Dagur - 27.03.1981, Blaðsíða 7
verið mjög lítill. Þegar fólk fjar-
lægist náttúruna er vissulega alltaf
hætta á að þetta næmi hverfi, þessi
skynjun á eðli náttúrunnar."
Og eina góða veiðisögu í lokin.
„Ja, þú segir nokkuð. Ég man
eftir því, það skeði líklega fyrir um
10 árum, að við fórum nokkrir á
dorg vestur á vatn og vorum ákaf-
lega sælir með okkar veiði, sem var
á bilinu 60-80 bröndur á mann.
Þennan dag sátu tveir menn suð-
vestur á vatni og hreyfðu sig ekki
allan daginn. Seinna kom í ljós að
I
annar þeirra hafði haft 260 og hinn
270. Þetta er mesta veiði sem ég veit
um.
Stóra atriðið held ég að sé hins
vegar trúin á veiðina, hún er það
sem að gildir, gefast ekki upp og
hafa alltaf von.“
Sjálfsagt eru þeir fslendingar fáir,
sem ekki hafa ekið um Mýyatns-
sveit á sóifögrum sumardegi og
dásamað þá fegurð er sveitin býr
yfir. En Mývatnssveit býr einnig
yfir sfnum töfpum að vetrarlagi,
sem sumum finnst ekki síðri, þeg-
ar sól er tekin að hækka á iofti og
hvítt er yfir öllu. Skuggar gera
alla drætti landsins skýrari og
skarpari f stillum og bjartviðri
sem ekki er óalgengt, þegar Ifða
tekur að vori. En hvað skyldu þeir
vera margir sem þannig hafa litið
Mývatnssveit. Þeir eru örugglega
miklum mun færri, enda hefur
hingað til verið óhægt um vik. Nú
hefur orðið þar breyting á, því
nokkrir aðilar hafa tekið sig sam-
an um það að bjóða upp á ódýrar
helgarferðir, og gefa þannig fólki
kost á að kynnast Mývatnssveit í
vetrarbúningi.
f tilefni að þessum ferðum sneri
Helgar-Dagur sér til Jóns llluga-
sonar framkvæmdastjóra Eldár f
Mývatnssveit og spurði hann
nánar út f þessar ferðir.
Mývatnssveit - Vetrarparadís
Jón Illugason, framkvæmdastjóri
Eldár.
Hvaða aðilar eru það sem standa
að þessum helgarferðum?
„Það er Eldá og Hótel Reynihlíð
í samvinnu við Flugleiðir. Þetta er
hugsað til að lengja ferðamanna-
tímann, einkum síðari hluta vetrar
og á vorin, en bjóða jafnfram
ferðafólki upp á eitthvað nýtt og
jafnvel framandi.“
Nú kannast flestir við Hótel
Reynihlíð og ekki þarf að kynna
Flugleiðir, en hvers konar fyrirtœki
er Eldá?
Myndir og texti:
Jón Gauti Jónsson
I
I
I
■
I
I
I
„Eldá er hlutafélag, sem var
stofnað fyrir tveimur árum. Til-
gangurinn með stofnun þess, var að
koma á fót og reka ýmsa þjónustu
fyrir ferðamenn, sem vantað hefur
hér í sveitina. Við erum með um-
boð fyrir Flugleiðir og eitt það
fyrsta sem við tókum upp, voru
fastar ferðir frá Aðaldalsflugvelli
og í Mývatnssveit allan ársins
hring, daglega að sumarlagi en
fjórum sinnum í viku yfir veturinn.
Einnig höfum við boðið upp á
skoðunarferðir hringinn í kringum
Mývatn, báta til leigu á vatninu og
verslun með minjagripi"
Eins og getið var um hér að fram-
an hefur nú nýlega litið dagsins Ijós
svokaUaður helgarpakki, þar sem
boðið er upp á ódýr flugfargjöld,
ferðir í Mývatnssveit ásamt gistingu
að Hótel Reynihlíð. En stendur ekki
ferðafólki ýmislegt fleira til boða
þegar þangað er komið?
