Dagur - 22.04.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 22.04.1981, Blaðsíða 5
Ársþing H.S.Þ.: Landsmótið ber hæst af verkef num ársins Harfralækjarskóla 7. aprfl. Brátt verða þessi fley sjósett. Mynd: H.Sv. BESTU KÝRNAR 1980 Um síðustu helgi var haldið 68. ársþing H.S.Þ. í Barnaskóla Bárðdæla í boði ungmenna- félagsins Einingarinnar. Veður og ófærð gerðu það að verkum að tvisvar varð að fresta þinginu, en ekki var hægt að skammast út í veðrið þennan sunnudag, því þá var sunnan gola og hlýindi, sannkallað vorveður. Þingið hófst kl. 10 á sunnudags- morguninn. Þingforsetar voru þeir Jónas Sigurðsson, Lundarbrekku og Tryggvi Óskarsson, Þverá. Þingritarar voru Svanhildur Her- mannsdóttir, Barnaskóla Bárðdæla og Hinrik Árni Bóasson, Stuðlum. Gestir þingsins voru Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri U.M.F.f. og Jón Ármann Héðins- son stjórnarmaður Í.S.Í. og úr hér- aði kom Þórður Jónsson úr Lauga- hlíð. f skýrslu stjórnar, sem formaður H. S.Þ., Þormóður Ásvaldsson, flutti kom fram að ýmislegt var gert á vegum sambandsins á s.l. ári og skal hér minnst á það helsta. I. íþróttastarfið var að sönnu lang stærsta verkefni H.S.Þ. Haldin voru héraðsmót í eftirtöldum greinum: Frjálsum íþróttum, knattspyrnu, blaki, skák, bridge, borðtennis, glímu og sundi. Samtals mun keppni hafa farið fram í u.þ.b. 50 daga á árinu, sem mun vera heldur með meira móti og þátttaka var oftast góð. Auk þessara móta fóru keppendur á fjölmörg mót, sem haldin voru utan héraðs í hinum ýmsu íþróttagreinum. Þar ber hæst þátttaka í íþróttahátíð 1980, er ÍSf efndi til á árinu. 2. Frjálsíþrótta- þjálfari var ráðinn s.l. sumar, Vig- fús Helgason. Sá hann um þjálfun héraðsliðsins, en auk þess fór hann út í aðildarfélögin og þjálfaði þar. 3. Sumarbúðir fyrir unglinga að Laugum voru starfræktar s.l. sumar undir stjórn Haraldar Þórarinsson- £ ar íþróttakennara. 4. H.S.Þ. hefur undanfarin ár styrkt félög sín með því að greiða 30% af öllum þjálf- arakostnaði þeirra. Er þetta gert til að hvetja félögin og gera þeim kleift að ráða til sín þjálfara í hinar ýmsu íþróttagreinar. Nam þessi styrkur 4,3 milljónum gamalla króna. 5. H.S.Þ. var þátttöku- og framkvæmdaraðili í því að reisa Jóhanni Sigurjónssyni frá Laxa- mýri minnisvarða en tilefnið var 100 ára fæðingarafmæli skáldsins. 6. H.S.Þ. hefur hin síðustu ár verið að endurbyggja Laugavöll. Er það mikil og fjárfrek framkvæmd. Á síðasta ári var stigið stærra skref en áður í þeirri framkvæmd og unnið fyrir 24 milljónir gamalla króna. 7. Sambandið flutti í eigið húsnæði, sem er í nýja íþróttahúsinu að Laugum. Þar verður skrifstofa H.S.Þ. og þar með hefur ræst gam- all draumur um að eignast fastan samastað. 8. Samskiptum við dönsk — Árcksturinn kemur mér ekkert við, ég horfði bara á. ungmennafélög var haldið áfram. Á síðasta sumri fóru 25 H.S.Þ. félagar í heimsókn til Danmerkur í boði danskra héraðssambanda og dvöldu þar í hálfan mánuð. Á eftir skýrslu formanns gerði Völundur Hermannsson, gjaldkeri H.S.Þ., grein fyrir reikningum sambandsins. Helstu tekjur voru styrkir frá sýslu og sveitarfélögum og hinar hefðbundnu fjáröflunar- leiðir s.s. jólakortasala, happdrætti og Laugahátíð, sem var þeirra langdrýgst. Gjaldamegin voru stærstu liðirnir Laugavöllur, ferða- kostnaður íþróttafólks úr héraði, styrkir til félaga og þjálfara- kostnaður. Að lokinni skýrslu stjórnar hóf- ust umræður um starf H.S.