Dagur - 31.03.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 31.03.1981, Blaðsíða 5
DAGUR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Að leggja hönd á umbótaplóginn Mikit umræða um málefni samvinnu- hreyfingarinnar á sér nú stað um allt land í tengslum við gerð stenfuskrár fyrir hreyfinguna. Hjörtur E. Þórarins- son, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal og stjórnarformaður Kaupfélags Eyfirð- inga, ritaði nýlega grein um málefni Samvinnuhreyfingarinnar í Tímann. f grein sinni vitnar Hjörtur til ummæla fyrrverandi stjórnarformanns Sam- bandsins, Eysteins Jónssonar, sem sagði að samvinnuhreyfingin viidi vera þjóðholl og vinna að verkefnum, sem væru nytsamleg og þjónuðu hagsmunum lands og lýðs og stuðluðu að traustara og réttlátara þjóðfélagi og bættu mannlíf á íslandi. Síðan segir Hjörtur: „Þetta er og hlýtur jafnan að vefa rauði þráðurinn í öllum okkar störf- um. Við störfum ekki bara til þess að halda áfram að vera til, heidur til að vinna nytsamleg og nauðsynleg verk fyrir almenning og vinna þau þannig, að engir geti gert þau betur. Og við þetta má svo því bæta, að samvinnu- hreyfingin starfar og vill starfa og treysta atvinnulíf og búsetu, einnig þar sem aðrir treysta sér ekki til eða kæra sig ekki um.“ Síðar í greininni segir Hjörtur E. Þórarinsson m.a.: „í hugum þeirra hjartahreinu áhugamanna, sem trúa því, að eina leiðin til að gera umtals- verðar endurbætur á þjóðfélaginu sé að gerbylta því, hefur samvinnuhreyf- ingin ekkert aðdráttarafl. Hún býðst nefnilega ekki til að leysa öll þjóðfélagsvandamál og lætur ekki svo sem hún kunni xáö við öllum samfélagsmeinum ... En það er al- veg óhætt og leyfilegt að ráðleggja hugsjónafólkinu til vinstri að færa sig neðar og nær jörðinni og ieggja hönd á umbótaplóginn, þar sem þrátt fyrir ailt er verið að plægja. Samvinnuhreyfingin á fslandi er eitt slíkt verkfæri, sem allstaðar vinnur að umbótum og bætir mannlegt sam- félag, hvar sem angi hennar hefur fest rætur. Hún sameinar til átaka öfl, sem lítils mættu sín ella. Hún beinir átakamættinum að þjóðþrifastörfum í framleiðslu og þjónustu. Og hún skil- ar fólkinu afrakstrinum af erfiði þess öllum, ef ekki beint í vasa hvers og eins, þá til heimasamfélagsins með þjónustu og uppbyggingu og þannig að lokum til réttra eigenda eða eftir- komenda þeirra ... Þessum skilaboðum þarf að koma tii vitundar þeirra hugsjónamanna, sem ekki fella sig við samvinnuhreyf- inguna af því að hún fellur ekki nákvæmlega inn í kerfi, sem á að vera forsenda fyrir öllum „sönnum“ þjóð- félagsumbótum. Biðin eftir því verður löng og sjálfsagt að nota biðtímann til gagnlegra hluta ... Gerð stefnuskrár samvinnuhreyf- ingarinnar er kjörið tækifæri til að koma þessum og þvílíkum sannind- um heim bæði inn á við til félags- fólksins sjálfs og út á við til þeirra mörgu, sem leita langt yfir skammt að tækjum til að sníða einhverja agnúa af þjóðfélagi okkar." Margrét Tryggvadóttir F. 14. júní 1913 D. 7. nóv. 1980 Kveðja Hver biður ei klökkur á kveðjustund um kraft til að þakka og minnast? Hver leitar ei hljóður að liðinni tíð, þar sem ljúfustu myndirnar finnast. Við hlýðum því kalli, sem kveður sér hljóðs vegna kvaða, sem lífið varðar, þegar hauskulið fellir