Dagur - 08.01.1981, Page 6
Sjónarhæð almenn samkoma
n.k. sunnudag kl. 17.00.*
Drengjafundur á laugardag
kl. 13.30, Sunnudagaskóli í
Glerárskóla n.k. sunnudag
kl. 13.15 í Lundarskóla kl.
13.30. Verið hjartanlega vel-
komin.
U.M.S.E. Skákmenn.
15 mín. skákmót
verður n.k. sunnudag
11. jan. í Hrafnagils-
skóla og hefst kl. 13.00. Teflt
verður eftir Monradkerfinu.
Munið að koma með töfl og
klukkur.
^CVIKMYNDIS——
Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9
hina sprenghlægilegu mynd
„Funny people" Myndin
sýnir hugmyndaflug höf-
unda og framleiðenda við að
koma fólki á förnum vegi í
örgustu klípu við fáránlegar
og skrýtnar aðstæður. Fátt
eitt má nefna af því, sem
sýnt er í myndinni. Hitt má
fullyrða, að það sé dauður
maður, sem hlær ekki dátt
að því, sem upp er brugðið á
tjaldinu. Hvernig þætti
mönnum til dæmis, ef þeir
væru á gangi á götu og heyra
t.d. mannsrödd úr póstkassa,
sem yrði á vegi þínum, — og
röddin kvartaði yfir að hafa
þurft að húka þar dögum
saman eftir að hafa verið
„stungið inn“ og að loftið
væri orðið fúlt. Það eru líka
skrítin viðbrögð þeirra sem
ræða við „kallinn í kassan-
um.“
rDET ER GRIN AT VÆRE TIL SJOV-’1
MEN DETERIKKE SJOVT
ATVÆRE TILGRIN
"Detskj'ultekamerá’i en perlerække
af morsomme situationer
Lionsklúbburinn Hængur fund-
ur í kvöld á Hótel K.E.A.
I.O.O.F. 2-162198 Vi
GJAFIR OG AHEIf
Áheit og gjafir til Munka-
þvcrárklausturskirkju í árs-
lok 1980: Áheit frá G.J. kr.
5.000. (Allar upph. gkr.) Frá
N.N. kr. 25.000. Frá Þóreyju
kr. 2.000. Nafnlaust, kr.
30.000. Gjöf frá Hrund
Kristjánsdóttur til minning-
ar um látna kórfélaga, Bald-
ur Sigurðsson frá Syðra-Hóli
og Harald Þórarinsson, áður
skólastjóra Syðra-Lauga-
landi, kr. 50.000. Þá hafa
kirkjunni borizt tveir vand-
aðir þríarma kertastjakar,
gylltir, ásamt 5 eint. af
sálmabók frá 1972, sem er
gjöf frá systkinunum
Margréti, Sesselju og Bene-
dikt, gefin til minningar um
foreldra þeirra, hjónin Rósu
Benediktsdóttur og Valde-
mar Þórðarson frá Þröm.
Fyrir hönd kirkju og safn-
aðar þakka ég gefendum aí
hjarta og óska þeim, og öll-
um vinum Munkaþverár-
kirkju, árs og friðar. Bjart
mar Kristjánsson.
Þann 2. janúar voru gefin sam-
an í hjónaband á Akureyri
brúðhjónin Guðrún Þórdís
Þorláksdóttir starfsstúlka
Sólborg og Ólafur Rafn
Ólafsson starfsmaður hjá
Norðurverki. Heimili þeirra
er að Brekkugötu 21, Akur-
eyri.
Þann 20. des. voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrar-
kirkju brúðhjónin ungfrú
Sigríður Guðrún Friðriks-
dóttir skrifstofustúlka og
Guðmundur Guðmundsson
sjómaður. Heimili þeirra er í
Pétursborg.
Þann 20. des. voru gefin saman i
hjónaband í Akureyrar-
kirkju brúðhjónin ungfrú
Sigurlaug Stefánsdóttir og
Randver Karl Karlsson raf-
virkjanemi. Heimili þeirra
er að Tjarnarlundi 17h Ak-
ureyri.
Þann 21. des. voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrar-
kirkju brúðhjónin ungfrú
Roxanna Morales starfs-
stúlka Skjaldarvík og Haf-
steinn Andrésson verka-
maður. Heimili þeirra er að
Smárahlíð 3e, Akureyri.
