Dagur - 22.04.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 22.04.1981, Blaðsíða 7
mouR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Aðgerðarleysi þýðir holskeflu hækkana Á aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins var lögð á það mjög rík áhersla, að ekki verði hvikað frá því marki að koma verðbólgunni niður í 40% á þessu ári. í ályktun miðstjórnar kom fram, að til þess að unnt verði að ná því marki verði að grípa til frekari aðgerða í efnahagsmálum. Það er Ijóst að holskefla hækk- anabeiðna skellur yfir eftir næstu mánaðamót og sá árangur sem þegar hefur náðst í baráttunni við verðbólguna verður að engu, ef ekki verður frekar að gert. Fram- sóknarmenn hafa bent á leiðir í þessum efnum og þeir hafa einnig bent á það, að nauðsynlegt sé að hefja sem fyrst undirbúning að áframhaldandi niðurtalningu verðbólgunnar á árinu 1982 í samræmi við ákvæði stjórnarsátt- málans. Meðal þeirra leiða sem bent hefur verið á má nefna það, að beitt verði opinberum aðgerðum til að koma í veg fyrir að hækkun framfræsluvísitölu verði yfir 8 af hundraði 1. maí næst komandi. Til álita kemur að iækka óbeina skatta og auka niðurgreiðslur og mæta því meðal annars með frestun framkvæmda. Þá er lagt til að vextir af óverðtryggðum lánum lækki í samræmi við hjaðnandi verðbólgu. Stuðlað verði að lækk- un vöruverðs m.a. með lánum til hagkvæmra vörukaupa og skyn- samlegri álagningarreglum. Dregið verði úr hækkunum á gjaldskrám opinberra stofnana með ráðdeild í rekstri og jafnvel með samdrætti í framkvæmdum og þjónustu. Þess verði þó gætt að rekstrinum sé ekki stefnt í hættu. í tillögum Framsóknarmanna er enn fremur gert ráð fyrir að hækk- un búvöruverðs og fiskverðs verði takmörkuð eins og frekast er kostur, en þó sé gætt samræmis um kjör bænda og sjómanna við aðra. Niðurgreiðslur á land- búnaðarvörum verði auknar í samræmi við ákvæði stjórnarsátt- málans. Leitað verði nýrra leiða til að mæta stórauknum olíu- kostnaði fiskiskipa. - Ef nauðsynlegt reynist verði leitað eftir samstöðu með laun- þegum um hámark á verðbætur launa 1. september og 1. desem- ber n.k., enda verði sú kaupmátt- arskerðing sem því fylgir bætt á lægri laun með lækkun skatta, tolla eða hækkun fjölskyldubóta. Leitað verði eftir samkomulagi um almennar reglur varðandi útreikn- ing vísitölu, sem miða að því að draga úr hraða verðbólgunnar. Freyr Ófeigsson: Nemendum Mynd- listarskólans svarað í blaðinu Degi, sem út kom 2. apríl s.l. birtist smágrein rituð af nokkrum nafngreindum nem- endum Myndlistaskólans á Ak- ureyri í tilefni af heimsókn þeirra ásamt skólastjóra þeirra á skrif- stofur Akureyrarbæjar „einn sólskinsdag, að skoða Listasafn Akureyrarbæjar" eins og segir í greininni. — f greininni er beint 6 ákveðnum spurningum til bæjar- stjóra. Efni skrifa þessara og spurninganna, sem eru þar fram settar, er þess eðlis að eðlilegt er að ég, sem forseti bæjarstjórnar og formaður stjórnar Menning- arsjóðs Akureyrar, verði fyrir svörum, einkum þar sem hér er komið inn á svið, sem nokkuð hefur verið til umræðu að und- anförnu. Hefur sú umræða, að mínu mati, einkennst óeðlilega mikið af skætingi í garð bæjaryf- irvalda og ásökunum um fáfræði á þessum sviðum, á kostnað hinnar málefnalegu umræðu. Mun ég fyrst reyna að svara spurningum greinarhöfunda hverri fyrir sig en síðan fara nokkrum orðum um skrif þeirra að öðru leyti svo og önnur skrif, sem birst hafa í blöðum í tilefni af framangreindri heimsókn. Að lokum mun ég af þessu tilefni og vegna umræðu, sem fram hefur farið að undanförnu um málefni Menningarsjóðs Akureyrar, leggja nokkur orð til þeirrar um- ræðu almennt. 