Dagur - 12.03.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 12.03.1981, Blaðsíða 8
Akureyri, fimmtudagur 12. mars 1981 RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VEUIÐ RÉTT MERKI Þórshöfn Útibú frá sauma- stofu á heimilum „Við byrjuðum aðallega að framleiða vörur úr uli og enn er meiri hluti framleiðslunnar úr henni. Síðar hófum við fram- leiðslu á nælonsloppum, sem fara eingöngu á innlandsmark- að, en ullarvörurnar eru seldar til útlanda. Við þessa fram- leiðslu starfa ellefu manns á Vilja gefa íslendingum fyrst tækifæri Veiði í Laxá, ofan virkjunar, hefur verið fremur léleg síðustu tvö sum- ur, en að sögn bænda fyrir austan er útlit fyrir að veiðin aukist i sumar því skilyrði hafa skánað í ánni. Ef heppni er með ættu veiðimenn að geta krækt í einn og einn lax næsta sumar á þessu svæði. Forsala veiðileyfa í Laxá, ofan virkjunar, er hafin. Á Akureyri fást veiðileyfin í Sport- og hljóðfæra- versluninni við Ráðhústorg. Þeir sem vilja geta látið bóka ákveðna daga í síma 91-5264 á kvöldin fram að næstu mánaðamótum. Ástæðan fyrir því að veiðiréttar- hafar eru með forsölu á leyfum er einfaldlega sú að ferðaskrifstofur hafa sýnt ánni æ meiri áhuga með það í huga að selja veiðileyfi til út- lendinga. Hins vegar vilja veiði- réttarhafar fyrst gefa Islendingum kost á að velja sér daga. Þórshöfn, en þar að auki starfa fimm konur inn i Þistilfirði fyrir okkur við saumaskap,“ sagði örn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri saumastofunnar Snældu h.f., en þetta fyrirtæki var stofn- að á Þórshöfn í október mánuði 1979 og tók til starfa s.l. sumar. Það er ætlun forráðamanna fyr- irtækisins að auka enn á þátt sveitakvenna í starfi þess. Öm sagði að konurnar fengju verkefnin heim og saumuðu í ákvæðisvinnu á eigin vélar. Hins vegar er það ætlunin að kaupa sérstakar iðnaðarsaumavél- ar — 3 til 4 stykki, og koma þeim fyrir á sveitaheimilum í nágrenni Þórshafnar, en með því mót.i ættu a.m.k. 10 sveitakonur að komast í hálft starf hjá saumastofunni. Örn sagði að áhersla yrði lögð á að fá góða nýtingu á vélarnar yfir veturinn, en ljóst væri að yfir sum- arið væri ekki hægt að ætlast til þess að konurnar ynnu neitt að ráði við sauma — í nógu öðru væri að snúast á sveitaheimilum á þeim árstíma. Þess má geta að hér á landi eru ti! saumastofur, sem hafa eingöngu í sinni þjónustu fólk, sem starfar að framleiðslunni í heimahúsum. Starfsemi saumastofunnar á Þórs- höfn er að því leiti til ólík flestum saumastofum landsins, að hluti framleiðslunnar er unnin í heima- húsum, en síðan er hlutunum safri- að saman og flíkurnar fullunnar á einum stað. „Nú framleiðum við einkum jakka og þess háttar fyrir Álafoss og fleiri útflutningsaðila. Við erum bjartsýnir á framtíðina, enda engin ástæða til annars,“ sagði Örn Sig- urðsson að lokum. FÉLAG UM HANDLIST Mikil gróska hefur verið í mynd- listarmálum á Dalvík og nágrenni hefur því verið ákveðið að halda stofnfund áhugafólks um handlist almennt. Markmið félagsins yrði að efla áhuga fyrir myndlist og stuðla að sýningarhaldi og fá jafn- framt listamenn til námskeiða- helda á staðnum. Allir þeir er vilja veita þessu máli brautargengi eru hvattir til að mæta mánudaginn 16. þ.m. í Dalvíkurskóla kl. 9. Hafa kúa- bændur bruðlað? Uppgjör á skýrslum nautgripa- ræktarfélaga, sem Búnaðarfélag íslands annast, bendir til þess, að fóðurbætir hafi verið notaður í óhófi handa mjólkurkúm á undanförnum árum. í Ijós hefur komið að samdráttur í fóður- bætisgjöf 1980 dró aðeins óverulega úr ársnytinni. Samkvæmt viðtekinni kenningu um kjamfóðurgjöf, á 1 kg af fóð- urblöndu að skila að minnsta kosti 2 lítrum af mjólk, eins og fram kemur í nýlegu fréttabréfi frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðar- ins. Samkvæmt skýrslum naut- griparæktarfélaga, sem ná yfir 21 þúsund kýr og eru frá 877 bændum, minnkaði kjarnfóðurgjöf um 231 kg á hverja heilsárskú árið 1980. Nytin hefði átt að verða um 460 kg minni á hverja kú, en varð hins vegar ekki nema 53 kg minni. f fréttabréfinu segir, að það sé spurning hvort þessar tölur gefi ekki vísbendingu um að fóðurbætir hafi verið notaður í óhófi handa mjólkurkúm á undanförnum árum. Þá er einnig athyglisvert að þrátt fyrir miklu minni fóðurbætisgjöf 1980 en 1979 varð umreiknuð mjólkurfita sú sama bæði árin, eða 162 kg. Þetta stafar af því, að þó meðalnytin á heilsárskú hafi verið 53 kg minni 1980 en 1979, þá var fitan að jafnaði 0,05% meiri, sem jafnar metin. Hita upp gangstéttir hita upp hverja einustu gangstétt bæjarins," sagði Valdimar Braga- son bæjarstjóri í samtali við DAG. ,,Nú rennur affallsvatnið beint í klóakleiðslurnar og kemur engum að gagni. Vatnshitinn er um 35 til 40 stig þegar vatnið kemur út.