Dagur - 16.12.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 16.12.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Ríkisútvarpið 50 ára Ríkisútvarpið er hálfrar aldar gamalt um þessar mundir. Útvarpið hefur frá upphafi verið almennings- eign, frá því að fólk kom saman til að hlusta þegar fáir áttu viðtæki og þar til nú að viðtæki er á hverju heimili og mörg á sumum. í upphafi var starfsemin smá í sniðum, en hún hefur vaxið með hverju árinu. Líklega hefur engin ein stofnun í landinu eins víðtæk og al- menn áhrif og þjónustan sem ríkisútvarpið veitir er að mörgu leyti ómissandi. Allir láta sig einhverju varða hvaða efni er flutt á öldum Ijósvakans. Ríkisútvarpið er ávallt til umræðu manna á meðal. Skoðanir eru skiptar, en sú staðreynd að talað er um útvarpið á svipaðan hátt og veðrið sýnir, hversu sterk ítök það á í landsmönnum. Öll umræða um ríkisútvarpið er af hinu góða, þvf hún sýnir að fólk lætur sig þessa stofnun einhverju varða. Mikilvægt er að vel sé að svo áhrifaríkum fjölmiðl- um búið, sem hljóðvarp og sjónvarp eru, en í þeim efnum hefur mikið á vantað. Augljósasta dæmið um það sinnuleysi sem stjórnvöld hafa sýnt þessari stofnun er það, að ríkisútvarpið hefur verið í hús- næðishraki í hálfa öld. Þetta er þvífurðulegra þar sem stofnunin hefur um nokkurn tíma átt alldigran sjóð til að hefja framkvæmdir við eigið húsnæði. Alþingis- menn úr öllum flokkum eru sammála því að leysa þurfi húsnæðisvandamál ríkisútvarpsins og reyndar hefur enginn heyrst mótmæla því að við svo búið verði ekki unað lengur, en ekkert gerist. Menn virðast skjóta sér á bak við einhverja felunefnd, sem með ótrúlegum hætti hefur hindrað framkvæmdir við út- varpshús. Ríkisútvarpið hefur verið svo lánssamt, að hafa ávallt á að skipa mörgum hæfum starfsmönnum. Það er hins vegar staðreynd, að aðstöðuleysi starfs- manna ríkisútvarpsins hefur komið niður á gæðum dagskrár. Starfsmenn stofnunarinnar láta ekki bjóða sér það endalaust að vinna við þau skilyrði sem hús- næðisekla og þrengsli skapa. Á sama tíma gera hlustendur síauknar kröfur og krefjast þess að dag- skráin sé sífellt fersk og ný. Til þess að hægt sé að koma til móts við þessar auknu kröfur verður starfs- fólk stofnunarinnar, fastráðið og lausráðið, að hafa viðunandi vinnuaðstöðu. Það er skammarlegt ef hálfrar aldar afmæli þessarar mestu menningar- og fræðslustofnunar landsins verður ekki minnst með stórátaki í húsnæðismálum hennar. Krafan er sú, að hafist verði handá við byggingu útvarpshúss þegar á næsta ári. En það eru fleiri atriði sem þarfnast skjótrar úr- iausnar í málefnum ríkisútvarpsins. Dreifikerfið hefur verið látið sitja á hakanum og nú er svo komið, að sökum þess hve ástandið er slæmt t.d. á Vatnsenda, og sökum þess hversu útvarpið er mikið öryggistæki, ættu almannavarnir ríkisins að láta málið til sín taka. Stórt og dreifbýlt land á ekki að vera afsökun fyrir lélegu dreifikerfi og lítilli endurnýjun, heldur hvati til að standa betur að málum. Ríkisútvarpið hefur á þessu ári stóraukið starfsemi sína á landsbyggðinni, einkum á Norðurlandi með tilkomu upptökuaðstöðu á Akureyri. Þetta er gleðileg þróun og hún verður að halda áfram. Það er réttlæt- ismál að aðrir