Dagur - 27.03.1981, Blaðsíða 9
J
sealskin
BAÐHENCI
&SLÁR
Byggingavörudeild
DAGUR•9
VÍSNAÞÁTTUR
Hjálmar Jónsson
GLÆÐUR
Jón Gauti Jónsson
aðarstaðar ásamt 100 m breiðri
landspildu beggja megin árinnar.
Var það samþykkt af stjórnar-
ráðinu sama ár.
Þótt ýmislegt sé á huldu um
þessi félög, er ljóst, að íslensk
yfirvöld litu á þau sem íslensk fé-
lög og að þannig rúmuðust þau
innan hinna nýju fossalaga. þrátt
fyrir þá staðreynd, að þau lytu í
flestum tilvikum yfirráðum er-
lendra fjármagnseigenda.
Eftir þessar hræringar kom
Norðurland lítið við sögu meir
hvað varðaði virkjunaráfangann
og samningar um vatnsréttindin
féllu smám saman úr gildi. Sjón-
um var einkum beint að Suður-
landi, en sú saga verður ekki rak-
in hér. Aldrei varð því neitt úr, að
hér á Norðurlandi risi á fyrsta
ársfjórðungi þessarar aldar stórar
vatnsorkuvirkjanir með tilheyr-
andi iðjuverum.
Af fossakaupum — Síðari hluti
„Rumski menn og vakni við
vorsins kennimerki“
Það er oft svo þegar hefja skal
vísnamál, að fátt er handbært í
fyrstunni. Því kemur upp í hug-
ann vísan kunna eftir Hjörleif
Jónsson á Gilsbakka:
Ljóðin fá ég læt f té
lokað er flestum sundum.
Það er eins og andinn sé
úti á þekju stundum.
Aðeins langar mig að nefna
tíðarfarið. Það hefur ekki verið
gott undanfarið. Ólafur Sigfússon
í Forsæludal kveður svo:
Enginn kæti á mér sér,
enn er þrætinn vetur.
Eftirlætisljósin mér
logað gætu betur.
En það er ekki alltaf vetur hjá
Ólafi. Hann var á síðast liðnu
sumri'að mála þak heima í For-
sæludal. Þá varð hann fyrir því
óhappi, að hrasa og falla niður af
þakinu. Við byltuna fór hann úr
axlarliði og var ekið með hann í
skyndi til Blönduóss. Læknir
svæfði hann og kippti í liðinn.
Þegar svo Ólafur vaknaði beindi
hann bundnu máli sínu til lækn-
isins:
Vel ég mætti muna þig
meðan ég helst á flakki,
sem að fyrstur svæfðir mig
siðan ég var krukki.
Þá þurfti Ólafur læknisvottorð
vegna þess að hann yrði frá vinnu
um skeið. Læknirinn, Hjálmar
Freysteinsson, gaf þá út svo-
hljóðandi vottorð:
Eftir flugferð fvið djarfa
ég það votta skal,
að ófær er til allra starfa
Ólafur i Dal.
Það virðist einkar skynsamlegt
að taka áföllum með slíku hugar-
fari sem Ólafur þessu sinni. Og
jafnan síðan minnist hann þessa
slyss með brosi.
Sveinn Hannesson frá Elivog-
um hafði einhvern tíma þessa
ráðleggingu fram að færa:
Láttu aldrei atvik skeð
auka heift í sinni.
Sýndu heldur glaðvært geð,
gáðu að skynseminni.
Eftir efninu mætti hér koma að
útleggingu á sögu nokkurri um
flís og bjálka og staðsetningar
trjáviðarins. Kristinn Bjarnason
frá Ási lítur sér nær og kveður
eftir deilur:
Háski að lemja hausnum við
hækkar grcmja tapið.
Eigi að semja fullan frið
fyrst er að temja skapið.
Þetta er vissulega gott að hafa
hugfast sem einstaklingur, — lítill
hluti stórrar heildar. Að vorlagi
kveður Kristinn þessa stöku:
Þó að fenni um fjallasvið
frost sé enn að verki.
Rumski menn og vakni við
vorsins kennimerki.
Og hugsandi til vors og sumars
langar mig að spyrja, hver hafi ort
svo um veiðiskap sinn:
Flugu minni fleygði ég en fár var gróði
Á mig leit úr ölduflóði
urriði, — með köldu blóði.
Þá væri gott að fá sendar góðar
vísur til birtingar í þættinum. Að
svo mæltu kveð ég að sinni með
góðum óskum.
