Dagur - 28.04.1981, Síða 5

Dagur - 28.04.1981, Síða 5
DAGUIR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Niðurtalningin heldur áfram Framsóknarflokkurinn hefur lagt á það megináherslu í stjórnarsamstarf- inu, að staðið verði við þau markmið, að verðbólgan fari ekki yfir 40% á ár- inu. Bent hefur verið á æskilegar leiðir í þessum tilgangi og má nefna í því sambandi tillögur sem samþykkt- ar voru og fram komu i stjórnmála- ályktun miðstjórnar Framsóknar- flokksins fyrir skömmu. Nú hefur rík- isstjórnin lagt fram frumvarp, þar sem fjallað er um verðlagsmál, lækkun vörugjalds og aukna bindiskyldu innlánsstofnana. Meginmarkmið þessa frumvarps er það, að beita nauðsynlegu aðhaldi til að fram- færsluvísitalan hækki ekki um meira en 8 af hundraði 1. júní næstkomandi. Þetta er einn liðurinn í niðurtalningu verðbólgunnar, en öllum má vera Ijóst, að frekari aðgerðir verða að koma til, enda er nú unnið að undir- búningi þeirra. í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir því, að verðhækkanir verði ekki leyfðar umfram brýnustu nauðsyn og að hækkanir komí ekki til nema með samþykki rfkisstjórnarinnar. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um það, hversu miklar þessar hækkanir mega verða svo unnt verði að ná 40% markinu. I frumvarpinu er gert ráð fyrir miklum sparnaði í ríkisrekstrin- um og að ríkisútgjöld lækki um 31 milljón króna. Þetta verði gert með lægri framlögum til opinberra sjóða og opinberra framkvæmda, heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Þá eru í und- irbúningi breytingar á álagningaregl- um og varðandi greiðslufrest á toll- um. Fyrirhugað er að auka niður- greiðslur, lækka vexti og lækka að- flutningsgjöld á hátolluðum nauð- synjavörum, til að nálgast 8% markið 1. júní. Til að auka aðhaldið í verð- lagsmálum er gert ráð fyrir því í frum- varpinu, að verðlagsstofnunin verði virkari og völd hennar eru aukin. Til að stemma stigu við þenslu í pen- ingamálum er gert ráð fyrir hækkun á bindisskyldu innlánsstofnana. Það lá Ijóst fyrir, að ef ekki yrði gripið til frekari aðgerða færi allt úr böndunum að lokinni þeirri hertu verðstöðvun sem gildir til 1. maí. Ýmsar óumflýjanlegar verðhækkanir munu koma til á næstunni, en með þessum aðgerðum verður vonandi hægt að halda áfram á niðurtalning- arbraut. Það varalltaf vitað, aðtil þess að unnt yrði að draga úr verðbólgunni yrðu allir að leggja eitthvað af mörk- um. Þær fórnir virðast ekki hafa verið almenningi mjög þungbærar til þessa, því lítið virðist hafa dregið úr neyslunni og er nóg að benda á bíla- innflutning og stóraukna aðsókn í sólarlandaferðir því til stuðnings. Ýmsar atvinnugreinar eiga nú í erfið- leikum, en ef að líkum lætur vænkast hagur þeirra á ný, þegar höfuðand- stæðingur þeirra, sem er verðbólgan, lætur undan síga. Ingólfur Árnason: Búfjáreigendur og aðrir bæjarbúar Viðtalið sem Gísli Sigurgeirsson blaðamaður átti við mig í síðasta mánuði og birt var í dagblaðinu Vísi 30. mars s.l. hefur valdið mikl- um úlfaþyt í stjórn Fjáreigenda- félags