Dagur - 22.04.1981, Blaðsíða 9
Samsöngur í Hlíðarbæ
Söngsveit Hlíðarbæjar efnir til samsöngs sunnu-
dagskvöldið 26. apríl kl. 21. Söngstjóri er Oliver
Kentish og undirleikari Paula Parker.
„Þetta er vitnisburður um trú mína,
von og kærleika til skapara míns,
og tónlistinni til dýrðar.
Þannig mælti Antonin Dvorák er
hann hafði lokið við að semja hið
fagra tónverk Messe í D dúr, og er
hún talin eitt af mestu meistara-
verkum í kirkjulegri tónlist frá síð-
ari hluta „rómantíska tímabilsins“.
Dvorák var beðinn að semja
kirkjulegt verk í tilefni vígslu nýrr-
ar kirkju í Luzay í Tékkóslóvakíu,
og samdi hann þá Messe í D Dúr,
og var hún frumflutt 11. nóv. 1887,
og stjórnaði höfundurinn
flutningnum.
Tónverkið er samið fyrir
blandaðan kór einsöngvara og org-
el, og er það í hefðbundnu klass-
ísku messuformi, skiptist í 6 meg-
inkafla: Kyrie- Glorií- Credo-
Sanctus- Benedictus Agnus Dei.
Einfaldleiki og látleysi, ásamt reisn
og hátíðleik einkennir þetta tón-
verk.
Af annarri kirkjutónlist sem
Dvorák samdi eru kunnust Stabat
Mater, Requem Te Deum, Sálmur
nr. 149, en hann samdi einnig 10
óperurj 9 sinfóníur, konserta fyrir
einleikshljóðfæri, og ljóðasöngva.
Tónlist hans er ætíð fersk og
þrungin krafti og þjóðarást, og nær
auðveldlega til hjarta hvers manns
er hlustar af einlægni.
Antonin Dvorák fæddist í Nela-
hozeves í Tékkoslóvakíu árið 1841,
og lézt í Prag 1901. Mestan hluta
æfi sinnar starfaði hann í Tékkosl-
óvakíu, en fyrir tilstuðlan J.
Brahms hlaut hann austurrískan
ríkisstyrk, og gerði víðreist, m.a. fór
hann til Rússlands, Englands og
Ameríku, en um skeið veitti hann
forstöðu ríkisháskólanum í New
York, og naut hann mikillar virð-
ingar hvar sem hann fór.
Passíukórinn æfir nú Messe í D
dúr, og gefst bæjarbúum og öðrum
sem á hann vilja hlýða, kostur að
heyra þetta yndislega verk á
tónleikum kórsins þann 7. maí n.k.
L..
Bifreiðaeigendur!
Vélastillingar!
Hef opnað á ný stillingarverk-
stæði með ný og fullkomin
stillitæki.
Stilli flestar tegundir bíla.
Sérhæfð fagvinna.
Varahlutir á staðnum svo sem
kerti, platínur, þéttar, síur og fl.
Stillingaverkstæði
Jóseps
Zophoníassonar
Óseyri 6 — Sími (96)22109
Iðnaðarmannafélag
Akureyrar
Kynning á byggingaáformum Verkmenntaskólans
verður í Iðnskólanum kl. 20.30 mánudaginn 27.
þ.m.
Framsögumenn: Aðalgeir Pálsson, skólastjóri Iðn-
skólans og Haukur Árnason, formaður bygginga-
nefndar Verkmenntaskólans.
Allir áhugamenn velkomnir.
Stjórn Iðnaðarmannafélags Akureyrar.
Aðalfundur
Mjólkursamlags KEA verður haldinn í Samkomu-
húsinu á Akureyri miðvikudaginn 6. maí 1981.
Fundurinn hefst kl. 13.00 en hádegisverður er
framreiddur fyrir fundarmenn á Hótel K.E.A. kl.
11.30.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. önnurmál.
Stjórnin.
Leikfélag
Akureyrar
Takið eftir
Hláturinn lengir lífið
Á sumardaginn fyrsta frumsýnum
við ærslaleikinn
„Við gerum
verkfair
Leikstjóri: Svanhildur Jóhannesdóttir
leikmynd: Hallmundur Kristinsson
lýsing: Ingvar Björnsson
önnur sýning laugardag 25. þ.m.
þriðja sýning sunnudag 26. þ.m.
Miðasala alla daga frá kl. 16. Sími 24073
ÍBÚÐ
4ra herbergja raðhúsaíbúð í Gierárhverfi til sölu.
Rúmlega tilbúin undir tréverk.
Ragnar Steinbergsson hri.
Sölumaður er til viðtals í síma 21213 alla virka daga.
Skrifstofan Geislagötu 5, efstu hæð, er opin frá kl. 5-7
e.h. virka daga, sfmi 23782.
Heimasími sölumanns, Kristins Steinssonar, er 22536.
-• - s V
J IKfY IDCVDA 111 m s
Land Mýralóns
Bæjarstjórn hefur ákveðið að leigja land
jarðarinnar Mýrarlóns til grasnytjar og beitar.
Jarðeignanefnd auglýsir hér með eftir umsóknum
um þetta land, með umsóknarfresti til 15. maí 1981.
Skilyrði til veitingar er, að viðkomandi hafi leyfi til
búfjárhalds í lögsagnarumdæmi Akureyrar.
Umsóknum skal skilað til jarðeignanefndar.
Akureyri, 15. apríl 1981
Bæjarstjóri.
Sambands íslenskra Samvinnufélaga,
Akureyri,
sendir samvinnumönnum, starfsfólki sínu svo og
viðskiptavinum sínum bestu óskir um
gœfuríkt sumar
með þökk fyrir veturinn
KAUPFÉLAG SVALBARÐSEYRAR
óskar öllum félagsmönnum
og öðrum viðskiptavinum
gleðilegs sumars
og þakkar fyrir veturinn!
DAGUR-9
$
IÐNAÐARDEILD