Dagur - 28.04.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 28.04.1981, Blaðsíða 1
Fermingar■ gjafir í MIKLU ÚRVALI GULLSMieiR v SIGTRYGGUR & 1 AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 28. apríl 1981 33. tölublað Kalhættan er að mestu liðin hjá — segir Ævarr Hjartarson ráðunautur Kalhættan sem var yfirvofandi er nú að mestu liðin hjá viðast hvar, þ.e. þar sem vetrarsnjóinn hefur tekið upp, að sögn Ævarrs Hjartarsonar hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar. Fyrir skömmu voru menn mjög ugg- andi um að kal yrði töluvert vegna mikilla svellaiaga, en tíð- arfarið í fyrri hluta aprílmánað- ar bjargaði miklu, þó enn sé ekki útséð með hvað verður alls staðar í héraðinu, einkum við norðanverðan Eyjafjörð og þar sem hátt stendur. Ævarr sagði að mikill meirihluti héraðsins væri nú sloppinn við kalhættuna og liti tiltölulega vel út. Enn væri ekki vitað hver þró- unin yrði á Árskógsströnd, í Svarf- aðardal og Ólafsfirði og víðar, t.d. á dalabæjum eins og fremst í Hörg- árdal og Öxnadal. Þó væri eins víst að kal yrði nánast ekkert. í öðrum sveitum norðanlands mun ástandið vera svipað. Sagðist Ævarr hafa heyrt að allgott útlit væri í Skagafirði og horfur væru einnig góðar í Þingeyjarsýslum. Þegar á heildina væri litið væri ástandið gott og mesta kalhættan liðin hjá. Klaki virtist ekki mjög mikill í jörð, því tún væru fljót að þorna. Ævarr var spurður að því, hvernig hljóðið væri í bændum um þessar mundir og sagðist hann ætla að þeir væru tiltölulega ánægðir og það væri þokkalegt hljóð í bændum yfirleitt. Miðað við allt og allt væri afkoma þeirra allgóð, einkum vegna tiltölulega hagstæðs tíðarfars á síðasta ári og þrátt fyrir samdrátt og minnkandi bústofn. Kjarnfóð- urskatturinn olli því að menn fóðruðu með öðrum hætti og spör- uðu kjarnfóðrið, að því er virðist án þess að kæmi niður á afurðunum. Menn ræða það nú að það verði að stöðva samdráttinn og auka mjólk- urframleiðslu jafnvel eitthvað. Góð af koma Umtalsverð innistæðuaukning varð hjá Sparisjóði Mývetninga Á s.l. ári. Að sögn Ingólfs Jón- assonar, sparisjóðsstjóra, nam aukningin 120%, sem verður að teljast ágætt. Á síðasta ári jók sparisjóðurinn þjónustu sína við viðskiptavini og nú geta þeir fengið ávísanahefti hjá sparisjóðnum. Sparisjóðurinn er til húsa að Helluvaði 3. Ingólfur hóf starf sem sparisjóðsstjóri um s.l. áramót — tók við af Jónasi Sigur- geirssyni, sem var búinn að gegna starfi sparisjóðsstjóra frá upphafi, nánar tiltekið frá 1945 þegar spari- sjóðurinn var stofnaður. Nýstofnað félag foreldra sem eiga börn f Árholti, hélt útiveislu við Árholt i siðustu viku. var ekki annað hægt að sjá en fólk skemmti sér konunglega. Þarna komu saman ungir og gamlir og Mynd: áþ. Slæmt ástand í atvinnu- málum Akureyringa „Það hefur lítil breyting orðið á at- vinnuleysisskráningunni frá síðustu opinberu skýrslunni, sem kom út um mánaðamótin mars/apríl. í lok mars voru 125 skráðir atvinnulaus- ir, en að jafnaði voru þeir 132 í mánuðinum. Svona slæmt hefur ástandið í atvinnumálum Akureyr- inga ekki verið síðan 1970 og það er athyglisvert að karlar eru nú í meirihluta,“ sagði Heiðrekur Guðmundsson hjá Vinnumiðlunar- skrifstofu Akureyrar. Heiðrekur gat þess að hann vissi þess dæmi að ungir menn og ungar konur hefðu verið atvinnulaus síð- Ríkisstjórnin heimilar kaupin en málið á eftir að fara fyrir Framkvæmdastofnun Ríkisstjórnin hefur nú fallist á það, að heimila Útgerðarfélagi Norður-Þingeyinga að ganga inn í smíðasamning á skuttogara í Noregi, i stað togarakaupanna af Iversenbræðrum, sem gengu til baka. Framkvæmdastofnun ríkisins á eftir að fjalla um málið, en menn eru vongóðir um að af þessum kaupum geti orðið. „Við höfum góða von um að heimildin fáist til kaupa á þessu nýja skipi og við vonum að Framkvæmdastofnunin fjalli um málið sem fyrst og að við fáum svör á næstu dögum. Okkur liggur á að fá svör og það þýðir ekki að draga okkur á þeim í þrjá mánuði eins og síðast, með þeim afleiðingum að málið eyðilagðist. Það er nú orðið ansi hart ef það tekur lengri tíma að taka ákvörðun um