Dagur - 12.05.1981, Page 4

Dagur - 12.05.1981, Page 4
HMGUIR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Framleiðslustefna Framsóknar- flokksins Á aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins sem haldinn var fyrir nokkru var í stjórnmálaálykt- un fjallað ítarlega um stefnu flokksins í framleiðslu- og at- vinnumálum. f ályktuninni segir: Nauðsynlegt er að halda áfram þeirri framleiðslustefnu, sem Framsóknarflokkurinn hefur beitt sér fyrir. Með aukinni framleiðslu, hagkvæmni og hagræðingu á öll- um sviðum atvinnulífsins verða lífskjörin treyst og bætt. Góð af- koma atvinnuveganna er forsenda þess. Aðalfundur miðstjórnar leggur áherslu á eftirtalin atriði: Haldið verði áfram þeirri aðlög- un landbúnaðarins að markaðs- aðstæðum sem hófst 1979. Nýjar búgreinar verði efldar skipulega og stutt að því að nýjar atvinnu- greinar þróist í dreifbýli og þannig verði komið í veg fyrir byggða- röskun og tekjuskerðingu bænda. Fylgt verði þeirri fiskveiðistefnu sem mörkuð hefur verið. Þar er lögð áhersla á gæði, samræmingu sóknarþunga og dreifingu aflans. Áhersla verði lögð á endurnýjun bátaflotans án þess að sóknar- þungi aukist. Vaxandi samkeppni vegna ýmiss konar styrkja- og niðurgreiðslustefnu erlendis verði mætt með hagkvæmni og vöru- vöndun. Áfram verði haldið framkvæmd þeirrar byggðastefnu, sem Fram- sóknarflokkurinn hafði frumkvæði að. Áhersla verði lögð á uppbygg- ingu fjölbreytts atvinnulífs á landsbyggðinni. Endurskoðaðar verði lánareglur Byggðasjóðs til þess að hann geti í ríkara mæli stuðlað að framkvæmd mark- vissrar byggðastefnu. Samkeppnisstaða iðnaðar verði bætt með því að skapa honum svipuð skilyrði og eru í nágranna- löndunum m.a. með því að létta af honum ýmsum álögum. Smáiðn- aður í dreifbýli verði efldur. Auka þarf framkvæmdir í orku- málum til eflingar atvinnulífsins og vegna stórhækkaðs verðs á olíu. Á næstu 10-12 árum verði ráðist í nýjar virkjanir í Blöndu, í Fljótsdal og við Sultartanga. Jafn- framt verði unnið að hagnýtingu háhitasvæðanna. Raforka þess- ara virkjana á að mæta almennri þörf landsmanna sem sífellt fer vaxandi, en auk þess skal hún hagnýtt á hvern þann hátt sem hún með arðbæru móti getur komið í stað innfluttrar orku og einnig sem grundvöllur að auknum iðn- aði í landinu, þ.á.m. orkufrekum iðnaði. SKÓGRÆKTARFÉLAG EYFIRÐINGA: Friðun á Þelamörk og framkvæmd- ir á útivistarsvæðinu í Kjarna — var meðal verkefna félagsins á sl. ári, segir Hallgrímur Indriðason framkvæmdastjóri SKJÓLBELTI Árið 1980 var einstakt fram- kvæmdaár í sögu Skógræktar- félags Eyfirðinga. Þann 10. og 11. maí 1980 hélt félagið upp á 50 ára afmæli sitt með tveggja daga fundi, en á honum voru félaginu færðar góðar gjafir, sem að nokkru leiti stóðu undir fram- kvæmdum og fjárfestingum árs- ins. Ef hugað er að tíðarfari til skógræktar kemur í ljós að sum- arið 1980 var öllu ræktunarstarfi mjög í hag og skipti þar mjög um frá árinu 1979, sem varð eitt áfallasamasta ár í sögu félagsins. Vorstörf hófust hjá félaginu með fyrsta móti, eða um miðjan apríl. Segja má að unnið hafi verið nokkuð stöðugt allt til áramóta, þó mismargir hafi lagt hönd á plóginn á hverjum tíma. Alls voru greiddar hjá félaginu um 4500 vinnustundir, fyrir utan vinnu framkvæmdastjóra. Á