Dagur - 31.03.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 31.03.1981, Blaðsíða 1
AUGLYSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207 Fermingar- gjafir f MIKLU ÚRVAU GULLSMKIR , SIGTRYGGUR & ' AKUREYRI ff^AÖSSKA- Í 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 31. mars 1981 Sunnlendingar stofna hlutafélag um steinullarverksmiðju: „Fundurinn fyrir sunnan örvæntingarfullt fálm“ — segir bæjarstjórinn á Sauðárkróki, sem segir að hugmyndir Jarðefnaiðnaðar h/f um stærð á verksmiðju séu óraunhæfar „Staðarvalsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera upp á milli Þorlákshafnar og Sauðárkróks og því var málið lagt í hendur alþingis og ríkisstjórnar. Eftir að það var Ijóst og eftir að Sunnlendingar vissu hvaða hug- myndir við vorum með, hafa þeir gert sé Ijóst að þeir standa á mjög veikum grunni, vegna þess að þeir eru t.d. ekki nógu vel undirbúnir varðandi markað erlendis, en þar virðast þeir enn byggja á því óeðli- lega ástandi sem ríkti 1979. Þeir virðast ekki hafa fylgst neitt með þróun mála. Einnig virðast þeir ekki hafa neitt skoðað minni verksmiðj- ur. Við túlkum þennan fund fyrir sunnan sem örvæntingarfullt fálm. Það að þeir gera ekki ráð fyrir þátttöku ríkisins bendir til að þeir fái ekki neinn utan Suðurlands til að taka þátt í fyrirtækinu,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki. Tilefni þessara ummæla Þor- steins eru þau, að um helgina var haldinn fundur fyrir sunnan þar sem ákveðið var að fela stjórn Jarðefnaiðnaðar h/f að standa fyrir hlutafjársöfnun vegna fyrirhugaðr- ar steinullarverksmiðju, sem á að framleiða 15 þúsund tonn á ári og er þá fyrirhugaður útflutningur á steinull. Forráðamenn á Sauðár- króki hafa hins vegar í hyggju að byggja verksmiðju sem framleiðir einungis fyrir innanlandsmarkað og benda á að markaðsaðstæður erlendis séu nú slíkar að engin leið sé til að fyrirtækið geti borið sig. Af þeirri ástæðu var athugað með stofnun fyrirtækis sem framleiðir u.þ.b. 3-5000 tonn af steinull á ári og hefur kornið í ljós að slíkt fyrirtæki á góða framtíð fyrir höndum. Þorsteinn sagði að þýskir sér- fræðingar hafi á síðasta ári ein- dregið hvatt Sunnlendingana að athuga stofnun fyrirtækis af sömu stærð og Sauðkræklingar eru að tala um, vegna þess að útflutningur sé talinn vonlaus. „Þeir virðast ekki hafa tekið mark á umsögn sér- fræðinganna," sagði Þorsteinn. ,,Við munum kynna okkar hug- myndir fyrir þeim aðilum sem eru líklegir hluthafar og þar á ég ekki síst við stjórnvöld, en ég geri ekki ráð fyrir að ríkið eigi meirihluta í fyrirtækinu. Einnig verður rætt við núverandi innflytjendur á þessu sviði og að sjálfsögðu við heimaað- ila. Ef málið gengur eins og við vonum verður hægt að ganga frá endanlegum samningum um véla- kaup í sumar og þá ætti verksmiðj- an að geta tekið til starfa í byrjun árs 1983“, sagði Þorsteinn. „Ég tel að Jarðefnaiðnaður h/f hafi gert mikil mistök. Eigendur hans hafa ekki fylgst nógu vel með og vinnubrögð þeirra eru við- vaningsleg — þau hafa ekki ein- kennst af raunhæfu mati á við- skiptalegum þáttum málsins. Þessi fundur um helgina er lélegt yfirklór af þeirra hálfu til að hylja það að þeir hafa ekki fylgst nægjanlega vel með og nú eru þeir að telja Sunn- lendingum trú um það að 15 þús- und tonna verksmiðja geti gengið Dagvistarmál brýnasta baráttumál samtakanna Stofnfundur Foreldrasamtak- anna á Akureyri var haldinn í Alþýðuhúsinu, þriðjudaginn 24. mars sl. Um eitthundrað manns sóttu fundinn. Á fundinum var flutt ávarp undirbúningshóps, og kynnt starfsemi foreldrafélaga víðs vegar að. Umræðuhópar ræddu markmið og starfshætti samtakanna, baráttumál þeirra og drög að lögum. Fundarmenn voru þeirrar skoð- unar að eitt brýnasta baráttumál samtakanna væri dagvistarmál, en mikill skortur er á dagvistarrýmum á Akureyri. Var af því tilefni und- irritað bænaskjal til bæjarstjórnar, þar sem skorað er á bæjarstjórn við afgreiðslu fjárhagsáætlunar, sem nú stendur yfir, að gera verulegt átak í þeim málum. Annað brýnt verkefni er að beita sér fyrir stofn- un fleiri foreldrafélaga við skóla og dagvistir Tillagan til bæjarráðs „Tillagan var rædd í bæjarstjórn og henni var síðan vísað aftur til bæjarráðs