landshlutar fái sambærilega aðstöðu hvað úr hverju. Það er Ijóst að gera þarf stórátak í málefnum ríkis- útvarpsins á mörgum sviðum og hafa fá ein verið nefnd hér, þ.e. varðandi húsnæðismál, dreifikerfi og aukna starfsemi á landsbyggðinni. Taka þarf til end- urskoðunar skipulagningu stofnunarinnar með hlið- sjón af auknu sjálfstæði henni til handa. Megi þau tímamót sem 50 ára afmæli ríkisútvarpsins eru marka upphaf framfaraskeiðs þessarar stofnunar, sem allir hafa eitthvað út á að setja, en enginn vill né getur verið án. ^ÓRARINN ÞÓRARINSSON: Forn frægðarsetur Forn frægðarsetur, Þriðja bindl eftir síra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli. I bindi þessu er fjallað um setrin: Kirkjubæ í Hróarstungu á Héraði, Þingvelli við öxará og Álftamýri á Amarfjarðarströnd. „í þessu bindi ritverksins um hin Fomu frægðarsetur er rakin saga þriggja kirkjustaða eftir fjölþættum heimildum íslenskra fornbréfa, annála og sagna, ævisögum, ferða- lýsingum og ættarritum, svo nokk- uð sé talið. Hér segir frá hinum mörgu skáldum, sem sátu Kirkju- bæ í Hróarstungu og fyrirklerkum, og prestinum sem komst á vonarvöl og var grafinn á kostnað sveitar- innar af því að hann hafði gefið saman hjón án vottorðs hrepps- nefndarinnar og var skyldaður til að framfæra þau og börn þeirra Broshýr, ung stúlka með þykkar fléttur allt að beltisstað, stendur á palli og hampar litlum sveinsstaula og gerir við hann gælur. Líklega er hálfrokkið í baðstofunni og mamma kveikir ljós. Þetta er ein af mínum allra fyrstu bemskuminningum, kannski öllu heldur tilfinning, og reyndar óljós en fylgir þó hlýja sem hefur enst allt til þessa dags. En stúlkan, sem hér um ræðir er hún Ninna frænka og er niræð n.k. jóladag. Svona er tíminn, þessi torráðna höfuð- skepna, undarlega fljótur í för. Jónína er fædd að Saurbæjargerði í Hörgárdal jóladag 1890. Foreldr- ar hennar voru hjónin Lilja Gunn- laugsdóttir og Guðmundur Jóns- son, Arnfinnssonar. En móðir Guðmundar var Helga Gísladóttir, sem jafnan hefur gengið undir nafninu, Myrkár-Helga, sérstæð og talsvert merk kona á sinni tíð, þrí- gift og náði háum aldri, bjó enn búi sínu á Myrká sjötíu og átta ára og hafi þá lifað alla menn sína. Lilja átti að foreldrum hjónin, Kristínu Sigurðardóttur, Halldórs- sonar og Gunnlaug Gunnlaugsson, Magnússonar. Gunnlaugur Magnússon f. 1756, var hinn kyn- sæli Féeggstaða-Gunnlaugur, sem átti að konu Guðrúnu Grímólfs- dóttur, en hún var dótturdóttir Bjama hins gamla á Skjaldarstöð- um, f. um 1679, og tókst samkvæmt kirkjubók að fylla níutíu og sjö ára aldurinn. Svo er að sjá að Bjarni hafi ógjarna látið deigan síga, því á öðm hné sló hann sitt síðasta sumar eftir því sem Espólín greinir frá. Bjarni átti margt barna við tveim konum. Féeggstaða-Gunnlaugur hóf búskap með konu sinni og þrem bömum ungum á dalakoti árið 1785. Samkvæmt munnmælum var bústofn þeirra þá þessi: Ein kvíga, komin að burði, fjórar ær, hrútur veturgamall og eitt hross. Matföng vom ekki önnur en mjólkin úr kvígunni og holtarætur og harð- sæjur, sem bóndi gróf til og trúlega fjallagrös ef fengist hafa. Svo er þó að sjá að nokkur frjó- semi hafi verið í búi, því 1790 er Gunnlaugur talinn með bestu bændum sveitarinnar og árið 1800 er hann tíundarhæstur í hreppnum. Við fráfall Gunnlaugs segir svo í kirkjubók: „Dugnaðar- og efna- bóndi 20 barna faðir.