Akureyrar eins og sjá má í Vísi og Degi 14. apríl og í íslendingi nokkru síðar. Ég vil hér á eftir skýra mál mitt og færa fram rök gegn sauðfjár- haldi og ótakmarkaðri hrossaeign í lögsagnarumdæmi Akureyrar. Það land sem Akureyrarbæ á er eign allra bæjarbúa og ég tel að það eigi að nýta á þann hátt að það verði sem flestum til ánægju, en ekki bara nokkrum sauðfjár- og hestaeigendum. Ég hef undanfarin ár fylgst með hvernig farið er með landið. Þar sem áður voru lyngmó- ar eru nú rótnagað og jafnvel uppblásið land, þar sem áður var hægt að ganga sér til skemmtunar eru nú gaddavírsgirðingar sem teppa allar leiðir. Það sjónarmið mitt sem fram kom í Vísisviðtalinu er ekki nýtt, því ég hef notað hvert tækifæri sem ég hef fengið til að gagnrýna stefnu bæjarstjórnar í þessu máli. Fyrir fimm árum sóttu hestamenn um spildu úr landi Lögmannshlíðar til beitar, Eg sótti um sömu spildu og lofaði jafnframt að friða spilduna, en leyfa öllum mönnum aðgang að henni sem það vildu. Ég var ekki í hestamannafélagi, því taldi meiri- hluti bæjarstjórnar mig ekki verð- ugan þess að fá þetta land á leigu. Á bæjarstjórnarfundi í október- mánuði 1976 talaði ég máli mínu og leyfi ég mér hér með að birta hluta úr þeirri ræðu: „Ég þarf ekki aö skýra fyrir bœj- arfulltrúum hvaö góð umgengni við landiö er mikils virði. Landið okkar er á mörkum hins byggilega heims er stundum sagt, þá er merking orðsins byggilegur sú hvort hœgt sé að stunda hér landbúnað með þeim hœtti sem gert hefur verið í þœr 11 aldir sem búseta hefur verið hér. Ég held að úttekt á gróðurlendinu myndi sýna okkur að við rányrkjum landið og ef til vill aldrei eins aug- sýnilega og nú síðustu áratugina. Gróðurlendið dregst saman hraðar og hraðar. Jarðvegseyðing í sumum byggðarlögum er orðin það mikil að auðvelt hlýtur að vera að timasetja Ingólfur segir m.a. aó ágangur búfjár — þ.e. kinda og hesta — á beitiland sé alltof mikill og að jarðvegseyðing sé svo hröð að með nútímatækni megi eflaust timasetja hvenær jarðvegurinn í beitilöndum landsmanna verði allur fokinn á haf út. með þeirri tcekni sem við ráðum yfir hvenœr jarðvegurinn í Jiinum svo- kölluðu beitilöndum verður allur fokinn á haf út. Hvað verður þá um hin rœktuðu svœði þegar foksand- urinn hefur greiðan veg niður í byggð? Saga okkar greinir frá slíkri eyðingu byggðar hér í okkar lands- hluta og ekki fjarri okkar fagra bœ. Bœndastéttin hefur afsökun hún hefur orðið að þreyja þorrann og góuna og nú síðustu ár tekið þátt í lífsgœðakapphlaupinu. Einnig hafa bœndur verið frekar hvattir en lattir til að breyta búnaðarháttum úrrœkt- unarbúskap sem kúabúskapur óneitanlega er, í sauðfjár- eða hrossabúskap og nú síðast í holda- nautarœkt og þar með að auka ennfremur álagið á beitUandið sem menn og höfuðskepnur hafa ekki annað en séð hversu vafasamtþaðer, ég vildi segja vitlaust, að hér skuli vera framleitt kjöt til útflutnings til þjóða sem búa við allt önnur og betri landfrœðileg skilyrði en við. Menn hrósa sér fyrir hrossaútflutning. Jafnvel er mér sagt