útivistar- svæðinu voru á sama tíma unnar 2700 stundir. Þannig að samtals voru unnar um 7.200 stundir hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga árið 1980 og er það meira en áður hefur verið. Hópur frá Vinnu- skóla Akureyrar, sem staðsettur var í Kjarnaskógi skilaði um 3000 vinnustundum. Hér á eftir verður gerð grein fyrir einstökum þáttum starfsem- innar. Verkefnum félagsins er skipt niður í 5 þætti í samræmi við áætlun um starfsemi félagsins frá 1979. ÚTIVIST ARSVÆÐIÐ IKJARNA Rekstur útivistarsvæðisins var með svipuðum hætti og undan- • farin ár. Nýframkvæmdir voru aðallega í formi gróðursetninga og gerð trimmbrautar. Á árinu voru gróðursettar um 4000 plönt- ur í Kjarnaskógi. Aðal gróður- setningasvæðið er nú í norð-vest- urhluta svæðisins. Þaðan er svo fyrirhuguð tenging svæðisins við Naustaborgir og þar verður væntanlega byrjað að girða á þessu ári. Einnig var gróðursett Héraðsskóg- ræktaráætlun fyrir Eyjafjörð AðalfuncJur SkógrœktarféUigs Evfirðinga ha,dinn á Akurevri 11. april 1981 bcinir þeim eindregnu til- nuelum til Skógrœktar ríkisins og Skógrwktarfélags Jslands, að þegar i stað verði gerð áietlun um héraðs- skó%rcekt í Eyjafirði. Áietlun þessi verði með svipuðu sniði og átvtlun um skógrcekt i Fljótsdal frá 1965. (Fljótdálsácetlun) Markmið þessarar ácetlunar fyrir Evjafjörð skulu vera: A. Að gera bændum og öðruin land- cigcndum fjárhagslega kleyft að nýta lönd sfn til skógræktar. B. Að ná scm stserstu sainfelldu svæöi i Kyjafirði til skðgræktar á félagsiegum grundvelli. ^Skógræktarfélag Eyfirðinga vill máli þessu til stuðnings benda á þann skógræktar árangur. seni náðst hefur vlða I Eyjafirði. Einnig bendum við á álit snm- starfsnefndar um Landgræðslu- áætlun 1981-1985. þar scm lagt er til að gerð verði héraðsskógræktar- áætlun fyrir Eyjafjarðarsvæðið. nokkuð af plöntum á þeim stöð- um, sem harðast höfðu orðið úti vegna skemmda 1979. Allt sumarið 1980 vann flokkur frá Vinnuskóla Akureyrar við að fella barrtré sem drápust 1979 og er ljóst að fjöldi þeirra skiptir þúsundum. Á síðasta ári var opnuð formlega trimmbrautin, sem byrjað var á 1977, er hún um 2,7 km. að lengd og raflýst með um 70 staurum. Rafveita Akur- eyrar kostaði lýsingu. Lætur nærri að kostnaður við trimm- brautina sé um 20.000.000 gkr. Hlutverk þessarar brautar er m.a. að gera útivistarsvæðið aðgengi- legt allt árið og auka nýtingu þess. Þetta hefur að mínu mati tekist og má segja að aðsókn sé nú vaxandi allt árið um kring. Þess má og geta að nokkrar endurgreiðslur hafa fengist frá íþróttasjóði en hann mun endanlega greiða um 60% af kostnaði við brautina. Mikið var unnið að grisjun í Kjarnaskógi á síðasta ári og er Leiga á landi til áhugamanna um skógrækt „Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga, haldinu á Akureyri 11. apríl 1981, beinir þeini tilmælum til stjórnar félagsins að hún taki upp viðræður við hreppsnefndir f Eyja- firði, jarðanefnd Eyjafjarðarsýslu, Búnaöarsamband Eyjafjarðar og skipulagsyfirviild héraðsins um leigu á landi til áhugamatma um skóg- rækt.