Dagur - 17.02.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 17.02.1981, Blaðsíða 7
Sjúkrabað afhent forstöðumanni Sólborgar, Bjarna Kristjánssyni, þann 9. des. 1980. Lionsklúbbur Akureyrar: Selja konudagsblóm til styrktar þroskaheftum Aldarfjórðungur er liðinn nú á ári fatlaðra frá stofnun Lions- klúbbs Akureyrar. Á þessum merku tímamótum í sögu klúbbs okkar kunnum við félagar hans Akureyringum þakkir fyrir ein- lægan og örlátan stuðning við málefni klúbbsins. Miklar og örar breytingar hafa orðið með íslensku þjóðinni þenn- an síðasta aldarfjórðung. Margar hafa breytingar þessar orðið til bóta, en oft hefur þó hlutur lítil- magnans viljað gleymast í hinu véivæna, streituríka lífi nútímans. Það er mikilvægasta markmið og hlutverk Lionshreyfingarinnar að standa vörð um réttindi þeirra, er lítils mega sín, og beina athygli samborgaranna á þörf þeirra fyrir hjálp. í ár sem svo mörg undanfarin ár munum við félagar Lionsklúbbs Akureyrar hefja á loft baráttufána fatlaðra. Við minnum á að einstaklingar þeir, sem þroskaheftir í heim okkar fæðast, eru fatlaðir í orðsins fyllstu merkingu og þarfn- ast hjálpar okkar samborgara þeirra. Skilnings okkar á þörfum þeirra þarfnast þeir, en ekki með- aumkunar. Á hinum merka degi konunnar, sem í ár fellur á sunnudaginn 22. febrúar, munum við Lionsfélagar í Lionsklúbbi Akureyrar, knýja á dyr Akureyrar, árla morguns að vanda, og bjóða fram blómavönd kon- unnar. Allur ágóðinn af sölu þess- ara blómavanda mun í ár sem fyrr renna til Sólborgar, heimilis þroskaheftra. Málefni fatlaðra hafa löngum verið eitt aðalbaráttumál Lions- hreyfingarinnar á íslandi og því líka Lionsklúbbs Akureyrar. Á síð- asta ári söfnuðust af sölu konu- dagsblóma hátt á aðra milljón gamálla króna, sem allar runnu til kaupa á sérhönnuðu sjúkrabaði fyrir vistmenn Sólborgar. Var bað þetta afhent starfsliði Sólborgar- heimilisins þann 9. des. 1980. Við höfum vakið hér sérstaka athygli á þörfum þroskaheftra. Þó megum við ekki gleyma þörfum annara samfélagshópa, sem fatlaða eiga innan sinna vébanda. Einn er sá hópur fólks, sem sjaldan er nefndur í þessu sambandi og býsna oft gleymist. Það er hópur sjón- og heymarskertra sjúklinga, sem liggja á sjúkrahúsum landsins. Gjarna er hér um aldraða að ræða, sem að baki eiga langa starfsævi i þágu lands og þjóðar. Lionsklúbbi Akureyrar barst beiðni um aðstoð við sjónskerta sjúklinga rétt fyrir síðustu jól frá Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Afrakstur af fjöl- skyldubingói Linonsklúbbs Akur- eyrar í haust var því notaður til þess að kaupa „kassettu“tæki, er notað skyldi til að spila upplesið efni, kvæði og sögur, fyrir sjónskerta sjúklinga á F.S.A. Við þökkum Akureyringum enn á ný fyrir stuðning þeirra á liðnum árum og hvetjum þá til þess að taka vel á móti Lionsfélögum á konu- daginn 22. febr. n.k. til stuðnings málstað þroskaheftra. Akureyringar, kaupið allir konudagsblóm. Framkvæmdastjóra Fjórðungssjúkrahússins á Akurcyri, Ásgeiri Höskuldssyni, og hjúkrunarforstjóra þcss, Ragnheiði Árnadóttur, afhent „kassettu“-tæki fyrir heyrn- arskerta þann 18. des. 1980. — Barnaleikrit á Grenivík ... (Framhald af bls. 8). Helgadóttir, Hólmfríður Firð- björnsdóttir, Hólmfríður Her- mannsdóttir, Ingibjörg Gunnars- dóttir, Linda Hrönn Helgadóttir, Magnús Baldursson, Matthildur Þórhallsdóttir, Sigríður Jóhanns- dóttir og Valgerður Sverrisdóttir. Margrét Baldursdóttir og Árni Helgason sjá um búninga og sviðs- mynd, en Árni er jafnframt fram- kvæmdastjóri sýningarinnar. Frumsýning verður á Grenivík 21. febrúar og önnur sýning daginn eftir, sunnudaginn 22. febrúar. Upplýsingar um sýningar og miðapantanir eru í sína 33118. Albvðuflokks fölk á Akureyri og nágrenni Miðar á árshátíðina verða seidir að Strandgötu 9 fimmtudagskvöldið 19 febrúar frá kl. 8-10. Pantanir í síma 24399 og 23083. NEFNDIN. AUGLÝSIÐ f DEGI AUGLÝSIÐ í DEGI Atvinna Duglegan reglusaman mann vantar til starfa á hrá- efnislager. Helst vanan meðferð síldartunna. Framtíðaratvinna. Upplýsingar gefur Jón M. Jónsson, verkstjóri. Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & Co h.f. Herstöðvaandstæð- ingar Nú er mjög áríðandi að við hittumst næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 8.30 í Einingarhúsinu, Þing- vallastræti 14. — Rætt verður um aðgerðir 30. mars. — Stutt spjall um utanríkisstefnu Regans. — Afleiðingar nifteindasprengjunnar — Spjallað yfir kaffibolla — Öflugt starf ræðst af þátttöku ykkar. Nýir félagar velkomnir. Samtök herstöðvaandstæðinga Akureyri. íbúðir tilbúnar undir tréverk Eigum óseldar íbúðir ífjölbýlishúsi að Melasíðu 10. Ein íbúð 4ra herbergja 113,10 ferm. brúttó Ein íbúð 3ja herbergja 103,60 ferm. brúttó Ein íbúð 2ja herbergja 79,60 ferm. brúttó. Teikningar og allar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar. Kaupangi v/Mýraveg, sími 21234. BVGGINGAVERKTAKAR .....—1 __ ^ miCmSmi T BLir j ■ ■———1-----——— Ibúð til sölu Til sölu er íbúðin Skarðshlíð 24b. íbúðin er fjögurra herbergja á 2. hæó ífjölbýlishúsi, byggðu á vegum stjórnar verkamannabústaða og selst hún á matsverði, miðaó við gildandi bygg- ingavísitölu. Umsóknareyðublöð fást afhent á bæjarskrifstof- unni Geislagötu 9. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 28. febrúar næstk. Akureyri, 12. febrúar 1981. Bæjarstjóri. Holl morgunfæða Alpen í pk. Weetabex í pk. Coop í swiss-style í pk. Hafrafras í pk. DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.