1. spurning: „Er viðeigandi að taka við gjöfum, sem eru með ákveðnum óskum, án þess að uppfylla þær?“ Svar: Akureyrarbæ og stofn- unum hans berast af og til gjafir frá einstaklingum og félögum. Tilgangur gefenda er að sjálf- sögðu mjög mismunandi og í samræmi við tilgang sinn hafa sumir þeirra sett fram ákveðna skilmála með gjöfunum. Hafi skilmálar þessir í för með sér kvaðir á hendur bæjarstjórn, svo sem fjárútlát, verður að sjálf- sögðu að taka afstöðu til þess fyrirfram, hvort þiggja eigi gjöf- ina eða ekki. Þegar ákveðið hefur verið af hálfu' bæjarstjórnar að beita gjöf viðtöku, sem skilyrt er, er bæjarstjórn bundin af skilyrð- inu og ber að fullnægja því. Sé gjöf hins vegar innt af hendi án þess að bæjarstjórn hafi fallist á skilyrði, sem henni fylgja, verður hún að teljast óbundin af þeim. Að því er ég best veit hefur bæj- arstjórn til þessa að fullu staðið við skilmála, sem einstökum gjöfum hafa fylgt og hún hefur samþykkt, eins og til hefur verið ætlast. Eins og spurningin er orðuð virðast spyrjendur hafa í huga einhver tilvik, þar sem misbrestur hefur orðið á í þessum efnum. Eins og að framan getur, er mér ekki kunnugt um slík tilvik. Ann- að mál er það, að skilyrði geta orðið úrelt og óframkvæmanleg vegna þróunar í bæjarfélaginu og þjóðfélaginu yfirleitt, t.d. skil- málar þess efnis, að hesthús skuli alltaf starfrækt í miðbænum á Akureyri. Slík tilvik eru oft vandasöm úrlausnar. Hinum sið- ferðilega þætti spurningarinnar hefi ég ekki umboð til að svara fyrir bæjarfulltrúa. 2. spurning: „Er það stefna bæjaryfirvalda að hafa lista- verk í eigu bæjarins uppi í hin- unt ýmsu stofnunum?“ Svar: Hinn 29. ágúst 1962 á aldarafmæli Akureyrarbæjar, markaði bæjarstjórn sér stefnu á Freyr Ófeigsson. sviði lista og annarrar menning- arstarfsemi, með stofnum sjóðs, sem heitir Menningarsjóður Ak- ureyrar. í reglugerð sjóðsins segir svo í 3. gr. „Hlutverk sjóðsins er að styðja listastarfsemi og aðra menningarstarfsemi á Akureyri með fjárframlögum, styrkja lista- menn og fræðimenn og aðra, sem teljast verðugir, með kaupum listaverka fyrir bæinn og bæjar- stofnanir og öðrum hætti, er sjóðsstjórn ákveður hverju sinni í samræmi við tilgang sjóðsins." í samræmi við þetta hefur það verið og er stefna bæjarstjórnar að listaverk í eigu bæjarins og stofnana hans séu nýtt til að prýða húsakynni bæjarins og hinna ýmsu stofnana á hans veg- um eftir því, sem rými er til. Ekki hafa komið fram tillögur í bæjar- stjórn um að breyta þessu fyrir- komulagi, svo mér sé kunnugt. 3. spurning: „Ef svo er, hvers vegna er almenningi þá nær ógerlegt að nálgast þessi verk og njóta þeirra? Listaverkin eru keypt fyrir almannafé.“ Svar: Það sem gerir erfitt að heimila almenningi frjálsan að- gang að margnefndum listaverk- um, er sú staðreynd að þau eru varðveitt á starfstofum starfs- manna bæjarins að mestu leyti. