Dagur - 12.03.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 12.03.1981, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Aliðá óeiningu Eftir undirskriftasöfnun og suöur- för íbúa í Norðurlandskjördæmi vestra verður ekki lengur skákað í því skjólinu að ekki geti orðið af Blönduvirkjun vegna mikils ósamkomulags meðai heima- manna. Á örskömmum tíma og við erfiðar aðstæður tókst áhangend- um Blönduvikjunar að safna und- irskriftum um eða yfir helmings kjósenda í kjördæminu. And- stæðingar virkjunarinnar eru ör- fáir, en þeir hafa hins vegar verið öllu háværari en hinir sem vilja virkja eins og ráðgert hefur verið, eins og gjarnt er um þá sem standa í andmælum yfirleitt. Þessir andmælendur hafa einnig fengið góðan hljómgrunn meðal sumra Reykjavíkurfjölmiðla og einstaklinga í kerfinu sem hafa nánast alið á deilu þessara fáu við fjöldann, með því að gera úr henni meira mál en tilefni hefur verið til. Að þessu leyti líkist Blöndumái- ið umfjölluninni um Þórshafnar- togarann, þar sem mikið hefur verið gert úr óeiningu meðal heimamanna, en komið hefur í Ijós að á ekki við rök að styðjast. Enn hefur ekki tekist að ná samkomulagi um bætur fyrir land sem fer undir vatn, enda lítil áh- ersla verið iögð á það mál að því er virðist. Ef yfirvöld orkumála í landinu leggja ekki áherslu á að Ijúka því máli hið fyrsta, eru þau beinlínis að ganga á svig við yfir- lýsta stefnu ríkisstjórnarinnar í virkjunarmálum, þar sem lögð er áhersla á að virkja utan eldvirkra svæða. Mikið er í húfi að sann- gjarnir samningar náist, þar sem gætt verður hagsmuna heima- manna og þjóðfélagsins í heild. Ekki verður annað séð en hags- munir þessara aðila fari saman, enda verði þeirra meginmarkmið gætt, að virkjunin verði ekki óhagkvæmari en aðrir virkjunar- kostir utan eldvirkra svæða og jafnframt að sem minnst spjöli verði á landi. Blönduvirkjun fellur vel að dreifikerfi fyrir raforku um landið og sýndi það sig best á dögunum, þegar rafmagnslaust varð á Vest- urlandi, Vestfjörðum og Norður- landi vestra í einni svipan, er línu- bilun varð á Skarðsheiði. Mestu máli skiptir þó í þessu máli öllu, að ákvörðun verði tekin hið skjótasta um nýja virkjun og reynt verði til hins ýtrasta að ná sanngjörnu samkomulagi um Blönduvirkjun. Hún nýtist öllum landsmönnum strax, án tengsla við nýja stóriðju, sem langan tíma tekur að undirbúa og reisa og ekki er unnt að bíða eftir. Magnús Ólafsson: Af sundlaugamálum í tilefni greinar um sundlaug í Glerárhverfi, eftir Vilberg Alexandersson, skólastjóra (Dag- ur, 3. mars 1981) sé ég mig til- neyddan að stinga niður penna. I nefndri grein er ýmistlegt að finna, sem ekki á við rök að styðjast, auk þess sem niður- stöður höfundar, eða a.m.k. ástæður þeirra eru afar óljósar. Undirritaður var á fundi, sem efnt var til í Glerárskóla í fyrra þar sem rætt skyldi um byggingu sundlaugar í hverfinu. Okkur, fulltrúum Sjálfsbjargar, varboðið þangað. Þegar á staðinn var komið voru þar fyrir börn með kröfuspjöld, og hrópuðu slagorð um að reist skyldi laug við Glerárskóla. Þau komu þó afar kusteislega fram, og var hegðun þeirra til sóma. Einnig voru mættir fjölmargir fullorðnir, og virtist mér sem margir þeirra hefðu myndað sér ákveðna skoð- un á málinu, fyrirfram, án þess að hafa kynnt sér málavexti. í grein Vilbergs finnst mér kveða nokk- uð við sama tón. Ég mun nú gera nokkra grein fyrir sjónarmiðum Sjálfsbjargar í málinu, og jafnframt leggja fram