Þ. Skipt var í starfsnefndir og ræddu þær um hin ýmsu verkefni sambandsins á þessu ári. Skiluðu þær skýrslum og lagðar voru fram tillögur, og urðu allmiklar umræður um þær. Ef frá eru talin hin hefðbundnu verkefni H.S.Þ. þá ber hæst á þessu ári þátttakan í landsmóti U.M.F.Í., sem haldið verður á Akureyri í sumar. Þingeyingar hafa staðið sig vel á landsmótum og ætla sér að gera það einnig á þessu móti og fjölmenna með gott lið íþróttafólks. Þá verður einnig haldið áfram að byggja upp Laugavöll. Að lokum fór fram stjórnar og nefndakjör. Stjórn H.S.Þ. skipa nú: Þormóður Ásvaldsson, ökrum, formaður, Jón Illugason, Reykja- hlíð, Völundur Hermannsson, Álftanesi, Birgir Steingrímsson, Húsavík, Baldvin Baldvinsson, Torfunesi, Amór Erlingsson, Þverá og Kristleifur Meldal, Grenivík. G. Á. Hin árlega hópferð héðan til Winnipeg verður farin 28. júlí n.k. og komið heim 18. ágúst. Sama flugvéi flytur 150 manna hóp Vestur-íslendinga hingað heim til þriggja vikna dvalar. íslendingadagurinn á Gimli verður hátíðlega haldinn dagana 1., 2. og 3. ágúst, en í ár er öld liðin siðan Nýja-ísland sameinaðist Manitobafylki. Af þvi tilefni verð-/ ur sérstaklega vandað til hátíða- haldanna og búist við miklum fjölda manna af íslenzkum ættum bæði frá Kanada og Bandaríkjun- um. Er því tilvalið fyrir íslendinga hér heima að skreppa nú vestur um haf, heimsækja Winnipeg, höfuð- borg íslendinga í Vesturheimi, Nýja-ísland og aðra landnámsbæi þeirra á sléttunum miklu og taka þátt í hátíðahöldunum á Gimli. Minnismerki vfkinga á Gimli. Fyrir framan þaö má þekkja a.m.k. Gfsla Olafsson og Árna Bjarnarson. í 6. tölubl. FREYS er birt grein eftir Jón Viðar Jónmundsson, ráðunaut og kennara, um naut- griparæktarfélögin. Þar kemur fram að skýrslufærðum kúm hefur fækkað um 1.640 á síðustu þrem árum. Á skýrslum voru 21.537 kýr á síðasta ári. Afurðir eftir reiknaða árskú reyndust 3.769 kg. en það var 40 kg minna en árið 1979. Meðalfitan var aðeins hærri í fyrra en undan- farin ár, eða 4,21% á móti 4,16% árið 1979. Rétt er að vekja athygli á því, að meðalafurðir minnkuðu ekki nema um 40 kg, þótt dregið hefði verið úr Verður þeim sem óska gefinn kost- ur á hópferðum um Nýja-ísland og marga nágrannabæi. Þjóðræknis- félagið á Akureyri, vinafélag Vest- ur-íslendinga, hvetur alla sem geta, að notfæra sér þessa einstæðu ferð segir í fréttatilkynningu frá félag- inu. Ferðin vestur er farin á vegum ferðaskrifstofunnar Samvinnu- ferðir-Landsýn. Fyrr i mánuðinum var haldin vél- sleöakeppni í Krossdai i Mývatns- sveit á vegum Ungmennafélagsins Eilífs og Björgunarsveitarinnar Stefáns. Keppendur voru yfir 20, frá Akureyri, Húsavik og Fnjóskadal, auk heimamanna. Keppt var f 3.700 m. langri alhliða braut, með 40 hliðum og einni hcmlunarþraut. Keppt var í þrentur stærðarflokkum sleða. Þá var einnig keppt i kvart- mflusyrpu á beinni braut. Urslit í 1. flokki í alhliðabraut urðu þau að Jón Ingi Sveinsson kjarnfóðurgjöf um 200 kg að með- altali. Að meðaltali voru afurða- mestu kýrnar í Strandasýslu, með- alafurðir þeirra reyndust 4.032 kg en skýrslufærðar kýr voru aðeins 50. Næst bestur árangur var hjá bændum í Eyjafirði, þeirra kýr mjólkuðu að meðaltali 3.989 kg en þar voru 1.739 kýr á skýrslum. Bestur árangur í fjósi, reyndist vera hjá félagsbúinu í Baldurs- heimi, Mývatnssveit, kýrnar mjólkuðu þar að meðaltali yfir árið 5.607 kg. Næst bestur varð árang- urinn hjá Guðlaugi Jónssyni, Við- múlastöðum, A.