Dagur - 28.04.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 28.04.1981, Blaðsíða 6
Páskamót Iþróttadeildar HAfMK- ÞASSAMVNDIR___ AMSTUNDIS »*= =* Dagana 18.-20. april var haldið Páskamót íþróttadeildar Léttis á vellinum í Breiðholti. Er hug- myndin að þetta verði árlegt mót. Talsvert margt fólk fylgdist með íþróttamóti þessu i góðu veðri. Helstu úrslit urðu þessi: Fjórgangur unglinga. 1. Ásgeir Herbertsson Hannibal 9.v. leirljós 2. Hugrún Ivarsdóttir Haukur 17v. rauður. 3. Höskuldur Jónsson, Logi 7v. rauður. 4. Gunnlaugur Þráinsson, Börkur 5v. rauður. 5. Erling Guðmundsson, Örvar 7v. Fjórgangur fullorðinna. 1. Björn Þorsteinsson, Blesi 5v. rauðblesóttur. 2. Birgir Árnason, Þokki 7v. bleikálóttur. 3. Jónsteinn Aðalsteinsson, Fákur 6v. grár. 4. Herbert Ólason, Kládíus 7v. rauður. 5. Baldvin Baldvinsson, Þjálfa, Flugumýrarskjóni 8v. bleikskj. Nýr sveítarstjóri á Raufarhöfn Um mánaðamótin tekur Gunnar Hilmarsson við starfi sveitarstjóra á Raufarhöfn. Undanfarin 4 ár hefur Sveinn Eiðsson gegnt starfi sveitar- stjóra á Raufarhöfn, en hann fer nú suður í Voga og mun taka við sveitarstjórastarfi þar. Gunnar Hilmarsson var um langt árabil starfsmaður Flugleiða. DAGUR óskar þeim Gunnari og Sveini velfarnaðar í nýjum störfum. Tölt unglinga. 1. Sigmar Bragason, Glói 5v. rauður. 2. Hugrún ívarsdóttir, Haukur 17v. rauður. Höskuldur Jónsson, Logi 7v. rauður. Ásgeir Herbertsson, Hannibal 9v. leirljós. Jón Már Snorrason, Strengur 1 lv. brúnn. 3. 5. Fimmgangur. 1. örn Grant, Fróði 9v. brúnn. 2. Björn Þorsteinsson, Freyr 931 7v. brúnn. 3. Jónsteinn Aðalsteinsson, Grettir 9v. grár. 4. Reynir Hjartarson, Máni 5v. rauður. 5. Heiðar Hafdal, Gustur 16v. grár. Tölt. 1. örn Grant, Kvika 6v. rauð 2. Óli G. Jóhannsson, Fálki 7v. brúnskjóttur. 3. Aldís Björnsdóttir, Ýri 13v. rauðblesóttur. 4. Herbert Ólason, Kládíus 7v. rauður. 5. Matthías Eiðsson, Þruma 5v. brún. Gæðingaskeið. 1. Björn Þorsteinsson, Blær 8v. jarpur. 2. Matthías Eiðsson, Garður 9v. jarpur. 3. Herbert Ólason, Sinfoníurauður 8v. Hestaíþróttamót þetta var öllum opið og voru skráningar frá Dalvík og úr Þjálfa í Þingeyjarsýslu auk Léttis manna. Mótsstjóri var Gunnar H. Jakobsson. Vorhreingerning. Mynd: á.þ. Hundaeigandi skrifar: Hvers eigum við að gjalda? Mér finnst mál til komið að hundaeigendur á Akureyri fari að láta til sín heyra. Það er nú komið svo að afskiptaleysi bæj- aryfirvalda af okkar málefnum er alveg óviðunandi. I fjárhags- áætlun Akureyrar fyrir árið 1981 er ekki einni krónu ráðstafað okkur til handa. Og ekki er hægt að sjá, að okkur sé nokkurs- staðar ætlaður staður í hinu nýja skipulagi bæjarins. Nei, við höf- um alveg gleymst. Því var það, að við tókum af skarið, 5 hundaeigendur, komum saman, og stofnuðum Hundaeigendafé- lagið. Eftir formlega stofnun félagsins skiptust menn í starfs- og umræðu- hópa. Seinnipart dagsins hittust svo Spilakvöld verður hjá Sjálfsbjörg í nýja félagsheimilinu við Bugðu- síðu 1, fimmtudaginn 30. apríl kl. 20.30. Allir velkomnir. Nefndin. Vinarhöndin: Minningarspjöld eru seld í Ásbyrgi, Huld og Bók- vali, hjá Judith í Langholti 14 og Júdit í Oddeyrargötu 10. Fermingarbörn í Kaupangi 3. maí kl. 12.00. Birgir Hauksson, Fífil- gerði. Egill örlygsson, Þórustöð- um 2. Ingólfur Þorsteinsson, Gröf. Jón Þorgrímur Friðriksson, Brekku. Sigríður Kristjánsdóttir, Kaupangi. Basar hefir Kristniboðsfélag kvenna í Zíon föstudaginn 1. maí kl. 4. Margir góðir munir, blóm, kökur. Gerið góð kaup og styrkið starfið. Nefndin. Fíladelfia, Lundargötu 12. Vakn- ingarsamkomur verða dagana fimmtudaginn 30. apríl og föstu- daginn 1. maí, laugardaginn 2. maí kl. 20.30 og sunnudaginn 3. maí kl. 17.00. Á þessum sam- komum talar Einar J. Gíslason frá Reykjavík. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Öllbörn velkomin. I.O.G.T. st. Isafold-Fjallkonan nr. 1. Fundur fimmtudag 30. þ.m. kl. 8.30 e.h. í félagsheimili templara - Varðborg. Fundar- efni: Vísla nýliða. Kosnir full- trúar á þingstúku og umdæmis- stúkuþing. Eftir fund: Sýndar myndir. Kaffi. Æ.t. □ RÚN 59814307 - Lokaf. Frl. Atkv. Aðalfundur íþróttafélags fatlaðra Akureyri verður haldinn laugar- daginn 2. maí kl. 2 e.h. í félags- miðstöð Sjálfsbjargar Bugðusíðu 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. Stjórnin. Aðalfundur Glerárdeildar Kaup- félags Eyfirðinga verður haldinn fimmtudaginn 30. þ.m. í barna- skóla G.erárhverfis kl. 20.00 Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn- Aðalfundur Kvennasambands Akureyrar verður haldin í Lóni Glerárgötu 34, þriðjudaginn 28. apríl kl. 8.00 stundvíslega. Allar félagskonur innan sambandsins velkomnar. Stjórnin. Frá Ferðafélagi Akureyrar. 