Dagur - 28.04.1981, Síða 8

Dagur - 28.04.1981, Síða 8
DAGU®. Akureyri, þriðjudagur 28. aprfl 1981 ■■■■■■ Ærin kom heim í hús til að bera Gunnarsstöðum 27. apríl. Veður hér um slóðir er nú sæmilegt — miðað við árstíma — eins og þeir segja í sjónvarp- inu. Ég treysti mér ekki til að segja um hvort hér verði kal eða ekki, en vona að við sleppum. Sem dæmi um hve erfitt er að spá um kal má geta þess að 1968 komu tún græn undan snjónum, en það sumar voru túnin mikið kalin. Afli Þórshafnarbáta hefur verið þokkalegur að undanförnu og afli grásleppubátanna hefur verið ágætur. Ekki er hægt að segja að á Þórshöfn séu nein uppgrip, en þar er þó næg atvinna þessa stundina. Úr sveitinni er það helst að frétta að fyrir skömmu var maður á ferð úti í Eiðiskarði á miðju Langanesi og sá þar á nokkra á rangli. Hann sá strax að hér var á ferð útigengin ær og lét hann Ágúst bónda á Sauða- nesi vita, sem náði henni eftir nokkurn eltingarleik. Kindina átti Ágúst. Morguninn eftir að hann kom í hús var hún borin tveimur lömbum. Og þá vitum vio þao. Annars má benda Tjarnamefndinni á aö þeir em ekki ýkja rnargir sem era — eöa hafa veriö — þess umkomnir að ganga á vatni. Ætii sé búið að setja upp svipuð skilti við ónefnt vatn sunnar á hnettinum? Mynd: áþ. Of nar tærast Ágúst fann fé rétt eftir áramót og þar í var mislitur hrútur, sem hann átti og telur Ágúst það líklegt að ærin hafi verið í þeim hóp, því annað lambið var svart. Það er ekki aðeins merkilegt að ærin kemur heim, þegar hún er að því komin að bera, heldur líka að hún skuli hafa lifað í vetur. Ó. H. Að undanförnu hefur verið unnið við að skipta um ofna í Hrafnagils- skóla, en gömlu ofnarnir tærðust og ryðguðu og er talið að súrefni í vatninu hafi valdið ryðinu. Hér er um að ræða ofna í heimavist skól- ans, kennsluhúsnæði og íbúðum. Kostnaður vegna þessara ofnskipta er verulegur. Ríkið tekur að sér að greiða 75% kostnaðar, en sveitar- félagið greiðir 25%. Fiskikassaframleiðsla Plasteingangrunar: Hefur stórlækkað verð á innfluttum kössum Á laugardag hófst formleg framleiðsla á fiskikössum úr plasti hjá Plasteinangrun h.f. á Akureyri. Fiskikassar til notkunar i f iskiskipum hafa ekki áður verið framleiddir hér á landi. Vélin sem keypt var til framleiðslunnar er það afkasta- mikil, að hún getur annað eftir- spurn eftir fiskikössum hér á landi og þarf þó ekki nema sex mánuði til að framleiða upp i þörfina. Talið er að þörfin sé um 90 þúsund kassar á ári. Véiin verður einnig notuð til að fram- leiða trollkúiur, en útflutningur á þeim hefur farið sívaxandi. Fiskikassarnir sem framleiddir eru í vélinni eru 70 lítra. Slíkir kassar hafa áður og eru enn fluttir- til landsins ásamt 90 lítra kössum, en 70 lítra kassarnir þykja hafa ýmsa kosti fram yfir hina stærri. í ávarpi sem Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Plasteinangrun- ar h.f. flutti við vígsluna á laugar- dag kom fram, að tilkoma innlendu framleiðslunnar hefði þegar orðið til þess að lækka verðið á innflutt- um kössum verulega, eða um ein 15%, þrátt fyrir að hráefnis- kostnaður hafi hækkað stórlega að undanfömu. Þannig er ljóst að innflytjendur fiskikassa grípa til ýmissa ráða til að reyna að halda í þennan mikilvæga markað, sem er hér á landi fyrir fiskikassa. Gunnar sagði að Plasteinangrun myndi að sjálfsögðu selja sína framleiðslu á samkeppnisfæru verði og að unnt væri að afgreiða kassana út af lag- er, þannig að ekki þyrfti að gera stórar pantanir löngu fyrirfram. Ætti því að vera ýmislegt hagræði í því að kaupa innlendu framleiðsl- una. Framleiðslan er í nýju verk- smiðjuhúsi sem er um 900 m2 að gólfflatarmáli. Vélasamstæðan er bresk, en keypt mjög lítið notuð frá Hollandi. Plasteinangrun leigir steypumótin fyrir kassana af norsku fyrirtæki og hefur einka- sölurétt á þessari tegund kassa hér á landi og í Færeyjum. Áður en til þessarar formlegu vígsluathafnar kom var búið að framleiða um 17 þúsund kassa og hefur framleiðslan gengið mjög vel. Mikið er búið að selja af kössum fyrirfram. Við vígsluathöfnina á laugardag flutti Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri og stjórnar- formaður Sambandsins, ávarp og ræddi þá meðal annars um iðn- rekstur Sambandsins og KEA og aðdragandann að kaupunum á Plasteinangrun á sínum