Dagur - 12.03.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 12.03.1981, Blaðsíða 1
Fermingar- gjafir f MIKLU ÚRVAU GULLSMIOIR I SIGTRYGGUR & PÉTUI 1 AKUREYRI ■■■ 64. árgangur mimu—i ■■■■imBHB bh Akureyri, fimmtudagur 12. mars 1981 KWMUWWH^^Ba—■—BBSHB—■ 21. tölublað M—B Blönduvirkjun í sviðsljósinu: Hagsmunamál Norðlend - inga og landsmanna allra eðlilegt sé að hafi úrslitaáhrif á það, hvaða kostur er valinn. Á það að vera hagkvæmnissjónarmið virkjunarinnar einnar sem ræður gerð hennar og fyrirkomulagi, eða á að meta það tjón og óhagræði, sem landeigendur og ábúendur þeirra jarða, sem hlut eiga að máli, verða fyrir og hvernig á að meta slíkt tjón þegar reiknað er út hvaða gerð og fyrirkomulag virkjunar- innar er hagkvæmast?" Stefán sagði síðan að hann hefði segir Stefán Valgeirsson, alþingismaður Miklar umræður urðu um Blönduvirkjun utan dagskrár á Alþingi á þriðjudag í kjölfar suðurfarar áhangenda Blöndu- virkjunar, er þeir afhentu iðn- aðarráðherra undirskriftalista með nöfnum meira en helmings kjósenda í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Ingólfur Guðnason hóf umræð- una og Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra tók ti! máls að því loknu. Var ekki annað heyrt en ráðherra vildi gera lítið úr undir- skriftasöfnuninni, en í ræðu hans kom þó fram, að að því væri unnið að næsta virkjun yrði utan eld- virkra svæða. Stefán Valgeirsson talaði næstur og sagði meðal ann- ars: „Eitt mesta hagsmunamál Norð- lendinga um þessar mundir og raunar landsmanna allra er að virkjun til raforkuvinnslu verði byggð á Norðurlandi og það eins fljótt og nokkur tök eru á. Því eru það mikil vonbrigði, ekki síst á Norðurlandi, að ekki hefur náðst samkomulag við landeigendur um fyrirkomulag Blönduvirkjunar, þar sem hún er eini virkjunarkost- urinn sem búið er að rannsaka að nokkru ráði norðan fjalla. Um það má eflaust deila í hvert sinn sem virkjun er ákveðin, hvaða sjónarmið eigi að ráða og hvað ekki þá þekkingu að hann ætlaði sér að gerast dómari í því hvemig ætti að virkja Blöndu og hvernig ætti að meta hagsmuni landeig- enda. Hann sagðist þó óttast, að sérfræðingarnir sem rannsaka virkjunarkostina og taka ákvarð- anir um gerð þeirra og fyrirkomu- lag, mikli ekki fyrir sér að jafnaði það tjón sem bændur kynnu að verða fyrir. „Öllum verður að vera það ljóst, að það verður ekki friður um þessi mál nema báðir aðilar séu tillits- (Framhald á bls. 7). Hér er ekkert sem hneykslar mig segir Páll Pétursson, alþingismaður Hver fœr ferð til Búlgaríu? Fyrri hluti get- raunarinnar er í þessu blaði Á sjöttu síðu er fyrri hluti ferðagetraunarinnar sem Dagur efndi til í samvinnu við Ferða- skrifstofu Kjartans Helgasonar og fleiri aðila. Vinningurinn er ferð fyrir tvo til Búlgaríu þar sem dvalist verður á hóteli á strönd Svarta- hafsins. Vinningshafi getur far- ið utan á tímabilinu 25. maí til 14. september. Lesendur DAGS eru hvattir til að taka þátt í þessari getraun því það er ekki á hverjum degi sem jafn glæsilegur vinningur stendur fólki til boða. t Götumynd frá Sofia, höfuðborg Búlgaríu. „Ég er ekkert hissa á því þó fjöldi kjósenda skrifi undir þennan haus, því hér stendur ekkert sdm hneykslar mig mig,“ sagði Páll Pétursson, alþingis- maður, sem hefur beitt sér fyrir endurskoðun á Blönduvirkjun, í umræðum utan dagskrár á Al- þingi á þriðjudag. Páll las upphaf áskrifendaskjals- ins, þar sem skorað var á ríkis- stjórnina og fleiri aðila að vinna markvisst að því að sanngjarnir samningar náist, þar sem gætt sé í hvívetna hagsmuna heimamanna og þjóðarinnar. Páll sagðist vona að samkomulag næðist, sem allir gætu sæmilega við unað, enda yrðu báðir aðilar að slaka á kröfum sínum. „Sanngjamir samningar þurfa að nást og geta náðst. Það þarf að nota Blöndu til raforkuframleiðslu, en fara jafnframt eins sparlega með landið og hægt er,“ sagði Páll enn- fremur. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði að unnt ætti að vera að leysa málið án þess að kúga nokkurn, sættir yrðu að nást, jafnvel þó það þýddi að virkjunin yrði eitthvað dýrari. Hann sagði að Fljótsdalsvirkjun kæmi ekki til greina sem næsti kostur, þó hann væri eindregið fylgjandi henni, þar sem hún tengdist stóriðjuáformum og lang- an tíma tæki að ná samstöðu um slíkt. Þórður Skúlason á Hvamms- tanga tók undir þetta og sagði Fljótsdalsvirkjun óhagkvæma nema hún væri tengd stóriðju, auk þess sem hún lægi ekki eins vel við dreifikerfinu. Fjölmargir þingmenn tóku til máls, en of langt yrði að rekja það allt hér. Innan tíðar munu stjórnvöld taka ákvörðun um næstu stórvirkjun landsins. Sffellt fleiri Norðlendingar hallast að þeirri skoðun að Blanda eigi að verða fyrir valinu og þá munu möstur eins og þau sem myndin er af rísa f Húnavatnssýslu. Mynd: áþ. Grásleppuveiðar hafnar á Siglufirði Siglf irskir grásleppukarlar byrjuðu að leggja net sín s.l. þriðjudagsmorgun. Sá fyrsti sem fór út úr höfninni með grásleppunet innanborðs var JÖKULL SI 118. Skipstjóri er Gunnar Jóhannsson, en háseti um borð er sonur Gunnars. Að sögn fréttaritara DAGS á Siglufirði verða færri bátar á grásleppu í ár, en undanfarin ár. Ástæðan er einfaldlega sú að trillum hefur fækkað á Siglu- firði og menn hafa fengið sér t.d. „Bátalónsbáta“ og stunda nú veiðar með þorskanet. Einn- ig skiptir máli að verðið á hrognunum hefur tæplega hækkað til samræmis við til- kostnað og því eru það varla aðrir en „forfallnir" grásleppu- veiðikarlar, sem halda þessum veiðum áfram. HITAVEITUVATNI STOLIÐ í síðustu viku óskaði Hitaveita Akureyrar eftir lögreglurann- sókn vegna meints þjófnaðar á vatni hitaveitunnar í nokkrum íbúðum í bænum. Við rannsókn í fjórum íbúðum kom í Ijós að um misnotkun var að ræða á hita- veituvatni og liggur nú fyrir játning eigenda þessara fjögurra íbúða, að sögn Ófeigs Baldurs- sonar, rannsóknarlögreglu- manns á Akureyri. Sagði hann að grunur lægi á að fleiri kynnu að vera brotlegir í þessum efn- um. Ófeigur vildi ekki tjá sig náið um það með hvaða hætti vatnið væri misnotað, en sagði þó að dæmi væri um að hitaveitulögn inn úr vegg hefði verið tengd inn á ofna- kerfi, án þess að heimild hefði verið fengin til þess og nokkur greiðsla verið innt af hendi. Ekki náðist í hitaveitustjóra vegna þessa máls, þar sem hann var ekki í bænum, en'grunur mun hafa vaknað hjá starfsmönnum hita- veitunnar um að ekki væri allt með felldu, þegar í ljós kom ósamræmi milli þess vatnsmagns sem dælt er út í kerfið og þess vatns sem greitt er fyrir. Til þess að finna þetta út þarf að áætla neysluvatnsnotkun- ina, en munurinn mun hafa verið meiri en svo að allt gæti verið með felldu. Dagur hefur fregnað, að hita- veituvatnið sé ekki aðeins misnotað með ólöglegum tengingum, heldur geti einnig verið um það að ræða að auka vatnsrennslið, án þess að það komi fram á mælum. Þess má geta að í 26. kafla refsi- laga er fjallað um auðgunarbrot og þar segir svo í 244. grein: „Þjófn- aður á fjármunum eða orkuforða varðar fangelsi allt að 6 árurn." Samkvæmt þessu er Ijóst að litið er á ofangreind brot sem hreinan og beinan þjófnað. NIÐURSTAÐA AÐ FÁST? Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, hefur falið ríkisábyrgðasjóði að ábyrgjast lán allt að 22,4 milljónum norskra króna, sem Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga ætlar að taka hjá Royal Bank of Scotland vegna kaupa á togaranum, sem félagið hyggst kaupa frá Noregi. Ríkis- ábyrgðasjóður fjallar nú um þessa beiðni. Ábyrgðin á að taka til 80% af endanlegu kaupverði togarans, sem nú er áætlað 28 milljónir norskra króna. Fjármálaráðuneytið hefur heimilað að veð verði tekið fyrir þessu láni í eignum útgerðarfélags- ins ef sjálft skipið reynist ekki nægilegt veð fyrir láninu. Fjár- málaráðherra hefur einnig farið fram á að hinum norska seljanda verði tilkynnt að ábyrgð fyrir lán- inu verði veitt. í morgun ræddi Dagur við einn af forráðamönnum útgerðarfélags- ins og sagði hann að svo virtist vera sem ríkisábyrgðasjóður ætlaði að fara að fyrirmælum ríkisstjórnar- innar í þessu máli, „en það stendur enn á Framkvæmdastofnun. Hins vegar trúum við ekki öðru en að stofnunin afgreiði málið á jákvæð- an hátt. En það er að sjálfsögðu spurning hvort einstökum mönn- um í stjórn stofnunarinnar tekst að eyðileggja það,“ sagði viðmælandi blaðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.