eitt fölnað lauf í faðm hinnar þögulu jarðar. Guð fylgi þér vina að heiman og — heim þó hverfur þú aldrei úr sýnum. Að fórna í hljóði með huga og hönd var hamingja í lífsdraumi þínum. Hver samverustund vefur ljóma og — lit um lífstrú hins góða og sanna. Hún vakir hjá okkur viðkvæm og hlý í vorbirtu minninganna. Valdimar Hólm Hallslað. Jóhannes Guðmundsson frá Flögu í Þistilf irði Kveðja ættingja og vina á Húsavík Það ganga sumir um grýtta slóð með gróanda í hverju spori, og bera á höndum sér bikar fræs, sem blómgast á nýju vori. — Þú hlýddir því kalli í árdagsins önn, sem örlagaþræðina rakti. og fagnandi huga þú horfðir til fjalls, þarsem heiðríkja morgunsins vakti. Það er bjart um þig vinur í vegferðarlok og vorgræn er jörð þinna daga. Þó kulnaði stundum um kvisti og blöð, var karlmennskan ljóð þitt og saga. Við þökkum öll samfylgd á langri leið, sem ljúft er að minnast og geyma. Nú fagnar þér sumar, — það er söngur í blæ og sólfar á landinu — heima. Valdimar Hólm Hallstað. Fyrr og nú „Morgunorð“ nefnist nýr þáttur í ríkisútvarpinu, og lofar hann góðu. Mætti þar um framtíð vísa mörgum til vegar á villugjörnum leiðum í daglegu lífi, — VEKJA TIL UM- HUGUNAR OG UMBÓTA! Mér virðist nú þegar margt benda til þess, að sú ósk eigi fyrir sér að ræt- ast. f „Morgunorðum" þessa dags var lítillega rætt um möguleika gamla fólksins og barna á fslandi á okkar tíma. Á það var bent, að hér næði fólk, — bæði kyn — hærri meðalaldri en þekktist hjá nokkurri annarri þjóð. Sömuleiðis, að hér væru möguleikar ungbarna til lífs — áf- ram — með því bezta, sem þekktist. Gott er nú þetta, a.m.k. ef lífi hinna öldruðu er þannig háttað, að eftirsóknarvert geti talist, og að barnanna bíði aðstaða að vaxa til lífs í farsældogfriði til elliára. Þetta skulum við athuga nokkru nánar. Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum, að mikið vantar á, að sœmilega sé búið að „gamla- fólkinu", sérstaklega hvað snertir lasburða og einstæða, en í orðum virðist mikill hugur í ráðandi mönnum, að finna hér skjót úrræði, og þau þvi vonandi á nœsta leiti. En þessir umtöluðu öldruðu íslend- ingar eru yfirleitt þolinmóðir og nœgjusamir. Heilbrigði, farsæld og langlífi hefur allt sinn grundvöll í fyrstu árum mannverunnar. Það fólk, sem nú, og á liðnum árum, hefur náð háum aldri, hefur i bernsku og æsku búið við næsta ólík kjör, þeim, sem smábörn — og svo „táningar" — lifa við á okkar dög- um. Þessi umbylting lífskjara og viðhorf liðinna áratuga mun öllum augljós. Fyrir 70-90 árum voru lífslíkur barna ólíkt hæpnari en nú —jafn- vel þótt með sé talin tækniaðferð sumra „mæðra“ nú til að eyða því, sem gefið hefur verið líf. En þau börn, sem þá tórðu, urðu skjótt að leggja sitt af mörkum: hreyfa sig, til að halda hita, vinna til að afla sér brauðs. En þau bjuggu oft við ástríki föður og móður, alúð og leiðbeiningar afa og ömmu, og nutu eftir möguleikum kjarngóðrar fæðu — frá gróðurmold íslands og gjöfulu hafi. Seta á skólabekk, 10-14 ára ald- urs, taldist — víðast um landið — Gera ráð fyrir að um 3000 manns fari „í pakka“ til Reykjavíkur í vetur Svokallaðir „helgarpakkar“ hafa notið mikilla vinsælda í vetur, en með því móti hafa Flugleiðir reynt að koma til móts við fólk, sem vill gjarnan skreppa milli landshluta og dveljast þar yfir helgi. Akur- eyringar og fleiri Norðlendingar hafa farið suður í stórhópum á vegum Ferðaskrifstofu Akureyr- ar, en gert er ráð fyrir að þegar gildistíma helgarpakkanna lýkur muni u.