að menn haldi stóð hér í bœjarlandinu með út- flutning í huga. Eyðingarmáttur eins hests er mér sagt að sé á við 8-10 kinda. Ég tel sjálfsagt að bœjar- stjórn stuðli að heilbrigðri tóm- stundaiðju bœjarbúa en að stuðla að eyðingu gróðurlendis. SEM ER SA MEIGN OKKA R mun ég aldrei standa að. “ Ég endaði þessa ræðu þannig: „Þetta land sem hér er rœtt um þ.e. Lögmannshlíð er dœmigert land sem friða þarf algjörlega í mörg ár og breyta þannig uppblásnum þúfu- enn getað eytt. Ef þið góðir bcejar- fulltrúar leiðið hugann að þessum málum, hafið augun opin þegar þið ferðist um landið þá getið þið varla Ingólfur Árnason. Náttúruvernd á Akureyri: Merk sýning í Náttúru- gripasafninu út maímánuð í tilefni af 30 ára afmæli safnsins „Tilgangurinn með sýningu þessari er fyrst og fremst sá, að kynna Akureyringum næsta um- hverfi sitt, sýna þeim fjöibreytni þess og fegurð og hvaða mögu- leika það býður til verndunar á lítiö spilltu náttúrufari eða til eðlilegrar umsköpunur í sam- ræmi við eðli landsins og þarfir nútímans. Ekki varð þó hjá því komist að sýna einnig myndir af ýmsu sem miður fer í bænum eða umhverfis hann, í þeirri von að það verði til að vekja menn til umhugsunar og endurbóta. Þegar allt kemur til alls er umhverfi Akureyrar furðu fjöl- breytt og auðugt af lífi og munu fáir bæir á landi hér geta státað af sambærilegu umhverfi. Þessi staðreynd færir okkur hinsvegar þann vanda á hendur, að fara vel með þetta land og forðast van- hugsaðar framkvæmdir sem leitt geta til varanlegra örkumla á landi eða lífi“ Þannig er m.a. komist að orði í sýningarskrá um sýninguna: Náttúruvernd á Akureyri, er nú stendur yfir í sýningarsal Náttúru- gripasafnsins á Akureyri, Hafnar- stræti 811. hæð, en hún var sett upp í tilefni af 30 ára afmæli safnsins. Upphaflega varð þessi sýning til í tengslum við umhverfiskönnun, sem fram fór í lögsagnarumdæmi Akureyrar sumarið 1980 og fyrst sett upp í Menntaskólanum s.l. haust á aðalfundi SUNN (Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi). Þetta er veggspjaldasýning, alls 21 spjald. Hvert spjald tekur til umfjöllunar ákveðinn bæjarhluta, og eru um 10 myndir að jafnaði á hverju spjaldi. Þær eru flestar teknar af Helga Hallgrímssyni forstöðumanni safnsins s.l. sumar. Hver mynd er númeruð og með aðstoð sýningarskrárinnar er auð- velt að lesa sér til um þær. Mynd- irnar eru mjög fjölbreytilegar og má sem dæmi nefna; landslags- myndir, svipmyndir af byggingum, garðagróðri, villugróðri og fuglalífi í bænum. Tvö síðustu spjöldin bera yfirskriftina: Þarf þetta að vera svona. Þar eru sýndar myndir af ýmsu sem miður hefur farið í bæj- arlandinu, og er það sannarlega þörf áminning til okkar Akureyr- inga, sem gjarnan viljum státa af því að búa í einum fallegasta bæ landsins. Ástæða er til þess, að hvetja Ak- ureyringa og nærsveitamenn að skoða sýninguna, bæði vegna þess að hún bendir á þá fjölbreytni og fegurð í bæjarlandinu, sem ýmsir hafa örugglega farið á mis við, en einnig vekur hún okkur til um- hugsunar um það hvað betur hefði mátt fara í samskiptum okkar við bæjarlandið. Sýningin er jafnframt æskileg til kennslu í samfélags- fræðum og auðvelt er að útbúa verkefni í tengslum við hana, en ætlunin er að lána hana í skóla næsta haust. Sýningin verður opin út maí mánuð á sunnudögum kl. 13-15, en hægt er að skoða hana á öðrum tímum eftir samkomulagi við safn- vörð. (JGJ). 