nokkrar staðreyndir, sem fólk verðúr að þekkja, til að geta tekið skynsamlega afstöðu til málsins. Telja má víst að allir séu sam- mála um að laugar sé þörf í hverfinu. Þær spurningar, sem einkum þarf að svara eru: — Fyrir hverja skal laugin fyrst og fremst vera? — Hverniy skal hún vera? — Hvar skal byggja? — Hversu fljótt skal hún risa? Bygging Sjálfs- bjargar Frá því hinni nýju endurhæf- ingarstöð Sjálfsbjargar var ákveðinn staður hefur alltaf verið reiknað með að nýting hennar yrði sem víðtækust. Það er útbreiddur misskilning- ur að þessi bygging sé fyrst og síðast ætluð félögum innan Sjálfsbjargar. Svo er ekki. Félagið hefur tekið að sér að safna fé hjá almenningi, og ýmsum samtök- um, til að reisa megi þetta mann- virki. Þannig má segja, þótt eign- in sé á nafni Sjálfsbjargar, að allir þeir sem lagt hafa fram fé, eigi einhvern hluta hennar. Enda er stefnt að því að þarna verði tví- skipt starfsemi. Annars vegar fer fram endurhæfing sjúkra og slas- aðra, hins vegar má segja að um sé að ræða allsherjar heilsurækt- ar- (og könnunar)miðstöð, þar sem fyrst og fremst mun stuðlað að fyrirbyggjandi þjálfun, sem beint er gegn hinum gífurlega út- breiddu atvinnusjúkdómum. Forráðamenn margra vinnu- staða, verkalýðsfélaga, samtaka og sveitarfélaga svo og fjölmargir einstaklingar hafa sýnt skilning á því hvað hér er um að ræða og veitt ríkulegan stuðning, og munu væntanlega sjá fram á að hann ber þeim ávöxt áður en langt um líður. Innisundlaug, W/i 7 m., er áætluð í 2. hluta byggingarinnar, ásamt heitum potti, gufubaði o. fl. Væntanlega verður þessi sundlaug mjög heppileg kennslu- laug fyrir yngstu börnin (fyrstu þrjá til fimm bekkina). Nýting sundlaug- ar í Sjálfsbjargar- húsinu I grein sinni segir Vilberg orð- rétt: „Ég hef það eftir áreiðanleg- um heimildum, að notkun inni- laugar (Sjálfsbjargar) verði svo mikil að þar verði hver tími fullnýttur af félagsmönnum — og það ekki eingöngu félagsmönnum á Akureyri heldur úr nágranna- byggðum einnig“. Fróðlegt væri að vita hverjar þær áreiðanlegu heimildir eru. Við, sem mest höfum haft með skipulag á starfinu að gera; skrif- uðum Bæjarráði Akureyrarbæjar bréf í nafni Sjálfsbjargarl dagsett 13. mars 1980. í því er m.a. að finna, orðrétt: „ ... leyfum við okkur fyrír hönd Sjálfsbjargar á Akureyri, að bjóða Akureyrarbœ. aðstöðu til sundkennslu fyrír börn úr Glerárhverfi, í vœntanlegri innisundlaug félagsins, að Bugðu- siðu 1. Jafnframt er það ósk Sjálfs- bjargar, að Akureyrarbær byggi upp útisundlaug á ofannefndri lóð félagsins. Að okkar áliti kœmi hagur beggja aðila fram í lœgri byggingakostnaði, lœgri reksturs- kostnaði og betri nýtingu mann- virkja og lóðar. Auk þess verður bœjarbúum boðið upp á aðstöðu til likamsrœktar. Miðað við skipulag það, sem fyrir liggur af Glerárhverfi, má benda á að lóð Sjálfsbjargar er miðsvœðis í hverfinu. “ Auðvitað hefðu þessi orð ekki verið skrifuð ef þegar hefði verið fyrir séð, að Sjálfsbjörg myndi fullnýta laugina. Boð félagsins til bæjarins um nýtingu litlu laugarinnar var skrifað í tvennum tilgangi, eink- um. í fyrsta lagi að tryggja rekstur sundlaugarinnar. í öðru lagi að bjóða bæjarfélaginu góða að- stöðu tíl kennslu yngstu barn- anna. í títtnefndri grein Vilbergs seg- ir einnig orðrétt: „Annars er alh tal um sundtíma fyrir nemendur Glerárskóla í fyrirhugaðri sund- laug Sjálfsbjargar út í loftið. “ Einnig segir: „Þessi laug (Sjálfs- bjargar) er of langt