tíma. Hann sagði að áætluð velta fyrirtækisins á þessu ári væri um 20 milljónir króna. Einnig töluðu Hjörtur (Framhald á bls. 3). Kaupfélag Norður-Þingeyinga: TAPREKSTUR Á SL. ÁRI Kópaskeri 27. apríl Aðalfundur Kaupfélags Norð- ur-Þingeyinga var haldinn á Kópaskeri fyrir skömmu. Heild- arvelta félagsins á s.l. ári var 3,7 milljarðar gkróna, sem er 55% veltuaukning frá fyrra ári. Heildarlaunagreiðslur félagsins námu 475 milljónum gkróna. Almennur rekstrarkostnaður deild hækkaði um rúm 60%, en söluaukning verslunardeilda var 56%, þjónustudeilda 55% og af- urða tæp 22%. Rekstrartap varð af félaginu á s.l. ári og nam það tæpum 44 milljónum gkróna. Fyrir umræddu rekstrartapi eru taldar þrjár aðalástæður. í fyrsta lagi voru vaxtagjöld mun meiri en vaxtatekjur, í öðru lagi samdráttur i sauðfjárframleiðslu í héraðinu. Innvegið kjötmagn var t.d. 100 tonnum minna en í meðalári. í þriðja lagi slæm útkoma á verslun- arrekstri félagsins. Heildarfjárfesting félagsins var tæpar 227 milljónir gkróna. Ber þar einna hæst breytingar og endur- bætur á sláturhúsinu. Auk þess var unnið við byggingu nýs íbúðarhúss Bændaklúbbs- fundir Bændaklúbbsfundir verða mánu- daginn 4. maí n.k. kl. 14 í Víkurröst og í Freyvangi kl. 21. Frummæl- andi verður Óttar Geirsson, ráðu- nautur Búnaðarfélags íslands og ræðir hann um ræktun og nýtingu túna. í Ásbyrgi ásamt starfsmannaað- stöðu. Björn Jónsson, Kópaskeri, baðst undan endurkjöri, en í stað hans var kjörinn Garðar Eggertsson. Auk hans skipa stjórnina Jóhann Helgason, Leirhöfn, formaður, Halldór Sigurðsson, Valþjófsstöð- um, Karl S. Bjömsson, Hafrafells- tungu og Þorfinnur Jónsson, Ing- veldarstöðum. Tónleikar Aðalsellóleikari Lundúna- Sinfóníunnar og um leið einn besti sellóleikari á Englandi, Douglas Cummings, er vænt- anlegur til landsins í byrjun maí. I för með honum er Philip Jenkins píanóleikari, og munu þeir halda tónleika á fjórum stöðum á landinu, í Reykjavík, á Akureyri, Isafirði og á menningardögum í Njarðvík. Tónleikarnir á Akureyri fara fram í Borgarbíói laugardaginn 9. maí og hefjast kl. 17, en Tón- listarfélag Akureyrar stendur fyrir tónleikunum hér. Sjá nán- ar í blaðafréttum í næstu viku. Philip Jenkins. Douglas Cummings § Óskaleik- dómur f lelkskrá Leikfélags Akur- eyrar að gamanlelknum „Við gerum verkfall" er birtur leik- dómur eins og aðstandendur sýningarlnnar vildu helst hafa hann. Sýningunni hefur verið mjög vel tekið og má e.t.v. segja að þessi óska- leikdómur þeirra leikfélags- manna gangi eftir að nokkru og þvf birtum við hann hér: „Við gerum verkfall" er búið flestum kostum grín- leikrits. Gamanið galsafeng- ið og gróskumikið, persónur og atvik frumleg og fyndin, tilsvörin víða hnyttileg og mergjuð og þó að höfundur- inn gefi ímyndunaraflinu lausan tauminn og ólátum og ærsium séu stundum fáar skorður settar, býr alvara og heilbrigð Iffsskoðun að baki. Menningarlausir gamanleikir eru hégómi og gleymast um leið og tjaldið fellur. „Við gerum verkfall" er ekkl í þeim hópi. Sýningin vakti mikinn fögnuð leikhúsgesta. Salur- inn kvað við af lófataki og hlátri frá fyrsta þætti og allt til loka, enda eru hlutverkin í höndum og á fótum sérlega góðra leikara. Leikstjórnln er listfeng og vönduð og miðar að því framar öllu að seiða fram gamansemina í lelkn- um, leysa hláturinn úr læð- ingi. Leiktjöld og lýsing eru smekkleg og vönduð og falla mjög vel að efni lelksins. Frumsýningargestir skemmtu sér konunglega og fögnuðu leiknum ákaft og lengi sem gömlum og kærum vinl. Þarf ekki að efa að fjöl- margir, bæði ungir og gamlir, leggja lelð sfna f leikhúsið á Akureyri á næstu mánuð- um.“ Þannlg hljómar óskaleik- dómur leikhússfólksins. Þetta minnir á það, þegar Vigdís Flnnbogadóttir forseti fslands, óskaðl eftir ákveð- innl umsögn að loknum blaðamannafundi hennar og Margrétar Danadrottningar og varð að ósk sinni. # Vélrituð handrit Alltaf berst töluvert af hand- skrifuðum handritum á rit- stjórn DAGS, en vegna þess að í þelm tilfellum er alltaf hætta á að mislestur eigi sér stað, er nauðsynlegt að fara þess á leit við greinarhöf- unda, að þeir vélriti handrit sfn. Villur eru alltaf hvimlelð- ar og fái DAGUR handritln vélrituð minnkar hættan á villum til muna.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.