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að heimila frjálsan aðgang að starfstofum bæjarins frekar en annarra fyrirtækja og stofnana. — Bæjaryfirvöld hafa viljað og vilja fyrir sitt leyti stuðla að því, að almenningur eigi þess kost að skoða listaverk bæjarins eftir því sem tök eru á: Viðleitni í þá átt hefur verið höfð uppi, m.a. með því að setja verkin á almennar sýningar að hluta eða næstum öll samtímis. Mætti e.t.v. gera meira af slíku en gert hefur verið. Þeim, sem áhuga hafa, hefur verið og er velkomið að skoða listaverkin þar sem þau eru varð- veitt, í samráði við starfsmenn þá, sem með vörslu þeirra fara. — Listaverk bæjarins eru að sjálf- sögðu flest keypt fyrir almannafé eins og aðrar eignir bæjarins. En það út af fyrir sig veitir ekki al- menningi frjálsan aðgang að þeim frekar en öðrum eignum bæjarins. Afnot af listaverkum þessum, sem spyrjendur eiga væntanlega við, geta ekki orðið fyrr en komið hefur verið upp sérstakri aðstöðu til að hafa þau stöðugt til sýnis almenningi (sýn- ingarsafni). Enn sem komið er eru ekki uppi áform innan bæj- arstjórnar um að koma upp slíkri aðstöðu. 4. spurning: „Hver er stefna bæjarstjórnar í sambandi við listaverkakaup?“ Svar: Eins og áður er fram komið, er eitt af hlutverkum stjórnar Menningarsjóðs að ákveða og annast kaup á lista- verkum. Við kaup er að sjálf- sögðu farið að reglum sjóðsins við val á listaverkum svo langt sem þær ná, sbr. 3. gr. reglugerðar- innar, sem áður er nefnd. — Við val á einstökum listaverkum er haft í huga að bærinn eignist verk eftirsem flesta íslenska listamenn og að stuðlað sé að sem mestri fjölbreytni í listaverkaeign bæj- arins. — Sé um að ræða val á milli verka sama listamanns, ræður smekkur nefndarmanna úrslit- um. Smekkur nefndarmanna hefur ekki verið samræmdur í myndlistaskóla og sýnist því oft sitt hverjum í þessum efnum. — Um frekari „stefnu“ við kaup á einstökum verkum er ekki að ræða. í heild má segja að stefnt sé að því að listaverkaeign bæjarins verði með tíð og tíma til þess hæf að mynda kjarna í frambærilegu almenningslistasafni, þar sem til staðar yrði sýnishorn af list sem allra flestra íslenskra listamanna fyrr og síðar. 6. spurning: „Gera bæjaryfir- völd sér ekki grein fyrir nauðsyn sjónmennta t.d. vegna þáttar þeirra i atvinnulífi bæjarbúa?“ Svar: Þáttur sjónmennta í grunnskólanámi er ákveðinn í grunnskólalögum. Bæjarstjórn Akureyrar stendur að fram- kvæmd þeirra laga að sínu leyti eins og lög standa til. Bæjarstjórn hefur ekki sett á stofn skóla á þessu sviði á framhaldsskólastigi. Ekki hafa verið sett lög um fram- haldsskólamenntun á fslandi. Slík löggjöf hefur á undanförnum árum verið til afgreiðslu á Alþingi án þess að fá afgreiðslu. Á meðan þetta ástand varir ríkir óvissa um skyldur sveitarfélaga í þessum efnum. — Á undanfömum árum hefur einstaklingur rekið hér í bæ sérskóla á þessu sviði, Myndlista- skólann, af miklum áhuga og dugnaði. Að því er best er vitað hefur starfsemi þessi borið góðan árangur og skólinn hefur hlotið viðurkenningu þeirra, er um það mál fjalla, fyrir góða og vandaða kennslu. Bæjarstjórn Akureyrar- hefur frá upphafi sýnt starfsemi þessari áhuga, væntanlega vegna þess að fyrir hendi hefur verið skilningur á gagnsemi náms þess, er þar fer fram. Afstaða bæjar- sjórnar til starfsemi þessarar hef- ur komið fram í því að frá upp- hafi hefur eiganda skólans verið veittur nokkur fjárstyrkur úr bæjarsjóði til starfseminnar. Styrkur þessi hefur farið vaxandí með árunum eftir því.sem starf- semi skólans hefur vaxið. Hefur styrkur bæði verið veittur til greiðslu kennaralauna og til kaupa á búnaði og nú á nýsam- þykktri fjárhagsáætlun er veitt fé til skólans til leigu á húsnæði (sýningarsal). —• Eru fjárveitingar til skólans á þessu ári þessar: 1. Vegrw kennaralatina kr. 240.000,00 2. Tilslofnbúnaöar. kr. 40.000,00 3. Vegna leign á sýningarsal .................. 