Dagur - 31.03.1981, Blaðsíða 8

Dagur - 31.03.1981, Blaðsíða 8
ÞJONUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLfUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Fjárhagsáætlun Húsavíkurkaupstaðar: Tekjur hækka um rösk 56% Fjárhagsáætlun Húsavíkur- kaupstaðar fyrir árið 1981 var afgreidd við síðari umræðu í bæjarstjórn Húsavíkur fimmtu- daginn 26. mars s.l. Heildar- tekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 15.004.747,- kr og er hækkunin 56,4% frá áætlun ársins 1980. Stærsti tekjuliður áætlunarinnar eru útsvör, sem nema 8 milljónum 240 þúsund kr.. sem er 55,8% hækkun, en áætlunin miðar að fullnýtingu útsvarsheimildar, þ.e. 12,1%. Rekstrarkostnaður er áætl- aður kr. 11 milljónir 855 þúsund og er hækkunin 60,4% frá síðustu áætlun. Stærstu útgjaldaliðirnir eru almannatryggingar og félagshjáJp með 2 milljónir 562 þúsund kr., fræðslumál 1.845 þúsund kr. og yf- irstjórn kaupstaðarins 1.408 þús- und kr. Fjárfestingar eru áætlaðar kr. 11 milljónir 223 þúsund og helstu framkvæmdaliðir eru götur og hol- ræsi 3.622 þúsund kr., en þar er m.a. stefnt að lagningu bundins slitlags á tæplega 2 km af götum. Byggingaframkvæmdir eru samtals 3.524 þúsund kr. og eru helstu liðir Netabátar frá Húsavík afla illa Afli netabáta frá Húsavík hefur verið fremur lélegur að undanförnu. Bátarnir hafa lagt net sín í flóanum, út undir Grímsey og allt austur að Langanesk og allsstaðar er sama sagan. Samkvæmt því sem DAGUR fregnaði á Húsavík í gær vonast menn til að páskafríið verði stytt svo bátarnir geti aflað meira. Karl Grant sigraði í fyrstu vélsleða- keppninni Á sunnudag var fyrsta vélsleða- mótið, sem F.B.S.A. hefur staðið fyrir, haldið ofan við Ak- ureyri. Alls tóku 15 keppendur þátt í mótinu og nokkur hundruð manns horfðu á. Skyggni var slæmt og illt að fyigjast með sleðununt. í fyrsta sæti varð Karl Grant á Kawasaki 440, í öðru sæti varð Ingvar Grétarsson á Polaris TXC 340, þriðji varð Jón Ingi Sveinsson á Polaris TX 440, fjórði Stefán Jóhannesson á Polaris TX 340 og fimmti varð Marinó Steinarsson á Polaris TX 340. þar bygging leigu- og söluíbúða fyrir 1.755 þúsund kr. og fram- kvæmdir við nýbyggingu íþrótta- húss 1.260 þýsund kr. Fjárfestingar vegna atvinnumála nema samtals kr. 2.720 þúsund. Helstu liðir þar eru framkvæmdir við dráttarbraut 1.200 þúsund kr. og framlag til togarakaupa 1.090 þúsund kr. Eignarhlutar ýmiss konar nema samtals kr. 715 þúsund, en þar er stærsti liððurinn til byggingar dvalarheimilis aldraðra, 600 þús- und krónur. Til fjármagnshreyf- inga fara 763 þúsund kr. hessi strengjahljómsveit frá Tónlistarskólanum á Akureyri kom fram og skemmti gestum Sjálfstæðishússins undir borðum á ferðakynningu Ferðaskrifstofu Akurcyrar og Úr- vals á laugardagskvöldið. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Michael Clarke, kennari við skólann. Hljómsveitin vakti gífurlega og verðskuldaða hrifningu matargesta, enda ekki á hverju kvöldi sem svo vönduð tónlist, en jafnframt skemmti- leg, er flutt á öldurhúsum. Mynd: H.Sv. ALFA-NEFND AKUREYRAR: SAMRÆMA STARFSEMI í ÞÁGU FATLAÐRA Alfanefnd Akureyrarbæjar, sem kosin var af bæjarstjórn í byrjun febrúar s.l. kynnti starfsemi sína á blaðamannafundi s.i. föstu- dag. Nefndin hefur þegar haldið nokkra fundi og stofnaður hefur verið samstarfshópur með fulltrúum frá Styrktarfélagi vangefinna, Foreldrafélagi barna með sérþarfir, Sjálfs- björgu, Geðverndarfélaginu og Akureyrardeild SÍBS. Á fundin- um á föstudag kynntu fulltrúar þessara áhugamannafélaga starfsemi þeirra, en samtals hafa þessi félög öll innan sinna vébanda hátt í þúsund félaga, sem gætu myndað dágóðan þrýstihóp ef allir ynnu saman. Á fundinum kom fram ótvíræður áhugi Alfenefndarinnar og full- trúa félaganna á að samræma starfsemi í þágu fatlaðra meira en gert hefur verið. í Alfanefndinni eiga sæti Þor- valdur Jónsson, sem er formaður nefndarinnar, Guðríður Bergvins- dóttir og Valdimar Pétursson. Þor- valdur kynnti störf nefndarinnar og sagði m.a. að reynt yrði að finna leiðir til úrbóta í málefnum fatlaðra í bæjarfélaginu. Ferilmálin verða ofarlega á lista þeirra mála sem nefndin mun beita sér fyrir úrbót- um á, en skipulag svo til allra bygg- inga er ekki miðað við þarfir hreyfilamaðra. Mun nefndin beita sér fyrir því, að koma hreyfingu á þessi mál á árinu með ákveðnum