6•DAGUR börðum í blómlendi, þarna var gott berjaland á œskuárum mínum, þangað sóttu bœjarbúar berja- uppskeru ár hvert, þá var landið hóflega beitt og það er hart að þurfa að segja það, að eftir að það kemst i eigu bœjarins líkist það meira flagi en gróðurlendi. Góðir bœjarfuUtrúar lofið okkur sauðlausu og. stóðlausu bœjarbúum að nýta þetta land. “ Svo mörg voru þau orð sem ég flutti fyrir daufum eyrum í bæjar- stjórn í októbermánuði 1976 og þá geta menn séð að þessi afstaða er ekki nýtilkomin. Stjórn Fjáreigendafélagsins telur að ég ýki búfjáreign bæjarbúa. Ég skal viðurkenna að ég leitaði hvorki til skattstjóra né forða- gæslumanns um tölu sauðfjár, hana fékk ég annarsstaðar. Hitt fullyrði ég að Glerárdalur stendur að heita má opinn búpeningi ná- grannasveitarfélaganna. Um leið og stefnt verði að því að verja bæj- arlandið fyrir ágangi búfjár, fjár- eigenda og hestamanna, mun ég verða þess eindregið hvetjandi að girt verði til fjalls á mörkum bæj- arlandsins og nágrannasveitar- félaganna. Stjórn Fjáreigendafélagsins talar um fáheyrðan atburð í bæjarstjórn Akureyrar þegar felld var tillaga frá jarðeignanefnd um leyfisveit- ingu til tveggja einstaklinga um búfjárhald, Skilja má á grein þeirra að þeir véfengja rétt bæjarstjórnar til sjálfstæðrar ákvarðanatöku í þessu máli, þeir misskilja reglu- gerðina og starfssvið einstakra nefnda sem starfa á vegum bæjrar- stjórnar. I fyrstu grein „Reglugerðar um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Akureyrar" segir: „Tilgangur reglugerðar þessarar er að stemma stigu við óhóflegu búfjárhaldi innan lögsagnarum- dœmis Akureyrar og tryggja að gróðurlendi bœjarins verði ekki spillt. Skal reglugerð þessi endttr- skoðuð í siðasta lagi 1982 með tilliti til þess, hvort rétt sé að takmarka búfjárhald enn frekar. “ Og í annarri grein sömu reglu- gerðar stendur: „Búfjárhald (nautgripa, hrossa, svína, sauðfjár, geita, alifugla) er óheimilt innan lögsagnarumdœmis Akureyrar nema með sérstöku leyfi bœjarstjórnar. “ Ég held að þessar greinar taki af öll tvímæli um rétt bæjarstjórnar til að fjalla um þessi mál og ákveða hverju sinni hvort leyfi til búfjár- halds er veittt eða ekki. Fjáreigendur segja að ég hafi vantalið tekjur bæjarsjóðs af búfjárhaldi, þar sem ég hafi ekki talið túnaleigur með, þetta er rétt, en ég taldi heldur ekki fjármagns- kostnað sem bærinn ber af þeim landakaupum sem gerð hafa verið á undanförnum árum og það leigugjald sem fæst fyrir túnin er aðeins lítill hluti af eðlilegri land- leigu. Rétt er að bæjarbúar viti um þessar áætluðu tekjur af túnaleigu en þær eru heilar kr. 15.000,- Ég hef leitt hjá mér að ræða þjóðfélagslegan þátt þessarar