-Landeyjum, af- urðir í því fjósi voru 5.337 kg að meðaltali. í þriðja sæti urðu kýrnar hjá Sverri Magnússyni, Efra-Ási, Nefnd tekin til 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna er nú tekin til starfa og undir- búningur í fullum gangi. Stefnt er aö kröfugöngu og útifundi á torginu, þar sem ávarp dagsins verður flutt, stuttar ræður og söngur. Akureyri varð fyrstur. Hann keppti á Polaris TX 440. Tími Jóns var 7:36:5. í 2. flokki sigraði Ingvar Grétarsson, Akureyri, á Polaris TX C 340 á 7:33:9. í 3. flokjci sigraði Sigurður Baldursson, Mývatns- sveit, á Yamaha SW440 á 9:48:4. í kvartmílunni urðu úrslit þau að í 1. flokki sigraði Ingvar Grétarsson á Polaris TXL340 á 19,1. Fyrstur I öðrum flokki varð Ingvar Grétars- son, Akureyri, á Polaris TXC 340 á 19,7 og í 3. flokki sigraði Sigurður Baldursson, Mývatnssveit, á Yamaha SW 440 á 35,5. Hólahreppi, þar voru meðalafurðir 5.311 kg. Afurðahæsta kýrin árið 1980 þegar mælt var í kg mjólk, var Skrauta 97 á Efri-Brunná, Dala- sýslu, hún mjólkaði 7.594 kg. Næst kom kýrin Búkolla 54 á Gautlöndum, Mývatnssveit, afurð- ir hennar voru 7.493 kg. Þriðja kýrin í röðinni var Sabina 100 í Víðiholti, Reykjahreppi, hún mjólkaði 7.376 kg árið 1980. Þegar afurðir eru metnar i kg mjólkurfitu sló kýr Lukka þeim öllum við, því hún mjólkaði 6.684 kg en mjólkin var með 5,52% fitu. Engin kýr á landinu gaf annað eins af sér af smjöri á þessu ári og Lukka. starfa Kaffisala verður á milli atriða í Alþýðuhúsinu og barnaskemmtun 1 Sjálfstæðishúsinu. Starfsmanna- félag Akureyrarbæjar og B.S.R.B. taka nú í fyrsta skipti þátt í undir- búningi hátíðarhaldanna 1. maí. Kröfur dagsins munu verða helgaðar lömuðum og fötluðum. Aðalræðumaður dagsins verður frá samtökum lamaðra og fatlaðra. Formaður 1. maí nefndarinnar er Sigurður Pálmi Randversson, trésmiður og geta þeir sem áhuga hafa á að starfa að undirbúningn- um haft samband við hann. dagsins tíu ára Fyrir skömmu varð „Orð dags- ins“ 10 ára. Það var Jón Oddgeir Guðmundsson sem ýtti „Orði dags- ins“ úr vör og hefur stýrt því síóan. „Frá upphafi hefur verið hægt að fá að heyra ritningargrein og síðan hefur hún verið skýrð nánar fyrir fólki. Þessi þjónusta hefur notið mikilla vinsælda, en hringingar að undanförnu hafa verið 20 til 30 á hverjum degi. Þeir eru óteljandi sem hafa hringt í ,’,Orð dagsins", en við höfum alltaf lagt áherslu á að hafa huggunarríkan boðskap út frá Guðs orði,“ sagði Jón Oddgeir í samtali við Dag í tilefni afmælisins. Rauði þráðurinn í „Orði dags- ins“ hefur verið frá upphafi að „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.“ Þetta er sá boð- skapur, sem hefur gengið um aldir alda og sagðist Jón Oddgeir ekki sjá ástæðu til að breyta til í bráð. Sím- inn hjá „Orði dagsins" er 96-21840. DAGÚR-5 Hópferð til Winnepeg Þann 14. þ.m. afhentu félagar f Lionsklúbhi Dalvfkur 30 þúsund krónur f byggingarsjóð Sjálfsbjargar. Á myndinni má sjá Sveinbjörn Steingrfmsson, formann klúbbsins, afhenda Hafliöa Guðmundssyni, ávfsunina. Lengst til hsgri stcndur Vilhelm Sveinbjörnsson, en við hlið hans er Gunnlaugur Sigvaldason. Mynd: áþ. Kepptu á vélsleðum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.