Dagur - 16.12.1980, Blaðsíða 12

Dagur - 16.12.1980, Blaðsíða 12
HMGIUR Akureyri, þriðjudagur 16. desember 1980 Bílaperar 6-12og 24 volta tE!ÍSÍ12 SAMLOKUR fyrir og án peru Vildu heldur Benz Strætisvagnanefnd hefur Iagt til að keyptir verði tveir strætis- vagnar af gerðinni Mercedes Benz O 309. Bæjarráð hefur fyrir sitt leyti samþykkt bókun nefndarinnar og mun bæjar- stjórn fjalla um máiið í dag. Bæjarstjóra hefur verið falið að semja um kaup á vögnunum, sem hvor um sig kostar rúmar 90 milljónir, og eru þeir væntan- legir fyrripartinn í sumar. Ingi Þór Jóhannsson, sem sæti á í strætisvagnanefnd, sagði að vagn- arnir kæmu fullbúnir til landsins, en samkvæmt lauslegum athugun- um hefði það tekið of langan tíma að byggja yfir vagnana hér á landi, auk þess sem það hefði orðið mun dýrara. Hólmfríður Guðmundsdóttir, sem einnig á sæti í nefndinni, ósk- aði að bókað yrði eftirfarandi: „Þegar tekið er tillit til verðs og greiðslukjara, legg ég til að gengið verði til samninga við Samafl um kaup á tveim nýjum strætisvögnum af Ikarus-gerð fyrir Akureyrarbæ.“ Ingi Þór sagði að Ikarus-vagn- amir hefðu átt að kosta tæpar 70 milljónir stykkið og verksmiðjan setti það sem skilyrði að keyptir yrðu varahlutir fyrir u.þ.b. 10% af f.o.b. verði. Það sem réði úrslitum að meirihluti nefndarinnar ákvað að kaupa Benz, sem er töluvert dýrari eins og kom fram í upphafi, var m.a. það að gæðin voru talin meiri, afgreiðslufrestur er styttri og meirihlutinn taldi að varahluta- þjónustan væri öruggari. Þess má geta að vélin í Benz er aftast í vagninum sem gerir bílinn betri í snjó, en vélin í Ikarus er fyrir miðju. í eigu Strætisvagna Akureyrar er einn Benz strætisvagn. Vantar gott vatn „Okkur vantar tilfinnanlcga gott neysluvatn. Sérfræðingar á vegum Orkustofnunar hafa reynt að finna það í nokkur ár og komist að þeirri niðurstöðu að hér sé ekki hægt að finna uppsprettuvatn í næsta ná- grenni og að einu möguleikarnir séu að safna saman litlum lindum sem cm aðallcga fram á Böggvisstaða- og Upsadal. Einnig hefur komið til álita að bora eftir vatni á Hálsár- eyrum eða á Holtseyrum. Tveir síðast töldu staðirnir eru í tölu- verðri fjarlægð og dælingar- kostnaður er mikill,“ sagði Valdi- mar Bragason, bæjarstjóri á Dalvík, en að undanförnu hafa átt sér stað umneður í bæjarstjórn Dalvíkur um neysluvatnsmál á Dalvík. Valdimar sagði að í ráði væri að halda áfram að virkja litlar lindir, en engar ákvarðanir hafa enn verið teknar þar að lútandi. Nú er neysluvatn Dalvíkinga að mestu tekið úr borholu á Brimnes- áreyrum. Undir leiðsögn jarðfræð- inga hafa verið gerðar tilraunir að undanförnu til að auka vatns- streymið inn í eyrarnar og einnig hafa verið gerðar tilraunir með hreinsun á yfirborðsvatni. Vatn úr Brimnesá hefur verið notað til að kæla frystivélar og einnig hefur vatnið úr ánni verið notað hjá Söltunarfélagi Dalvíkur við rækjuvinnslu. Þetta ásamt því að heita vatnið á Dalvík er svo gott að það má nota sem neysluvatn hefur komið sér ákaflega vel. Daníel t.v. með bikarinn og Vörður með verðlaunapcninginn. Mynd: G.Ó. Kepptu með byssum Fyrir nokkru héldu lögreglu- menn skotkeppni, þar sem keppt var með skammbyss- um. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem keppt er á Akureyri í slíkri íþrótt. Þetta er vinsæl íþróttagrein erlendis og m.a. keppt í henni á Ólympíuieikjum. Lögreglu- menn hafa komið sér upp æf- ingaaðstöðu í íþróttaskemm- unni, en þar fór keppnin fram. Gísli Ólafsson yfirlögreglu- maður gaf farandbikar til keppninnar, og var hann jafn- framt keppnisstjóri í þessari fyrstu keppni. Sigurvegarar í keppninni urðu Vörður Traustason og Daníel Snorrason sem hlutu 87 stig af 100 mögulegum í 10 skotum. Næstur kom Felix Jósafatsson og þriðji var Ingi- mar Skjóldal. Kýrnar taugaóstyrkar Gunnarsstöðum, Þistilfirði 9. descmber. Að undanförnu hafa verið mikl- ar ógæftir og bátar frá