Dagur - 12.03.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 12.03.1981, Blaðsíða 7
Úr vinnslusal Ú.A. Norðurmynd. Uppsagnirnar af illri nauðsyn Eins og kunnugt er af fréttum var 40 starfsmönnum Útgerðarfélags Ak- ureyringa sagt upp fyrir skömmu. Af þessu tilefni sneri Dagur sér tii Freyju Eiríksdóttur, sem er trúnað- armaður hjá Ú.A. Hún var fyrst spurð hvemig starfsfólk fyrirtækis- ins hefði tekið þessum uppsögnum. „Þessi dagur var sá dapurlegasti sem ég hef átt hér innan veggja þau 14 ár, sem ég hef unnið hjá Ú. A. Það tekur mann sárt að þurfa að horfa á eftir vinnufélögum sínum hér út úr húsinu,“ sagði Freyja. Freyja sagði einnig að starfs- fólkið vissi mæta vel að þessar uppsagnir væru gerðar af illri nauðsyn. „En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Hjá okkur sem eftir vorum reis alda samúðar með þeim sem misst höfðu atvinnu sína. Dægurþras hvarf í skuggann og menn fóru að bollaleggja hvað mætti til Varnar verða. Það er nú einu sinni svo að þegar fólk á við erfiðleika að etja kemur fram gullið í samborgurum >ess. Eins og allir vita sem til jekkja eru stjórnendur fyrirtækis- ins farsælir í starfi og þeir munu endurráða þetta fólk þegar þeir sjá sér fært.“ — Að lokum? „Vorið er á næsta leiti og við leyfum okkur þann munað að vera bjartsýn,“ sagði Freyja Eiríksdóttir. Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður um stefnuskrá samvinnuhreyfingar- innar viðsvegar um landið. Þessa mynd tók Gunnlaugur P. Kristinsson á einum þessara funda. Hér má sjá fundargesti f Freyjulundi 10. mars s.l., en þessi fundur var fyrir félagsfólk í Arnarnesdeild K.E.A. Olíusöludeild efst Nú stendur yfir Firma- og Ein- 6. menningskeppni hjá Bridgefélagi Akureyrar. 7. Þegar lokið er fyrstu umferð af 3, en hver umferð er sjálfstæð, er röð efstu fyrirtækja þessi: stig 1. Olíusöludeild KEA........113 spilari Gylfi Pálsson 2. Valprent..................111 spilari Jónas Róbertsson. 3. Slippstöðin...............110 spilari Öm Einarsson 4. Kaffibrennsla Ak..........105 spilari Guðm. Svavarsson 5. Landsbankinn..............104 spilari Gunnl. Guðmundss. Einir h. f................103 spilari Gunnar Bjamason Útgerðarfélag Ak..........101 spilari Páll H. Jónsson Alls er spilað í þremur sextán para riðlum og er meðalárangur 90 stig. Næsta umferð verður spiluð n.k. þriðjudagskvöld og er öllum heimil þátttaka. Fyrir skömmu kom bridgefólk frá Húsavík hingað til Akureyrar með 8 sveitir, þar af eina unglinga- sveit. Hér er um árlegar heimsóknir að ræða. Akureyringar sigruðu að þessu sinni. — Hagsmunamál Norðlendinga ... (Framhald af bls. 1). samir. Ef þeir sem taka ákvarðanir um virkjanirnar taka ekki tillit til hagsmuna bænda á eðlilegan hátt, þá stefna þeir málinu í hættu, þó ekki sé meira sagt. Og ef bændur verða ekki við eðlilegum tilmælum og þörfum þjóðarinnar, sé á annað borð tekið tillit til hagsmuna þeirra, eftir því sem hægt er af hag- kvæmnisástæðum, þá eru veruleg- ar líkur fyrir því, að fyrr eða síðar verði tekinn af þeim umráðarétt- urinn yfir landinu. Því er mikið í húfi fyrir alla hvernig til tekst í þessum efnum. Almennir hagsmunir krefjast þess að Blanda verði virkjuð og því fyrr þvj betra. Spurningin er því sú, hvort nú næst samkomulag um virkjunina, eða hvort aðrir vafa- samari virkjunarkostir verði teknir á undan Blönduvirkjun. Atvinnuástand á Norðurlandi er nú með þeim hætti, að á suraura stærri stöðunum er nú verulegt