Dagur - 17.02.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 17.02.1981, Blaðsíða 6
Skammastu þín ekki, (slendingur? Jónas frá Brekknakoti: Ég er hér ekki að spyrja „íslend- inginn'* litla á Akureyri, sem færir okkur bæjarfréttirnar o. fl.! Égspyr þig og mig sjálfan, þjóð mína. Hvað er nú að? Lifum við ekki í „vellystingum praktuglega", í einu bezta landi veraldar, miklu fram- tíðarlandi? Og erum við ekki, ís- lendingar á framfaraleið, þar sem nú deyja líklega fleiri úr ofáti en úr ófeiti áður? Og erum við ekki að „sýna verðbólgunni í tvo heimana" með verðstöðvun á alla hluti? Alla, nei, ekki kaupið! Um það má enn karpa, það heimta hækkað, með dómum og kúgun, og það ekki sízt á þeim, sem mest hafa fyrir. Mis- rétti og ranglætið í þeim málum vex, og er talið eðlilegt: hinir voru búnir að festa sér meira, ná hag- stæðari launakjörum, og það gjarnan þeir, sem styttst eiga í of- átið og „sólarlöndin"! Og svo er manni boðin sú kenning að kyngja, að þeir með lágu launin fái (á ein- hvem illskýranlegan hátt) meiri bætur með 2% viðbót en hinir, með háu launin, sem fá 2%-6%! — „Ja, rnargt má nú segja“ endaði gamla Strúna, förukona ein fyrir 70 árum, oftgóða fréttaklausu. En þá vissum við ævinlega, að varlega skyldi trú- að á sannleiksgildið. Mun svo stundum enn. Hygginn stórbóndi sem sér að búrekstur hans ber sig ekki, leitar skjótt orsaka og síðan úrræða. Honum dettur ekki í hug að flýta sér að semja um hækkað kaup við fólk sitt og mestar launabætur til ráðsmannsins, sem þrátt fyrir lé- lega ráðsmennsku er með tvöfalt kaup vinnumanns og þrefalt vinnukonu (þetta var áður en jafn- réttið var lögfest!) Nei, bóndi myndi reyna aðra leið. E.t.v. ræða við fólk sitt, sýna fram á að án ágóða af búrekstri gæti hann ekki haldið áfram með sama manna- haldi. Hann vildi þó reyna þetta og láta það halda sama kaupi næsta ár og sjá svo til. Ef vel gengi mætti ætla, að vinnufólkið fengi að bæta við kind og kind á fóður, til upp- bótar á lágu kaupi. Nú gæti það sjálft valið um vera við þetta eða fara. En skyldi honum ekki líka fljúga í hug að skipta um ráðs- mann? Og nú hefur húsbóndinn okkar, ríkisstjórnin, tekið til sinna ráða. Mál til komið — almennt talið! Verðstöðvun á allt. Vitanlega er það ekki mögulegt, án annarra að- gerða jafnframt. Við þurfum að sækja margt og mikið út úr landinu, ogsækjum fleira en við þurfum. Og þar setjum við ekki verðstöðvun. Hvernig tókst til með nýju krónuna okkar? En það er þó ein verðstöðvun, sem við höfum í eigin höndum, og ráðum við ef við viljum: Launin. Og sú stöðvun hefði áhrif á allt hitt. Fyrir nær ári síðan ræddum við hér nyrðra um það, að hœkka í engu launin í landinu í eitt ár! Þeim, með lægstu launin, skyldi ívilnað á ann- an hátt, t.d. í skatti. Gaman væri að vita, hve marga milljarða (gamla) við hefðum nú handbæra, ef „safnað hefði verið í sokk“ öllu því fé, sem greitt hefur verið á árinu, 10. febr. 1980 til dagsins í dag, í hækkuðu kaupi og uppbótum (að boði vitlausrar vísi- tölu), með kaupkröfum fengið, verkföllum, kúgun þrýstihópa, og síðast en ekki sízt: kjaradómi! (Hvers konar undrafuglar eru þar kvakandi, ráðandi!?) Skyldi þá ekki — með þeim sjóði í sokk — mega lagfæra eitt og annað í „kerfinu" um „báknið“, eða láta vera einhverja lántöku, jafnvel þótt svo „hagstæð!!