þ.b. 3000 manns hafa farið suður „i pakka“ á vegum F.A. En það eru ekki bara Norð- lendingar, sem leggja leið sína suður á bóginn í leit að tilbreyt- ingu og afslöppun. Reykvíkingar hafa einnig notfært sér þau vild- arkjör sem upp á er boðið og hafa fyllt hótel á Akureyri hverja helgina á fætur annarri. Tilfellið er að ferðir milli fjórðunga geta — og eru — skemmtilegar að vetrarlagi. Að vísu er ekki hægt að kasta út teppi í næstu laut og liggja þar með gosflösku í steikj- andi sól, en á veturna er hægt að gera ýmislegt það sem stendur ekki til boða á sumrin. Og hvað gerir maður fyrir sunn- an? Gísli Jónsson, framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar, sagði að Norðlendingar sæktu margir hverjir leikhús og aðra menningarstarfsemi þegar þeir kæmu til Reykjavíkur og Kol- beinn Sigurbjörnsson, starfsmað- ur F.A., benti á að tískusýningar væru vikulega í Blómasal Loft- leiða og á Skálafelli í Hótel Esju, en það eru þessi tvö hótel sem standa viðskiptavinum F.A., þ.e. þeim sem ferðast í pakka, til boða. Ferðaskrifstofa Akureyrar, í samvinnu við Flugleiðir, buðu á dögunum blaðamönnum á Akur- eyri suður á bóginn, svo þeir gætu Sumir fara í Þjóðleikhúsið ... af eigin raun kynnt sér hvað „pakkinn" fæli í sér. Það verður að segjast eins og er að móttök- urnar voru afburða góðar og ef allir farþegar „í pakka“ eru með- höndlaðir á svipaðan hátt þarf enginn að kvarta. Raunar sagði hótelstjórinn á Hótel Loftleiðum að þeir kæmu jafnt fram við alla, sem er eflaust rétt, sé miðað við .... aðrir bregða sér f Iðnó ... umsagnir þeirra sem hafa farið suður með „helgarpakka“ upp á vasann. Kolbeinn Helgáson, körfu- knattleiksmaður og starfsmaður Flugleiða í markaðsdeild, sagði að það væri enginn vafi á að þessi fargjöld kæmu öllum til góða, á hótelunum tveimur sem fyrr var getið væri nú mjög góð nýting, . eða lita inn f verslun ... .... eftir að hafa skoðað Þjóðminja- safnið... . og á kvöldin fer æskan t.d. á ball... öfugt við það sem þekktist hér áður, flugvélar Flugleiða flygju nú oft á milli staða með hvert sæti skipað og farþegarnir fengju sitt fyrir mun minna verð en nokkru sinni hefði tíðkast. „Ég fæ ekki betur séð en allir séu harðánægð- ir,“ sagði Kolbeinn. Höfuðborg íslands hefur upp á margt að bjóða. Þar má finna veitingahús af ýmsum gerðum og stærðum, fjölda sérverslana, söfn, diskótek, leikhús og fjöldann all- an af kvikmyndahúsum. Og hvar borðar maður? Það mætti skrifa langa og lærða grein um veitingastaði í Reykja- vík, enda hefur þeim fjölgað svo óskaplega undanfarin ár að fáir hafa á þeim tölu. Samkeppnin er hörð og veitingahúsin keppast um að bjóða gestum sínum alltaf eitthvað nýtt. Hótelstjórinn á Esju gat þess í samtali við blaðamenn að á því hóteli hefðu þeir t.d. verið með „Franska viku“ og „Ameríska viku“, en í slíkum vikum er lögð áhersla á rétti við- komandi þjóða. Aðsóknin að „Amerísku vikunni" var slík að nauðsynlegt reyndist að setja sér- stakan dyravörð við hurðina að Esjubergi og fólk