“ Um börnin er reyndar það að segja að ekki hefur tekist að finna nöfn svo margra. Víst er þó að tólf þeirra náðu fullorðinsaldri og eignuðust flest afkomendur. Þetta er því orð- inn nokkur ættbogi. En því hefur verið fjölyrt svo um ætt Jónínu að svo virðist sem henni kippi nokkuð í kyn, þótt mannfjölgun hafi ekki samkvæmt landslögum. Greint er frá fyrstu prestskosningum á Aust- urlandi eftir hinum nýju lögum um kosningar 1888, er presturinn sem ekkert fylgi fékk, hlaut brauðið. Um Þingvelli er fjallað á annan hátt en kalla má hinn hefðbundna, því að hér segir frá bújörðinni og hversdagslífinu á staðnum og þjónustunni í hinni fámennu og afskekktu sveit, sem fæstir þekkja nema i mikilfenglegri sögu Al- þingis og á hátíðarstundum þjóð- arinnar, og er vikið að ömurleik- anum, er fylgdi aftökunum um þingtímann á síðari öldum, og hin- um óþolandi átroðningi manna og hesta einatt fyrir slátt á slægjulítilli jörð. Greint er frá hinni fáheyrðu af- látssölu á Álftamýri, þegar biskup- inn og presturinn öfluðu fjár með verið henni svo lagin sem ýmsum formæðrum. Hún hefur verið, og er enn. dugmikil bjartsýniskona, óvíl- söm, glaðlynd og ráðdeildarsöm í betra lagi. Þrátt fyrir dugnað, svo orð fór af, var aldrei auður í búi þeirra Guð- mundar og Lilju og hætt væru þau búskap þá er Jónína sá ljós þessa heims en dvöldu á ýmsum stöðum í húsmennsku eftir það og fylgdi dóttirin, Jónína, þeim eftir í æsku. En hún var yngst barnanna, sem alls urðu sex, er upp komust. Öll eru þau nú látin nema Jónína. Ung að árum barst Jónína til Skagafjarðar og giftist Hirti Jónas- syni albróður Ólínu skáldkonu. Ekki var heldur auður þar fyrir og dvöldu ungu hjónin fyrst í vinnu- mennsku en síðar við búskap á nokkrum stöðum, meðal annars á býli sem hét Grundargerði, nú löngu komið úr byggð. Á þessum árum var hagur þeirra oft heldur þröngur og húsakostur með þeim hætti að nútímafólki mundi þykja með ólíkindum. Hins vegar virtist ætíð viss tegund auðlegðar á þessu heimili og vinsældir nágranna hafa þau átt hvarvetna. í baðstofunni i Grundargerði, sem var tvö stafgólf og litlu betur, og var allt í senn: svefnstaður heimilisfólks, eldaskáli og vinnuherbergi, var ævinlega hlýr heimilisandi. Þar brást aldrei jafnaðargeð húsbóndans, blandið laundrjúgri gamansemi, opinská glaðværð húsfreyju og alloft tals- vert menningarlegt skraf um bæk- ur, ættfræði, ljóð og viðburði líð- andi stundar. Og þarna var oftast sex til sjö manns í heimili auk dvalargesta um lengri eða skemmri tíma. En þeir voru nokkuð tíðir vegna fjölskyldutengsla. Auk þessa hafa gestkomur ætíð verið tíðar þar sem þessi hjón áttu húsum að ráða og öllum tekið af sömu alúð og gestrisni. Og jafnvel þótt ekki væri mjög fjölskrúðugt í búri, virtist þó ævinlega nóg, skorti heldur eigi nýtni og hagsýni. I all góðum (Framhald á bls. 10) hinum vafasama hætti, er skömmu síðar leiddi fremur en nokkuð annað til siðaskipta. Þar segir og frá því er bræður biskupsins höfðu næstum gert útaf við dómkirkju- prestinn vegna ástamála hans og tilvonandi mágkonu þeirra. Höfundur bókarinnar, síra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli, hefur hlotið styrk úr sjóði Gjafar Jóns Sigurðs- sonar til ritunar þessa bindis um hin fomu prestból og kirkjustaði. Fjöldi teikninga og annara mynda, margra gamalla og fá- gætra, prýða bókina.