skipakaup, heldur en það tekur að smíða skipin," sagði Ólafur Rafn Jónsson, sveitarstjóri á Þórshöfn í viðtali við Dag. Togarinn sem um er að ræða kostar það sama og sá fyrri, er aðeins minni, en hins vegar alveg nýr. Þær breytingar sem gera þarf væri unnt að gera áður en skipið er fullsmíðað, t.d. varðandi tækja- og vélakaup, og rætt hefur verið um að styrkja skipið. an í haust og að í þeim hópi væru nokkrir fjölskyldumenn. „Það er samdrátturinn í byggingariðnaði, sem orsakar þetta atvinnuleysi að mestu og í vetur hefur tíðarfar verið þannig að útivinna hefur verið erf- ið. Því ntiður er atvinna lítið farin að aukast, en ég vona að úr fari að rætast á næstunni. Á móti kemur að skólafólk fer að koma á vinnu- markaðinn. Eins og nú horfir er óálitlegt útlit með atvinnu fyrir skólafólkið.“ Bróðurparturinn af þeim sem hafa verið á skrá hjá Vinnu- miðlunarskrifstofunni í vetur hafa verið ungir verkamenn, sem voru t.d. hjá byggingarverktökum, í vegagerð eða unnu hjá verktökum hitaveitunnar. Þetta fólk hefur oft átt vísa vinnu hjá fyrirtækjum eins og verksmiðjum SÍS á Gleráreyr- um yfir veturinn, en nú brá svo við að þar var litla vinnu að fá. Eins og að líkum lætur hefur samdráttur- inn í byggingariðnaði komið einna verst niður á smiðum, sem hafa verið margir á skrá síðan í janúar. Nú fyrst virðist vera að rofa til í atvinnumálum smiða. í síðustu skýrslu frá Vinnu- miðlunarskrifstofunni kemur fram að þá voru atvinnulausir 54 verka- menn, 18 iðnaðarmenn, 16 vöru- bílstjórar, 5 verslunar- og skrif- stofumenn, 23 verkakonur og 9 af- greiðslu- og skrifstofustúlkur. „Það er til í dæminu að menn sem komu af sláturhúsinu í haust hafi ekki fengið neina vinnu síðan. Einn og einn er að verða búinn að taka út sinn bótarétt, sem er 6 mánuðir. Að þeim tíma liðnum er enga fyrir- greiðslu hér að fá nema ef hægt væri að vísa fólki á vinnu,“ sagði Heiðrekur að lokum. FÆRRI FENGU EN VILDU „Ég skrifaði niður 30 eða 40 stúlkur, en alls gæti ég trúað að ég hafi rætt við um 100 manns sem vildu fá starfið“ sagði Að- alsteinn Jósepsson, eigandi Bókvals, en fyrir skömmu aug- lýsti hann starf afgreiðslustúlku laust til umsóknar. Aðalsteinn sagði að u.þ.b. helmingur þeirra sem komu og vildu fá starfið hefði verið at- vinnulaus, en hinir voru í ýms- um störfum. „Ég hef oft auglýst eftir fólki, en aldrei hef ég tekið á móti jafn miklum fjölda svo það er ljóst að í bænum er tals- vert atvinnuleysi. Umsækjend- umir komu hingað í búðina frá miðvikudegi til föstudags og ég gerði varla neitt annað en að ræða við þá þessa daga,“ sagði Aðalsteinn. Kópasker: Fengu ísfirskan bát Að undanförnu hefur ísfirskur rækjubátur, Bryndís ÍS 705, veitt rækju fyrir Kópaskersbúa. Fyrst var veidd rækja inn á öx- arfirði, en nú síðast hefur bát- urinn verið við veiðar á djúp- rækju hjá Grímsey. Veiðarnar hafa gengið sæmilega og er rækjan góð. Auk Bryndisar er 20 tonna heimabátur á rækjuveið- um. Ólafur Friðriksson, kaupfélags- stjóri, sagði að vinna hjá Sæbliki hefði verið fremur stopul að und- anförnu, en að sjálfsögðu hefur afli sá sem Bryndís leggur á land bjargað miklu. ísafjarðarbáturinn kom til Kópaskers á vegum Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Hann er nokkuð stærri en þeir bátar sem hafa verið gerðir út á rækju frá Kópaskeri, og sagði Ólafur að svo virtist sem nauðsynlegt væri að gera út rækjubáta, sem bæði gætu veitt innfjarðar- og djúprækju. Bryndís veiðir fyrir Kópaskersbúa eitthvað fram á sumar. Að mati Ólafs er fyrirsjáanlegt atvinnuleysi meðal skólafólks og jafnvel fleiri heimamanna ef ekki tekst að útvega meira hráefni til Sæbliks, sem er eina fiskvinnslu- fyrirtækið á Kópaskeri. Kabarett í Hrísey Leikklúbburinn Krafla setti á svið kabarett um miðjan mánuðinn. Á eftir lék hljómsvcit Finns Eydals fyrir dansi fram á rauða nótt. í kabarettinum voru tekin fyrir á gamansaman hátt gömul og ný vandamál og virtust gestir skemmta sér hið besta. Fyrr í vetur var Krafla með leiklistarnámskeið undir leiðsögn Jóns Júlíussonar, leikara. — Fréttaritari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.