Dagur - 27.03.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 27.03.1981, Blaðsíða 8
TÓNLISTARPISTILL Kórsöngur og fleira í Guðmundur Gunnarsson kuldatíð Pistill þessi hefur nú undan- farnar vikur og mánuði dormað í vetrardvala af ýmsum ástæðum. Má reyndar segja, að skökku skjóti við, þegar hann er nú settur á blað einmitt um þær mundir, sem norðaustanáttin og hríðaréiin virðast endanlega hafa tekið völdin í ríki vindanna og jafnvel Trausti veðurfræð- ingur sér ekki önnur ráð vænni en segja mönnum að hætta að hugsa um veðrið og snúa sér að því að vökva blómin sín. Ekki verður með sanni sagt, að viðburðaleysi á tónlistarsviðinu hafi drepið pistilinn í dróma. Frá áramótum hafa nöfn eins og Kammersveit Reykjavíkur og Ruth L. Magnússon, Martin Berkovsky, Manuela Wiesler, Oliver Kentish og Margrét Bóasdóttir verið á tónleikaskrá bæjarbúa. Svo má ekki gleyma hinum gömlu og rót- grónu máttarstólpum tónlistarlífs- ins, karlakórum bæjarins, sem báðir eru nú óvenju snemma á ferð með árvissa samsöngva sína. Höf- undur þessara orða komst ekki til að hlýða á þessa hljómleika alla. En nú skal reynt að drepa í örfáum orðum á flesta þá, sem hann varð vitni að. Tónleikar Kammersveitar- VeriÖvelkomin fbæinn Gisting á Hótel Esju er til reiðu. Viö bjóöum þér þægilega gistingu á góðu hóteli. Herbergin eru vistleg og rúmgóö, — leigð á vildarkjörum aö vetri til. Héðan liggja greiðar leiðir til allra átta. Stutt í stórt verslunarhverfi. Laugardalslaugin og Laugardalsvöllur í næsta nágrenni.Strætisvagninn stoppar við hóteldyrnar,með honum ertu örfáar mínútur í miðbæinn. Á Esjubergi bjóðum við þér f jölbreyttar veitingar á vægu verði. Á Skálafelli, veitingastaðnum á 9. hæð læturðu þér líða vel, — nýtur lífsins og einstaks útsýnis. Her er heimili V- þeirra sem Reykjavík gista ‘&H0T6L# Suðurlandsbraut 4,simi 82200 Reyk javik Reykjavíkur og Ruthar L. Magnússon í janúar, flutningur þeirra á lögum nútímatónskáldsins Arnolds Schönbergs við ljóðin um hinn tunglsjúka Pétur, var við- burður, sem erfitt eða nær ógerlegt er að lýsa í fáum orðum. Þar verður að vísa til reynslu þeirra, sem á hlýddu. Lofsvert var, að íslensk þýðing söng- eða taltextanna var í tónleikaskrá, svo að áh'eyrendur gátu fellt saman hina undarlegu tónlist og ekki síður undarlegu ljóðlist. Margrét Bóasdóttir er ein úr hópi þess unga fólks, sem á seinni árum hefur aflað sér víðtækrar þjálfunar og menntunar í tónlist. Tónleikar hennar báru því vitni, röddin er ekki mikil en vel skóluð og beitt af tækni og smekkvísi. Eftirminnileg- ust verður mér túlkun hennar á hinum óviðjafnanlegu sönglögum Sebelíusar. Þar sem mestur hluti textanna var á erlendum málum, hefði verið æskilegt, að hafa end- ursögn eða útdrátt þeirra á ís- lensku. Sérstaklega á þetta við um barnalagaflokk Mussorgskys. Þar held ég tónlistin verði mörgum marklítill hávaði nema til komi skilningur á texta, samanber það sem hér á undan var sagt. Samsöng Geysis var beðið með nokkurri eftirvæntingu vegna þeirra aðstæðna, sem kórinn hefur unnið við í vetur. Söngstjórinn, Ragnar Björnsson, hefur lengst af verið suður í Reykjavík. Þetta var tilraun, sem óvíst var, hvernig tæk- ist, en hún tókst. Auðvitað varð þess vart, að kórinn hefði ekki haft verra af fleiri æfingum. En tilraun- in tókst og hápunktur tónleikanna kom síðast eins og vera ber, þegar áheyrendum gafst á að hlýða Píla- grímakór Wagners, þar sem kórinn naut fulltingis pípuorgelsins í kirkjunni. Það voru eftirminnileg augnablik. Hið sama mátti merkja í söng Karlakórs Akureyrar, að æfinga- tíminn var 1-2 mánuðum styttri en venja hefur verið hjá kórunum. Á samsöng þeirra karlakórsmanna voru frumflutt hvorki meira né minna en þrjú ný lög og er slíkt áreiðanlega fátítt nú á dögum. Af einstökum lögum, sem flutt voru, snertu undirritaðan sérstaklega gamla góða lagið hans Martinis, „Ástarsælan er skammvinn" og Kaldalónslagið „Frændi, þegar fiðlan þegir." Við hið fyrrnefnda eru bundnar einhverjar minningar frá því undirritaður var ung og rómantísk sál á skólaárum í Reykjavík. I síðarnefnda laginu fengu karlakórsmenn til liðs við sig fyrr- verandi félaga, Hreiðar Pálmason, sem undanfarin ár hefur verið einn af máttarstólpum Karlakórs Reykjavíkur. Hreiðar hefur blæ- fagra og samfellda barýtónrödd, sem hann beitir af óskeikulli smekkvísi og öryggi. Ekki er mér kunnugt, hverja þjálfun Hreiðar hefur hlotið í söng. En sú hugsun leitar á, að þar sem hann er, hefði verið efni í íslenskan Gerard Soyzay éða Dietrich Fischer- Dieskau, ef hann hefði gert söng- listina að ævistarfi sínu. En margir eru kallaðir en fáir útvaldir í heimi tónlistarinnar. Margir hafa hæfi- leika á einu sviði eða öðru, en fáum einum eru gefin tækifæri að rækta þessa hæfileika til hins fyllsta þroska. Ástarbiéf læðunnar 8•DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.