Dagur - 31.03.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 31.03.1981, Blaðsíða 7
Lax- veiðin 1980 Aðalfundur U.M.F. Öxndæla verður haldinn laugardaginn 4. apríl kl. 13.30 í húsi félagsins. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Laxveiðin 1980 hér á landi varð alls 52.137 laxar að heildar- þunga 248.492 kg, samkvæmt upplýsingum Veiðimálastofnun- ar. Er þetta 19% minni veiði en meðaltal áranna 1970-1979 og verður árið 1980 11. í röð bestu laxveiðiára hérlendis, en er þó 28% betra en mesta veiðiárið fyrir 1970. Hlutur stangveiði í heildarveiði var 58% og er það lægra hlutfall en um langt ára- bil. Hafbeitarstöðvarnar áttu 6% í veiðinni eða 3.138 laxa og hitt fékkst í netin eða 36%. Meðalþyngd á laxi að þessu sinni var ákaflega góð eða 9,6 pund, en það er hæsta meðalþyngd sem um getur. Meðalþyngdin í einstökum kjördæmum var mest á Norður- landi eystra eða 11,4 pund og hvað einstakar ár varðar, hæst í Laxá í Aðaldal eða 12,4 pd. Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu fylgir fast á eftir Laxá með 12,3 pd meðalþyngd á laxi. Þriðjungur ánna var með lax að meðalþyngd 10 pd eða hærri. Netaveiðin var yfirleitt góð og mun betri hlutfallslega en stang- veiðin, en misjöfn eftir veiðijörðum og gildir það fyrst og fremst um Ölfusár-Hvítársvæðið, annað aðal- netasvæði landsins, hitt er Hvítá í Borgarfirði. Á fyrrnefnda svæðinu var óvenjulegt ástand í vatnsrennsli ánna, eins og minnisstætt er, og olli hinn mikli leirframburður úr Hagavatni hægari göngu laxins upp árnar en venja er, og virtist laxinn stöðvast um tíma á neðstu svæðunum. Stangveiðin var ærið misjöfn eftir ám en það á sínar skýringar. í árnar gekk töluvert af vænum laxi, en hins vegar kom mun minna af smálaxi en venja er. Þannig var hlutdeild ársfisks úr sjó, 4-6 pd að þyngd, 28%, en meðaltal ársfisks 10 síðustu ára þar áður var 55%. Skort á smærri fiskinum má vafalaus^ rekja til hins kalda veðurfars 1979. Þá olli lág vatnsstaða í ám víða veiðitregðu. Léleg veiði varyfirleitt í ám þar sem 4-6 pd fisks gætir mest í aflanum, en árnar með vænni fisk skiluðu hins vegar yfirleitt góðri veiði. Hæsta stangveiðiáin að þessu sinni var Laxá í Aðaldal með 2.324 laxa að meðalþyngd 12,4 pd, önnur í röðinni var Þverá í Borgarfirði, en þar veiddust 1.938 laxar að meðal- þyngd 9,8 pd. Þriðja hæsta áin var Miðfjarðará í Húnavatnssýslu og fengust þar 1.714 laxar, en meðal- þyngd var 10,3 pd., en fjórða var Norðurá í Borgarfirði með 1.583 laxa að meðalþyngd 7,6 pd og fimmta áin var Víðidalsá og Fitjá í Húnavatnssýslu, en þar komu á land 1.423 laxar að meðalþyngd 11,6 pd. Á vatnasvæði Hvítár í Borgar- firði veiddust alls 11,325 laxar sem er 12% lakari veiði en meðaltal ár- anna 1970-79. Hlutdeild netanna í veiðinni var 52%. Stangveiðin 48%. Stangveiðin var hins vegar 30% lakari en fyrrgreint meðaltal. Á Ölfusár-Hvítársvæðinu fengust alls 11.662 laxar og var hlutur netanna í þeirri veiði 94%. Stangveiðin brást alveg í Ölfusá og að mestu í Hvítá og bergvatnsárnar gáfu lakari veiði