Þann 25. des. voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrar-
kirkju brúðhjónin ungfrú
Guðbjörg Huld Grétars-
dóttir verslunarstúlka og
Vésteinn Finnsson smiður.
Heimili þeirra er að
Brekkugötu 12 Akureyri.
Þann 26. des. voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrar-
kirkju ungfrú Kara Guðrún
Melstað kennaraskólanemi
og Alfreð Gíslason sagn-
fræðinemi. Heimili þeirra er
að Hamragerði 18, Akur-
eyri.
Þann 28. des. voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrar-
kirkju brúðhjónin ungfrú
Anna Kristín Pálsdóttir af-
greiðslustúlka og Jón Frím-
ann Ólafsson rafvirki.
Heimili þeirra er að Hjalla-
lundi 15h Akureyri.
Þann 28. des. voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrar-
kirkju brúðhjónin ungfrú
Þrúður Ingibjörg Jónsdóttir
þroskaþjálfi og Hermann
Óskarsson phil cand. Heim-
ili þeirra er Uppstigen 102-
31 412 80 Gautaborg Sví-
þjóð.
Þann 30. des. voru gefin saman í
hjónaband á Akureyri brúð-
hjónin ungfrú Jónhildur
Valgeirsdóttir kennari og
Ásgeir Pétur Ásgeirsson lög-
fræðingur. Heimili þeirra er
að Heiðarlundi 7e Akureyri.
Hantx: —Ástin mín! Ég hef misst alla mína peninga. Ég á ekki eyris virði
eftir.
Hún: — Það gerir ekkert til, vinur minn! Ég mun alltaf elska þig, jafnvel
þó að við sjáumst ekki framar.
Æfingatafla Skautafélags Akureyrar
Ís-Hockey
Mánudagar.
Kl. 17.30-19.00 13 ára og yngri.
Þriðjudagar.
Kl. 17.30-19.00 14-17 ára.
Kl. 20.00-21.30 17 ára og eldri.
Hmmtudagar.
Kl. 17.00-18.00 13 ára og yngri.
Kl. 18.00-19.00 14-17 ára.
Kl. 20.00-21.30 17 ára og eldri.
6.DAGUR
Laugardagar.
Kl. 15.00-16.00 13 ára og yngri
Kl. 16.00-17.00 14-17 ára.
Kl. 17.00-18.30 17 ára og eldri.
Sunnudagar.
Kl. 16.00-17.00 14-17 ára.
Kl. 17.00-18.30 17 ára og eldri.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Sveit Alfreðs
er í efsta sæti
fyrir 11. um-
ferð
Sveitakeppni Bridgefélags Akur-
eyrar hefst að nýju, þriðjudags-
kvöldið 13. janúar kl. 20 að
Félagsborg.
Eftir 10 umferðir af 13 er röð
efstu sveita þessi: stjg
1. Alfreð Pálsson 162
2. Jón Stefánsson 158
3. Stefán Ragnarsson 155
4. Magnús Aðalbjörnsson 144
5. Páll Pálsson 142
6. Ferðaskrifstofa Akureyrar 124
7. Stefán Vilhjálmsson 113
í elleftu umferð spila saman
fjórar efstu sveitirnar, sveit Alfreðs
spilar við sveit Stefáns og sveit Jóns
við sveit Magnúsar, og verður ef-
laust hart barist því hvert stig er
dýrmætt í jafnri og spennandi
lokabaráttu.
Laus staða.
Vanur vélritari óskast um óákveðinn tíma vegna
forfalla.
Um hálfsdagsstarf gæti verið að ræða.
Bæjarfógetinn á Akureyri, 7. janúar 1981.
Dalvíkingar
Umboðsmaður óskast á Dalvík frá áramótum. Til
greina kemur að ráða tvo unglinga er bæru út í sinn
hvorn helminginn af bænum. Nánari upplýsingar á
skrifstofu blaðsins.
Dagur
Tryggvabraut 12, sími 24167.
Opiðhús
er að Hafnarstræti 90
öll miðvikudagskvöld frá kl. 20-23.30.
Spil — Tafl — Umræður
Sjónvarp á staðnum
Lesið nýjustú blöðin
Kaffiveitingar
Allir velkomnir
-Ólafur, minning ...