tóm- stundaiðju. Á sama tíma og stjórn- völd og bændasamtökin eru að reyna að takmarka landbúnaðar- framleiðsluna svo minnka megi út- flutning landbúnaðarafurða á gjaf- verði, stuðlar bæjarstjórn Akureyr- ar að búfjárhaldi með fjárframlög- um. Hvað ætli skattgreiðendur greiði mikinn styrk til stjórnar Fjáreigendafélagsins þeirra Vík- ings Guðmundssonar, Sverris Her- mannssonar, Árna Magnússonar, Jóns Sigfússonar og Gunnsteins Sigurðssonar í formi útflutnings- bóta? Á síðasta bæjarstjórnarfundi sem haldinn var 31. mars s.l. var samþykkt að kjósa þrjá menn til að endurskoða búfjárreglugerðina. Ég vænti þess að við þá endurskoðun ráði heilbrigð skynsemi og að hagsmunir allra bæjarbúa verði í heiðri hafðir. Einnig vænti ég þess að náttúrufræðingar verði hafðir með í ráðum og leiðbeini bæjar- stjórn í þessu mikilvæga máli. Ég leiði hjá mér stóru orðin í svari stjórnar Fjáreigendafélagsins en er reiðubúinn til málefnalegrar umræðu um þetta náttúruverndar- og landnýtingarmál. Bænadagana 1981, Ingólfur Árnason. Fundur hjá Jafnréftisfélaginu: Skrifa konur öðruvísi en karlar? Eins og fram hefur komið af frétt- um var félag um jafnréttismál stofnað á Akureyri 8! febrúar s.l. og hlaut það nafnið Jafnréttishreyf- ingin. Félagar urðu þegar á stofn- fundi rúmlega áttatíu talsins og hefur síðan farið æ fjölgandi. Félagið er öllum opið en enn sem komið er eru konur í miklum meirhluta. Þær eru á öllum aldri og með hin margvíslegustu viðhorf til þjóðmála. Þar eru fulltrúar hinna ýmsu stétta og má m.a. finna hús- mæður, bæði úr bænum og sveitum nágrennisins, verkakonur, konur á verslunar-, mennta- og heilsu- gæslusviði. Enda þótt hljótt hafi verið um hreyfinguna eftir stofnfund er þar ekki verkefnaskorti um að kenna, þvert á móti er starfað af fullum krafti ög unnið að skipulagningu og innri uppbyggingu hreyfingarinn- ar. Aðalstarfið fer fram í fámennum grunnhópum, sem hafa hver sitt viðfangsefni en ræða jafnframt mótun og starfsemi hreyfingarinn- ar og jafnréttismál almennt. Sem stendur eru átta grunnhópar starf- andi en ekki eru allir félagar starf- andi í grunnhóp. Hópstjórar grunnhópa mynda stjórn hreyfing- arinnar og er formaður Karolína Stefánsdóttir. Hötuðmarkmið hreyfingarinnar er að skapa umræðu um jafnréttis- mál og leita ástæðna fyrir misrétti og hugsanlegra leiða til úrbóta. Stuðla að auknu sjálfstrausti kvenna með því að auka þekkingu þeirra á sjálfum sér, vandamálum sínum og þjóðfélaginu í heild. Hvetja konur til að vera virkari þátttakendur í umhverfismótun og hasla sér völl til jafns á við karla og þá hvort með sínum skilyrðum, þannig að karlar endurmeti einnig sitt hefðbundna hlutverk. Hreyfingin hefur fengið til af- nota húsnæði að Ráðhústorgi 3 (2. hæð) og er þar opið á mánudags- kvöldum frá kl. 20.30. Allt áhuga- fólk um jafnréttismál er velkomið þangað. Þar gefst fólki kostur á að kynnast starfsemi hreyfingarinnar og gerast félagar, þeir sem þess óska Ragnheiður Benediktsdóttir annast inntöku nýrra félaga og er heimasími hennar 22509. Einn