var ekki fyrr staðið á fætur er „nýir hópar bættust í skörðin“ svo lagaður sé texti Tómasar, Reykjavíkur- skálds. í Víkingasal Hótels Loftleiða er einnig margt um að vera, en þegar blaðamennirnir að norðan (og vestan því vestfirskir blaða- menn voru einnig með í för) mötuðust þar sýndu nokkrar stúlkur ýmsar tískuvörur sem all- ar mátti rekja beint til sauðkind- arinnar. Gísli Jónsson sagði að um- ræddur „pakki“ yrði í gildi til 6. apríl n.k. og aftur frá 24. apríl til I8. maí. Gísli gerði ráð fyrir að pakkar með svipuðu eða sama sniði yrðu á boðstólum næsta vetur, enda mælti allt með því að haldá áfram á sömu braut. hvert svo? góð, ef kennslu varð notið 18 vikur á vetri. Hvað svo varð eftir ferm- inguna, var „undir hælinn iagt.“ En fyrir flesta: bara vinna. Og gæfist tækifæri til að „njóta lífsins", varð helzt fyrir að taka skíðin — með einu íslenzku leðurbandi yfir rist- ina, — eða tréskautana, sem bundnir voru á fætur með snærum! Og ef „vel áraði“ gat skíðagang- an eða skautaspretturinn endað við skemmtistað: kalt samkomuhús eða stofu hreppstjórans, þar sem heyra mátti þá glaða tóna gamallar harmóniku. Þarna var þá kominn syngjandi hópur æskufólks, sem tróð dansinn af áhuga, með arm um mitti og hlýja hönd á öxl —- ekkert metrabil milli hans og hennar með útlimi dinglandi úti um „hvippinn og hvappinn"! „Sjoppu“-op með „sleikjupinna" og „kók“ var alveg óþekkt fyrir- bæri á þeim tíma. Enginn ungling- ur gekk með krónu í vasa! Gaf slík bernska og æskuviðhorf kannski þeim, nú áttræðu, níræðu og eldri, möguleika til langlífis við nægjusemi og þolgæði? En þangað hverfum við ekki aftur. Nú er öldin önnur, hvað barn og ungling snertir, og líklega ber okk- ur að segja: Gott er það? Vdð skúl- um nú sjá. Strax í móðúrlífi er barnið komið í umsjá læknis og ljósmóður, einnig í vöggu, með að- stoð hjúkrunarfræðings. Þá er stutt í „sprautu“ gegn rnörgum helstu kvillum, t.d. barnaveiki, Idghósta, stífkrampa o. fl. Svo taka Við leik- skólar eða dagheimili, eftir því sem húsrúm leyfir og fóstrur „sætta sig við“! Flest börnin fá þó að sjá pabba , mömmu, eða þau bæði, á málum og um helgar. Eit.vi fá þau eitthvað róandi eða svefntöflu4 ef mamma þarf út að kvöldinu. Pabbi, ef til er, þarf líka út,en afi og amma eru víða horfin af sviði fjöl- skyldunnar. Við 6-7 ára aldur er sezt á skóla- bekk, og þar dvalið, oft í tug ára og meira, 9 mán. á vetri. Böm á skólá- aldri virðast oft hafa mikil fjárráð, lystug á sœtindi og gosdrýkki, en jafnframt — eðlilega S4-, dræm við borðið heima, ef hlaðið er ó- breyttri, íslenskri kjamafæðu. Svo gefst þeim færi að sitja við „skjá- inn“ oft fram á nótt, mötuð á and- legu fóðri, vægast sagt: vafasömu til þrifa! Algengt að flúið sé til „sígar- ettu“ og „flöskunnar" 12-14 ára, oft byrjun á framhaldssögu, sem eng- inn veit hvernig endar! — Og hví skyldi ekki þegið að „rúnta" í góðum bíl, koma í hópinn við „sjoppu“opið, eða í gleðskap- inn á „planinu"? Og svo kalla danshúsin — oft með góðum ár- angri. Danslögin geta haldið ung- lingunum í gangi, spriklandi í „metkeppni“ á 2. sólarhring, enda svo hávær, að sannanlega er heyrn margra skert til æviloka! Sennilega er hávaðinn þó enn meiri við önnur tækifæri en „diskómet." Við Skíðalyfturnar