Dagur - 22.04.1981, Blaðsíða 10

Dagur - 22.04.1981, Blaðsíða 10
Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina Vesalingarnir með Ric- hard Jordan, Anthony Perkins og Caroline Langrishe í aðalhlutverk- um. Sagan hefst árið 1796 í bænum Faverolles. Ástandið er slæmt þar. svo sem annarsstaðar í Frakklandi, þeir aumu verða æ aumari. en hinir ríku að sama skapi ríkari. Flvergi er miskun að finna, refsingar fyrir minnstu afbrot afar þungar. Fyrir að stela litlum brauðhleif, er ungur verkamaður Jean Valjean dæmdur í fimm ára galeðuþrælkun. Veljean gerir margar tilraunir til að strjúka er ekki bera árangur en hann lætur ekki bugast, heldur herðist við hverja raun og verður brátt þekktur meðal meðfanga sinna fyrir hina ntiklu krafta sína. Dag nokkurn tekst honum að flýja er hann fellur í fljótið eftir að hafa bjargað með- fanga sínum. Sumir álíta hann dá- inn en aðrir efast og vilja leita hans. Sýningum er nú að Ijúka á þessari mynd. TRYLLTIR TÓNAR Næsta mynd verður trylltir tónar. Á morgun kl. 3 og sunnudag kl. 3 verður sýnd myndin Skipsránið (barnasýning). Myndin fjallar um þrjú systkini er lenda í því að skút- unni þeirra er rænt. Grásleppukarlar sagðir ánægðir Netabátar frá Siglufirði voru að leggja net sín s.I. þriðjudag eftir páskafrí. Grásleppukarlar eru sagðir ánægðir með sitt hlutskipti þessa dagana. Sigluvík var að landa á Siglufirði 130 tonnum s.l. þriðju- daS- . 10:- DAQUfl. Bifreiðaeigendur Bifreiðaverkstæði NIKE bifreiðalyftur í flestum stærðum fyrir- liggjandi 2ja tonna fyrir verkstæði. Véladeild K.E.A. Málmiðnaðarmenn á Akureyri Fundur í félagi málmiðnaðarmanna á Akureyri að Hótel K.E.A. mánudaginn 27. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Innritun nýrra félaga. 2. Fjármál. 3. Félagsmál. Stjórnin. I.O.O.F. R.B. 2 = 1304228VÍ = A.t.k. Aðalfundur Bræðrafélags Akur- eyrarkirkju verður í kirkju- kapellunni, sunnudaginn 26. apríl n.k. að lokinni messu. Erindi flytur Jónas Jónsson, Tekið á móti árstillögum. Stjórnarkosning. I.O.O.F. 2 -1624281/2 -9 = 0 Sálarrannsóknarfélag Islands. Fundur verður haldinn í Varðborg sunnudaginn 26. apríl kl. 3.30 Erindi Erla og Örn. Allir velkomnir. Stjórnin. I.O.G.T. — Sameiginlegur fundur stúknanna við Eyja- fjörð verður laugardaginn 25. þ.m. kl. 8.30 í Félags- heimili templara, Varðborg. Framkvæmdanefnd stór- stúkunnar mætir á fundinn. Eftir fund verður kaffi. Æ.T. Frá Guðspekifélaginu. Fundur verður laugardaginn 25. apríl kl. 15 (kl. þrjú). Erla Stefánsdóttir og Örn Guðmundsson sjá um fund- arefm. Slysavarnafélagskonur Akur- eyri. Farin verður leikhús- ferð til Húsavíkur, laugar- daginn 2. maí n.k. Uppl. í símum 23522 og 23579. Þingeyingafélagið, Austfirð- ingafélagið og Kvenfélagið Hlíf ætla að gangast fyrir leikhúsferð til Húsavíkur um fyrstu helgi í maí. Nánar auglýst síðar. Kylfingar. Sumarfagnaður að Jaðri 22. apríl kl. 21. Kvik- myndasýning. Stjórnin. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju, brúðhjónin ungfrú Matthildur Benediktsdóttir, verkakona og . Þorsteinn Árni Gunnarsson, verka- maður, Smárahlíð 9, Akur- eyri. Sama dag voru gefin saman brúðhjónin ungfrú Ingunn Kristín Baldursdótt- ir, afgreiðslustúlka og Árni Þorvaldsson, vélamaður. Heimili þeirra er Furulund- ur 10 S. Messað verður n.k. sunnudag kl. 2 e.h. í Akureyrarkirkju. Sálmar: 478 - 160- 159-480 - 481. Fundur Bræðrafélags- ins verður eftir messu. P.S. Möðruvallaklaustursprestakall: Möðruvallakirkja: Æsku- lýðsguðsþjónusta verður n.k. sunnudag, 26. apríl kl. 10.30 f.h. Hópur unglinga úr Reykjavík kemur I heim- sókn. Hilmar Baldursson, guðfræðingur, predikar. Ungmenni aðstoða við ritningarlestur og söng. Bakkakirkja öxnadal: Messað verður n.k. sunnu- dag, 26. apríl kl. 2 e.h. FERMING: Þessi börn verða fermd: Aðalbjörg Guðrún Hauksdóttir Auðn- um, Magni Friðrik Gunn- arsson Steinsstöðum, Ragn- heiður Margrét Þorsteins- dóttir Þverá. Sóknarprestur. Kristniboðshúsið Zion: sunnu- daginn 