at- vinnuleysi, eins og t. d. á Akureyri, Húsavík og raunar fleiri stöðum. Það verður því ekki undan því vik- ist, að gera ráðstafanir til að tryggja betur og örva atvinnulífið á þessum stöðum. Það getur reynst erfitt ef orka er ekki fyrir hendi. Hér eru því miklir hagsmunir í húfi fyrir Norðlendinga alla og ég vil treysta því í lengstu lög að allir leggi sig fram, til að finna skyn- samlega niðurstöðu í þessu máli og það samkomulag verði ekki til að tefja þessar framkvæmdir." Kemur stjörnu- liðið? Eins og talað hefur verið um hefur knattspyrnudeild Vals boðið atvinnumönnunum í knattspyrnu sem leika erlendis að koma upp til fslands með einn eða tvo félaga sína úr þeim liðum sem þeir leika i, og leika við Val þann 17. júní. Er þetta liður í afmælishátið Vals. Það mun nú vera afráðið að ef þessir leikmenn vilja leika annan leik hér á fslandi, þá verði það við KA kvöldið eftir eða 18. júní. Ef af þessu verður mega knattspymuáhugamenn á Akureyri eiga von á að sjá margar af stórstjömum knatt- spyrnunnar i Evrópu leika hér á Akureyrarvelli. Foreldrar þakka bæjar- ráði Foreldrar, sem eiga börn á dag- vistun á Akureyri, héldu fund fyrir skömmu og var þar sam- þykkt að þakka bæjarráði fyrir skjót viðbrögð í samningamál- um fóstra. Taldi fundurinn að þar hafi öðrum bæjarfélögum verið sýnt gott fordæmi. Fundurinn skoraði á bæjarráð að láta ekki deigan síga í uppbyggingu fleiri dagvistarheimila, þar sem þau „eru sjálfsagður þáttur í uppeldi barna í nútímaþjóðfélagi. Langt er í land að þörfinni sé fullnægt hér í bæ“, segir í samþykkt fundarins, en í henni segir að lokum að fundur- inn beint því til bæjarráðs að lögð verði sérstök áhersla á þessi mál við gerð fjárhagsáætlunar fyrir þetta Atvinnuleysis- skráning í bréfi frá Vinnumiðlunarskrifstof- unni, dags. 3. mars, kemur fram að 27. febrúar s.l. hafi verið á at- vinnuleysisskrá á Akureyri 118 manns, 88 karlar og 30 konur. At- vinnuleysisdagar í febrúar voru alls skráðir 2290 og svarar það til þess að 109 hafi verið atvinnulausir all- an febrúarmánuð. Bifvélavirki óskast Helst vanur réttingarvinnu. Mikil vinna. Upplýsingar hjá: Höldur s.t, Tryggvabraut 14, símar 21715 — 23515. Vinna við ræstingar Starfsmaður óskast strax til ræstinga á leikskólann Lundarsel. Uppl. eru veittar í síma 25883 milli kl. 1.00 og 2.00 á daginn. AKUREYRARBÆR Skrúðgarðyrkjumaður Lystigarður Akureyrar, óskar að ráða skrúðgarð- yrkjumann. Uppl. veitir forstöðumaður í síma 96-22983 milli kl. 8.30 til 12.00. Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, þurfa að berast Lystigarði Akureyrar, Box 95, Akureyri, fyrir 25. þ.m. Forstöðumaður. Húsnæði óskast Óskum eftir fjögurra herbergja íbúð fyrir starfs- mann. íbúðin þarf að losna í maí 1981. Nánari upplýsingar í síma 24166 á skrifstofutíma og 91-16637 á kvöldin. DAGUR Tryggvabraut 12. AÐALFUNDUR Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna á Norður- landi verður haldinn á Sólborg miðvikudaginn 18. mars klukkan 20.30. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. önnurmál. Kaffiveitingar. Nýirfélagar velkomnir. Stjórnin. Panell — Panell Fyrirliggjandi fyrsta flokks PANELL, 5” og 6” breiður. FURUVELLIR 5 AKUREYRI. ICELAND P. O. BOX 209 SlMAR (96)21332 og 22333 Skíðaskólinn Hlíðarfjalii í næstu viku: Skíðagöngunámskeið, kennari Joko Parvianen. Innritun og upplýsingar á Skíðastöðum, sími 22930 og 22280. DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.