þáttur starfseminnar eru opnir fundir þar sem meiningin er m.a. að grunnhópar kynni við- fangsefni sín og er það liður í þeirri stefnu hreyfingarinnar að kynna starfsemi sína sem mest út á við. Einnig verða þar tekin fyrir ýmis málefni með framsöguerindum og umræðuhópum og laugardaginn 2. maí, kl. 15.00, verður slíkur opinn fundur haldinn í Alþýðuhúsinu, þar sem Helga Kress, bókmenntafræð- ingur, flytur framsöguerindi. Er- indið nefnist „Kvenleg reynsla og kvenleg hefð í íslenskum bók- menntum" og verður í umræðu- hópum á eftir erindinu m.a. rætt um hvort konur skrifi öðruvísi en karlar og þá hvers vegna. Helga er, sem kunnugt er, þekkt fyrir rannsóknir sínar og skrif um stöðu konunnar í íslenskum bók- menntum og má þar til nefna bók- ina „Draumur um veruleika" þar sem Helga valdi nokkrar smásögur íslenskra kvenna og ritaði inngang. Gunnlaugur Magnússon frá Akur- eyri sigraöi bæði í svigi og stórsvigi í sjö ára flokki. Hann sést hér ásamt Sigurði Jóhannssyni frá (safirði til vinstri og Ólafi Halls- syni frá Siglufirði til hægri. Mynd Ó.Á. Ólympfueldurinn tendraður á Andrésar Andarieikunum. Mynd Kristján. js: Þær unnu allar tvöfaldan sigur i alpagreinum. Maria Magnúsdóttir Akureyri fyrir miðju, Anna Sigrið- ur Valdemarsdóttir frá Bolungar- vík til hægri, og Sara Halldórs- dóttir Isafirði til vinstri. Þær kepptu i átta ára flokki. Mynd Ó.Á. Á fimmtudag, föstudag og laug- ardag voru Andrésar-Andarleik- arnir haldnir í Hlíðarf jalli. Þetta var fjölmennasta skíðamót sem haldið hefur verið þar, þátttak- endur voru um 400 talsins. Mótið fór í alla staði vel fram og var skipulagning þess til fyrir- myndar. Úrslit urðu þessi: SVIG: 7 ára drengir: 1. Gunnlaugur Magnússon A. 82.94 2. Ólafur Þ. Halldórsson S. 88.46 3. Sigurður Hólm Jóhannsson í. 88.98 7 ára stúikur: 1. Harpa Hauksdóttir A. 90.53 2. Sigríður Sigurðardóttir í. 92.43 3. Birna Ásgeirsdóttir H. 97.76 8 ára drengir: 1. Kristinn Björnsson Ó. 78.90 2. Arnar Bragason H. 79.59 3. Magnús Karlsson A. 85.68 8 ára stúlkur: 1. María Magnúsdóttir A. 83.44 2. Anna Sigríður Valdemarsdóttir B. - 83.44 2. Anna Sigríður Valdemarsd. B. 83.52 3. Sara Halldórsdóttir í. 91.48 9 ára drengir: 1. Jón Ólafur Árnason í. 74.57 2. Vilhelm Már Þorsteinsson A. 77.34 3. Sigurbjörn Þorgeirsson A. 77.67 9 ára stúlkur: 1. Ása Þrastardóttir A. 82.98 2. Margrét Rúnarsdóttir í. 84.08 3. Hildur K. Aðalsteinsd. B. 84.89 10 ára drengir: 1. Jón Ingvi Árnason A. 71.44 2. Ólafur Sigurðsson í. 72.23 3. Árni Þór Árnason A. 76.74 10 ára stúlkur: I. 1. Ásta Halldórsdóttir B. 80.70 2. Geirný Geirsdóttir R. 84.24 3. Birna Jenný Hreinsdóttir Ó. 87.01 II. ára drengir: 1. Kjetil Gjellerud NOR. 78.95 2. Ólafur Sigurðsson Ó. 81.13 3. Kári Ellertsson A. 82.23 11 ára stúlkur: 1. Hulda Svanbergsdóttir A. 85.71 2. Guðný Karlsdóttir D. 86.66 3. Kristín Hilmarsdóttir A. 89.10 12 ára drengir: 1. Hilmar Valsson A. 73.37 2. Birkir Sveinsson N. 76.57 3. Óttar Hreinsson B. 77.88 12 ára stúlkur: 1. Kare Anne B. Eriksen NOR. 76.68 2. Greta Björnsdóttir A. 