Dagur - 17.02.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 17.02.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, þriðjudaginn 17. febrúar 1981 13. tölubiað Fárviðri gekk yf ir lancflið í gær- kvöldi og nótt Fárviðri af suðri gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt. Mest var veðrið á suðvesturhorni landsins og þar varð tjón gífurlegt, eink- um vegna þess að þök fuku og rúður brotnuðu í húsum. Þá munu talsverðar skemmdir hafa orðið á bílum og menn komu jafnvel að bílum sínum á hvolfi á bílastæðum íbúðarhúsa í Kópa- vogi í morgun, svo dæmi sé nefnt um ástandið. Veðrið var mun minna á austan- og norðanverðu landinu, þó svo að þar hafi verið mjög hvasst. Litlar skemmdir urðu á Akureyri og í morgun var ekki vitað um nema tjón á þaki í Skarðshlíð og fok úr timbur- porti KEA og smátjón á bíium við Þórshamar vegna þess. Það var um klukkan 19 í gær sem fárviðrisspá barst almannavörnum ríkisins og strax um klukkan 20 Jón Ingimars- son látinn Jón Ingimarsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfararnótt sunnu- dags, 68 ára að aldri. Hann var fæddur 6. febrúar 1913 á Akureyri. Hann starfaði við ullarverksmiðjuna Gefjun 1934-1945, stundað verslunar- störf í 3 ár og bifreiðastjórn í 5 ár. Hann varð starfsmaður verkalýðsfélaganna á Akureyri 1953 og starfsmaður Iðju 1963. Hann var formaður Iðju í 34 ár og allt til dánardags og félagi varð hann við stofnun 1936. Jón var bæjarfulltrúi á Akur- eyri 1962-1970, en hafði áður verið varabæjarfulltrúi allt frá 1946. Hann tók mikinn þátt í starfi Skákfélags Akureyrar og var formaður þess í mörg ár og heiðursfélagi. Hann starfaði mikið með Leikfélagi Akureyr- ar og var í ýmsum nefndum á vegum bæjarins og verkalýðs- félaganna. Eftirlifandi kona Jóns er Gefn Jóhanna Geirdal. hafði veðrið náð þeim styrkleika, að kalla þyrfti út björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og voru þær að til klukkan 4 í nótt. Almanna- varnarnefndir á hverjum stað skipulögðu hjálparstarfið. Þegar verst var á höfuðborgarsvæðinu fauk þar allt lauslegt, enda fór veðurhæðin í 102 hnúta. Vind- stigaskalinn endar á 12 vindstigum sem þýðir 64 hnútar eða meira. Miklar rafmagnstruflanir urðu um nær allt land vegna óveðursins og sjónvarpssendingar féllu niður. Álag á símakerfinu var gífurlegt. Ekki eru öll kurl komin til grafar varðandi tjón af óveðrinu, en sam- kvæmt upplýsingum frá almanna- vömum mun það vera gífurlegt, einkum á suðvesturlaadi, en þar urðu einnig meiðsli á fólki, sem ekki munu þó hafa verið stórvægi- leg. I gær kom óvanalegur gestur til Akurcyrar. Þetta var hrínganóri, sem fundist hafði í skipaskurði i Hollandi, ásamt félaga sinum. Seiirnir voru teknir á land og þeim hjúkrað, en báðir voru iila farnir vegna mengunar. Annar hringanórinn drapst fljótlega þrátt fyrir góða umönnun. Hringanórarnir höfðu villst, en heimkynni þeirra eru norðurhöf. Hringanór- anum var ekið hcint úr flugvclinni norður á brautarenda og þar var honum sleppt i sjóinn. Hann var ekki seinn á sér að synda burt eftir að hann uppgötvaði að hann var kominn heim. T.h. er hollenska konan sem hjúkraði selnum. Vilja að vélar frá útlönd- um lendi á Akureyri — Upphaf áætlunarflugs beint frá útlöndum til Akureyrar? Forráðamenn Ferðaskrifstofu Akureyrar hafa farið fram á það við stjórnendur farskrárdeildar Flugleiða að a.m.k. fjórar flugvélar í áætlunarflugi komi beint til Akureyrar í stað þess að lenda á Keflavíkurflugvelli. Ákvörðun hefur verið tekin um eitt flugið, sem er í tengslum við Nú er kísilgúrinn fyrst f luttur suður í mörg ár hefur Hafskip haldið uppi beinum siglingum milli Þýskalands og Húsavíkur, en frá Húsavík hafa skip félagsins flutt kísilgúr á markað í Þýska- landi. Nú hafa Ríkisskip tekið að sér að flytja kísilgúrinn til Reykjavíkur, en þar er honum skipað út i skip Hafskips h/f. