000 Nýkr. 59.000 Gkr. 7.400.000 Nýkr. 74.000 Gkr. 7.900.000 Nýkr. 79.000 Gkr. 9.500.000 Nýkr. 95.000 Sölumenn okkar og kaupfélögin veita allar upplýsingar MJÖG HAGSTÆÐ KJÖB JbtvódtiWivéJba/v A/ SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK• SlMI 86500 10.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.