Dagur - 22.04.1981, Blaðsíða 12
BREMSUBORÐAR
OG KLOSSAR
I FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA
HHBHSSnHBSBHnBSSBBSHHHBHBI
Islenskir fiskikassar
orðnir að veruleika
Næstkomandi laugardag verður
formlega tekin í notkun ný og
fullkomin sprautusteypuvél til
framieiðslu á fiskkössum hjá
Piasteinangrun h.f. á Akureyri.
Þetta er fyrsta vél sinnar tegund-
ar hér á landi og með tilkomu
hennar eykst stórlega þjónusta
Plasteinangrunar við sjávarútveg-
inn, en til þessa hafa fiskikassar úr
plasti verið fluttir inn til landsins.
Vélin verður formlega tekin í
notkun kl. 10 á laugardag og hefur
forystumönnum í málefnum
sjávarútvegs og iðnaðar verið
boðið að vera viðstaddir. Tilrauna-
framleiðsla hefur staðið yfir
nokkurn tíma og gengið vel.
Er nauðsynlegt að
fækka fuglunum?
„Fugiinn hefur það gott hérna
og það er mikið af honunt.
Sjómenn, sem fóru austur á
björg sögðu að þau væru fuil af
fugli. Um 20. maí má gera ráð
fyrir að verði farið að síga eftir
eggjum,“ sagði Steinunn Sigur-
björnsdóttir í Grímsey í samtali
við DAG.
Steinunn sagði að utan við hafn-
argarðinn í Grímsey væri gífurlega
mikið af fugli og ljóst að honum
hefði fjölgað mikið undanfarin ár.
„Nú veiða menn ekki fugl eða taka
egg nema handa sér og sínum nán-
ustu — öfugt við það sem gerðist
hér áður fyrr. Nú er orðið svo
þröngt um fuglinn að t.d. er ritan
komin alveg niður undir byggð.
Hún verpir nú í bakka norður af
Sandvíkinni, sem hefur ekki gerst
svo lengi sem elstu menn muna,“
sagði Steinunn.
Ekki efaðist Steinunn um nauð-
syn þess að fara að fækka í ýmsum
fuglastofnum, sem verpa í Gríms-
ey, en nú flokkast það undir sport
að veiða fugl eða síga í björg. Á
árum áður byggði fólk lífsafkomu
sína m.a. á þessu tvennu og veiddu
menn fugl með flekum, sem á voru
snörur er fuglinn festist í þegar
hann settist á flekana. Þessi veiði-
aðferð var bönnuð sökum þess að
ráðamönnum þótti hún ómannúð-
leg. Steinunn benti hins vegar á að
Grímseyingar hefðu aldrei skilið
eftir fleka úti á sjó, heldur var farið
með þá út á morgnana og róið á
milli og fuglinn aflífaður jafnóð-
um. Enginn dómur skal á það
lagður hér hvort rétt væri að taka
upp umrædda veiðiaðferð, en e.t.v.
væri rétt að menn huguðu betur að
því hvernig nýta megi sjófugl til
matar.
Frá afhendingu fjölskylduverðlauna í páskatrimminu. Mynd: H.Sv.
Bestu páskar í 10 ár
— Lyftum verður lokað 1. maí
Grímsey er önnur stærsta
eyja landsins.
Fjölmargir Akureyringar not-
færðu sér það eindæma góðvirði,
sem var um páskana, til útiveru
og skíðaiðkana. Fólk fjölmennti
í Hlíðarfjall dag eftir dag, enda
var oftast sólskin og næstum
logn, með einstaka undan-
tekningum þó, sem stóðu
sjaldnast lengi. Að sögn ívars
Sigmundssonar, framkvæmda-
stjóra Skíðastaða, eru þetta
bestu páskarnir hvað veður
snertir á tíu ára tímabili a.m.k.
Snjó hefur hins vegar tekið hratt
upp í sólbráðinni og hitanum og
nú hefur verið ákveðið að lyftum
verði lokað 1. maí.
Nokkur skíðamót voru haldin í
Hlíðarfjalli um páskana, einkum
fyrir börn. Á skírdag var Flug-
leiðamót í svigi fyrir krakka, brun-
mót fyrir 12 ára og yngri á föstu-
daginn langa, svokallað Páska-
trimm Flugleiða var á páskadag og
á annan í páskum var parakeppni
fyrir krakka, þar sem keppt var í
tveimur brautum.
Um 80 krakkar tóku þátt í svig-
keppni Flugleiða, en 126 þátttak-
endur voru í páskatrimminu, en
þar voru gengnir 3 km og 10 km.
Verðlaun voru veitt þeim sem
fyrstir komu í mark og urðu það
Friðrik Einarsson í 3 km göngunni
og Jón Konráðsson í 10 km göng-
unni, báðir keppnismenn frá
Ólafsfirði. Fyrstur trimmara í
lengri göngunni varð hins vegar
Sigurður Aðalsteinsson. Fjölskyld-
ur Péturs Pálmasonar, Teits Jóns-
sonar og Gunnars Arasonar fengu
verðlaun fyrir mestu fjölskyldu-
þátttökuna og Hjördís Stefánsdótt-
ir fékk verðlaun sem aldursforseti.
Dregið var úr nöfnum allra þátt-
takenda og var það Margrét Vil-
helmsdóttir, sem var dregin út, og
fékk ferð til Oslóar.
Hugsanlegt er að þetta páska-
trimm á vegum Flugleiða, Skíða-
ráðs Akureyrar og Skíðastaða verði
að árlegum viðburði, að sögn Kol-
beins Pálssonar, yfirmanns mark-
aðsdeildar innanlandsflugs, sem
afhenti verðlaunin.
