Dagur - 14.05.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 14.05.1981, Blaðsíða 5
DAGUM. Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sfmi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Bylting í byggðaþróun Á síðasta áratug hefur orðið gjörbylt- ing í mannfjöldaþróun hér á landi. Á tíu ára tímabili frá 1971-1980 stöðvaðist fólksflóttinn af lands- byggðinni til Reykjavíkur. Á þessu tímabili hafa allir landshlutar vaxið, þó í mismunandi máli hafi verið. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Framkvæmdastofnunar ríkisins, þar sem m.a. er fjallað um framvindu byggðamála. Fyrir framsóknarmenn er þessi þróun ekki síst gleðileg, þar sem þeir höfðu frumkvæðið að þeirri byggða- stefnu sem framkvæmd hefur verið undir forystu Framsóknarflokksins á liðnum áratug. Á síðustu árum hafa allir stjórnmálaflokkar gengist inn á þessa stefnu Framsóknarflokksins, að meira eða minna leyti, að minnsta kosti í orði. Ættu því flestir lands- menn að geta fagnað þessari miklu byggðaþróunarbyltingu. Á hinn bóginn er á það að líta, að landsbyggðin á og mun ávallt eiga í vök að verjast gagnvart þéttbýlis- svæðinu á suðvesturhorni landsins. Algjörum jöfnuði í aðstöðu verður víst seint komið á, einkum vegna þeirrar miklu þjónustu sem veitt er í höfuð- borg tandsins í tengslum við opinber- ar stofnanir sem þar eru staðsettar. Því er nauðsynlegt að landsmenn allir haldi vöku sinni í þessum efnum og skapi mótvægi gegn byggðaröskun á landsbyggðinni. Það verður helst gert með öflugum atvinnurekstri. T.d. er nokkuð Ijóst, að ef ekki verður að gert í atvinnumálum á Norðurlandi eystra mjög fIjótlega, skapast þar vandamál, sem raunar eru þegar fyrir hendi. Orkumál og landsbyggðin Þegar rætt er um byggða- og atvinnu- mál á landsbyggðinni hljóta orkumál- in að blandast inn í þá umræðu, því orka mun í æ ríkara mæli verða for- senda öflugrar atvinnustarfsemi. Orku- og iðnaðarmálin eru mjög í deiglunni einmitt um þessar mundir og nýlega hefur verið lagt fram frum- varp í bókarformi um þau mál á Al- þingi. Þar er fjallað um virkjanir næstu 10-15 árin og meðalstór orku- frek iðnfyrirtæki, s.s. pappírsverk- smiðju, steinullarverksmiðju, kísil- málmverksmiðju og olíuhreinsunar- stöð. Allt er í lausu lofti um staðsetn- ingu, nema hvað kísilmálmverk- smiðjuna skal vera hagkvæmast að reisa á Reyðarfirði og síðan væntan- lega olíuhreinsunarstöð á sama stað í kjölfaríð. Og þetta verður að sjálf- sögðu ekki gert nema virkja fyrst í Fljótsdal, þrátt fyrir það að Blöndu- virkjun sé talin 20% hagkvæmari. Ástæða er til að krefjast þess, að spilin verði lögð á borðið og ráð- herranefnd ætti að fjalla um svo viða- mikil mál, sem þarna eru á ferðinni, en ekki einn maður. T-DEILD FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSSINS Á AKUREYRI: ÞAR FÁ SJÚKUNGARNIR EKKIAÐ SETJAST UPP í RÚM OG BfDA EFTIR BATANUM Jóhann Konráðsson (t.v.) og Brynjólfur Ingvarsson. 1 v. " s, xtr.*’: í . m, JPs « M. 4 i* *f'ji i j r Á „Litla-Kleppl“. Mynd: á.þ. Stefnan sú að leggja MLitla-Klepp“ niður Eins og kunnugt er skiptist starf- semi Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri f marga þætti. Meðferð sjúkl. fer fram á ýmsum deildum eftir eðli sjúkdómanna. Ein af deildum sjúkrahússins er T-deild, sem sinnir sérstaklega öllum þeim á Norður- landi eystra sem eiga við að etja vissar tegundir geðsjúkdóma eða geðkvilla og hafa ekki fengið við- hlýtandi læknisþjónustu annars- staðar i fjórðungnum. Má nefna sjúklinga með sturlun, taugaveikl- un eða drykkjusýki svo að nokkur dæmi séu nefnd. T-deild hóf starfsemi sína 1. marz ’74. Hún var fyrsta árið til húsa að Álfabyggð 13, en síðan Skólastíg 7, sem Fjórðungssjúkra- húsið er nú búið að kaupa. Skóla- stígur 7 er hentugt húsnæði fyrir þessa starfsemi að mörgu leyti, en