(Framhald af bls. 4).
sem oft var mest áberandi á mann-
fundum.
Ólafur Björgvin Jónsson er
fæddur á Freyshólum í Skógum á
Fljótsdalshéraði, 23. marz árið
1895, sonur Jóns Ólafssonar bónda
þar og Hólmfríðar Guðmunds-
dóttur frá Hofteigi. Standa að hon-
um góðar ættir á Héraði. Svo ein-
kennilega vill til að við Ólafur er-
um aldir upp sitt hvoru megin við
vatnið mikla, sem nú er farið að
kalla Löginn, en heitir að réttu
Lagarfljót, og má kalla að bæir
okkar standist á. Ólafur var horfinn
burt úr héraðinu fyrir mitt minni,
en af einhverri undarlegri tilviljun
höfum við aftur orðið nágrannar og
eins konar andbýlingar í fræðunum
hér á norðurslóð. Ég kynntist Ólafi
ekki fyrr en á efri árum hans og
samskipti okkar urðu aldrei mikil.
Ég minnist sérstaklega einnar ferð-
ar er ég fór méð honum og Jóni frá
Helluvaði austur í Mývatnssveit, en
á heimleiðinni var látið fjúka í
kviðlingum, eins og það er kallað
og varð af kátína rnikil, en Ólafur
virtist hafa af þessu hina bestu
skemmtun ekki síður en við „ungu
mennirnir".
Ólafur hefur ritað æviminningar
í tveimur bindum og segir þar að-
allega frá æsku sinni og námsárum
ogferðalögum um landið. Er bókin
skemmtileg á köflum og nýtur
gamansemi höfúndar sín óvíða
betur en í frásögn af ýmsum atvik-
um frá þessum árum. Ég hafði orð
á því við Ólaf, að mér fyndist vanta
3ja bindið í þessa „ævisögu", þ.e.
þroskasögu Ólafs og vísindasögu,
en hann lét fátt yfir því og taldi að
þá sögu yrðu aðrir að skrá. Hygg ég
að sú saga yrði á margan hátt sér-
stök og lærdómsrík ef samin yrði.
„Svo þegar öll kurl koma til
grafar, er það ef til vill æðsta skylda
hvers manns að fylgja rödd hjarta
síns,“ segir Ólafur í forspjalli
Skriðufalla og snjóflóða. Það hygg
ég að hann hafi oftast gert og því
hefur hann aldrei unnið neitt starf
með hangandi hendi eða vegna
launanna einna saman. Hann var
heill í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur. Þessvegna var Ólafur mik-
ill gæfumaður og gerði sér fulla
grein fyrir því. Hins vegar verður
ekki sagt um Ólaf, að hann gengist
upp í embættum. Honum var m.a.
boðið öruggt þingsæti af tveimur
flokkum og staða búnaðarmála-
stjóra árið 1950 en þáði hvorugt.
Honum var eðli starfsins aðalatriði,
en ekki hvað það hét.
Ólafur kvæntist árið 1925 eftir-
lifandi konu sinni, Guðrúnu
Halldórsdóttur og eignuðust þau
tvær dætur og son, er þau misstu
ungan. í minningum sínum getur
Ólafur þess er hann sá þessa konu
fyrst á Hvanneyri og fék þá strax
hugboð um að hún ætti að verða
konan sín. Jafnvel á því sviði brást
Ólafi ekki sú furðulega hand-
leiðsla, sem hann virtist jafnan
verða aðnjótandi á sinni löngu og
viðburðaríku æfi, en upp frá þeim
degi mun eiginkonan ekki hafa átt
lítinn þátt í handleiðslunni, sem
best kom fram síðustu árin er hún
annaðist Ólaf sjúkan. Þökk sé
henni fyrir það hlutverk sitt.
H.Hg.
Kvenfélagið Framtiðin, vill
minna á minningaspjöld fé-
lagsins. Þau eru til sölu í
Skemmunni, Blómabúðinni
Lilju, Dvalarheimilinu Hlíð,
Dvalarheimilinu Skjaldar-
vík og hjá Margréti Krauer
Helgamagrastræti 9. Allur
ágóði rennur í elliheimilsi-
sjóð félagsins.