“ l greinargerð segir að telja megi líklegt að áhugamenn um skógræki mundu sýna því áhuga að fá land leigt til skógræktar, ef vitað væri að slik málaleitan væri auðveld í fram- kvæmd og nyti skilnings hlutaðeig- andi yfirvalda. Allmikið land er í Eyjafirði sem ekki er nytjað eða illa er fallið til annarrar ræktunar en skógræktar. Heldur mun það auka giidi jarða í héraðinu ef óræktarland og melar verða klæddir skógi, sem veitir skepnum skjól, hefur mildandi áhrif á veðurfar og gefur af sér afurðir þegar fram ifða tímar. Eftirsóknarvert er að færa sér það í nyt að áhugamenn um skógrækt eru reiðubúnir til þess að verja tómstundum sínuni og fjármunum til slikrar uppgræðslu. Búast má við að áform um byggingu sumar- bústaða fylgi á stundum umsóknum um leiguland til skógræktar. Margs er að gæta við afgreiðslu slikra um- sókna. Það væri heppilegt ef hlut- aðcigandi yfirvöld gætu, I samvinnu við Búnaðarsamband Eyjafjarðar og Skógræktarfélag , Eyfirðinga, mótað stefnu í þessum málum: gæti slik slefna einfaldað skipulagsyfir- völdum afgrciðslu umsókna af þessu tagi og um leið skýrt stöðu skógræktarmanna og auðvcldað þeim málaleitanina. Kjarnaskógur nú það skógar- svæði í umsjá félagsins, sem best er á vegi statt hvað grisjun og umhirðu snertir, þó enn sé langt í land. Heildarkostnaður við úti- vistarsvæðið í Kjarna var árið 1980 gkr. 17.952.112,- og greiddi Akureyrarbær gkr. 17.072.112,- en Skógræktarfélagið greiddi gkr. 880.000,-. PLÖNTUUPPELDIÐ Störf við uppeldisstöðina hóf- ust í byrjun maí og var afhending plantna komin í fullan gang um 10. maí. I heild voru afhentar úr uppeldisstöðinni um 40.000 plöntur þar af röskur helmingur garðplöntur af ýmsum tegundum og ýmsum aldri. Hagnaður varð á þessum þætti starfseminnar. Greiðslur vinnulauna við plöntu- uppeldið voru 7.500.000, eða 47% af heildarkostnaði við þann rekstrarþátt. Allt frá því að uppbygging plöntuuppeldisstöðvarinnar hófst árið 1977 hefur verið að því stefnt að hún gæti gefið félaginu nokk- urn arð, sem síðan mætti nýta í þágu markmiða félagsins. Nú er svo með plöntuuppeldi eins og aðra lífræna framleiðslu, að á það virka ýmsir þættir, sem ekki stendur í mannlegum mætti að stjórna. Hér er að sjálfsögðu átt við tíðarfarið. En með því að fjárfesta á skynsamlegan hátt innan þessa verkþáttar getum við gert okkur óháðari duttlungum náttúrunnar. Mikið hefur miðað í þessa átt á síðustu árum, en nokkuð vantar þó á að fullnaðar árangri sé náð. Helstu framkvæmdir í þessa átt á árinu 1980 var bygging 300 m2 gróðurhúss, sem kemst í full not nú á næstu dögum. Fjölgun plantna í uppeldisstöð var að öðru leyti sem hér segir: Plöntur DreifseltarI5.000 Fjölgað m. vetrargr. 13.000 Fjölgað m. sumargr. 20.000 Sáð í 120 m2 ca.60.000 108.000 Það átak sem Skógræktar- félagið gekkst fyrir í samvinnu við Skógrækt ríkisins og bændur um ræktun skjólbelta á jörðum bænda hefur því miður farið minnkandi. Ástæður fyrir því eru þær að ekki fékkst framlag frá Skógrækt ríkisins til girðinga á árinu 1980. Vinna við þau belti sem búið var að kbma upp var samt nokkur. Einnig tókst að ljúka gerð tveggja nýrra skjól- belta á Knarrarbergi og Klauf á síðasta ári. Félagið lagði til efni í girðingu á öðrum staðnum. Und- irbúið var skjólbelti á Búðarnesi og verður plantað í það í vor. Heildarkostnaður félagsins vegna skjólbeltaræktunarinnar var 1,5 m. gkr. Um framtíðarverkefni á þessu sviði er það að segja að ný land- græðsluáætlun gerir ráð fyrir verulegu fjármagni til skjólbelta- ræktar í framtíðinni ca. 40 m. gkr. (Framhald á bls. 7). Plöntur f gróðrarstöðinni i Kjarna. Hallgrimur Indríðason litur yfir plönturnar. Yfirlit yfir tíðarfarið á Akureyri, sumarið 1980. Maí Júnf Ju'lí Ágúst Sept. Meðalhiti 7.9 (+1,6) 9,5 ( + 0,2 11.2 ( + 0,3) 10,5 ( + 0,2) 6,9 (-0,9) Meðal hámark 12,6 13,1 14,8 14,2 10,3 Meðal lágmark 4,4 6,3 8,1 7,3 4,0 Hæsti hiti 24,6 (22.) 