standa svo börn og táningar íslands í þús- undatali í biðröðum, en vel búin oftast, annað „passar" ekki. Miðað við des. s.l. kosta skíði, skór og búnaður allur, gjarnar 230-260 þús. kr. á 14 ára strák! Margt þarf til, svo að fullkomið sé. Klukkustundarbið í röðinni reynir á þolinmæðina; en það er til mikils að vinna: sitja upp og svo tveggja mínútna ferð niður — í algleymi — ef ekkert ber út af. — Hér er að mörgu vikið, bæði jákvæðu og öfugt, en bara stiklað á stóru. En nú er mér spurn í huga: Stefnir þetta smáa — og svo unga fólk, í umsjá uppalenda og þjóðfélags, til farsœldar í lífi sínu, til langlífis við þolgœði og nœgju- semi? Það verður að teljast vafa- samt. En er ekki áfram æskilegt að keppa eftir slíku? Mér virðist svo vera. En hvað er þá til ráða? Þjóð- lífsmyndin er ekki bara einnar stefnu: Enn eru til heimili, traustir hornsteinar, með foreldrum, sem meta meira alúð við uppeldi barna sinna, en söfnun peninga fyrir fín- um húsgögnum í „betri stofu“, eða ferðir til sólarlanda, heimili, með börnum, sem fá nána kynningu af störfum pabba og mömmu, og jafnvel þátttöku. Og til er, að þar megi enn líka njóta ómetanlegrar sambúðar við afa og ömmu. Við þekkjum líka hópa barna og ungmenna, sem vinna að útilokun tóbaks og áfengis meðal jafnaldra sinna og annarra. Við heyrum að æ fleiri hverfi frá langri biðstöðunni, með gönguskíði (eða létt „sport- skíði“) á fótum, til þess að með hreyfingu fá að njóta skriðs skíð- anna í slóðinni gegnum skóginn, eða hátt í hlíð, og þannig hljóta fjölbreytta þjáifun til aukinnar hreysti, þ.e. lífshamingju! og við þau ferðalok er með ánægju snúið að óbreyttri, innlendri kjarnafæðu á heimaborði! Foreldrar, kennarar, uppalend- ur, stjórnvöld! Hugsið málið: Hvað var? Hvað er? Hvert viljum við ná? En „hóf er bezt að hafa í allan máta.“ „Brekknakoti", 25. febr., ’8l. Jónas Jónsson. Björn Víkingsson sigurvegari á Hermannsmótinu ásamt stoltum föður sinum, Vikingi Björnssyni. Mynd Ó. Á. Björn Víkingsson sigraði Um helgina var haldið í Hlíðarfjalli Hermannsmót- iðsvokallaða en það er keppni í alpagreinum. Keppt er um veglegan bikar sem gamlir nemendur Hermanns Stefánssonar gáfu og gefur samanlagður árangur í svigi og stórsvigi sigur í þessu móti. Samhliða var keppt um Helgubikarinn svokallaða, en það er sama keppni í kvennaflokki. Það var Akur- eyringurinn Björn Víkings- son sem sigraði á þessu móti en hann vann svigið og varð þriðji í stórsvigi. Hann fékk samanlagðan besta árangur- inn og sigur í þessu móti sem jafnframt er punktamót, og Spennandi leik lauk með sigri Þórs „Þórsarar vinna þennan leik,“ sagði einn áhorfenda á leik Þórs og Týs. „Veistu af hverju? Af því að ég er á leiknum.“ Betur hefði verið að þessi sami maður hefði látið sjá sig á fleiri leikjum Þórs í vetur, því Þórsarar sigruöu Tý með 18 mörkum gegn 17, og var sigurmarkið skorað tíu sekúndum fyrir leikslok. í hálfleik var staðan 11 mörk gegn 9, Tý í vil. Sigurlás lék ekki með Vest- mannaeyingunum að þessu sinni, og hefur það eflaust haft sitt að segja. Týrarar skoruðu fyrsta markið, en Þórsarar jöfn- uðu og komust einu marki yfir — þannig skiptust liðin á um að hafa eins marks forystu, og þetta var óttalega rólegt. Þegar svo síga tók á