Dagur - 27.03.1981, Blaðsíða 3
Þorvaldur Þorsteinsson
ÍMYND-MYND
Sögubrot það er hér fylgir telst
ekki til tímamótaverka í gerð
íslenskra barnasagna. Aftur á
móti er það dæmi um þá
hryggilegu stefnu sem nú ríkir
í barnabókagerð hér á landi.
Ekki er langt síðan börn lásu
bækur. Jafnskjótt og þau urðu
þokkalega stautandi gátu þau sest
með sögubók og lesið hana sér til
ánægju. Þau hurfu inn í heim
sögunnar, drógu upp myndir í
huganum af persónum og um-
hverfi og sáu fyrir sér atburða-
rásina. ímyndunaraflið hjálpaði
þeim þannig að njóta bókanna.
Sumar myndirnar sem urðu til í
litla kollinum gleymdust aldrei
þeim er þær skóp. Þessar sögu-
bækur byggðust nær eingöngu á
textanum, — myndir voru aðeins
ein og ein á stangli. Barnið þjálf-
aðist því nokkuð í lestri við hverja
bók. Það æfðist í að lesa og skilja.
Á síðustu árum hefur mikil
breyting orðið á. Bókaforlög sem
eingöngu miða útgáfu sína við
peningagróðann, æla yfir börnin
Strumpum, Lukkulákum, Súper-
mönnum og alls kyns rusli sem
engum er til gagns nema þeim er
gróðann hirðir. Jafnvel fegurstu
ævintýri og sögur eru ekki lengur
gefin út nema með mjög tak-
mörkuðum litlausum texta. Stór-
ar litríkar myndir eru látnar sýna
allt er áður var sagt og meira til.
Þessar „bókmenntir“ eru nær al-
gerlega ráðandi á barnabóka-
markaðnum og varla finnst það
barn sem ekki hrífst méð. Báékúr
þessar eru auglýstar með miklum
fyrirgangi, þær líta fallega út, eru
í skærum litum og fullar af
myndum sem segja nær allt er
þarf. Hljóð fylgja með (sbr.
dæmið sem hér fylgir). Þannig er
allt lagt upp í hendur „lesarans“,
— fyrirhöfnin verður engin.
Hvers vegna ættu börnin ekki að
hrífast með?
Skaðsemi þessarar ruslfram-
leiðslu er margþætt.
Myndirnar sjá til þess að nær
óþarfi er að lesa bækurnar. Barn-
inu nægir að skoða þær.
Sá litli texti sem finnst er lág-
kúrulegur og oft hrein vitleysa.
Barnið þarf aldrei að beita
ímyndunaraflinu, allt er matreitt
fyrir það. — Persónurnar og um-
hverfið lítur svona út og ekkert
öðru vísi —. Teiknarinn afmarkar
fyrirfram hugmyndir „lesarans".
Ánægjan er oftast skammvinn.
Hún varir aðeins á meðan bókin
er skoðuð. Þegar því er lokið þarf
að kaupa nýja.
Ekki er ástæða til að ætla
annað en framleiðsla þessara
bóka aukist enn frekar. Eftir-
spurnin sér til þess.
Hvers eiga börnin að gjalda?
fSvoMA HAFÍ>'i fiCTTA
ytssi ffl/f&S
!/<?(? A'/í.--
ftSfÍAÍd V
JC<j zacjMZ- vksí
SVAZTj S&OKAUM
„Læknamafían66
skemmtir sér!
— nánar tiltekið,
svipmyndir frá árshátíð
Sjúkrahússins.
Mynd: J. G. J.
Framfarir
Dr. Albert Einstein var beðinn að
lýsa vopnunum, sem hann teldi að
notuðu yrðu í þriðju heimstyrjöld-
inni. Einstein kvaðst ekki vita
hvemig þau yrðu, en hann kvaðst
geta sagt hvaða vopn yrðu notuð í
fjórðu heimsstyrjöldinni.
„Hvaða vopn verða það?“ var
einstein spurður.
„Grjót“ sagði hinn heimskunni
eðlisfræðingur.
*
Vátrygging:
Hlaða bóndans hafði brunnið til
kaldra kola og umboðsmaður
vátryggingafélagsins var að skýra
fyrir honum í hverju bætur félags-
ins væru fólgnar.
„Þér fáið ekki útborgað vátrygg-
ingarféð“ sagði hann, „en félagið
byggir fyrir yður aðra hlöðu alveg
eins.
Bóndi varð fokvondur: „Fyrst
reglurnar ykkar eru svona, þá getið
þið strikað út líftryggingu konunn-
ar minnar"
Herrar mínir, ég hef góðar fréttir að
færa ykkur. Konan mín hefur lagt
blessun sina yfir gerðir okkar.
M
fl
H
Húseigendur
athugið!
Viljum taka á leigu fjögurra herbergja íbúö
strax eða fljótlega fyrir fimm manna fjöl-
skyldu í raðhúsi eða fjölbýlishúsi.
Góðri umgengni heitið.
Vinsamlegast hafið samband við Jón Arn-
þórsson sem gefur nánari upplýsingar.
lönaöardeild Sambandsins,
Akureyri, simi 21900
Hesta-
menn
Hnakkarnir á ótrúlega lága verðinu eru
komnir aftur.
Veróið er aóeins kr. 665,50.
Einnig höfuðleður, ístaósólar og reiðar í sama lit.
Póstsendum um land allt.
Brynjólfur Sveinsson h.f.
DAGUR•3