Dagur - 17.02.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 17.02.1981, Blaðsíða 8
BAGUIR Pakkningaefni simi 96-22700 Cp i Akureyri, þriðjudaginn 17. febrúar korkur og skinn Skl ~ ■BH Langþráður draumur rættist G.A. fékk flygil, sem tekinn var í notkun í sl. viku Á æfingu. Fjölmenna til Vásterás Næsta sumar verður haldið vinabæjarmót í íþróttum í Vasterás fyrir unglinga á aidrinum 12 til 14 ára. Akur- eyringar hafa verið með í þess- um mótum síðustu fimm skipt- in, sem þau hafa verið haldin og hefur íþróttabandalag Akur- eyrar annast þau fyrir hönd bæjarins, en bærinn lagt fram fé til þeirra. Talið er að alls muni fara 30 þátttakendur frá Akureyri til þessa móts í sumar og áætlaður kostnaður er 9 milljónir króna. tæki langan tíma vegna hinnar eldspúandi óvættar, verðbólgunn- ar, sem olli því, að jafnan fjar- lægðumst við hljóðfærakaupin, þó að sífellt væri reynt að öngla saman fé til þeirra," sagði Sverrir Pálsson. Síðar í ávarpi sínu gat Sverrir þess að Jón Hlöðver Áskelsson hefði komist að því að til sölu var mjög vandaður flygill af Bhiithner gerð væri til sölu í Þýzkalandi. Kaupin voru ákveðin í skyndi í október s.l. og hingað til lands kom hljóðfærið fyrir skömmu. Sverrir sagði að ekki hefði runnið króna í kaupin af rekstrafé skólans — flygillinn væri eingöngu keyptur fyrir söfnunar og gjafafé. Af ein- stökum gjöfum mé nefna að bæj- arstjórn Akureyrar gaf skólanum 15 þús. nýkr. á afmæli hans á s.l. ári og minningarsjóður Sveins Eiríks- sonar rann einnig til kaupanna. Afmælisárgangar hafa oft lagt myndarlegar peningagjafir í hljóð- færasjóð G.A., sem var varið til kaupanna á flyglinum. Grenivík: Barnaleikrit frumsýnt á laugardaginn Hjá Leikfélaginu Vöku í Grýtu- bakkahreppi standa nú yfir æf- ingar á barnaieikritinu Vatns- berunum eftir Herdísi Egils- dóttur og þáttum úr Óvitunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikstjóri er Guðrún Alfreðs- dóttir. Þetta er 6. verkefni Leikfélagsins Vöku en félagið var stofnað árið 1976. Sú hugmynd að sýna barna- leikrit hefur nokkrum sinnum komið upp hjá félaginu, en af framkvæmdum hefur ekki orðið fyrr en nú. Reyndar hittist vel á því að önnur barnaleikrit eru ekki á döfinni hér norðan fjalla svo vitað sé. Ástæða til þess að Vatnsberarnir urðu fyrir valinu er m.a. sú að nú er ár fatlaðra, en þetta leikrit fjallar einmitt um það að vera öðruvísi en aðrir. Óvitana er óþarfi að kynna þar sem nýlókið er að sýna þá í Þjóðleikhúsinu. Sérstakt við það leikrit er að þar leika böm full- orðna og fullorðnir börn. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru: Anna Margrét Hermannsdótt- ir, Björn Ingólfsson, Bryndís Bald- ursdóttir, Grétar Guðmundsson, Guðni Hermannsson, Hjördís (Framhald á bls. 7). Voru sárir í lófunum Á fimmtudag í síðustu viku var nýr flygill tekinn í notkun í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Nemendur og kennarar ásamt ýmsum gestum komu saman á sal skólans, en þar flutti Sverrir Pálsson skólastjóri ávarp og þau Arnbildur Valgarðsdóttir nem- andi skólans, og tónlistarmað- urínn Martin Berkovsky léku á flygilinn. „Langt er nú um liðið síðan hugmyndin um öflun vandaðs flygils til skólans okkar fæddist. Enginn man lengur, hver fyrstur bar hana fram, enda skiptir það minnstu máli. Þó mun það mála sannast, að nafn Áskels Jónssonar, fyrrum tónlistarkennara og yfir- kennara skólans, muni jafnan tengjast henni. Hitt skiptir meira máli, 'að allir hafa verið samtaka um að framkvæma hana þó að það — þegar sýningu á Skáld-Rósu iauk Berkofsky við hljóðfærið. Mynd: GS. Unglingar f fjallinu um siðustu helgi. Mynd: H.Sv. Hlíðarfjall: Stólalyftan stórskemmd ist í fárviðrinu í nótt Stólalyftan í Hlíðarfjalli stórskemmdist í nótt og er tjónið tilfinnanlegt. Hún fauk af öllum möstrum og eru sumir stólarnir mjög illa farnir. Skoðun og viðgerð hófst strax eftir hádegi í dag og að sögn ívars Sigmundssonar gæti lyftan komist í gang um helgina, þó svo að nokkra stóla kunni að vanta til að byrja með. Ákveðið hafði verið að stólalyftan yrði opin tvö kvöld í viku, í fyrsta sinn í kvöld, en af því getur ekki orðið í bráð af fyrrgreindum ástæðum. Frumsýningargestir hjá Leik- félagi Akureyrar voru margir sárir í lófunum þegar þeir gengu út af frumsýningu á Skáld-Rósu eftir Birgi Sigurðsson í leik- stjórn Jill Brooke Árnason á fimmtudagskvöld. Leikhúsgestir fögnuðu ákaft í lok sýningar og var það mál manna að mjög vel hefði til tekist, sem lofaði góðu um framhaldið. Fullt var á frumsýningunni, sem stóð frá klukkan 20.30 til um kl. 23.30 með hléi. Þrátt fyrir langa sýningu ætti engum að leiðast, því verkið er mjög spennandi og leikur kröftugur. Tilsvör eru oft á tíðum bráðfyndin og njóta þau sín vel í uppfærslu L.A. 1 leiksjok voru leikendum, leik- stjóra og höfundi fagnað lengi og vel. Önnur sýning var svo á laug- ardag og þriðja sýning á sunnudag. Næstu sýningar verða á fimmtu- dag, föstudag og sunnudag. Nánar er fjallað um Skáld-Rósu í opnu. Legugjöld fyrir smábáta ákveðin Hafnarstjóm hefur samþykkt að legufæragjöld smábáta fyrir þetta ár verði kr. 500,00. Hafnarstjórn hefur einnig samþykkt að selja Út- gerðarfélagi Akureyringa h.f. Svavarshús fyrir kr. 80.000,00. 0 Árekstrar í Kjarna Útivist fer nú sífellt í aukana. Hestamennska er vinsælt sport og útreiðartúrar al- gengir sumar sem vetur. Skíðaíþróttin er sívinsæl og skfðaganga hefur unnið mjög á að undanförnu, ekki hvað síst með tilkomu skfða- göngubrautarinnar f Kjarna. Á útivistarsvæðinu í Kjarna geta menn líka farið í útreið- artúra, en það fór heldur bet- ur í taugarnar á einum áhugasömum skíðagöngu- manni, þegar hann varð þess var um síðustu helgi, að göngubrautin var nánast ónýt eftir traðk hesta. Höfðu hestamenn ekki látið sér nægja að ríða eftir veginum heldur gjöreyðllagt göngu- brautina, fjölda manns til mikils ama. Er vonandi að mönnum takist að stunda þessar göfugu íþróttir árekstralaust í framtíðinni. 0 Heita vatnið Heita vatnið sem kemur úr krönum bæjarbúa ætiar að verða þeim umræðuefni um langa framtíð. Um daginn skýrði DAGUR frá því að heita vatnið væri ágætt neysluvatn, samkvæmt könnun heil- birgðisyfirvalda. Þessu vilja sumir ekki una og hafa harð- lega mótmælt niðurstöðunni og til handa þeim hinum sömu er ekki til nema eitt ráð: drekka ekki heita vatnið. 0 Blönduvirkjun Sagan segir að það sé nokk- uð sama að hvaða niðurstöðu menn komast í sambandi við Blönduvirkjun. Svo sé búið að ganga frá hnútunum að Fljótsdalsvirkjun verði alltaf hagkvæmari þegar upp sé staðið — nema að Blöndu- virkjun verði samþykkt eins og RARIK vildi hafa hana í upphafi. 0 Jólaskraut Fyrir jól var verið að fjarg- viðrast út af því í þessum þætti að jólaskrautið kæmi seint upp. Sú kvörtun átti við rök að styðjast, en skömmu fyrir jól kom það þó. Nú er kominn miður febrúar og .....enn hangir skrautið uppi í Skipagötu! Eflaust hef- ur það verið mikið verk og erfitt að hengja Ijósaseríuna upp og máski eru þeir sem það gerðu enn svo örmagna að þeir hafi hugsað sér að láta seríuna hanga fram að næstu jólum. i því tileflii væri rétt að benda viðkomandi á, að bæjarbúum þætti eflaust gaman ef tendrað væri stöku sinnum á Ijósunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.