“ væri, að án vaxta væri og við þyrftum ekkert að Jónas frá Brekknakoti. borga, — bara krakkar okkar og barnabörn, 2016! — Stundum mætti ætla, að við, íslendingar í hópum, værum skyn- laus „vélmenni", sem ekki færu í „gang“, nema peningi væri stungið í rifuna! Hvernig fer, þegar eitt rekur sig á annars horn? Hvernig lyktar nú átökum í þrenningunni: sjómenn — útgerðármenn — fisk- vinnslustöðvar? Og það nú, þegar fiskstofninn er í hættu, markaður- inn tregur, óhagstæður? Jú, kröfur, togstreyta, verkfall í stað leitar að sameiginlegu bjargráði, og samein- ingu til átaks. Erum við á leið til stöðvunar, atvinnuleysis, líkam- legrar og andlegrar ófeiti? Á meðan við erum svo vitlausir að eyða orkunni í deilur og átök um krónur, um sneiðar af „kökunni“, sem er búin, er vonlítið um sigur yfir „fjanda" þeim, sem hart þjak- ar, og lamar eðlilegt þjóðlíf, hvort sem lofað er „einu pennastriki", „leiftursókn" eða „niðurtalningu." Og meðan við látum okkur detta í hug að „bjarga okkur“ með því að slá lán og láta börn okkar og barnabörn greiða, jafnframt því, sem við drekkum í landinu áfengi fyrir nokkra tugi milljarða (gamla) á einu ári, þá verð ég að svara upphafsspurningu minni: Já, ég skammast mín. Vona, að svo sé um fleiri. _ „Brekknakoti“, 10. febr. ’81. Jónas Jónsson. 1 .O.G.T. st. fsafold Fjallkonan nr. 1. Fundur fimmtudag 19. þ.m. kl. 8.30 e. h. í félags- heimili templara — Varð- borg. Fundarefni vígsla nýliða — önnur mál. Eftir fund. Félagsvist og kaffi. Æ.T. □ RÚN 598187—1 Frl. □ RÚN 598112207 — 5 Spilakvöld verður hjá Sjálfs- björg í Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Nefndin. Frá. Sjálfsbjörg: 6. bekkur F. í Menntaskólanum á Akur- eyri, félagsfræðideild, er í samráði við Sjálfsbjörg að gera í veturkönnun á högum fatlaðra hér á Akureyri, á ýmsum sviðum, og munu nemendur á næstunni koma í heimsókn til einhvers hluta félagsmanna, með spurn- ingar varðandi þessa könn- un. Félagar eru beðnir að taka vel á móti nemendun- um og vinna með þeim að sameiginlegu marki, sem er meiri vitneskja til að byggja á til framdráttar hagsmuna- málum fatlaðra. Laugalandsprestakall. Messað á Munkaþverá sunnudaginn 22. febr. kl. 13.30, Hólum 1. mars kl. 13.30 og Saurbæ sama dag kl. 15.30. Sóknar- prestur. Akureyrarkirkja messað n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Biblíu- dagurinn. Sálmar nr. 213, 300, 294, 295, 299. B.S. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudag kl. 11 f.h. Öll böm velkomin. Sóknarprestur. Svalbarðskirkja sunnudaga- skóli n.k. sunnudag kl. 11 f.h. Fermingarbörn mæti klukkutíma fyrr. Sóknar- prestur. Grenivíkurkirkja Guðsþjónusta n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sóknarprestur. Hálsprestakall. Guðsþjónusta á Hálsi n.k. sunnudag 22. febr. kl. 14.00. Sóknarprestur. ^FUNDIfH- M Frá Guðspekifélaginu. Fundur verður miðvikudaginn 18. febr. kl. 9 e.h. á venjulegum stað. Fundarefni: Erindi. Stjórnin. Lionsklúbburinn Hængur fund- urfimmtudaginn 19. febrúar kl. 19.15 áHótel K..E.A. Kristniboðshúsið Zfon. Laugar- daginn 21. febr. Fundur í kristniboðsfélagi kvenna kl. 3. Allar konur velkomnar. Sunnudaginn 22. febr. Sunnudagaskóli kl. 11. Samkoma kl. 20.30. Ræðu- maður Guðmundur Ó. Guðmundsson. Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn. Athugið að barnasamkomur eru haldn- ar á hverjum degi kl. 17.30 þessa viku í sal hjálpræðis- hersins að Strandgötu 19b. Fjölbreytt dagskrá. Mið- vikudaginn kl. 20.30 „gos- pelkvöld“ í Strandgötu 21. Fimmtudag 19/2 kl. 20.30 kvöldvaka með happdrætti. Sunnudag kl. 13.30. sunnu- dagaskóli og kl. 17 almenn samkoma. Börnin taka þátt. Allir velkomnir. Filadelfia Lundargötu 12, fimmtudag 19. biblíulestur kl. 8.30 e.h. Allir velkomnir. Laugardagur 21. safnaðar- samkoma kl. 8.30. Sunnu- dagur 22. sunnudagsskóli kl 11. f.h. Öll börn velkomin. Almenn samkoma kl. 17. allir velkomnir. Sjónarhæð. Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 17.00. Drengjafundur á Sjónarhæð á laugardag kl. 13.30. Sunnudagaskóli í Glerár- skóla n.k. sunnudag kl. 13.15. Verið hjartanlega vel- komin. Athugasemd vegna f rétta- tilkynningar um stofnun félags um jaf nréttismál Undirbúningshópur, sem saman- stendur af konum eingöngu, og unnið hefur að stofnun félags um jafnréttismál, vill af gefnu tilefni taka fram, að alls ekki er gert ráð fyrir að meina karlmönnum að- gang að félaginu. Þeir eru að sjálf- sögðu velkomnir til starfa með okkur, og okkur er það mikið ánægjuefni, að þeir hafa sýnt svo áköf viðbrögð við fyrirhugaðri starfsemi okkar, sem raun ber vitni. Af allt öðrum toga er spunnin sú hugmynd að starfrækja innan félagsins sérstaka grunnhópa, ein- göngu ætlaða konum. Þar liggur ekki karlahatur til grundvallar. Reynsla okkar er sú, að félags- þroska kvenna sé almennt um margt ábótavant. Orðið félags- þroski túlkum við sem hæfileika, löngun og þor til að takast á við vandamál, til að axla ábyrgð á framkvæmdum er varða umhverfi okkar og velferð, til að vera starf- samur þátttakandi í öllu, sem máli skiptir, opinberlega og í einkalífi. Konur hafa til þessa kosið sér afskiptalaust hlutverk, a.m.k. hvað varðar samfélagið, og ætlazt til úr- bóta frá öðrum. Ekki er þar með sagt, að þeirra hlutverk hafi verið auðveldara, því með afskiptaleysi sínu hafa þær fyrirgert möguleik- um sínum til að hafa áhrif á lífskil- yrði sín, og hafa því lent í virðing- arsnauðu hlutverki. í annan stað er okkur, sem kon- um, um margt óljóst, hverjar við erum, fyrir utan hið hefðbundna kynhlutverk. Hverjar eru raun- verulegar þarfir okkar, og hvað viljum við með aukinni þátttöku og virkni? Að okkar mati eru forsendur karla og kvenna enn það ólíkar, að jafnréttisbarátta þeirra á litla sam- leið, og í stað þess að skella skuld- inni á annað kynið, eins og hingað til hefur tíðkast ætlum við konurn- ar að leita orsakanna með okkur sjálfum og í umhveri okkar. Þessi atriði og mörg önnur mál, sem eingöngu varða okkur, sem konur, ætlum við að reyna að kryfja til mergjar og rannsaka hvað veldur hlédrægni okkar. Er hún meðfædd eða áunnin? Von okkar er sú, að með uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfs- vitundar hjá okkur sjálfum, verð- um við færari um að standa jafn- fætis körlum, og getum deilt hugsunum okkar, reynslu og vitn- eskju með þeim. Því að samvinna kynjanna hlýtur að vera forsenda fyrir árangri í jafnréttisstarfinu. Hitt er svo sannarlega ósk okkar, að í framtíðinni geti karlar og kon- ur starfað saman að úrbótum, ákvörðunum og framkvæmdum, sem varða alla þegna jafnt. Undirbúningshópurinn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR Húsavfk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkrahúss Húsavíkur fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Ingimar Stefánsson, Brynhildur Ingimarsdóttir Eydal, Brynjar Eydal, Gunnar Ingimarsson, Helga Karlsdóttir, Mikael Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum hlýhug og hjálpsemi við fráfall DAÐA EIÐSSONAR. Guð blessi ykkur. Valgerður Jónsdóttir, börn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ÁLFHEIÐAR ÞÓRHALLSDÓTTUR, Holtakotl. Sérstaklega þökkum við kvenfélagi Ljósavatnssóknar fyrir veitta aðstoð. Ragnar R. Bárðdal, Þórhallur Ragnarsson. Innilega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, afa og langafa BJÖRGVINS JÚLÍUSSONAR, Helgamagrastræti 19, Akureyrl. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og starfsliði lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Gréta Júlfusdóttir, Reynir Björgvinsson, Freyja Sigurvinsdóttir, Júlíus Björgvinsson, Krlstín Sveinsdóttlr, Björgvin Björgvinsson, Edda Stefánsdóttir, Berghildur Björgvlnsdóttir, Jóhannes Slgfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu sem vottuðu okkur samúð vegna fráfalls eiginmanns míns og föður okkar SIGURBJÖRNS YNGVA ÞÓRISSONAR. Guð blessi ykkur öll. Brynhlldur Arnaldsdóttir og dætur. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.