“ Það sem hér að framan hefur verið tilfært innan tilvísunarmerkja er tekið orðrétt upp eftir kápubak- hlið bókar þeirrar sem hér er vakin athygli á. Þessi tilvitnaða frásögn af bókinni er, að mínu mati, frá- bmgðin öðrum slíkum, því hún er sönn og skrumlaus og skýrir í hnit- miðuðu máli frá efni bókarinnar. Við lestur hennar vekur það furðu hversu víða höfundur leitar fanga. I þættinum um Kirkjubæ vitnar hann til eitt hundrað heim- ilda svo dæmi sé nefnt. ítarleg heimilda- og nafnaskrá er aftan við bókina. Þessi heimildanotkun sýnir hins vegar þá óhemju vinnu sem höf- undur hefur lagt í ritsmíð sína og hversu nákvæmur sagnfræðingur hann er. Ritverk það sem hér um ræðir, er þriðja bindið I ritröðinni „Forn frægðarsetur", þar sem höfundur- inn, síra Ágúst Sigurðsson á Mæli- felli, tekur sér fyrir hendur að skrifa um hina ýmsu kirkjustaði og presta þá er þar hafa dvalið um lengri eða skemmri tíma gegnum aldirnar. Eftir lestur þessarar bókar ætti mönnum að vera orðið ljóst, hví- líkir „hjarta“staðir mörg þesssara gömlu prestssetur voru, þaðan sem lífgefandi blóði íslenskrar þjóð- menningar var dælt út um þjóðar- líkamann. Auk þess að sögð er saga stað- anna, er minnst á mýgrút af mönn- um sem við sögu koma, verður þetta ritverk allt því að slíkum gnægtabrunni fyrir alla þá er ætt- vísi stunda eða vita vilja deili á sögu þeirra byggðarlaga sem höfundur ræðir um, að fágætt verður að telj- ast. Það er vissulega metnaðarefni fyrir Norðlendinga að eiga enn í röðum sínum annan eins fræði- mann og síra Ágúst er, verðugan arftaka hinna kunnu norðlensku fræðaþula, eyfirðinganna síra Jóns lærða á Möðrufelli og Jóns Espo- líns eða skagfirðingsins Gísla Kon- ráðssonar frá Völlum I Hólmi, svo dæmi séu nefnd. Allar eru bækur þessar prýðilega útgefnar og ekkert til sparað að gera þær sem eigulegastar, hvorki að ytri umbúnaði né innri frágangi, t.d. hvað myndefni snertir, hvort heldur um ljósmyndir eða teikn- ingar er að ræða. Það er annars merkilegt um góðar teikningar í bókum, að þær standa manni skýr- ar fyrir sjónum, þegar hugsað er um efnið, en þó um góðar Ijós- myndir væri að ræða. Eina meinlega prentvillu rakst ég á í þessu síðasta bindi. í þættinum um Þingvelli, á bls. 99, er talað um Einar Árnason ráðherra sem höf- und ritsins Ríkisréttindi íslands og vitnað er til í heimildaskrá. Hér mun vera átt við Einar Árnórsson ráðherra, sem rit þetta samdi og gaf út 1908 ásamt dr. Jóni Þorkelssyni, landsskjala- og síðar þjóðskjala- verði. Einar Árnason, bóndi frá Eyrarlandi í Eyjafirði var fjár- málaráðherra á árunum 1929-1931 en Einar Árnórsson, lagaprófessor og hæstaréttardómari varð fyrst ráðherra 1915-1917 og síðar dóms- og menntamálaráðherra 1942- 1944. Hafi höfundur og útgefandi heilar þakkir fyrir þessar ágætu en fágætu sagnfræðibókmenntir. Þórarimn Þórarinsson frá Eiðum. Jónína Guðmundsdóttir Níræð á jóladag 4.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.