Þórshöfn hafa ekki getað sótt sjóinn sem skyldi. Hins vegar er Ijóst að það er töluverður fiskur í sjónum — t.d. fóru bátarnir út eina helgi fyrir.skömmu og skröpuðu þá saman ein 25 tonn. Hér er lítill snjór og mannlíf fremur rólegt, enda kominn sá árs- tími þegar fólk fer sér hægt. Það er ekki fyrr en daginn fer að lengja að maður fer að gera meir en það nauðsynlegasta. Rafmagn fór hér um daginn, en það er varla í frásögur færandi þó það hafi farið þrisvar í 12 til 20 Nýr sveitar- stjóri í Skútustaða- hreppi Mývatnssveit 12. dcsember Um miðjan síðasta mánuð tók Arn- aldur M. Bjarnason við starfi sveit- arstjóra Skútustaðahrepps af Jóni E. Friðrikssyni. Arnaldur er fæddur í Borgarnesi 28. desember 1942 og eru foreldrar hans Bjarni Péturs- son, bóndi, símstöðvarstjóri og fyrrum oddviti á Fosshóli og Júlí- anna Sigurjónsdóttir, fyrri kona hans. Arnaldur dvaldi í Bandaríkjun- um ásamt fjölskyldu sinni á árun- um 1955 til 1959 og lauk prófi frá Steamboat Springs highschoole 1959. Hann lauk sveinsprófi í bif- vélavirkjun 1965 og prófi frá SVS Bifröst s.l. vor. Hann hefur starfað mikið að félagsmálum og var m.a. framkvæmdastjóri Héraðssam- bands Suður-Þingeyinga 1972 til 1977 og í stjórn UMFÍ 1975 til 1979 og erindreki ÍSÍ frá 1977. Hann hefur rekið bifreiðaverkstæði á Fosshóli frá 1965 og annast versl- unarstjórn ásamt eiginkonu sinni við útibú Kaupfélags Svalbarðs- eyrar á Fosshóli frá 1970. Arnaldur er kvæntur Jónínu Björgvinsdóttur frá Akureyri og eiga þau þrjú börn. J.l. tíma. Að sjálfsögðu kemur þetta sér dálítið illa fyrir niannfólkið en þó verr fyrir kýrnar. Þær vilja fara á taugum þegar þær eru ekki mjólk- aðar reglulega. Nágrannabóndi minn kom með póstinn áðan og hann sagði mér að þeir hefðu farið tveir í Tungusels- heiði á laugardaginn, en fundu ekkert fé. Bændur vantar óvenju- lega mikið. Eflaust hefur það farist í fyrstu snjóum í haust, ehda skilj- anlegt því veturinn heilsaði kulda- lega í upphafi. Ó.H. £ Milljarðar í sjóinn f einu Reykjavíkurblaðanna um s.l. helgi sagði að miklum verðmætum væri hent í sjó- inn með þorsklifrinni og ef öll þorsklifur hefði verið hirt á þessu ári hefði mátt áætla að hátt í tveir milljarðar hefðu komið í hlut seljanda. Ef öll þessi lifur hefði verið unnin í meðalalýsi hefðu útflutn- ingstekjur orðið 2,4 milljarð- ar. Nú er aðeins þriðjungur lifrarinnar hirtur. 0 Hugsuðireru meðal vor Oddur C. S. Thorarensen skrifar grein í Morgunblaðið s.l. sunnudag þar sem hann fjallar um Guðlaug Berg- mann og það sem hann lét frá sér fara í umrætt blað fyrir skömmu. Guðlaugur var að skamma forustuna í Sjálf- stæðisflokknum, en í þeirri grein og nú í grein Odds má lesa ýmislegt miður fagurt um átökin sem eiga sér stað innan fiokksins. Hins vegar slá þeir vinirnir á létta strengi eins og t.d. Oddur þegar hann segir: „... þeir forystu- menn Sjálfstæðisflokksins, sem að minni hyggju hafa verið og eru mestir pólitískir hugsuðir, þ.e. þeir Jón heit- inn Þorláksson og Geir Hallgrímsson hafa verið og eru eindregnir frjálshyggju- menn....“ £ Muniðeftir að læsa bílunum Dagarnir fram að jólum eru einhverjir mestu verslunar- dagarnir á íslandi. Fólk flykkist í búðir í þúsundatali og margir hverjir koma á bíl- um. Því miður eru alltaf til þeir einstaktingar sem þefa uppi þá bíla sem hefur gleymst að læsa og hirða úr þeim t.d. gjafir og annað sem bíleigandinn hefur skilið eftir. Láttu það ekki henda þig að tapa jólagjöfunum á þennan hátt. # Morðiðá John Lennon Það var mikill sjónarsviptir af John Lennon, sem myrtur var í New York eins og öllum er kunnugt. Með honum er genginn einn fremsti tónlist- armaður síðustu ára — sá maður sem setti sinn svip á tónlistarlífið svo um munaði. Talið er að sá sem er ákærð- ur fyrir að hafa myrt Lennon sé ekki heill á geðsmunum. Réttarhöld yfir honum áttu að hefjast í gær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.