frá skólanum til að tímar geti fallið inn í stundaskrá. ... “ Enn segir skólastjórinn að tímabært sé að stór útisundlaug rísi við Glerárskóla. Svona skrif hefðu verið afsak- anleg fyrir mann, sem ekkert þekkir til kennslu barna. Hverjir eiga að nota sundlaug- ina? Byrjendakennsla getur ekki farið fram í stórri útisundlaug að vetrarlagi, og því væri hvort eð er ekki hægt að setja sund yngstu barnanna á stundaskrá. Ég tel mig geta talað hér fyrir munn allra íþróttakennara, sem fengist hafa við sundkennslu ungra barna. Sú kennsla verður að fara fram við mjög þægilegar aðstæður, eigi árangur að nást. Að þessu fólki undanskildu gætu flestir að sjálfsögðu notað stóra útilaug við Glerárskóla, að eldri nemendum skólans með- töldum. Þá verður raunar að telja svo sjálfbjarga að ekki sakar þó sundlaug sé þeim utan seilingar. Og þá skiptir vegalengdin frá Glerárskóla að sundlaug Sjálfs- bjargar ekki meginmáli í þessu sambandi, enda verður aldrei hægt að reisa sundlaug í næsta húsi við alla þá sem þurfa að synda. Nú vaknar spurningin, hvers vegna endilega við Glerár- skóla? Hví ekki á stað sem verður meira miðsvæðis í hverfinu? Hvað varðar fyrirhugaða inni- sundlaug Sjálfsbjargar gerum við okkur auðvitað fulla grein fyrir því að hún verður ekki fullnægj- andi kennslusundlaug fyrir alla Skipulag Glerárhverfis. Glöggt má sjá hvar áætlað er að byggt verði næstu árin, og hver afstaða Sjálfsbjargar- hússins og Glerárskólans er til heildar- byggðarinnar í hverfinu. Jómfrúrræða Hákonar Hákonarsonar á Alþingi: Leggja Islendingar of mikið á sig í lífsgæðakapphlaupinu? Nauðsynlegt að afla glöggra upplýsinga um vinnutíma og vinnufyrirkomulag Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja svo- hljóðandi tillögu til þingsálykt- unar um skipun nefndar, er kanni vinnutíma launþega: „Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að skipa 5 manna nefnd er fái það verkefni að safna glöggum upplýsingum um, hvernig raun- verulegum vinnutíma hinna ýmsu starfshópa er háttað. Sömuleiðis verði kannað, hvernig vinnutíma er háttað í hinum ýmsu byggðarlögum. í nefndinni skulu sitja tveir fulltrúar til- nefndir af ASÍ, einn fulltrúi af BSRB og einn fulltrúi BHM og einn skipaður án tilnefningar af félagsmálaráðherra sem jafn- framt skal vera formaður nefnd- arinnar.“ Má slaka á spennunni Ástæðan fyrir því að ég hreyfi þessu máli hér á Alþingi er fyrst og fremst sú, að ég hef um árabil haft aðstöðu, starfs míns vegna, til að hafa samband við mikinn fjölda launþega í landinu og einnig haft aðstöðu til að fylgjast nokkuð með starfsháttum fyrir- tækja. Það sem vekur mesta at- hygli er, að íslendingar eru yfir- leitt vinnusamir og harðduglegir, tilbúnir að leggja á sig strangan og langan vinnudag til að skapa sér og börnum sínum viðunandi lífsviðurværi og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. En það vekur hins vegar spurninguna hvort ekki sé ástæða til að staldra að- eins við og athuga, hvort þessu takmarki megi ekki ná þó að að- eins sé slakað á spennunni. Við lifum nú í heimi mikilla tækniframfara, sem raunar gera það að verkum að menn vita naumast hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Dæmin sanna Hákon Hákonarson. okkur að nú þegar er tæknivæð- ing orðin það mikil í vissum starfsgreinum, að orðin er minni þörf fyrir starfsfólk en áður og full ástæða til að ætla að svo verði í öðrum starfsgreinum á komandi árum. Ég vona að við getum