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið aflaði sér frá Húsavík ríkir töluverð óánægja með þetta nýja fyrirkomulag á Húsavík, því nú er minni vinna við útskipun á kísil- gúrnum og sagði heimildarmaður blaðsins að heimamenn ættu erfitt með að sjá hagræðið í því að flytja kísilgúrinn út á land til Reykjavík- ur. ráðstefnu sem haldin verður á Akureyri í júní, en enn hefur ekki verið afráðið hvort verður af hinum þremur. Kolbeinn Sigurbjörnsson, hjá F.A., sagði að ástæðan fyrir því að F.A. legði á það áherslu að fá vélarnar beint til Akureyrar væri sú, að á vissum tímum á sumrin væru öll hótel í Reykjavík yfirfull á meðan væri nóg rými á Akureyri. Ef Flugleiðir taka þá ákvörðun að hefja beint flug til Akureyrar má með sanni segja að það marki viss tímamót. í framtíðinni, t.d. þegar lengingu flugbrautarinnar líkur, er því ekkert til fyrirstöðu að hefja beint áætlunarflug til Akureyrar frá útlöndum. „Á vissum árstímum fyllast öll hótel í Reykjavík og af þessum orsökum verður landsbyggðin af ferðamönnum vegna þess að flöskuháls myndaðist fyrir sunnan," sagði Kolbeinn. „Við fórum fram á það við Flugleiðir að starfsmenn farskrárdeildar fyndu út verstu flöskuhálsana í sumar og bókuðu í vélar til Akureyrar á þeim tímum. Svör liggja ekki fyrir hvort þetta sé framkvæmanlegt. Það er ekki vitað hvaða vélakostur verður í notkun á Evrópuleiðum í sumar og hvort hægt sé að koma þeim vélum til Akureyrar." í lok maí verður beint flug frá Akureyri til Skotlands. Kolbeinn sagði að unnið væri að skipulagi ferðarinnar þessa dagana, en það er næsta öruggt að vélin lendir líka hér í stað þess að fara til Keflavíkur eins og venja hefur verið um slík flug. Ólafsfjörður: Fjárhagsáætlunin rædd í dag Fjárhagsáætlun Ólafsfjarðar- kaupstaðar verður tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í dag. Gert er ráð fyrir að síðari umræðan verði í fyrrihluta næsta mánaðar. Jón Friðriksson, sagði að tekjur bæjarstjóri, væru áætlaðar rúmar 7,4 milijónir, en í fyrra voru tekjur samkvæmt áætlun tæpar 5 milljónir. Jón sagði að hækkunin næmí 56%. /Etluð útsvör eru á áætl- un rúmar 4 milljónir, en voru 2,7 milljónir í fyrra. Heildarútgjöld Ólafsfjarðarkaupstaðar eru áætluð röskar 11 milljónir króna á þessu ári. GAGNLEG RÁÐSTEFNA „Á þcssari ráðstefnu kom fram hve geysilega miklir möguleikar eru á ýmiskonar framleiðslu og atvinnu í strjálbýli og á minni stöðum,“ sagði Stefán Valgeirsson alþingismaður um ráðstefnu um landbúnaðarmál, sem haldin var í Reykjavík um síð- ustu helgi á vegum Framsóknar- flokksins. Á ráðstefnunni voru flutt 15 framsöguerindi. Um 100 manns sótti ráðstefnuna. Stefán sagði að það væri Ijóst að af ráðstefnu sem þessari væri mikill ávinningur. Fjöldi fólks víðsvegar að af landinu hefði komið saman og borið saman bækur sínar með góðum árangri. „Það er staðreynd að það er samdráttur í hinum hefðbundnu búgreinum, en það er líka jafn ljóst að ef rétt er haldið á málum að það er liægt að halda landinu í byggð. Sú var niðurstaða ráðstefnunnar að möguleikarnir eru miklir á mörgurn sviðum og ekki síst í loðdýrarækt, fiskeldi og ýmiskonar iðnaði," sagði Stefán að lokum. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207 M>Tid:áþ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.