Dagur - 16.12.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 16.12.1980, Blaðsíða 5
65 ára afmæli Þórs: Í.S.f. og Þór heiðra Þórsara Eins og alþjóð er kunnugt varð íþróttafélagið Þór 65 ára hinn 6. júní á þessu ári. Margt hefur verið gert til að minnast þessara tímamóta og ýmsir áfangasigrar hafa náðst í mörgum greinum starfsins. Hinn 14. nóv. s.l. var svo haldið afmælishóf að Hótel KEA og þar bárust félaginu margar veglegar gjafir og félag- ar þess voru heiðraðir fyrir störf sin í þágu Þórs og íþróttahreyf- ingarinnar í heild. Meðal gjafa sem bárust félaginu voru: Kr. 1.000.000,- frá Þórsfélög- um sem ekki létu nafns síns getið og sama upphæð barst frá Kvenna- deild Þórs, kr. 500.000,- bárust frá Einari Malmquist og fjölskyldu, en Einar var formaður félagsins frá 1925-1930 og er nú einn af heið- ursfélögum Þórs, kr. 100.000,- bár- ust frá hjónunum Hólmfríði Guðnadóttur og Jóni Þórarinssyni og sama upphæð frá Þorsteini Svanlaugssyni og frú til minningar um þá Þórarinn Jónsson og Kristj- án Kristjánsson sem fórust í ferða- lagi á vegum félagsins árið 1950, þá bárust kr. 50.000,- frá Reimari Þórðarsyni heiðursfélaga í Þór sem nú er búsettur í Reykjavík. Sigurð- ur Oddsson, formaður Þórs, lýsti yfir kjöri heiðursformanns í félag- inu og var það Haraldur Helgason, en hann var formaður Þórs um 20 áraskeið, frá 1960-1980, eða lengur en nokkur annar sem gegnt hefur þeirri stöðu. Var Haraldi fært skrautritað skjal í tilefni kjörsins. Þá hlutu eftirtaldir félagar silfur- MINNING Jón Sigurðsson Fæddur 16.12.1897 - Dáinn 16. 11. 1980 Kveðja frá ástvinum Hér kvað við kallið hinsta, sem kvaddi himins til þá önd, sem upp er hafin hér urðu þáttaskil. Sem valið veganesti þín von á Guð var fest. Og ljós þitt, lífsins orðið sem leiðsögn þér var best. Að liðnum lokaþætti við lítum gengin spor, er marka skírar myndir. Þær minna á ylríkt vor, og lýsa ævileiðum hins látna vildismanns. Þær bera verðugt vitni um vandað dagfar hans. Er heilsu tók að hraka, ei hræddu feigðarboð, því utan eigin máttar hann átti trausta stoð. Hann guðstraust bar í barmi það blessun var hans sál. Ogjafnan lék í lyndi hans létta gamanmál. Þigkveðjum kæri vinur svo klökk, í hinsta sinn. I ljósi liðins tíma við lítum veginn þinn. Þú gekkst með glöðu sinni, varst geðhýr, sannur, trúr. Þín mynd er mildi vafin, hún márkvisst sker sig úr. Nú þakkir þér við færum, við þökkum tryggð og ást. Þó værir vinnulúinn þín vinsemd aldrei brást. Þér lýsti handtak hinsta, erhreysti farin var. í friði fórstu vinur, og friður Guðs þig bar. Þósorgin að oss sæki og sæti þitt sé autt, þá hæfir ei að harma með hjarta gleðisnautt. Enn vorar eftir vetur, þá vermist líf á jörð. Svo blóm í barmi gróa við bæn og þakkargjörð. J.S. Kveðja Hverjum og einum itasona reiddur er banabeður. Einn hefur lokið ærutíginn halur, hinstu brínu. Fjær er nú völundur vinnuranni. Hljótt er í smíðahúsi. Sagarhljóð oghefilhvinur eigi ná eyrum lengur. Deyfð ríkir ogdapurleiki, þögulla um byggð og bæ. Hægar gengið um heimaranna. Hryggð yfir Sigurhæðum. Hvar sem fór hann fylgdi honum ávalt glens