26. apríl. Samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Almenn samkoma í kvöld, mið- vikudag kl. 20.30. Major Einar Höyland og frú Inger syngja og tala. Unga fólkið syngur. Sumardaginn fyrsta kl. 20.30 „sumarfögnuður". Veitingar, kvikmynd um trúboðsstarf Hjálpræðis- hersins og happdrætti (5 kr. miðinn) Verið velkomin á þessar samkomur. Ólafsfirðingar: Föstudaginn 24. apríl kl. 20.30 heldur Hjálp- ræðisherinn samkomu í Félagsheimilinu Tjarnar- borg. Major Einar Höyland og frú ásamt herfólki frá Akureyri syngja og vitna. Kvikmynd um trúboðsstarf Hjálpræðishersins. Fórn verður tekin. Allir velkomn- ir. Hjálpræðisherinn. ATHU6ID Slysavarnafélagskonur Akur- eyri. Opið hús í Laxagötu 5, miðvikudagskvöldið 27. apríl frá kl. 20.30. Stjórnin. Hlífarkonur munið kirkju- göngudaginn, sunnudaginn 26. apríl. Fjölmennið og takið þátt í guðsþjónustunni. Nefndin. Sveit Jóns Stefáns- sonar sigraði örugglega Síðasta keppni félagsins verður minningarmót um Halldór Helgasonar I gærkvöldi 21. apríl lauk þriggja kvölda sveitahraðkeppni Bridge- félags Akureyrar. Alls spiluðu 15 sveitir sem er mjög góð þátttaka. Að þessu sinni sigraði sveit Jóns Stefánssonar nokkuð örugglega, hlaut 865 stig. Auk Jóns spiluðu í sveitin, i Hörður Steinbergsson og feðgarnir Sveinbjörn Jónsson og Einar Sveinbjörnsson. Röð efstu sveita varð þessi: S(. 1 sv. Jóns Stefánssonar 865 2. sv. Magnúsar Aðalbjörnssonar 840 3. sv. Páls Pálssonar 837 4.-5. sv. Jónasar Karlessonar 794 4.-5. sv. Stefáns Vilhjálmssonar 794 6. sv. Ferðaskrifstofu Akureyrar 778 Meðalárangur er 756 stig. Bezt- um árangri út úr einni umferð náði sveit Páls Pálssonar 318 stigum í síðustu umferð. Keppnisstjóri var sem fyrr Albert Sigurðsson. Næsta keppni og jafnframt sú siðasta á þessu starfsári hjá B.A. verður Minningarmót um Halldór Helgason, sem hefst n.k. þriðju- dagskvöld 28. apríl kl. 8 í Félags- borg. Spilað er eftir sveitakeppnis- fyrirkomulagi og eru spilarar beðnir að skrá sveitir sinar helst fyrir helgi. Núverandi verðlauna- hafi er sveit Alfreðs Páissonar. FjÖlskyldum mínum, vinum og œitingjum, sem heiðruðu mig með gjöfum, fögrum blómum og árnaðaróskum í bundnu og óbundnu máli á áttatiu ára afmœlinu þann 15. apríl s.l. og gerðu mér dag- inn ógleymanlegan, þakka ég af alhug. Guð gefi ykkur ö/lum gleðilegt sumar. KRISTBJÖRG PÁLSDÓTTIR, frá Borgargerði, Höfðahverfi. Eg þakka af heilum hug öllum vinum mínum og vandamönnum, sem glöddu mig á margan hátt á 80 ára afmœlinu mínu 23. febrúar s.l. Kœrar þakkir. Lifið heil. STEINGRÍMUR EGGERTSSON. Útför eiginkonu minnar EVU KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR, Vanabyggð 13, Akureyri sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. apríl s.l. verður gerð frá Akureyrarkirkju laugardaginn 25. apríl n.k. kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Guðmundur J. Frímannsson. Fósturmóðir mín, HELGA PÉTURSDÓTTIR, frá Bergi til heimilis Skarðshlíð 17, Akureyri, er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. apríl s.l. verður jarðsunginn frá Lögmannshlíðarkirkju þriðjudaginn 28. apríl kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar láti kristniboðið njóta þess. Guðrún Þ. Hörgdal. Móðir mín, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 19. apríl s.l. Jarðar- förin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 29. apríl. kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Klara Guðmundsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu við andlát og jarðarför VALDIMARS PÁLSSONAR, Hjallalundi 17k, Akureyri. Helga Jónatansdóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Páll Vigfússon, örn Pálsson, Baldur Pálsson. Innilegar þakkir til allra sem á margvíslegan hátt heiðruðu minningu móður minnar, RÓSU DAVÍÐSDÓTTUR, frá Kroppi. Kærar kveðjur. Valborg Gísladóttir Floderus. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KONRÁÐS JÓHANNSSONAR, gullsmiðs. Svava Jósteinsdóttir og börn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.