20,0(13.) 27,0 (31.) 26,6(1.) 15,8(1.) Lægsti hiti -4,6 (7.) 0,8(1.) 4,2 (27.) 1.0 (29.) -3,2(19.) Úrkoma, mm 8,6(57%) 48,2 (219%) 22,5 (64%) 34,0 (87%) 49,3(107%) Úrkomudagar 9 13 8 15 17 Sólskinsstundir 219,4 ( + 28%) 222,1 ( + 29%) 137,9 (-6%) 154,2 ( + 37%) 64,5 (+15%) Algengasta átt S-SE 49% N-NW 66% N-NW 49% N-NW 41% Mai: Mánuðurinn í heild var góður, nema hvað úrkoma var of lítil og auk þess sem kuldakast 6.-10. hafði nokkur áhrif á gróð- ur. Hámarkshitinn þann 22. maí var 24.6°C, sem er hæsti hiti sem mælst hefur í maímánuði á Ak- ureyri þau 50 ár sem hámarks- hitamælingar hafa verið gerðar. Sólskin var 28% yfir meðallagi. Jtáni: Tíðarfarið var hagstætt að öðru leiti en að þurrkar fyrri helming mánaðar drógu verulega úr sprettu. Sólskin var 29% um- fram meðallag. Júlí: Tíðarfar má kalla gott en sól í minna lagi. Hitabylgja fór yfir landið síðustu daga mánað- arins og hæsti hitinn mældist þ. 31. 27 °C. Agúst: Hitabylgjan stóð enn 1. óg 2. en þá tók við kafli með úr- komu og óþurrkum næstu 3 vik- umar. Það létti til síðustu vikuna og var hiti mánaðarins yfir með- allagi og sól 37% umfram meðal- lag þrátt fyrir marga úrkomu- daga. September: í lok 1. viku kólnar og er hiti undir meðallagi til 19., þegar aftur hlýnar og er þá hlýr kafli í vikutíma, og er því meðal- hiti mánaðarins aðeins 0,93 °C undir meðallagi. Úrkoma er um 7% umfram meðallag og sólskin 15% minna en í meðalári. Október er um 4 °C undir meðallagi og það er talið alsnjóa á Akureyri frá 7. okt. og út mán- uðinn, svo segja má að vetur gangi snemma í garð. Tvo síðustu daga október gerði góða hláku svo að snjó tók upp. Örugg kunnátta - vönduð vinnubrögð Passíukórinn á Akureyri. Tónleikar í Akureyrar- kírkju 7. maí s.l. Messa í D-dúr op. 86 eftir Antonin Dvorak. Einsöngvari: Þuríður Baldursdóttir. Orgelieikari: Gígja Kjartansdóttir Kvam Stjórnandi: Roar Kvam. í vandaðri og greinargóðri efnis- skrá, sem tónleikagestir fengu í hendur, segir á þessa leið: „Dvorak , var beðinn að semja kirkjulegt verk í tilefni vígslu nýrrar kirkju í Luzay í Tékkóslóvakíu, og samdi hann þá Messu í D-dúr. Tónverkið er samið fyrir blandaðan kór, einsöngvara og orgel, og er það í hefðbundnu klassísku messuformi, skiptist í sex meginkafla: Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus, Benedictus og Agnus Dei. Þetta tónverk er talið eitt af mestu meistaraverkum í kirkjulegri tónlist frá síðari hluta rómantíska tímabilsins. Messan var frumflutt 11. nóv. 1887 og stjórnaði höfundurinn flutningnum. Einfaldleiki og lát- leysi ásamt reisn og hátíðleik ein- kennir þetta tónverk.