1. mai Súlur, farið verður frá öskuhaug- unum kl. 10.00. 9. maí Kaldbak- ur. Akureyrarkirkja messað verður n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Séra Þór- hallur Höskuldsson Möðruvöll- um predikar og þjónar fyrir altari. Sálmar nr. 18, 21, 170, 48, 161. Kvenfélag Akureyrarkirkju held- ur kaffisölu í kirkjukapellunni að aflokinni messu. Kristniboðshúsið Zíon. Sunnu- daginn 3. maí. Fundur í Kristni- boðsfélagi kvenna kl. 4. Sam- koma kl. 20.30. Ræðumaður Reynir Hörgdal. Allir velkomnir. Sjónarhæð. Almenn samkoma n.k. sunnudag kl. 17.00. Biblíu- lestur og bænastund á fimmtudag kl. 20.30. Verið velkomin. Þann 25. apríl sl. voru gefin sam- an í hjónaband í Minjasafns- kirkjunni, brúðhjónin ungfrú Guðrún Jónsdóttir og Guðmundur Reykjalín, fram- kvæmdastjóri. Heimili þeirra verður að Lindarbraut 16. Sel- tjarnarnesi. Hinn 26. apríl sl. voru gefin sam- an í hjónaband í Akureyrarkirkju Elín Kristbjörg Sigurðardóttir skrifstofustúlka og Marteinn Björn Hámundarson plötusmið- ur. Heimili þeirra verður að Gránufélagsgötu 43, Akureyri. hóparnir og báru saman bækur sínar. Samþykkt voru drög að stefnuskrá félagsins. Unnið mun verða eftir sama kerfi og tiðkast hjá hliðstæðum þrýsihópum. Gerðar verða ótakmarkaðar kröfur í fé hins almenna skatt- greiðanda. Því að við lítum svo á, að það sé ekkert einkamál okkar, að við eigum hunda. Þarna er um að ræða samband mannsins við hinn ferfætta vin okkar, sem fylgt hefir manninum frá ómunatíð. I vinnslu er „bænaskjal" allmikið, þar sem þær skýlausu kröfur verða settar fram að okkur verði úthlutað útivistarsvæði á bezta stað í bæn- um. Þar verði gerð aðstaða til alls- konar hundaíþrótta. Síðan verði byggt yfir starfsemi félagsins myndarlegt hús. Ráðinn verði dýralæknir, lærðir hundatemjarar og annað starfsfólk. Lágmarks- krafa um menntun þess er a.m.k. stúdentspróf. Mun þá skapast sú langþráða aðstaða, að hundaeig- endur þurfa ekki lengur að hafa þessi vini sína í heimahúsum nema sem allra minnst. Einnig opnast þarna möguleiki fyrir fólk, sem langar til að eiga hunda, en getur ekki hugsað til þess að hafa þá ná- lægt sér. Takmark okkar er: Vist- unarpláss fyrir alla hunda á Akur- eyri, burtséð frá þörfinni. Láta mun nærri að fjöldi hunda hér sé nálægt eitthundrað og fjörutíu. I ráði er svo þegar bænaskjalið er fullgert að félagsmenn mæti á fundi hjá bæj- arstjórninni og hafi hundana með sér og afhendi umrætt bænaskjal. Ég er viss um það, að þegar hvutt- unum hefir verið sleppt lausum á fundinum, og bæjarfulltrúarnir hafa fengið að klappa þeim um stund, munu einhverjir þeirra (bæjarfulltrúanna) samþykkja fyrir sitt leiti, að öllum verklegum fram- kvæmdum á vegum bæjarins verði frestað, og því fé, sem við það sparast verði varið til þess að láta draum hundaeigendafélagsins ræt- ast- H undeigandi. Fékk sænska orðu Fyrir nokkrum vikum var Sigurjón Sæmundsson, prentsmiðjustjóri á Siglufirði, heiðraður með konung- legri sænskri orðu. Sigurjón hefur verið sænskur ræðismaður á Siglu- firði undanfarin ár. AÐALFUNDUR KRABBAMEINSFÉLAGS AKUREYRAR verður haldinn að Hótel Varðborg mánudaginn 4. maí, n.k. kl. 20.30 stundvíslega. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Halldór Halldórsson, læknir, flytur fræðsluerindi á fundinum. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórnin iti Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför TRYGGVA KRISTJÁNSSONAR, Norðurgötu 32, Akureyri. Sérstaklega þökkum við læknum og starfsfólki Kristneshælis og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir alla umönnun í löngum veikindum hans. Systklnl hlns látna og aðrir vandamenn.* Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar EVU K. MAGNÚSDÓTTUR, Vanabyggð 13, Akureyri. F. h. aðstandenda. Guðmundur J. Frímannsson. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.