Hjálmar Jónsson, Kirkjutorgi 1
Sauðárkróki.
leigu að ræða, en hinum seinni
voru réttindin keypt, nema af því
opinbera, þar var um leigu að
ræða. Hitt atriðið var, að seljend-
ur áskildu sér bætur eftir sam-
komulagi eða mati fyrir átroðn-
ing og landspjöll, er af fram-
kvæmdum kynni að hljótast. Lít-
ið er hins vegar vitað um
kaupverð.
Við mælingar og rannsóknir á
fossum í Skjálfandafljóti kom í
ljós, að þeir voru ekki eins miklir
orkugjafar og búist hafði verið
við. Af þessum sökum höfðu for-
vígismenn Skjálfanda hug á að
tiyggja félaginu umráðarétt yfir
fleiri fossum, sem virkja mætti í
tengslum við Skjálfandafljót.
Athyglin beindist einkum að
fossum í Laxá, og í lok ársins 1908
fór Skjálfandi formlega fram á
það við íslensk yfirvöld að fá
Brúarfossa í Laxá leigða með til-
heyrandi flúðum í landi Grenj-
f síðasta Helgar-Degi voru
rakin kaup og Ieiga á norð-
lenskum fossum á árunum
1897-1899. Var það einkum
Oddur V. Sigurðsson vélfræð-
ingur er staðið hafði fyrir því.
Verður nú haldið áfram þar
sem frá var horfið.
Ljóst er að áform Einars fengu
allgóðar undirtektir í Noregi, en
áhugi á vatnsaflvirkjunum var
mikill í Noregi á þessum árum og
stórfyrirtæki á þessu sviði voru
stöðugt tekin í notkun.
þeim vatnsréttindum, er hann
hafði tryggt sér fyrir aldamótin,
en Oddur bjó um þessar mundir í
New York. Samningar tókust og
framseldi Oddur Einari öll vatns-
réttindin fyrir lágt verð, en Einar
Eftir þessa hreyfingu í fossa-
málunum varð allt tiltölulega ró-
legt um nokkurra ára bil, eða
fram til 1907. Það ár leggur
Hannes Hafstein fram á Alþingi
frumvarp til laga um „takmörkun
á eignar- og umráðarétti á foss-
um, eignarnám á þeim o.fl.“
Frumvarp þetta varð að lögum
sama ár og var oftast nefnt fossa-
lögin. Sama ár og fossalögin voru
samþykkt urðu þáttaskil í kaup-
um og leigu fossa og annarra
vatnsréttinda. Einar Benedikts-
son hafði á þessum árum fyllst
hugmyndum um hvernig nýta
mætti íslenskt vatnsafl, sem upp-
haf nýrra og betri tíma íslend-
ingum til handa. Hans hug-
myndir voru þær, að hér ætti að
rísa stóriðja, sem yrði sam-
keppnisfær við hinar kolaauðugu
þjóðir og skyldi hún byggð á
óþrjótandi vatnsafli landsins.
Kemur þessi hugsjón vel fram í
skáldskap hans. Einar tók sér ferð
á hendur til Noregs árið 1907 og
má líta á þá ferð, sem fyrsta
skrefið í viðleitni hans til að vekja
áhuga erlendra fjármálamanna á
vatnsorkulindum íslands.
Dettifoss.
Þessi ferð Einars leiddi til þess,
að síðla árs 1907 voru stofnuð að
hans tilhlutan ásamt Guðmundi
Hlíðdal, tvö fossahlutafélög er
nefndust Skjálfandi og Gigant.
Fyrmefnda félagið var stofnað
um fossana í Skjálfandafljóti og
hið síðarnefnda um Dettifoss og
aðra fossa í Jökulsá á Fjöllum.
NEftir stofnunina hélt Einar vestur
um haf. Tiigangur þeirrar ferðar
var að komast að samningum við
Odd V. Sigurðsson um kaup á
Ljósm.: Jón Sigurgeirsson.
framseldi þau síðan áfram til
hlutafélaganna. Sumarið 1908
eignast Skjálfandi auk þess öll
önnur vatnsréttindi í Skjálfanda-
fljóti. Fossahlutafélagið Gigant
komst á svipaðan hátt yfir mikil
réttindi í Jökulsá á Fjöllum. Auk
þeirra jarðeigenda er Oddur
hafði samið við, fengust vatns-
réttindi Áss, Ásbyrgis og Hólssels.
Það var einkum tvennt, sem
aðgreindi þessa nýju samninga
frá þeim eldri. f þeim fyrri var um