öll verið sammála um að hófleg vinna er öllu fólki lífsnáuðsyn, ekki aðeins til að afla sér fjár til lífsviðurværis, heldur einnig af félagslegum ástæðum. Margvísleg hætta Ég vek sérstaka athygli á að- stöðu þeirra einstaklinga, :sem af einhverjum ástæðum hafá verri aðstöðu, t.d. vegna örorku eða aldurs að ganga í hvaða störf sem bjóðast. Ég vil minna þingmenn á, að þessir þjóðfélagshópar eiga engu minni rétt en aðrir á störfum við sitt hæfi. Á s.l. ári tók félag málmiðnað- armanna á Akureyri ásamt Menningar- og fræðslusambandi alþýðu, Málm- og skipasmíða- sambandi íslands og Slippstöð- inni h.f. á Akureyri þátt í sam- norrænu verkefni, sem nefndist Vinnan og heimilið. Hluti þessa verkefnis var ráðstefna, sem sótti milli 50-60 manns. Á ráðstefn- unni voru fluttar nokkrar fram- söguræður um vinnutíma og vinnufyrirkomulag. Óhætt er að fullyrða, að menn voru þar sam- mála um, að margvísleg hætta væri fyrir dyrum, ef ekkert væri að gert. Raunar veit ég af sam- tölum mínum við ýmsa forsvars- menn atvinnurekenda, að þeir eru svipaðar skoðunar. Að lokum vil ég segja þetta: Tilgangur minn með þessum til- löguflutningi hér á hinu háa Al- þingi er að fá menn til athafna í málinu og ég tel að upplýsingar þær, sem reiknað er með að fáist með umræddri könnun sé grund- vallaratriði varðandi allt tal og allar athafnir um aukið launa- jafnrétti í landinu. nemendur skóla(nna) í Glerár- hverfi, né fullkomin almennings- sundlaug. Hins vegar teljum við að við getum veitt góða aðstöðu, þeim sem mest þurfa hennar með, þ.e. yngstu börnunum. Staðsetning nýja Bjargs Húsið sem Sjálfsbjörg er að reisa er við Bugðusíðu 1. Þegar byggð sú er risin, sem áætlað er að rísi í Glerárhverfi, er óhætt að segja að það verði mjög mið- svæðis í hverfinu (sjá mynd). T. d. er áætlað að nýr skóli muni rísa steinsnar vestan við það. Lóð Sjálfsbjargar er rúmlega 55.000 m2 og fyrirhugað er að margvísleg útivistaraðstaða verði fyrir hendi bæjarbúum til gagns og gleði. (Ekki aðeins félögum í Sjálfs- björg). Það er orðið almennt við- urkennt um hinn vestræna heim að einangrun fatlaðra er óæskileg og því heppilegt að fólk njóti sem flestra hluta sameiginlega. Sjálfs- bjargarfólk þekkir þetta og mun síður en svo reka einangrunar- stefnu á sínu yfirráðasvæði. Þess vegna m.a. bauð félagið bæjar- ráði að Akureyrarbær byggði sundlaug á þessu stóra svæði. Þannig gætu flestir íbúar hverfis- ins farið, vandræðalaust, fót- gangandi með börn sín til laugar. Lokaorð Hér hafa verið lagðar fram nokkrar upplýsingar fólki til glöggvunar. Eftir lestur þeirra ættu lesendur að vera betur búnir en fyrr að svara þeim spurningum sem áður voru settar fram. Sundlaug skal byggð í Glerár- hverfi: 1. Fyrir hverja? (Litlu börnin eða foreldrana fyrst og fremst). 2. Hvernig? (Hvort liggur meira á að fá stóra útilaug eða hentuga kennslulaug?). 3. Hvar? (Við Glerárskóla eða miðsvæðis f hverfinu?) 4. Hvefljótt? Ég læt lesendur um að svara en bið þá aðeins að kynna sér mála- vexti af sanngirni: Sjálfsbjörg mun fljótlega hafa „opið hús“ í Bugðusíðu 1 þar sem byggingin verður sýnd og framtíðaráætlanir kynntar. Þangað er öllum vel- komið að koma og kynna sér málin. í grein Vilbergs er deilt á íþróttaráð. Ég sé ekki ástæðu til að verja gerðir þess. En skyldu ráðsmenn ekki hafa kynnt sér málið áður en þeir opinberuðu álit sitt? Virðingarfyllst, Magnús H. Ólafsson. Ný bæjarnöfn í Skagafirði og S.