'kr.«m.-000,00 Samtalskr. ...... 330.000,00 Með fjárveitingu sinni telur bæjarstjórn sig sýna skilning á nauðsyn sjónmennta og veita þeim einstaklingi, sem' skólann rekur sérstaka viðurkenninglt fyrir störf hans i þágu bæjarfélagsins. Um efni skrifalrnemenda' Myndlistaskólans til ég að öðrú leyti segja þetta: Samkvaiint: upplýsingum starfsmanna bæjar- ins kom umræddur nemenda-1 hópur ásamt skólastjóra fyrir- ! varalaust og án þess.að :htafa um það samráð við starfsmenn bæj- arins á bæjarskrifstofumar. í vinnutíma starfsfólks :.og óskaðil; eftir að fá að skoða listaverkin. Ekki var aðstaða til að verða við óskum hópsins að fuHu: þá þegar. M.a. var bæjarstjóri upptekinn á fundi. Þrátt fyrir erfiðaf aðsfæðuf og engan undirbúning greiddi starfsmaður bæjarins; Haraldur Sigurgeirsson, götu gestanna eftir bestu getu og eins og aðstæður leyfðu. — Kennarar og nemend- ur Myndlistaskólans og aðrir, sem áhuga hafa á er að sjálfsögðu velkomið að skoða listaverkin. En til þess að svo geti örðið þúrfa þeir að hafa samband við bæjar-, stjóra eða mig með. hæfilegúm fyrirvara svo að unnt verði að undirbúa móttöku þeirra á þann hátt að hægt verði að skoða lista- verkin í næði og njóta þeirra og hafa þannig sem mest not af. Ég held að slíkur aðdragandi'að ferð n málverkin spyrja greinarhöfundar. Morg eru m.a. hér innan veggja Mvnd: á.þ. Sumar gjafir eru hefndargjafir! ... . Mitimi eins áesetu hjóna og þ' Einn liður í sjónmenntanámi eins oe það fer Fram í myndlistaskól- um hérlendis er að skoða sofn. því var það að nemendur Mynd- listaskólans á Akureyn toku þa I örlagaríku ákvörðun emn sol- skinsdag að skoða Listasafn Ak- ureyrarbæjar, Áður hofðum við frétt að Barbara og Magnus Árnason, hin virtu myndlistahjón hefðu gefið Akureyrarbæ hsta- verk 1948 sem vísi að hstasafm Akureyrarbæjar. Listasafn? Ju, það er til og nú eru a þr.ðja 1 hundrað verk í eigu Akureyrar- fyUaþær7 bæjar. . , , ir 2 Er það stefna bæjaryfirvalda Þegar upp á bæjarsknf^ofur að £afa Uslaverk i eigu bæjar- kom hittum við Harald Sig hinum ýmsu stofn. geirsson að máli. sem hefur um- “PP ■;An ’iril ^flMyttMÉÍir ágætu hjónaogþvi síður um gjöf þeirra. Fræddum við Helga þaá bví að þau hjón hefðu gef.ð bænum listaverk eftir Magnus með þeirri ósk að þetta verk yrði I visir að listasafni. Svar Helga var á þá leið, að sumar gjafir væru hefndargjafir. Viljum við nu . framhald. af samtal. okkar beina nokkrum spurningum t.l hattv.rts bæjarstjóra: 1 1 Er viðeigandi að taka við gjöf- ' um sem gefnar eru með ákveðnum óskum, an þess að uppfylla þ*r? sem þessari sé um líklegri til að verða báðum aðilum til sóma en einhliða hugdetta þeirra Mynd- listarskólamanna á góðviðrisdegi, eins og segir í greininni. Frásögn greinarhöfunda af orðaskiptum sínum við bæjar- stjóra leiði ég hjá mér, enda eru skrif í þeim anda, sem hér um ræðir, varla svaraverð og fyrst og fremst þeim til vansa, er lætur þau frá sér fara. — Af sama tilefni og hér um ræðir, birtist frétt í dagblaðinu Vísi þess efnis að „að undanförnu hefði ríkt kalt stríð milli bæjaryfirvalda og Mynd- listaskólans á Akureyri“ Af skrif- unum mátti ráða að heimilda væri að leita hjá aðstandendum Myndlistaskólans. Af hálfu bæj- aryfirvalda er ekki vitað um þetta „stríð“ enda bera styrkir bæjar- sjóðs til skólans þess naumast