tillögum. Lögð verður rík áhersla á að byggingameistarar og hönnuðir nýbygginga virði í hvívetna bygg- ingarreglugerð, því í henni eru strangar reglur sem segja til um ytra og innra skipulag með tilliti til fatlaðra. Atvinnumál eru einnig mikil- vægur þáttur í lífi fatlaðra og gera þyrfti könnun á atvinnumöguleik- um fatlaðra í bæjarfélaginu og sýna hvernig hægt sé að auka virkni þeirra á vinnustöðum og brúa þannig bilið milli fatlaðra og óf- atlaðra. í máli Þorvaldar kom fram, að þó mikilvægt sé að koma á fót vernduðum vinnustöðum, sé þó ekki síður nauðsynlegt að fatlað fólk fái að reyna sig á almennum vinnustöðum, því með því móti geti það öðlast það sjálfstraust sem það missti við fötlunina. Gert er ráð fyrir að um tíundi hver maður sé fatlaður á einhvern hátt, en þá er átt við að fatlaðir séu þeir kallaðir, sem af einhverjum orsökum, andlegum eða líkamleg- um, eigi við verulega erfiðleika að etja í hinu daglega lífi. Fatlaðir njóta yfirleitt ekki jafnréttis og: vanþekking almennings á þörfum þeirra og öryggisleysi annarra í ná- vist þeirra veldur oft félagslegri einangrun. Meðaumkun verður oft til af misskilningi á getu fatlaðra til að bjarga sér sjálfir. Starf Alfa- nefndarinnar verður að stofna til umræðu um málefni fatlaðra og reyna að finna leiðir til úrbóta Hvammstangi: Fundaö um kjördæmamál Hvammstanga 30. mars Á laugardaginn var fjörugur fundur í félagsheimilinu um kjördæmamálið, en til fundarins var boðað af Framsóknarfélagi Austur-Húnavatnssýslu og sjálfstæðismönnum. Framsögu- menn voru þeir Ólafur Þórðar- son, alþm., Eyjólfur Konráð Jónsson, alþm., Friðrik Sófus- son, alþm., Jón Magnússon, formaður S.U.S. og Ingólfur Guðnason, alþm. Fundurinn var vel sóttur og menn skiptust á skoðunum og þama komu skýrt fram þau sjón- armið sem ríkja í kjördæmamálinu — þ.e. annarsvegar þeirra sem vilja veg Reykjavíkursvæðisins sem mestan og hins vegar þeirra sem telja að ýmislegt annað þurfi að gera áður en farið verður að breyta tölu alþingismanna í Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmi. 1 því sam- bandi ræddu menn t.d. um heil- brigðisþjónustuna utan höfuð- borgarsvæðisins, skólamál og vegakerfi svo eitthvað sé nefnt. Það væri m.ö.o. eftir ýmislegt annað áður en landsbyggðin færi að hjálpa Reykvíkingum um „sjálf- sögð mannréttindi“ eins og Friðrik Sófusson orðaði það. Þarna kom einnig fram hjá fundarmönnum. að í raun og veru væru það ekki kjósendur sjálfir sem væru á móti núverandi kjördæma- skipulagi, heldur væru það krónprinsar í flokkunum sem biðu eftir þingsætum t.d. í tveimur um- ræddum kjördæmum. P. M. n np T 1 T X (S r~ ■yrfj m 11 ííl lil & a Jju % „I annað sinn á átta árum“ Kristinn V. Jóhannsson ritar athyglisverða grein í síðasta tölublað Austurlands, en þar seglr hann m.a.:“ Eins og flestum lands- mönnum mun í fersku minni olli fárviðri gífurlegu eigna- tjóni í Reykjavík og víðar um miðjan febrúar. örfáum dög- um síðar gat að lesa í leiðara Moggans: „( annað sinn á átta árum gekk fárviðri yfir landið nú fyrri hluta vikunn- ar." Þá vitum við það. Veðrið sem gekk yfir landið norðan og austanvert í haust þegar t.d. iögreglustöð Seyðfirð- inga hvarf á haf út var víst ekki fárviðri. Og ekki heldur veðrið sem gekk yfir fyrir 2-3 árum þegar m.a. fórust þrír bátar á Axarfirði. Eða vekja fárviðrin ef til vill litla athygli fjölmlðla nema þau komi við á höfuðborgarsvæðinu? # Dagblöðin fyrst og fremst höfuð- borgarblöð Eg nefni þetta hér því mér finnst þetta bara enn ein staðfestlng á því að dagblöð- in eru fyrst og fremst höfuð- borgarblöð. öll umfjöllun er út frá reykvísku sjónarhorni, öll viðmiðun er viðmiðun höfuðborgarbúans. Glögg dæmi um þetta eru skrifin um togarakaupin til Þórshafnar og símskrefagjaldið. # Ríkisfjöl- miðlarnir falla æ oftar í sömu gryfjuna Dagbtöðin eru öli undir þessa sök seld, en þó er hlutur Þjóðviljans og Tímans mun skárri en hinna blaðanna. öllu ískyggilegra er þó að ríkisfjölmiðlarnir falla æ oftar í sömu gryfjuna. Ekki hef ég á takteinum neina patentlausn á þessu vandamáli, en vil vekja menn til umhugsunar um það. Hingað til höfum við einblínt á að fá heim í hérað ýmiss konar þjónustu en er ekki hætt við að sú glíma sækist seint meðan allri skoðana- mótun í landinu er stjórnað frá Reykjavík?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.