“ Passíukórinn á Akureyri hefur nú starfað um níu ára skéið og vaxið við hverja raun. Þar hefur liðið samanlegt ævinlega sett markið hátt og færzt í fang flutning á öndvegisverkum tónbókmennta. Stórhugur og listrænt frumkvæði stjórnandans Roars Kvam svo og kórfélaga fyrr og síðar er að- dáunarvert, hefur auðgað tónlist- arlíf bæjarins og hækkað risið á tónlistarstarfsemi hér um slóðir. Tónlistarskólanum á Akureyri er heiður og sæmd að því að hafa verið nátengdur starfi þessa kórs, allt frá því hann hóf göngu sína undir nafninu „Kirkjutónlistar- sveitin“, ef mig misminnir ekki. Ég er áreiðanlega ekki ein um það í hópi kennara skólans að geta borið því vitni hve þátttaka í þessu kórstarfi hefur aukið við músík- reynslu þeirra nemenda, sem hafa verið með í því. Kórstarfið hefur aukið þeirra mennt, og þeim hafa þar opnazt ný svið. Mörgum kennurum skólans hefur einnig þótt tíma sínum vel varið með virkri þátttöku í starfi Passíukórs- ins. Nú hefur kórinn enn og aftur efnt til flutnings á merkilegu tón- verki, sem mér vitanlega hefur ekki áður verið flutt hér á landi, og tókst ágætlega. Stjórnanda Roar Kvam og flytjendum eru hér með færðar beztu þakkir. Einsöngur Þuríðar Baldursdótt- ur var með glæsibrag, enda er hennar raddfegurð með ein- dæmum samfara góðri stílkennd. Gígja Kjartansdóttir orgelleikari skilaði sínum hlut einnig með prýði, af öryggi og festu. Ég hef löngum dáðst að þeim eiginleika í fari Passíukórsins hve þar fer saman ögun kórsins sem heildar, örugg kunnátta og vönduð vinnubrögð, og svo hið virka fram- lag kórfélaga sem einstaklinga, sjálfstæði þeirra og músíkgleði. Þarna virðist hver og einn vera svo persónulega ábyrgur fyrir því, sem verið er að gera. Því er ekki að leyna, að af rödd- um kórsins er sópraninn í forystu, og skyldi ekki vera leitun á kór hér á landi, sem hefur öðrum eins auk heldur betri sópran á að skipa. Hann er glæsilegur og hljóm- fallegur, þróttmikill og einstaklega viðbragðsléttur. Altröddin virtist mér einnig sérlega áheyrileg. Það er svo auðvitað gamla sagan, að karlaraddimar eru alltof þunn- skipaðar, og þar af leiðandi hefur Passíukórinn ekki að jafnvægi milli radda, sem hann vissulega ætti skilið. Mig undrar það, að söngfólk skuli ekki beinlínis flykkjast í svona hóp, og mig undrar það líka hverju Passíukórinn svona fáiiðaður getur til leiðar komið. Bæjarbúar ættu miklu oftar að eiga þess kost að heyra til hans, en mikil vinna liggur að baki tónleik- um á borð við þá, sem hér um ræðir. Það sýnist tilvalið að leita til Passíukórsins um tónflutning t.d. við kirkjulegar athafnir, messur og því um líkt. Þar væru þættir úr þessu yndislega verki Dvoraks, Messu í D-dúr, vel til fallnir. Næsta verkefni kórsins er að flytja Carm- ina Burana eftir Carl Orff, og verða þeir tónleikar í byrjun júní. Þeir verða væntanlega vel sóttir. Sofffa Guðmundsdóttir. Bikarkeppni K.R.A.: Evrópumótið í kraftlyftingum: KA hafði betur í vítaspyrnukeppni 7-8 ára stúlkur Unnur Valdimarsd. Helga Helgadóttir 7-8 ára drengir Magnús Þorgeirss. Ólafur Óskarsson Sigmar Kárason Gunnl. Helgason l.f. 2. f. samt. 35.62 35.33 70.95 38.58 33.62 72.20 l.f. 2. f. samt. 32.24 32.81 65.05 32.96 32.1 6.14 32.99 32.76 65.75 37.22 35.98 73.20 9-10 ára stúlkur 1. f. 2. f. samt. Kristín Sigurgeirsd. 32.89 33.04 65.93 Silja Bára ómarsd. 36.65 36.28 72.93 Ragna Rós Bjarkad. 