og gaman. Hafði á hraðbergi hnyttiyrði, orðsnjall ágætlega. Vel og lengi að verki staðið hafði, með sönnum sóma. Líka fékk litið ljúfum huga ávöxt iðju sinnar. Gekk á gagnvegum góður drengur alla ævidaga, virðingar naut á vegferð lífs iinna samborgara. Byggingar margar og megintraustar reisti til gagns og gleði. Stórar og smáar standa- og bera vitni um völund sinn. Vandamenn, vinir og velunnarar kveðja nú klökkum huga mannvalið mæta. Minningaskin lýsir á leiðir fram. H.Z. merki félagsins fyrir frábær störf að uppbyggingu íþróttasvæðis Þórs: Haraldur Helgason, Guðjón Stein- dórsson, Haukur Jónsson, Hilmar Gíslason, Hallgrímur Skaptason, Ævar Jónsson, Sæbjörn Jónsson, Samúel Jóhannsson Ivar Sigur- jónsson og Herbert Jónsson. Við þetta tækifæri var Haraldur Helgason særndur æðsta heiðurs- merki ÍSÍ, heiðurskrossi, af Sveini Bjömssyni forseta ÍSl fyrir frábær störf að íþróttamálum, þá sæmdi Sveinn þá Rafn Hjaltalín og Her- bert Jónsson gullmerki ÍSÍ fyrir mikil og góð störf í þágu íþrótta- hreyfingarinnar. Jens Sumarliða- son, f.h. stjórnar KSÍ, sæmdi Har- ald Helgason gullmerki KSI og Hallgrím Skaftason silfurmerki KSÍ fyrir dugnað að málum knatt- spyrnunnar. I tilefni afmælishátíðarinnar kom út starfsrit, sem spannar sögu félagsins í máli og myndum frá upphafi til þessa dags. Þeir félagar sem greitt hafa árgjöld sín munu fá ritið heimsent, en öðrum er eignast vilja ritið er bent á blaðsölustaði. I afmælishófinu 14. nóvember voru teknar margar og skemmti- legar myndir og verða þær til sýnis í félagsherbergi Þórs í fþróttahúsi Glerárskóla þar sem þeir sem áhuga hafa á geta pantað eftir þeim, 'Um leið og stjörn Þórs óskar öll- um Þórsfélögum, svo og öllum Ak- ureyringum, gleðilegra jóla og góðs árs vill hún nota tækifærið og þakka öllum þeim sem á einhvern hátt hafa unnið félaginu gott á því ári sem nú er að ljúka. Stjórn {þróttafélagsins Þórs. Hjónin Haraldur Helgason og Áslaug Einarsdóttir. Haraldur heldur á heiðursfor- mannsskjalinu. Frá Tannlæknafélagi Norðurlands: UM TENNUR Tannviðgerðir Skemmda tönn á að lagfæra. Venjulega eru tannfyllingar í jöxl- um gerðar úr blöndu af kvikasilfri og dufti sem samanstendur af silfri, kopar, sínki og tini. Efnablanda þessi nefnist amalgam. Vegna útlits eru framtannafyllingar hafðar ljós- leitar. Þessar fyllingar eru úr plast- efnasamböndum. Þær endast yfir- leitt nokkru skemur en amalgam- fyllingar. Sterkustu (einnig dýr- ustu) tannfyllingamar eru steyptar gullfyllingar. Stundum getur tann- skemmdin orðið svo umfangsmikil að byggja þarf upp alla tönnina. Þá er gerð króna. Hér þarf að búa til brú. Brú þýðir gullkróna á tennur beggja vegna bilsins og á þær festist „sviftönn“ sem lokar því. Rótfylling Hafi tannskemmd náð djúpt inn í tannbeinið getur tannkvikan sýkst. Bólga í tannkvikunni veldur oft tannpínu. Sjúka tannkviku verður að fjarlægja úr tönninni. Tannholið er svo sótthreinsað og fyllt með efni sem ekki ertir líkamsvefina. Þetta er rótfylling. Rótfyllingar eru tímafrekar og vandasamar aðgerðir og því er mikilvægt að tann- skemmdir séu lagaðar á byrjunar- stigi