til frekari athugun- ar,“ sagði Egill Olgeirsson, bæj- arráðsmaður á Húsavík um til- löguna sem DAGUR sagði frá fyrir skömmu, en í henni er gert ráð fyrir að bæjarstjórn Húsa- víkur leggi til við stjórnarskrár- nefnd að Norðurlandskjördæmi eystra verði skipt í tvennt. Egill sagði að tillagan yrði tekin upp á nýjan leik á fundi bæjar- stjórnar í næsta mánuði, en fram að fundinum munu fulltrúar í bæjar- stjórninni athuga málið frá ýmsum sjónarhornum. „Það var ekki um andstöðu að ræða á fundi bæjar- stjórnar og umræður um tillöguna voru fjörugar,“ sagði Egill. og orðið arðsamt fyrirtæki, sem er algerlega vonlaust. Þetta gera þeir bara vegna þess að þeir hafa ekkert annað í höndunum og eru þar með að reyna að klóra yfir það hve slaklega þeir hafa unnið í málinu Dansinn dunaði f Dvalarheimilinu Hlið s.l. sunnudag er Gömludansaklúbburinn Sporið heimsótti íbúana og sýndi gömlu dansana af mikilli leikni. Ekki bar á öðru en íbúar Hlíðar kynnu vel að meta heimsóknina og rauluðu margir með, þegar gamalkunn lög voru spiluð. Mynd: áþ. 27. tölublað undanfarið hálft annað ár. Það kemur í ljós, þegar við látum ekki uppi það sem við erum að gera, að þá hafast þeir ekkert að,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson að lokum. Ólafsfjörður: Netabátar afla lítið Aflabrögð netabáta frá Ólafs- firði hafa verið fremur treg að undanförnu, að sögn Jóns Sig- urpálssonar. Alls stunda 6 bátar netaveiðar og s.l. laugardag komu þeir inn með 2 til 3 tonn hver bátur. Jón sagði að bátarnir hefðu lítið getað stundað veiðarnar vegna ótíðar. Ekki er gert ráð fyrir að fleiri bátar fari á netin, en einn 150 tonna bátur sem hefur verið á línu er nú að búa sig undir veiðar með troll. Afli netabátanna er ýmist saltaður eða spyrtur Handboltinn: K.A. I t DEILD K.A. hefur hlotið 18 stig, sem duga í fyrsta eða annað sæti deildarinn- ar, en einn leikur er eftir og getur það lið sem sigrar í þeim leik orðið jafnt K.A. að stigum, en tvö lið færast í fyrstu deild. K.A. hefur aldrei leikið í fyrstu deild í handbolta, en hefur Þór hins vegar gert eitt keppnistímabil. Félögum í K.A. er óskað til ham- ingju með þennan áfanga og von- andi standa þeir sig vel í framtíð- inni Ó.A. Sjá íþróttasíðu. Rættum fjárhags- áætlun Á tniðvikudagskvöld verður opið hús á skrifstofu Fram- sóknarfiokksins í Hafnar- stræti 88. Þar munu bæjar- fulltrúar flokksins mæta og ræða fjárhagsáætlun Akur- eyrarbæjar fyrir árið 1981. Menn eru hvattir til að mæta og sýna með því í verki áhuga sinn á málefnum bæjarins. Framtíð einu skóverksmiðju landsins Ijós um páska „Ég vona að það verði orðið ljóst um páska,“ sagði Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS er hann var inntur eftir hvort eina skóverk- smiðja landsins, Iðunn, muni verða starfrækt áfram. Eins og kunnugt er hefur Iðunn átt í miklum rekstrarerfiðleikum og höfðu forráðamenn hennar al- varlega í huga að loka verk- smiðjunni. Ráðamenn Akureyr- arbæjar og ríkisins hafa tekið jákvætt í það að aðstoða verk- smiðjuna í gegnum mestu erfið- leikana og sagði Hjörtur að næsta skref væri að athuga hvað fælist í afstöðu ráðamanna ríkis og bæjar. í tilkynningu frá ríkisstjórninni, sem send var fjölmiðlum fyrir helgi, segir m.a. að miðað við það að Iðnaðardeild SÍS og Akureyrar- bær vilji leggja nokkuð á sig til að tryggja fjármagn til áframhaldandi rekstrar verksmiðjunnar, sé eðlilegt að ríkið kanni möguleika á að sjóðir s.s. Atvinnuleysistryggingar- sjóður og Buggðasjóður veiti lán á móti. Hjörtur sagði að fyrstu viðræð- urnar hefðu átt sér stað í gæt, en hann hafði í hyggju að fara á fund starfsmanna Iðnaðarráðuneytisins. „Niðurstöðu verðum við að fá strax, því það er ljóst að það er ekki hægt að hafa starfsemi fyrirtækis eins og Iðunnar í lausu lofti í lang- an tíma. Það er hvergi nærri nægjanlegt að miða aðgerðir við áframhaldandi rekstur frá ári til árs — það verður helst að gera áætlun til að minnsta kosti 3ja ára,“ sagði Hjörtur. Það hefur komið fram í umræð- um um framtíð Iðunnar að ef tekst að lækka vaxtakostnað fyrirtækis- ins þá muni það nægja til að koma því á réttan kjöl. Nú er hann tæp 18% af veltu fyrirtækisins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.