„Jú vissulega. Auk þess sem þú
nefndir vil ég bæta við eftirfarandi:
Skoðunarferðir: Alla laugardaga
er boðið upp á skoðunarferðir, þar
sem m.a. verður farið að Kröflu-
virkjun, leirhverunum við Náma-
fjall, Kálfstrandarvogum, Skútu-
stöðum og Laxá.
Vélsleðaferðir. Þeir sem vilja
geta fengið sig flutta á vélsleðum að
nýju eldstöðvunum í Gjástykki eða
á aðra áhugaverða staði í nágrenn-
inu.
Dorgarveiði. Á laugardögum er
hægt að kaupa dorgveiðileyfi á
Mývatni og slást í för með kunn-
ugum mönnum, sem leið-
beina helgargestum og aðstoða þá
við veiðiskapinn.
Bátaleiga. Róðrarbáta er hægt að
taka á leigu á góðvirðisdögum,
einkum þegar líður á veturinn og
þá ekki síður þegar fer að vora.
Tilsögn í skíðagöngu. Mývetn-
ingar voru fyrrum þekktir skíða-
Séð til Belgjarfjalls. (Ljósm. Sigurgeir B. Þórðarson).
staklega fyrir, en auk þess er ýmis-
legt annað hægt að taka sér fyrir
hendur. í nágrenni hótelsins er gott
skíðagönguland. Einnig er skíða-
J1»
Upplýst togbraut er við Rcykjahlfðarþorp.
göngumenn og nú er aftur vaxandi
áhugi á skíðagöngu í Mývatnssveit.
Þeir sem áhuga hafa geta fengið
tilsögn hjá fyrrverandi Islands-
meisturum og Ólympíuförum.
Það sem hér að framan hefur
verið minnst á þarf að greiða sér-
togbraut skammt frá og upplýst
skíðabrekka. Góðar aðstæður eru
einnig til gönguferða og nokkrar
fuglategundir halda sig við Mývatn
allan ársins hring. Jafnvel að vetr-
arlagi geta því fuglaskoðarar fengið
nokkuð fyrir sinn snúð, þótt vorið
sé að sjálfsögðu besti tíminn. Eftir
góða gönguferð er svo upplagt fyrir
hraustmenni að fara í bað í Stóru-
gjá, sem er vissulega allsérstæð
lífsreynsla.“
Nú er þessi helgarpakki boðinn
frá Reykjavík, hvað með Norðlend-
inga, sem áhuga kunna hafa, að
dvelja í Mývatnssveit eina helgi?
„Það er rétt, en vissulega er
Norðlendingum boðið upp á hlið-
stæð kjör. Þeir þurfa þá að koma
sér í Mývatnssveit á eigin vegum og
eiga þá kost á gistingu á hagstæð-
um kjörum. Verð á einsmannsher-
bergi í tvær nætur er frá 140 kr. og
tveggjamanna frá 200 kr. Morgun-
verður er seldur á 34 kr„ og venju-
legur hádegis- og kvöldverður á 58
kr. Börn fá síðan verulegan afslátt
frá þessu verði.“
Og hvernig leggst þetta íþig?
„Það þýðir ekkert annað en að
vera bjartsýnn. Auk þess álítum við
að þessar ferðir komi til með að
verða vinsælar meðal útlendinga,
því við vitum um erlenda aðila,
sem eru að búa sig undir að auglýsa
hingað vetrarferðir næsta vetur.
Okkur heimamönnum finnst feg-
urð Mývatnssveitar oft á tíðum
ekki síðri á vetuma en á sumrin og
viljum gjarnan veita öðrum hlut-
deild þar í.“
Þegar hvltt er yfir öllu verða allir drættir landslagsins miklu mun skarpari.
DAGUR•7