hálfleikinn fór að færast fjör í leikinn, Týrarar náðu tveggja marka forystu, 9-7, og fram til leikhlés höfðu þeir yfir, og eins og fyrr segir var staðan i hálfleik 11-9, fyrir Tý. Það var eins með seinni hálf- leikinn, hann byrjaði rólega. Týrarar voru þó sprækari og voru komnir með fjögurra marka forystu, 14-10, eftir tæp- ar tíu mínútur. En þá fóru Þórsarar að ná upp dampi og skoruðu fimm mörk á næstu tíu mínútum, en á meðan komu Týrarar blöðrunni aðeins einu sinni í markið hjá Þór. Staðan þá orðin jöfn, 15-15. Upp úr því skiptust liðin á um forystuna, en á lokamínútunni var staðan 17-17. Þrælspennandi. Það var UMSJÓN: Ólafur Ásgeirsson Kristján G. Arngrímsson svo Benedikt sem tryggði Þórs- uruni sigur með góðu marki, 10 sek. fyrir leikslok. Ragnar markvörður Þórs Þorvaldsson átti góðan leik og varði ein 12 skot, þar af 2 víti. Hjá Týrurum var Ólafur Lárus- son bestur, sem Ijósast sést af því, að hann skoraði 12 af 17 mörkum liðsins. Mörk Þórs: Sigtryggur 6(5). Sigurður 5, Árni 5, og Benedikt 2. Mörk Týs: Ólafur 12 (4), Davíð 3, og Magnús og Logi eitt hvor. eitt af stærri mótum í alpa- greinum sem keppt er í á fs- landi. Helgubikarinn fékk að þessu sinni Ásdís Alfreðsdóttir úr Reykjavík en hún sigraði í svigi og varð fimmta í stórsvigi. Annars urðu úrslit í mótinu þessi. Stórsvig karla: 1. Einar Valur Kristjánsson í. 139.00 2. Haukur Jóhannsson A. 139,45 3. Björn Víkingsson A. 140.26 4. Valþór Þorgeirsson A. 140,68 5. Bjarni Bjarnason A. 141.00 6. Daníel Hilmarsson D. 14i,58 7. Elías Bjarnason A. 143.40 8. Finnbogi Baldvinsson A. 145.06 9. Tómas Leifsson A. 145.50 Stórsvig kvenna. 1. Nanna Leifsdóttir A. 122.97 2. Guðrún Bjömsdóttir R. 128.65 3. Hrefna Magnúsdóttir A. 128.79 4. Guðrún H. Kristjánsdóttir A. 129.66 5. Ásdis Alfreðsdóttir R. 134.03 6. Ásdis Frimannsdóttir A. 135.21 Svig karla. 1. Björn Víkingsson A. 99.33 2. Élías Bjarnason A. 99,64 3. Helgi Geirharðsson R. 102.16 Svig kvenna. 1. Ásdís Alfreðsdóttir R. 93.15 2. Ásta Ásmundsdóttir 95.62 3. Hrefna Magnúsdóttir A. 97.25 Týr var yf ir f fyrri hálfleik en þá vaknaði KA og sigraði 15-14 KA hefndi ófaranna við Tý úr Vestmanneyjum á föstudags- kvöldið, en þá sigraði KA Tý með einu marki 15-14. I hálfleik var staðan 11 gegn 6 Tý í vil, en fyrri hálfleikur var hörmulega lélegur hjá KA. Þeir náðu hins vegar betur saman í síðari hálfleiknum og skoruðu níu mörk en Týr aðeins 3. Eins og áður sagði var fyrri hálfleikur mjög lélegur hjá KA, markvarslan slæm, vörnin léleg og sóknin slöpp. í síðari hálf- leiknum small þetta hins vegar allt betur saman, og þá lét árangurinn ekki á sér standa, og sigur vannst í leiknum. Hvort þessi sigur dugar í annað af tveimur efstu sætum deildar- innar er ekki vitað þegar þetta er skrifað, en aldrei getur það farið svo illa, að KA verði ekki á meðal efstu liða deildarinnar, en það hafa þeir raunar verið i mörg undanfarin ár, eða á þröskuldi fyrstu deildar eins og kallað er. Þorleifur var mark- hæstur KA manna með 5 mörk. Magnús G gerði 4, Gunnar og Friðjón 2 hver og Erlingur og Jóhann 1 hver. Sigurlás var markhæstur hjá Tý með 5 mörk, en hann ásamt Ólafi Lárussyni og markmönnum Týs voru bestu menn þeirra. 4•DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.