Dagur - 27.03.1981, Blaðsíða 10

Dagur - 27.03.1981, Blaðsíða 10
MAÐUR OG UMHVERFI Helgi Hallgrímsson Smávegis nm liringanóra Það mun hafa vakið athygli margra þegar það fréttist, að ein selskepna, nánar tiltekið hringanóri, hefði verið flutt alla leið frá því flata Hollandi, til Akureyrar og sleppt þar í Pollinn. Kannske hafa einhverjir spurt sem svo: Af hverju var selurinn fluttur hingað? Því er til að svara að í fyrsta lagi er hringanórinn íshafsselur. I öðru lagi er Akureyri líklega eini stað- urinn hérlendis, þar sem selir af þessu tagi hafa fasta og árvissa dvöl nú á seinni árum. Það mun hafa verið um eða upp úr 1970 að nórarnir fóru að venja komur sínar hér inn í Pollinn. Ekki er ólíklegt að þeir hafi fyrst komið hingað á hafísárunum 1968-1970 og kynnst aðstæðum hér, litist staðurinn lífvænlegur og ákveðið að eyða „vorfríinu" sínu hérna framvegis. Fyrstu árin voru selirnir fáir, líklega ekki fleiri en 3-5, en þeim hefur smám saman farið fjölgandi, og í fyrravetur (1980) fréttist af 20-30 selum. Sjálfur hef ég þó ekki séð fleiri en svo sem 101 hóp. (Jón Sigurjónsson hefur séð). Selirnir koma oftast í febrúar og hverfa aftur í apríl? Þegar ís er á Pollinum og Leir- unum sjást þeir oft liggjandi uppi á ísnum í grennd við Árnagarð, og yfirleitt virðast þeir halda sig mest á þeim slóðum, þ.e. á mótum leiru og Kr. 66.500 miöaö viö lúxusútbúnaö, svo sem: Stereo útvarps og kassettutæki, plussákiæöi, teppi á gólfum, höfuöpúöa, klukku, hitaöri afturrúöu o.fl. Ryövörn innifalin í veröinu. 4ra strokka fjórgengisvél, 1439 cc meö ofanáliggjandi knastás, 4ra gíra, al samhæföur gírkassi, eigin þyngd 910 kfló, aflbremsur, diska- bremsur aö framan og skála- bremsur aö aftan. McPerson gormafjöörun aö framan, blaö- fjaörir aö aftan. Frábærir aksturseiginleikar. Sýngarbíll á staönum. G/obuse LÁGMÚLI5, SÍMI81555 polls eða nálægt marbakkanum fyrir botni fjarðarins. Fyrir kemur þó að þeir sjást alveg inn undir flugskýlinu, en ekki er vitað til að þeir fari teljandi inn í sjálfa ána (árkvíslarnar), enda er þar eftir litlu að slægjast. Þeir eru yfirleitt rólegir og kippa sér ekki upp við að vera skoðaðir af forvitnu fólki út úr bílum, sem oft nema staðar á Drottningarbraut- inni eða aka út á Árnagarðinn til að skoða þá. Oftast halda þeir sig þó í hæfilegri fjarlægð frá veginum, og ekki allfjarri opnum vökum, sem þeir geta steypt sér ofan í, ef í harðbakkann slær. Sjálfsagt halda margir að þarna séu landselir á ferðinni, því að þeir eru víða á svipuðum stöðum (við árósa) og þessar tvær selategundir eru náskyldar og næsta líkar. Nór- inn er þó styttri og tiltölulega sver- ari (kubbslegri) og af því munu vera dregin algengustu nöfn hans á íslenzkunni, (hringa)-nóri og skemmingur (af skammur=stutt- ur), en auk þess þekkjast nöfnin selakóngur, hringselur, skammi, (og e.t.v. loðselur og brimselur). (skv. Bjarna Sæmundssyni). Aðalheimkynni hringanórans eru Norður-íshafið allt í kringum pólinn. Hann heldur sig mest við jaðar hafísbreiðunnar miklu og kæpir á ísnum á vorin. Hann hefur lagast aðdáunarlega vel að lífi í hafísnum, og getur lifað undir þykkum og samfelldum ís svo mánuðum skiptir. Verður hann þá að halda opnum götum til að anda í gegnum (andopum), og hefur það lengi verið mönnum undrunar- efni hvernig selirnir fara að því. í Konungsskuggsjá segir: „Þá er það enn eitt sela kyn, er smæst er og skemmingur kallast, og eru þeir eigi lengri að vexti en tveggja álna, og er það með undarlegri náttúru, því að svo er frá sagt, að hann fer undir þá ísa, er flatir eru og annað Hringanóri. hvort eru fjögurra álna þykkir eða fimm, og blása í gegnum þá, svo að þeir hafa stórar vakir, þar sem þeir vilja.“ Hvítabirnir sitja gjarnan um nórana þegar þeir koma upp til að anda og rota þá með hramminum. Mikið er af hringanóra við Græn- land og hefur hann lengst af verið undirstaða veiðanna hjá Grænlendingum. Á síðari áratug- um hafa norðmenn veitt mikið af þeim í hafinu fyrir norðan og vest- an ísland, og hefur þeim líklega fækkað nokkuð af þeim sökum, en nú hafa veiðarnar minnkað og má því búast við að selunum fari fjölgandi. Sérstakur stofn af hringanóra lifir í Eystrasalti og aðrir stofnar eru í stórum vötnum í Finnlandi og Rússlandi. Er talið að þeir hafi „dagað þar uppi“ þegar Jökultím- anum lauk á þessum slóðum. Á vetrum flækjast nórarnir oft langt suður, jafnvel alla leið til Niður- landa og Frakklands, eins og dæmið um hollenzka selinn sýnir. Eftir heimildum að dæma hafa hringanórar verið töluvert algengir hér við land fyrr á tímum, einkum þó við Norðurland og þar voru þeir veiddir allmikið inni á fjörðum a.m.k. á hafístímabilum, svo sem í lok síðustu aldar, ásamt vöðusel og blöðrusel sem einnig fylgdu ísnum. Færeyingurinn Nikolai Mohr, greinir frá því í íslandslýsingu sinni frá 1786, að fyrrum hafi verið veitt mikið af hringanóra í Eyjafirði. „Þegar fjörðinn lagði, safnaðist hringanórinn inn undir fjarðarbotn og gerði þar gat á ísinn, skreið upp á hann og svaf á honum. Þegar sjór féll út, seig ísinn niður á Leiru- botninn. Fóru menn þá, vopnaðir trékylfum, út á ísinn og rotuðu sel- ina. Þannig drápu þeir stundum 20 hringanóra á einum degi. En um 1789 var þessari veiði að mestu Framhald á blaðsíðu 11 Alþjóðleg bílasýning — International Motor Show dagana 27. marz — 5. apríl í Sýningahöllinni að Bildshöfða I tilefni sýningarinnar býður FERÐASKRIF- STOFA AKUREYRAR upp á „pakkaferðir“ sem innifela flugferð og gistingu í 1 eða tvær nætur á Hótel Loftleiðum og Hótel Esju. Verð frá kr. 594.00. Fróðleg og skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna. Vegna gífurlegrar eftirspurnar vinsamlegast pantið í tima. Ferðaskrifstofa Akureyrar RÁÐHÚSTORGI 3 - AKUREYRI - SÍMI 25000 10•DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.