til þess að komast megi hjá þeim. Tanndráttur — brýr Ef tönn er svo mikið skemmd að ekki er hægt að gera við, þarf að draga hana. T.d. er krónan er brunnin burtu, tannkvikan sýkt og sýkingin komin í kjálkabeinið. Missir tannanna skilur eftir bil í tannröðina. Tennurnar næst skarðinu vilja „halla“ sér inn í það. Öll röðin getur riðlast. Samanbit tanna í efri og neðri kjálka getur skekkst. Tannpartar Ef tennur eru dregnar og tannbilin verða mörg er oft ekki hægt að gera brýr. Þá er hægt að gera lausan „tannpart." Talið er best að gera svokallaðan stálpart. Hann er steyptur úr krómstáli eftir máti af munni sjúklings. Krókar festa partinn við þær tennur sem enn eru í munninum. Einnig má festa part- inn með ýmiskonar „smellum" ef krónur eru gerðar á tennurnar næst partinum. „Þriðju tennurnar“ Flestir þekkja falskar tennur, því þær eru óvíða algengari en hér á landi. Að ýmsu er samt að gæta við gerð þeirra. Til að smiða gervi- tennur þarf kunnátta tannlæknis á líffærum og slímhúð munnsins að vera tiltæk. Tvö mikilvæg atriði eru: 1. Mát- takan, fyrsta mát er undirbúnings- mát, annað mát, svokallað „funkti- onsmát" gerir ráð fyrir hreyfingum kjálka, vöðva tungu og vara. Þetta mát gerir út um festu tannanna síðar. 2. Samanbit eða afstaða kjálkanna hvors til annars með tönnunum. Skökk bithæð getur valdið þreytu í tyggingarvöðvum, verk í gagnaugum, höfuðverk lík- um migrene og vöðvabólgu allt frá kjálkavöðvum yfir í hálsvöðva og axlir. Þrátt fyrir kunnáttu tann- læknis og vandaða vinnu tnnsmiðs þýðir ekki að gera ráð fyrir að „þriðju tennurnar“ þoli samanburð við hinar fyrri. Tannlæknar — Tann- smiðir Tannlæknar hafa lokið námi í tannlækningum frá háskóla hér- lendis eða erlendis. Þeir hafa leyfi Heilbrigðisráðherra til að stunda tannlækningar samkvæmt lögum þar um. Tannlæknir lærir tann- smíði sem hluta af sínu námi og hafa tannlæknar hingað til séð um að mennta tannsmiði og útskrifa þá frá Tannsmiðaskóla Tannlækna- félags íslands. Tannsmiðir eru aðstoðarfólk tannlækna og sjá um smíði á krón- um, brúm og lausum gervitönnum eftir mátum sem tannlæknir tekur í munni sjúklings. Tannlæknir sér síðan unt að lok- inni smíði að koma henni fyrir og ber fulla ábyrgð á notagildi hennar gagnvart sjúklingi. Tannsmiðir hafa engin réttindi til að vinna sjálfstætt i munni fólks. Tannsmíðanám er þriggja ára verklegt nám með bóklegunt nám- skeiðum. Þó tannsmiður sé „Meistari" í sinni grein segir það aðeins að hann hefur réttindi til að vinna þá vinnu sem tannlæknir felur honurn. Ef tannsmiður fer inn á verksvið tannlæknis er það brot á lögum um tannlækningar. (nr. 7 frá 1929). Það hefur komið fyrir að tann- smiður hefur stundað gervitanna- gerð með þeim afleiðingum að tjón var unnið á vefjum og líffærum í munni. Slíkt er nefnt skottulækn- ingar og er brot á lögum (nr. 47 frá 1932). Að lokum skal á það bent að ellilífeyris- og örorkuþegar fá end- urgreiddan50%afkostnaðiviðtann- viðgerðir og gervitannagerð hjá tannlæknum sem vinna samkvæmt samningi við Tryggingastofnun Ríkisins. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.