merki að stríð geysi milli þessara aðila, a.m.k. ekki með vitund bæjarstjómar. Til fróðleiks og vegna skrifa um Menningarsjóð Ákureyrar, sem birst hafa á undanförnum mánuðum, svo og ummæla akur- eyriskra listamanna og frásagna þeirra af draumum sínum í út- varpi, vil ég að lokum geta þess, að eins og áður er fram komið tók Menningarsjóður Akureyrar til sfarfa árið 1962. Að einhverju leyti hafa allir þeir þættir, sem upp eru taldir í 3. gr. reglugerðar sjóðsins, sem áður er rakin, verið framkvæmdir. Þótt kaup á lista- verkum sé aðeins einn af fleiri þáttum í starfsemi sjóðsins, hefur sá þáttur verið fyrirferðarmestur. Frá upphafi 1962 hafa verið haldnir 35 fundir í stjórninni þar af 7 fundir á kjörtímabili því, sem nú stendur yfir. Samkvæmt gerð- arbók sjóðsins hafa kaup á mál- verkurn alltaf farið fram utan funda en síðan verið staðfest á fundi. Árlegar tekjur sjóðsins eru framlög úr bæjarsjóði samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni og takmarkast ráðstöfunarfé sjóðs- ins að mestu við þá fjárhæð. Stofnfé sjóðsins var kr. 300.000,00 og samkvæmt 4. gr. reglugerðar- innar má aldrei skerða stofnfé sjóðsins. jdluta af fé sjóðsins er varið til innrömmunar málverka, viðgerða á þeim svo og viðhalds listaverka og umsjón með þeim. Akureyri 12. april 1981 Frevr Óteigsson, forseti bæjarstjómar Akureyrar. ATHUGASEMD FRÁ HELGA M. BERGS Hr. ritstjóri. í blaði yðar 2. apríl s.l. er birt grein, undirrituð af sjö nemend- um í Myndlistarskólanum á Ak- ureyri. 1 greininni er á einfaldað- an og villandi hátt sagt frá átviki er átti sér stað á göngum’ bæjar- skrifstofunnar fyrir nokkrum dögum. Gefið er í skyn í greininniað ég hafi sagt að listaverkagjöf hjón- anna Barböru og Magnúsar Árnasonar, til Akurpynarbæjar. hafi verið hefndargjöf. Þetta:er . ekki rétt og það sem meira er að sama rangtúlkun kom fram áður, en var þá leiðrétt. Það er .því yísr vitandi farið með rangt mál í greininni. Það er hinsvegar rétt að í samtali við höfunda greinarinn- ar notaði ég hefndargjöf, en það var í öðru samhengi. Þessi leiðrétting finnst mér rétt að fram komi um leið og ég harma að hafa gefið tilefni til að ummæli mín væru rangtúlkuð með notkun þessa orðs. Helgi M. Bergs, bæjarstjóri. Tveir fslands- meistarar Um helgina var haldið i Reykja- vík Islandsmeistaramót í lyft- ingum. Fimm keppendur fóru frá Akureyri á mótið, og voru allir f verðlaunasætum, og þar af tveir Íslandsmeistarar. Haraldur Ólafsson Þór sigraði í 75 kg. flokki. Hann snaraði 115 kg og jafnhattaði 150 eða samtals 265. Freyr Aðalsteinsson Þór sigraði i 82.5 kg flokki með 130 og 152.5 kg eða samtals 282.5. Þarna sigraði Freyr m.a. Þor- stein Leifsson sem keppti í sumar á Ólympíjuleikjunum. I 90 kg flokki varð Kristján Falsson KA í öðru sæti og Garðar Gíslason KA í þriðja. í 100 kg. flokki varð Gylfi Gíslason Þór í þriðja sæti. Norðurlandameistaramótið I lyftingum verður haldið í Noregi eftir tvær vikur og má búast við að a.m.k. þrír til fjórir Akureyringar verði þar í tíu manna landsliði Islendinga, en liðið verður valið í þessari viku. Hæstu leikir Á sumardaginn fyrsta kl. 16.00 leikur Fram hér á Akureyri við KA, og á sunnudaginn 26. kl. 14.00 kemur Breiðablik og leikur við KA. Ólafur Harðarson hlaut sinn fyrsta Islandsmeistaratitil i flokki fullorðinna. Mynd: Rögnvaldur. Skíöalandsmótið Öldungar keppa Árlegt íslandsmót öldunga í blaki fer fram í Reykjavík dag- ana 1. og 