Dagur - 17.02.1981, Blaðsíða 3

Dagur - 17.02.1981, Blaðsíða 3
25566 Á söluskrá: Hrísalundur: Mjög falleg tveggja herb. íbúð ca. 56 fm. Laus 1. maí. Hjallaiundur: Tveggja herb. íbúð ca. 55 fm. í mjög góðu standi. Laus 1. júní. Víðiiundur: Mjög falleg tveggja herb. íbúð rúmlega 60 fm. Laus 1. júní. Keilusíða: Tveggja herb. íbúð ca. 60 fm. Ekki alveg fullgerð. Laus strax. Hrísalundur: Þriggja herb. íbúð ca. 75 fm. Þvottahús á hæðinnl. Þarfnast viðhalds. Skarðshlíð: Þriggja herb. íbúð í fjölbýl- Ishúsl. Furulundur: Lítil þriggja herbergja fbúð ca. 56 fm. á efri hæð f tveggja hæða raðhúsi. Laus strax. Hafnarstrætl: Fjögurra herbergja fbúð ca. 90 fm. á neðstu hæð í timb- urhúsl. Hvannavellir: Fjögurra herb. hæð í tvíbýl- ishúsi ca. 130 fm. Grenlvellir: Fimm herb. efri hæð og ris í parhúsl. Samt. ca 140 fm. Bflskúrsréttur. Gránufélagsgata: Einbýlishús ca. 90 fm. Bfl- skúr. Aðalstræti: Húselgn á tveimur hæðum. Steinhús f góðu ástandi. Á efri hæð 4-5 herb. íbúð, sömuleiðls á neðrl hæð. Mikið og gott pláss í kjall- ara. Ákjósanlegt fyrir tvo samhentaaðila. Vegna mikiilar sölu undan- farið vantar okkur allar stærðir og gerðir eigna á skrá. Höfum kaupendur að: Einbýlishúsum, nýjum og gömlum, raðhúsum með og án bftskúrs, góðri sérhæð á Brekkunni og fl. nSIÐGNA&IJ SKHMSALA^p Breytt heimilisfang: Nú - Hafnarstræti 99-101 Amaróhúslnu 2. hæð. Benedlkt Ólafsson hdl. Söiustjórl, Pétur Jósefsson, er við á skrifstofunni alia virka daga, kl. 16.30-18.30. Kvöld- og helgarsími 24485. Verður barn þitt heyrnar- skert eftir næsta öskudag? Tveir læknar, þeir Ólafur H. Oddsson, héraðslæknir, og Eiríkur Sveinsson, sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnasjúkdóm- um, ásamt hjúkrunarforstjóra Heilsuverndarstöðvar Akureyr- ar og skólahjúkrunarfræðingum Oddeyrarskóla, Glerárskóla, Lundarskóla, Barnaskóla Akur- eyrar og Gagnfræðaskóla Akur- eyrar, hafa sent frá sér aðvörun vegna hættu á heyrnarskemmd- um á öskudaginn og hljóðar hún svo: Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt við hátíðahöld ösku- dagsins hér á Akureyri að notuð séu hávaðasöm leiktæki svo sem hvellbyssur, hurðarsprengjur o.fl. Okkur er í fersku minni öskudag- urinn í fyrra, en þá má heita að skothvellir hafi dunið allan daginn í eyrum þeirra sem lögðu leið sína inn miðbæinn. Rétt er að benda á, að ef hleypt er af hvellbyssu nálægt eyra getur orðið um varanlegt tjón á heyrn að ræða hjá þeim, sem fyrir þessu' verður. Reynsla annarra þjóða af hávaðasömum hátíðahöldum stað- festir þetta. Það skal endurtekið, að ef heyrn hefur einu sinni skaddast af há- vaða, er aldrei hægt að bæta hana aftur. Við skorum á foreldra að brýna fyrir börnum sínum hættuna sem þessu er samfara. Við skulum sam- einast um að gera þennan öskudag að slysalausum og ánægjulegum hátíðisdegi barna. Hrossakjöt til Noregs Búvörudeild hefur nýgengið frá sölu á 60 tonnum af frystu hrossa- og folaldakjöti til Noregs. Verður kjötið af- greitt nú í febrúar, en kaup- andi er Norges Kjött- og Fleskecentral, sem notar það í pylsuframleiðslu. I haust sem leið seldi Bú- vörudeild 180 tonn