80.93 3. Erla Björnsdóttir A. 81.44 STÓRSVIG: 7 ára drengir: 1. Gunnlaugur Magnússon A. 82.62 2. Stefán Þ. Jónsson A. 86.68 3. Sigurður Hólm Jóhannss. í 88.78 7 ára stúlkur: 1. Harpa Hauksdóttir A. 87.42 2. Þórdís Þorleifsdóttir I 99.82 3. Sigríður Sigurðardóttir í 100.12 8 ára drengir: 1. Kristinn Björnsson Ó. 81.41 2. Magnús Karlsson A. 85.36 3. Arnar Bragason H. 85.86 8 ára stúlkur: 1. María Magnúsdóttir A 81.71 2. Anna Sigríður Valdemarsd. B. 87.22 3. Sara Halldórsdóttir í 89.99 9 ára drengir: 1. Jón Ólafur Árnas. í. 75.90 2. Hannes Sigurðsson B. 79.53 3. Guttormur Brynjólfsson E. 40.55 9 ára stúlkur: 1. Kristín Sigurgeirsdóttir Ó. 85.80 2. Þórunn Pálsdóttir í. 88.06 3. Ása Þrastardóttir A. 88.75 10 ára drengir: 1. Jón Ingvi Ámason A. 107.28 2. Ólafur Sigurðsson í. 109.00 3. Símon Þór Jónsson B. 110.05 10 ára stúlkur: 1. Sólveig Gísladóttir A. 112.39 2. Ásta Halldórsdóttir B. 114.92 3. Geimý Geirsdóttir R. 117.88 11 ára drengir: 1. Jarle Gjedrum Lie NOR 96.36 2. Kjetil Gjellerud NOR 101.80 3. Kristinn D. Grétarsson í. 102.42 11 ára stúlkur: 1. Kristín Hilmarsdóttir A. 103.13 2. Þórdís Hjörleifsdóttir R. 105.55 3. Hulda Svanbergsdóttir A. 105.85 12 ára drengir: 1. Bjöm Brynjar Gíslason Ó. 101.95 2. Hilmir Valsson A. 102.84 3. Brynjar Bragason ó. 103.17 12 ára stúlkur: 1. Gréta Bjömsdóttir A. 106.09 2. Kari Anne B. Eriksen NOR 107.00 3. Kristín Ólafsdóttir R. 107.31 GANGA: 12 ára og yngri stúlkur: (1.5 km) 1. Dalla Gunnlaugsdóttir Ó 8.13 2. Birna Sigurðardóttir Ó. 8.18 3. Auður Erlendsdóttir í. 8.22 2 ára drengir: (2.5 km) 1 1. Ingvi Óskarsson Ó 11.12 2. Friðrik Einarsson ó. 11.29 3. Einar Hjörleifsson D. 11.40 11 ára drengir: (2 km) 1. Þórir Hákonarson S. 9.59 2. Jón Árnason Ó. 10.05 3. Bergur Gunnarsson Ó 10.28 10 ára drengir: (1.5 km) 1. Hlynur Jónsson Ó. 6.51 2. Sigurður Bjarnason Ó. 7.02 3. Guðlaugur Birgisson S. 7.36 9 ára drengir: (1 km) 1. Júlíus Sigurjónsson S. 5.41 2. Sigurður Oddsson í. 5.53 3. Kristinn Björnsson Ó. 5.57 12 ára drengir: 1. Brynjar Bragason STÖKK: 12 ára drengir: stig 1. Brynjar Bragason Ó 216.9 2. Björn Brynjarsson Ó 206.1 3. Rúnar Kristinsson Ó 201.5 11 ára drengir: stig 1. Jón Arnarsson Ó. 203.1 2. Hafþór Hafþórsson S. 194.8 3. Ólafur Sigurðsson Ó. 188.8 10 ára drengir: 1. Kristinn Svanbergsson A. 183.4 2. Guðlaugur Birgisson S. 164.4 3. Jón Ingvi Ámason A. 163.1 9 ára drengir: stig 1. Grétar Björnsson Ó. 183.8 2. Sigurbjöm Þorgeirsson A. 182.7 3. Halldórs Bragason Ó. 181.5 Frjálsíþróttadeild KA hefur undanfarin ár styrkt fjár- hagsstöðu sína með því m.a. að ganga í hús og safna tóm- um flöskum, og hefur það alltaf hlotið mjög góðar und- irtektir hjá bæjarbúum. f kvöld þriðjudag, miðviku- dagskvöld og fimmtudagskvöld hyggjast frjálsíþróttamenn ganga í hús í bænum, og falast eftir eftir flöskum. Allir munu þeir verða vel auðkenndir í æf- ingargöllum sínum. Bæjarbúar eru hvattir til að taka vel á móti þessu fólki og losa sig um leið við tómu flöskurnar. DAGUR•7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.