“ Að sjálfsögðu er töluverður kostnaður fólginn í lagningu leiðsla undir gangstéttir, en Valdimar sagði að vatnshitinn væri ekki meiri en svo að venjuleg rör frá Reykja- lundi nægðu. „Hjá Dalbæ urðu t.d. smávægi- legir byrjunarörðugleikar þar sem rörin voru lögð undir malbik. Svo virðist vera að þau hafi ekki verið sett nógu djúpt og sennilega hafa rörin ekki legið nógu þétt saman. Þar sem lagt var í steypu kemur þetta betur út, en hitaleiðni í stein- steypunni er meiri. Hins vegar lofar þetta góðu og það er allt annað að geta gengið á góðri gangstétt en á svellbólstrum og klakahröngli" Dalvík á fögrum vetrardegi. Mynd: E.D. - sagði bæjarstjórinn að lokum. Upphitaðar gangstéttir eru ekki fjarlægur draumur fyrir Dalvík- inga, því bæjaryfirvöld hafa ákveðið að hefjast handa með lagningu leiðslna undir gang- stéttir í sumar. Þegar er búið að leggja leiðslur undir gangstéttir hjá Dalbæ, vistheimili aldraðra, og að sögn Valdimars Braga- sonar, bæjarstjóra á Dalvík hef- ur sú tilraun á margan hátt gef- ist vel og vita menn nú betur en áður hvernig ber að haga slíkum framkvæmdum. Ætlunin er að nota affallsvatn, sem kemur frá íbúðahúsum til að hita upp stéttirnar, en Dalvíkingar nota ekki vatnið aftur eins og t.d. er gert á Akureyri. „Það eru ekki uppi áform um að Einmana hrafn á flugi. Mynd: H. Sv. Málverkasýning Laugardaginn 14. mars opnar Helgi Þorgils Friðjónsson mál- verkasýningu i Rauða húsinu. Helgi Þorgils hefur stundað nám í Myndlista- og Handíðaskóla ís- lands svo og í Maastricht á Hol- landi. Hann hefur haldið nokkrar sýningar og verið iðinn við bóka- gerð. Sýning Ólafs Lárussonar í Rauða húsinu gekk með afbrigðum vel og voru gestir fjölmargir. Ekki verða send út boðskort á sýningu Helga en allir eru boðnir velkomnir. Rauða húsið er opið alla daga frá 16-22. # Keðjubréf sem lofa heppni — eða hóta áfalli Svo mikið hefur verið rætt og ritað um keðjubréf, að allir vita væntanlega hvað þar er á ferðinni. Venjulega er fólk ginnt til þátttöku með loforð- um um peningaupphæðlr, en annars konar keðjubréf eru til. Nýlega kom einn lesenda blaðsins með keðjubréf á rit- stjórn með þeim orðum að hann þyldi ekki hótanir og svona lagað ætti að banna. Ávinningur þeirra sem ekki slitu keðjuna var einhver óvænt heppni, samkvæmt bréfinu. Að sama skapi myndi eitthvað hræðilegt koma fyrir ef viðkomandi sliti keðjuna. Lesandinn ætlaði að taka áhættuna og bað jafnframt um að sagt yrði frá ósómanum. • Milljón dollarar í happdrætti, dauðsfall og betri vinna Sagt er að bréfið sé upphaf- lega komið frá trúboða í S,- Afríku að nafni Antoine de Sedi og að keðjan sé búin að fara 10 sinnum umhverfis Jörðina. Hún færi hamingju, en svo eru nefnd mörg dæmi um óhamingju þeirra sem dirfðust að slíta keðjuna. Einhver Constantine Dine fékk bréf 1955, lét einkarltar- ann sinn senda 20 afrit með nafni sínu og fékk milljón dollara í happdrætti. Carlos Brandt týndi bréfi, missti vinnuna, fann bréfið og sendi áfram og fékk mun betri vinnu en hann hafði áður. Zarin Berreskilli fékk bréf, fleygði því og dó 9 dögum síðar. Ken Friedman, listmál- ari, tók þátt ( keðjunni og hann fékk að sýna verk sín á stóru og virtu listasafni. í bréfinu segir að oft hafi fólk fengið peninga eftir þátttöku í keðjunni. 0 Hvaðhreppa P. Pálsson og M. Jóns- dóttir? Ekki vitum við hversu góðar undirtektir þetta keðjubréf hefur fengið hér á landi, en á það eintak sem við sáum höfðu tveir skrifað nafn sitt, P. Pálsson og M. Jónsdóttir. Greinilegt var að bréfið hafði borist frá Danmörku því nöfnin báru það með sér, s.s. Hansen, Poulsen, Sörensen, Jensen, Höjgaard og Sim- onsen. Þess má og geta að bréfið var skrifað á dönsku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.