af hrossa- kjöti til Noregs, sem likaði ntjög vel. Verðið núna er um 30% hærra en þá var, og nemur það 70-80% af innanlandsverði hér. Norðmennirnir vildu kaupa rneira kjöt af okkur en sem nernur þessu magni, en það reyndist hins vegar ekki fáan- legt hérlendis. Dansað í Mývatns- sveit Dansnámskeið stendur nú yfir í Mývatnssveit á vegum Dans- skóla Sigvalda og hjóna- og paraklúbbs, sem starfað hefur af krafti í vetur. Bæði börnum og fullorðnum er kennt og er þátt- taka mikil. Frá öskudeginum í fyrra. Barnastúkurnar á Akureyri og við Eyjaf jörð: Nýkomið HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96) 21400 Þróttmikið starf stökteppi 100% ull teppahreinsarar, teppashampo, amerísk teppi frá World Carpets ensk teppi, ofnir gólfdreglar. Kókos mottur. Væntanlegt næstu daga gólfplast. Sérlega fallegar blússur (fínar) Pils Síðar peysur (eigum von á sokkabuxum) Samfestingar. Buxur í reiðbuxnasniði. Hné buxur. Velúr peysur á dömur og herra. Töskur og veski í úrvali: Kínversku „rníní" feróatöskurnar margeftirspurðu komnar aftur, einnig Pólsku svísleðurs töskurnar. jj; Reiknaðu með Chaplín. Um helgina komu rösklega hundrað börn úr þremur barna- stúkum við Eyjafjörð saman á Akureyri. Barnastúkurnar á Dalvík og í Hrísey voru þar í heimsókn hjá Barnastúkunni Sakleysi. Heimafólkið annaðist móttöku í félagsmiðstöðinni í Lundarskóla, þar sem Barnastúkan Sakleysi hef- ur aðstöðu. Þar var m.a. sýnt leikrit sem börnin gerðu sjálf auk annarra skemmtiatriða. Einnig var haldinn sameiginlegur stúkufundur. Að lokinni móttökuhátíðinni var farið í Borgarbíó þar sem fyrirtæki IOGT buðu börnunum veitingar, Allskonar skartmunir t.d. indjána hárskraut, háls- men og fleira. Skipagötu 5 sími22150 aðkomustúkurnar sýndu leiki og að lokum var sýnd kvikmynd. Tókst þessi heimsókn í alla staði mjög vel. Að sögn Sveins Kristjánssonar, æðstatemplars í stúkunni ísafold nr. 1, sem hefur haft umsjón með starfi barnastúkunnar Sakleysi, verður vormót allra stúkanna við Eyjafjörð haldið I vor, en þær eru 8 talsins og í þeim eru um 300 börn. Mótið verður haldið á Laugalandi í Þelamörk, eins og undanfarin ár. Sveinn sagði að barnastarfið hefði verið með ágætum á Akureyri undanfarið og má raunar segja að Akureyri sé að verða nokkur und- antekning hvað þetta varðar. Þar eru nú þrjár barnastúkur, sem þrjár stúkur fullorðinna annast. Aðeins tvær barnastúkur eru í Reykjavík, Stórstúkan í Reykjavík heldur uppi bamastarfi fyrir austan fjall, engin bamastúka er á Austfjörðum og ein á Vestfjörðum. Sveinn sagðist hafa orðið var við það, að hljómgrunnur fyrir bind- indi hafi farið vaxandi á síðustu árum. Hestar verða teknir í tamningu í Nesi í Aóaldal frá I. mars n.k. Tamningamaður er Vignir Siguaílason. Upplýsingar eru gefnar í síma 96-43566. Sleðamenn - Sleöamenn! Flugbjörgunarsveitin á Akureyri fyrirhugar að halda vélsleðakeppni þegar snjóalög leyfa. Væntanlegir þátttakendur hafi samband við F.B.S.A. mánudagskvöldið 23. febrúar í síma 21023 milli kl. 8,30 og 10. FLUGBJÖRGUNARSVEITIN, AKUREYRI. DAGUR.3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.