Fáir ferða-
menn
Tiltölulega fáir ferðamenn
lögðu leið sína í Mývatns-
sveit um páskana. Að sögn
heimamanna er talið að fleiri
hafi farið úr sveitinni suður á
bóginn um páskana, en komu
til að dvelja þar.
Á skirdag var stórbingó, á
laugardag var skíðaganga fyrir
alla fjölskylduna á Hlíðardal og
mót í svigi og stórsvigi á annan í
páskum. Sama dag var diskótek
fyrir unglinga og síðar um
kvöldið dansleikur fyrir full-
orðna. Veður var einstaklega
gott yfir páskana i Mývatns-
sveit.
Húnavaka
Málverkasýning Svein'
bjarnar sló í gegn
Húnavaka hófst um síðustu
helgi á Blönduósi og lýkur n.k.
laugardag. Þá átta daga sem
vakan stendur eru fimm kvik-
myndasýningar, tvær sýningar,
þ.e. málverkasýningu og grafik-
myndasýning, og fimm dans-
leikir. Þess má geta að kvik-
myndin Punktur, punktur,
komma, strik var frumsýnd á
Norðurlandi á Húnavökunni.
„Það sem hefur slegið í gegn á
Húnavökunni er óumdeilanlega
málverkasýning Sveinbjarnar
Tónlistarskóiinn:
Fyrstu vortónleikarnir
Á sumardaginn fyrsta efnir
Tónlistarskólinn til sinna fyrstu
vortónleika i Akureyrarkirkju
og hefjast tónleikarnir klukkan
17.
Þarna flytja orgelnemendur
tónlist eftir Bach, Buxtehude og
Franck. Einnig koma fram nem-
endur í blokkflautusveit og leika
nokkur tónverk í breytilegri hljóð-
færaskipan. Aðgangur er ókeypis.
Blöndals, sem ættaður er frá Siglu-
firði, en hefur búið á Skagaströnd
lengi. Hann opnaði málverkasýn-
ingu á fyrsta degi vökunnar og þá
þegar kom múgur og margmenni á
sýninguna. Það var alveg einstakt
að vera þarna inni, en á fyrsta
hálftímanum seldust 14 af þeim 16
olíumálverkum sem voru til sölu.
Menn spurðu ekki um verð, heldur
sögðu þeir einfaldlega að þeir
ætluðu að kaupa mynd“, sagði
Magnús Ólafsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Húnavöku í samtali
við DAG.
Sýningunni átti að vera lokið, en
vegna mikillar aðsóknar verður
sýningin opin n.k. föstudag og
laugardag. í dag, miðvikudag,
var opnuð grafíksýning og í kvöld
er húsbændavaka og dansleikur.
Á sumardaginn fyrsta, verður
m.a. sumarskemmtun, Grunnskól-
ans á Blönduósi og fjölskyldudans-
leikur verður um miðjan daginn. Á
föstudag verður skemmtidag-
skrá samkórs vökumanna, ball um
kvöldið og á laugardagskvöld, og
þar með lýkur Húnavöku.
ffi
ra
i±3
S| Isl
ÖJL - Ju
0 Tekjuraf
ferðamönn-
um
( nýútkomnu hefti af Hagtíð-
indum áætlar Seðlabanki (s-
lands gjaldeyristekjur lands-
ins af erlendum ferða-
mönnum, þ.e. eyðslu hér á
landi ásamt fargjaldatekjum,
231 mlllj. nýkr. árið 1980 á
móti 158 millj. nýkr. árið
1979. Þá voru útgjöld ísiend-
inga vegna ferðalaga erlend-
is áætluð 203 millj nýkr. 1980
á móti 136 millj nýkr. árið áð-
ur.
§ Ferðamanna-
matseðlar
Veitingastaðir á hinum Norð-
urlöndunum hafa ýmist þegar
tekið eða eru í þann veginn
að taka upp sérstaka „ferða-
mannamatseðla," þ.e. veita
ákveðnar máltíðir á föstu
verði, sem er hið sama um
allt landlð og oft talsvert
lægra en almennt verð á
viðkomandi veitingastað, án
þess þó að dregið sé úr
þjónustu eða gæðum matar-
ins. Eru þessar máltíðir fáan-
legar á ölium matmálstímum,
en í Svíþjóð þó aðeins fram til
kl. 19 á kvöldin. Ails staðarer
veittur verulegur afsláttur fyr-
ir börn og eru aldursmörk oft
mjög rúm. Er fjölskyldum þar
með auðveldað að sækja
veltingastaði á orlofsferðum
sínum um þessi lönd. Hér á
landi hyggst SVG taka upp
svipað fyrirkomulag.
f Útlendingar
til svelta-
starfa
Árlega berast mörg bréf frá
ungu fólki í öðrum löndum til
bændasamtakanna, þar sem
óskað er eftir að fá vinnu í
sveit.
Flestir vilja vera tiltölulega
stuttan tíma, 1-2 mánuði og í
flestum tilvikum eru ekki
gerðar kröfur um kaup. Það
vill fá að dvelja á sveitaheim-
ilum og vinna fyrfr fæði og
húsnæðl. Margir sem skrifa
hafa ekki unnið í sveit áður
en hafa áhuga á að koma til
íslands og kynnast landi og
þjóð. Vilja nota skólafríið á
þennan hátt. Einnig hafa bor-
ist bréf frá nokkrum sænsk-
um og norskum stúlkum,
sem eru vanar sveitastörfum.
Sumar hverjar hafa unnið við
afieysingar. Þessar stúlkur
hafa margar hverjar verið á
bændaskólum.
Þeir bændur og húsfreyjur
sem hafa áhuga á að ráða er-
lendt ungmenni í vlnnu (
sumar ættu að snúa sér sem
fyrst til Gísla Krfstjánssonar
hjá Búnaðarfélagi fslands.