en um langt skeið. í hafbeitarstöðvarnar komu alls 3.138 laxar. I Kollafjarðarstöðina gengu úr sjó 2.580 laxar, í Lárós- stöðina komu um 400 laxar, 120 laxar komu í fiskhaldsstöðina í Botni í Súgandafirði og tæplega 40 laxar úr hafbeitartilraun skiluðu sér í Fossá í Skagafirði. Húsnæði óskast Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að taka á leigu íbúð eða raðhús fyrir einn af læknum sínum. Upplýsingar gefur Friðrik Friðjónsson í síma 22100 Fjórðungssjúkrahúsið Páskabasar Styrktarfélags vangefinna verður að Hótel K.E.A. laugardaginn 4. apríl kl. 3 e.h. Kökur — páskaföndur, prjónless og fl. Kökum og munum veitt móttaka sama dag milli kl. 12-14 að Hótel K.E.A. Nefndin Kálfaslátrun Framvegis verður smákálfum slátrað á mánudög- um og þriðjudögum, þannig að á mánudögum eiga að koma kálfar frá Glæsibæjardeild, Hrafnagils- deild og Saurbæjardeild og frá hinum deildunum á þriðjudögum. Áríðandi er að kálfarnir verði komnir eigi síðar en kl. 14.00. Síðasta föstudagsslátrunin verður 3. apríl n.k. Sláturhús K.E.A. ÚTVEGSMENN NORÐURLANDI: Útvegsmannafélag Norðurlands heldur fund fimmtudaginn 2. apríl 1981. kl. 15.00 að Hótel K.E.A. Fundarefni: 1. Fiskverðið. 2. Nýgerðir kjarasamningar. Kristján Ragnarsson form. L.f.Ú. kemur á fundinn. Stjórnin ATVINNA: Óska eftir manni í sveit. Æskilegt að hann væri vanur sveitavinnu. Uppl. í síma 61561. Óskum að ráða fjósameistara til að annast u.þ.b. 30 kúa fjós frá 1. maí 1981. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar um starfið eru veittar af Þórði Sigurjónssyni bústjóra á Möðruvöllum, sími 21951. Umsóknir sendist Tilraunastöðinni á Möðruvöllum pósthólf 151 fyri 15. apríl 1981. Trésmiðir óskast til sundhallarbyggingar í Þórshöfn í Færeyjum. Mjnnst 4-6 mánuðir. Ferðir og uppihald frítt. Upplýsingar í Færeyjum í símum 15141 á vinnu- stað og 22226 eftir kl. 20.00 Eiríkur Ingvarsson, Þórshöfn Færeyjum. F.S.A. Laus staða lyfjafræðings Lyfjafræðingur, cand pharm. óskast til starfa við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri frá 1. júní næst- komandi, eða eftir samkomulagi. Umsóknir er greini námsferil og fyrri störf sendist stjórn Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, fyrir 24. apríl n.k. AKUREYRARBÆR Vinnuskóli Akureyrar Vinnuskóli Akureyrar óskar að ráða forstöðumann og nokkra flokksstjóra. Upplýsingar í síma 25600 frá kl. 10-12 f. h. Umsóknarfrestur til mánudagsins 6. apríl. Garðyrkjustjóri Páskaegg í þúsundatali 15% álagningarafsláttur næstu 10 daga. Bökunarvörur á kostaboði Hafnarbúðin Skipagötu 4-6 og útibú Grænumýri 18 AKUREYRARBÆR íbúð til sölu Til sölu er íbúðin Smárahlíð 18c. íbúðin er 3ja herbergja, 78,7 m2 brúttó á 1. hæð. Byggð skv. lögum um leigu- og söluíbúðir sveitar- félaga, og selst hún á kostnaðarverði, skv. fyrr- nefndum lögum. Umsóknareyöublöð fást afhent á bæjarskrifstof- unni, Geislagötu 9. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 9. apríl n.k. Akureyri, 26. mars 1981 Bæjarstjóri. DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.