46.83 45.96 92.79 9-10 ára drengir. l.f. 2. f. samt. Sæmundur Ámason Halldór Bragason Björgvin Stefánsson 11-12 ára stúlkur Svanhildur Svavarsd Fjóla Guðnadóttir Heiða Guðmundsd. Lilja Guðnadóttir 39.80 41.29 81.09 45.03 71.02116.07 hætti l.f. 2. f. samt. 46.35 45.02 91.37 51.24 46.01 97.25 46.88 51.29 98.17 45.14 53.18 98.32 11-12 ára drengir i.f. 2. f. samt. Brynjar Bragason 38.15 38.32 76.47 Jóhann Eyjólfsson 43.78 46.78 90.56 Björn Brynjar Gislas.hætti 13-15 ára stúlkur l.f. 2. f. samt. Selma Vigfúsdóttir 42.14 43.37 87.51 Unnur Einarsdóttir 45.27 48.67 93.94 13-14 ára drengir l.f. 2. f. samt. Pétur Valdimarsson 37.46 38.00 75.46 Sigurpáll Gunnarss. 41.20 42.67 83.87 15-16 ára drengir l.f. 2. f. samt. Eggert Bragason 35.74 35.84 71.58 Magnús Gunnarsson 37.57 37.10 74.67 Hafsteinn Jakobsson 37.52 39.08 76.60 Lagning brauta: Eggert Bragason. Ritari: Kalrín Davíðsdóttir. Ræsar: Bjöm Þór ólafsson, Bjöm Guðmundsson. Tímaverðir: Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Svavar B. Magnússon. Víkingur á verðlaunapalli Evrópumótið í kraftlyfting- um var haldið á Parma á Ítaiíu nú um helgina. Tveir Akureyringar kepptu á mót- inu, og náðu þeir ásamt öðr- um íslendingum mjög góðum árangri. Á laugardaginn keppti Kári Elísson í 67,5 kg flokki. Hann lyfti 222.5 kg í hnébeygju sem er Islands- met, 135.0 kg í bekkpressu og 242.5 kg í réttstöðulyftu sem einnig er íslandsmet, og samanlagt, er þetta 600 kg og er það þriðja íslandsmet Kára á þessu móti. Hann varð sjötti í sínum flokki. Víkingur Traustason keppti á sunnudaginn í þyngsta flokki, og lyfti samanlagt 800 kg, sem þó er 10 kg undir hans besta. Þetta dugði Víkingi til annars sætis og er hann þá um leið fyrsti Akureyringurinn sem kemst á verðlaunapall á Evrópumeistaramóti. {þróttasíðan óskar Víkingi og Kára til hamingju með góðan árangur. Víkingur Traustason. UMSJÓN: Ólafur Ásgeirsson Kristján G. Arngrímsson Ólafsf jarðarmót í stórsvigi laugar- daginn 9. maí Fl. 6 ára og yngri l.f 2.f samt. Hólmfr. Svavarsd. 42.74 41.28 84.00 Brynjólfur Ómarss. 49.25 36.61 85.86 Elmar Geirsson, fyrirliði KA, tekur á móti bikarnum, sem gefinn var af Kjörbúð Bjarna. Mynd: K.G.A. Á laugardaginn léku KÁ og Þór síðasta leikinn i bikar- keppni KRÁ. Leikurinn var lélegur af beggja hálfu, enda setti hvöss sunnanátt stórt strik í reikninginn. Þegar venjulegum leiktíma lauk, var staðan núll núll, og var þá gripið til vítaspyrnukeppni, og náðu KA menn að sigra. Leikmönnunum gekk illa að hemja boltann í hvassveðrinu, og fátt var um fína drætti. Liðin voru nokkuð jöfn, frá báðum sáust eitt og eitt ágætt skot, sem öll sigldu þó framhjá, eða beint í fang markvarða. í seinni hálfleik voru KA menn öllu meira með boltann, en lítið hafði knattspyrnan sem spiluð var, skánað — mest um ónákvæm spörk og pot, iðulega undir vindinum komið hvert boltinn fór. Þórsarar áttu þó t.d. ágætt færi eftir aukaspyrnu frá Árna, en inn vildi boltinn ekki — sigldi yfir þverslá. KA mönnum tókst að koma boltan- um í netið hjá Þór, en markið var dæmt af sökum rangstöðu. Og þegar flautað var til leiks- loka var staðan núll gegn núll. Þá var tekið til við vítaspyrnu- keppnina. í henni skoruðu KA menn úr fimm skotum af sjö, en Þórsarar úr fjórum. KA hafði þar með krækt í veglegan bikar, gefinn af Kjörbúð Bjarna. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.