2. maí í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Hafa 8 karlalið og 4 kvenna- lið víða að af landinu tilkynnt þátttöku í mótinu, sem hefst kl. 10.00 föstudaginn 1. maí. Frá Akureyri fara þrjú lið, karlalið frá Skautafélaginu og Sund- félaginu Óðni, og Kvennalið frá Eik. í fyrra fór mótið fram á Siglufirði og varð Eik þá ís- landsmeistari kvenna, en H. K. Islandsmeistarar karla. Skauta- félagið hreppti þá annað sæti. Skíðalandsmótið var haldið um páskana á Siglufirði í góðu veðri og skíðafæri. Keppendur voru alls staðar að af landinu og voru að vanda fjölmargir. Keppni var mjög jöfn og spennandi i mörgum greinum, og þá sérstaklega í göngu. Það vakti athygli hve sigurvegar skiptust á marga staði að þessu sinni, en Ólafsfirðingar fengu nú harða keppni í göngunni, sérstaklega frá Reykvíking- um og Siglfirðingum, en það voru einmitt heimamenn sem fengu flesta fslandsmeistara- titla. Dalvíkingar fengu nú í fyrsta sinn íslandsmeistara á skíða- landsmóti og var það hinn ungi og efnilegi Daníel Hilmarsson en hann keppti nú í fyrsta sinn á landsmóti fullorðinna, og sigraði í stórsviginu. Nanna Leifsdóttir brást ekki vonum Akureyringa en hún sigraði í stórsvigi og einnig í alpatví- keppni. Ólafur Harðarson frá Akureyri hlaut nú sinn fyrsta fslandsmeistaratitil í fullorð- innaflokki en hann sigraði í Alpatvíkeppni karla. Keppendur frá Akureyri stóðu sig annars mjög vel á Leiðrétting Á dögunum var heldur lítið gert úr afrekum ungs skíðafólks frá Akureyri á unglingameist- aramótinu. Sannmælis skulu Akureyringarnir njóta, þeir stóðu sig mjög vel, og komu heim með mörg verðlaun. þessu móti og í Alpagreinunum röðuðu þeir sér í efstu sætin. Ólafsfirðingar sigruðu í mörgum greinum og hlutu m.a. næst flesta íslandsmeistaratitla. Sérstaklega er það stökkið sem er sérgrein þeirra, en þeir búa vel að þeirri íþrótt þar í bæ. Sökum plássleysis í blaðinu verður ekki getið um öll úrslit mótsins að þessu sinni. Nanna L-eifsdóttir. Daníel Hilmarsson. FYRSTA LEIKNUM LAUK MEÐ JAFNTEFLI Fyrsti knattspyrnuleikur sumarsins fór fram á Akur- eyri á skírdag. Þá kepptu í vormóti KRA Akureyrar- félögin Þór og KA. Leikur þessi var í góðu veðri, en á leiðinlegum malarvelli. KA náði forustu á 10. mín. með marki frá Hinriki, en þannig var staðan allt fram á síðustu mín. leiksins þegar Guðjón jafnaði fyrir Þór eftir aukaspyrnu. Þórsarar voru betri í þessum leik, en þeir réðu betur miðjunni og sóttu meira en KA. Þeir fengu m.a. aragrúa af aukaspyrnum rétt við vítateig KA, en eins og áður segir tókst þeim ekki að skora fyrr en á síðustu mín. Á laugardaginn lék KA æf- ingarleik við Völsung og lauk þeim leik einnig með jafntefli, einu marki gegn einu. I þeim leik notaði KA þá leikmenn sem ekki fengu að leika við Þór. Þórsarar fóru til Reykjavíkur fyrir skömmu og gerðu þar góða ferð, en þeir léku fyrst við Val og töpuðu, eitt mark gegn engu, og daginn eftir við Þrótt og gerðu þá jafntefli tvö mörk gegn tveimur, eftir að hafa komist í tveggja marka mun. * KA og Þór léku síðan aftur á öðrum degi páska. Þá snérist dæmið við frá fyrri leik þessara aðila, en nú voru það Þórsarar sem skoruðu fyrst og var Guð- jón þar að verki. Á síðustu mín. leiksins jafnaði síðan Hinrik fyrir KA. öfugt við fyrri leikinn sótti nú KA meira, en báðir markmenn liðanna stóðu sig vel og björguðu oft meistaralega. 6•DAGUR DAGUR•7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.