-Þingeyjar- sýslu Á síðasta ári gaf menntamálaráðu- neytið út leyfisbréf fyrir eftirfar- andi bæjarnöfnum í Skagafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýslu: Lambeyri á iðnaðarbýli í landi Lauga- hvamms, Lýtingsstaðahreppi. Tröð á smábýli í landi Gils, Skarðs- hreppi. Klöpp á loðdýraræktarbúi í landi Sólbergs, Svalbarðsstrandar- hreppi. Brattahlíð á nýbýli í landi Breiðuvíkur, Tjörneshreppi. Björg II á smábýli í landi Bjarga, Ljósa- vatnshreppi. Húsbrekka á garð- yrkjubýli í landi Halllands, Sval- barðsstrandarhreppi og að lokum Laugavellir á jörðunum Laugavell- ir og Stóru-Laugar II, Reykdæla- hreppi. Um síðustu helgi var haldið í Hlíðarf jalli Akureyrarmót í stórsvigi 12 ára og yngri, og einnig f svigi 13-14 ára flokka og 15-16 ára. Færi var gott um helgina en snjókoma og blindað. Um næstu helgi verður mótinu framhaldið og þá keppt i svigi 12 ára og yngri, og á sunnudag verður göngumót ailra flokka. Úrslit í mótinu um síðustu helgi urðu þessi: Stúlkur 7 ára og yngri: 1. Laufey Árnadóttir 125,50 2. Helga Malmquist 126,06 3. Sísí Malmquist 160.25 Framhalds aðalfundur Framhaldsaðalfundur íþrótta- félagsins Þórs verður haldinn laugardaginn 14. mars kl. 13.30 i Glerárskóla. Fundarefni: 1. Kosning stjórnar, 2. Lagabreytingar. Á sama stað og tima verður haldið Bingo fyrir börn. Góð verðlaun. Um kvöldið verður spiluð félagsvist að Jaðri og hefst hún kl. 21.00. Að henni lokinni verður stiginn dans. Glæsileg verðlaun verða veitt og eru félagar hvattir til að fjöl- menna. Gunnlaugur Magnússon Asa Þrastardóttir 15-16 ára drengir: 1. Bjarni Bjarnason 107,37 2. IngiValsson 110.51 3. Ingólfur Gíslason 110,87 Handbolti um helgina Lið 2. deildar lið HK i hand- knattlcik á að leika við Ak- ureyrarfélögin Þór og KA um helgina. Á föstudagskvöldið leika í Skemmunni Þór og HK, og á laugardag leika KA og HK. HK er í toppbaráttu í deildinni og getur tryggt sér fyrstu deildar sætið með því að vinna báða þessa leiki. Ef KA vinnur þá verður liðið efst í deildinni, en á samt eftir erfiða leiki. Fyrir Þór skipta þessir leikir engu máli, en liðið getur samt velgt Kópavogslið- inu ef vel tekst til. Að leik KA og HK loknum á laugardaginn leika Þór og ÍA i fyrstu deild kvenna. Drengir 7 ára og yngri: 1. Gunnlaugur Magnússon 91.88 2. Gunnar Ellertsson 96,01 3. Ingólfur Guðmundsson 108,90 Stúlkur 8 ára: 1. María Magnúsdóttir 86,31 2. Mundína Kristinsdóttir 109,66 Drengir 8 ára: 1. Magnús Karlsson 87,90 2. Sævar Guðmundsson 88,60 3. Arnar Már Árnason 99.75 Stúlkur 8 ára: 1. Ása Þrastardóttir 91,53 2. Erna Káradóttir 101,70 3. Rakel Reynisdóttir 114,81 Drengir 9 ára: 1. Sverrir Ragnarsson 84,96 2. Sigurbjörn Þorgeirsson 85,36 3. Viðar Einarsson 88,36 Stúlkur 10 ára: 1. Sólveig Gísladóttir 124,04 2. Þorgerður Magnúsdóttir 132,52 3. Jórunn Jóhannsdóttir 152,23 Drengir 11-12 ára: 1. Hilmir Valsson 111,17 2. Aðalsteinn Árnason 112.20 3. Gunnar Reynisson 114,03 Svig 13-14 ára drengir: 1. Guðmundur Sigurjónsson 96,45 2. Smári Kristinsson 101,78 3. Árni Freysteinsson 102,16 13-15 ára stúlkur: 1. Guðrún Kristjánsdóttir 107.59 2. Guðrún Jóna Magnúsd. 108,05 3. Anna M. Malmquist 133.80 117,83 118,91 132,59 118.24 119,52 120,92 Sverrir Ragnarsson Magnús Karlsson Drcngir 10 ára: 1. Kristinn Svanbergsson 2. Árni Þ. Árnason 3. Stefán Ákason Stúlkur 11-12 ára: 1. Arna ivarsdóttir 2. Sigríður Sigurðardóttir 3. Kristín Hilmarsdóttir 4■DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.