verður fljótlega of lítið, þegar næstu þróunaráfangar sjá dagsins ljós. Margt hefur áunnist í 7 ára sögu deildarinnar og málefni geð- sjúkra þokast í rétta átt hægt og hægt þótt nokkuð vanti enn á að þeir njóti jafnréttis á við aðra sjúklinga. Deildin getur hýst 7 sjúklinga í einu. Auk þess er hugsað fyrir þörfum dagsjúklinga sem geta verið mis- margir, þó aldrei fleiri en 5 alls, ef hin plássin eru fullsetin. Enn má nefna eftirmeðferð og göngudeild, sem þjóna ótilteknum fjölda, enda er þar lang oftast um að ræða eitt viðtal í viku eða sjaldnar. Að öllu samanlögðu eru það um 150 til 250 manns á ári, sem notfæra sér þjón- ustu T-deildar að meira eða minna leyti. Á T-deild vinna nú rúmlega 10 manns. Sumir eru í hlutastarfi, stöðugildi eru alls 8. Á deildinni vinnur einn geðlæknir, einn geðhjúkrunarfræðingur, einn félagsráðgjafi í Vi starfi, einn kennari í Vi starfi, sjúkraliðar, einn geðsjúkraliði, einn uppeldisfræð- ingur auk annarra. T-deild er ætlað það hlutverk að sjá um meðferð á veikum eða illa höldnum einstaklingum með bráða geðlæga sjúkdóma hvenær sem þess er óskað. Það hefur tekist mjög vel að skilgreina þetta hlutverk og gera það Ijóst, og þess vegna m.a. hefur aldrei myndast biðlisti svo heitið geti. Öllum hjálparbeiðnum er sinnt jafnóðum og þær berast, en þá er líka rétt að geta þess að veik- ustu sjúklingarnir, þeir sem eru óðir eða örvita vegna sturlunar og þurfa meðferð á lokuðum geð- deildum meðan veikindi þeirra eru í hámarki, eru sendir á spítala í Reykjavík, en koma yfirleitt hingað á T-deild í framhaldsmeðferð eftir að þeir eru komnir það vel til sjálfra sín að geta verið á opinni geðdeild. Heimilislæknar, héraðslæknar og sjúkrahússlæknar biðja yfirleitt um meðferð fyrir veikustu sjúklingana, hinir sjúklingarnir biðja oft um aðstoð sjálfir eða koma sér á framfæri fyrir tilstilli aðstandenda sinna, eða t.d. Félagsmálastofnunar Akureyrar þegar aðstandendur vilja ekki eða geta ekki blandað sér í málin. Meðferðarstarf deildarinnar bygg- ist á samtölum, ráðleggingum, for- tölum, þjálfun, vinnu og geðlyfj- um. Reynt er að ráða ráðum sam- eiginlega og á jafnréttisgrundvelli án þess að missa sjónar af gildi sér- þekkingar. Hvenær sem færi gefst er leitast við að undirstrika sjálfs- ábyrgð sjúklinganna. Þeir fá t.d. „Litli Kleppur“ sem svo hefur verið nefndur heyrir undir T-deild, en fyrst var farið að vista geðsjúka í honum árið 1946. Nú dvelja þar 6 sjúklingar. Það er yfirlýst stefna sjúkrahússstjórnar að taka ekki inn fleiri sjúklinga á Litla Klcpp og leggja á staðinn niður í náinni framtíð, en á þessu stigi málsins treysta forráðamenn deildarinnar ekki til að segja um hvenær það gæti orðið. Litlar líkur eru á að sams- konar sjúklingar eigi eftir að sjá dagsins Ijós og eru nú á Litla Kleppi. Ástæðan er sú að skömmu eftir 1950 gjörbreyttist meðferð geðsjúkra með nýjum lyfjum. því er ekki að leyna að Litli Kleppur hefur legið undir gagnrýni frá ýmsum bæjarbúum, sem hafa m.a. sagt að sjúklingum væri of lítið hjálpað til aukins þroska með þroskandi verkefnum — samanber álit hjúkrunarfræðinga, sem birtist I bréfi frá þeim til sjúkrahúss- stjórnar á sínum tíma. Það kom fram í máli Jóhanns Konráðssonar, gæslumanns, þegar blaðamenn sóttu hann heim í Klepp á dögun- um að fæstir þeirra, sem væru þar nú ættu möguleika á að ná andleg- um bata og því miður væri fátt- hægt að gera annað en að sjá svo um að sjúklingunum liði vel — þ.e. fengju I sig og á. Jóhann bætti því við að stofnun þessi hefði á sínum tíma bætt úr brýnni þröf og að nýj- ar lækningaaðferðir kæmu sem betur fer í veg fyrir fleiri stofnanir eins og Litla Klepp. Hvernig svo sem á því stendur þá var ungur maður sendur á Litla Klepp fyrir fáum árum, þrátt fyrir yfirlýsta stefnu ráðamanna F.S.A. Þeir hafa nú í mörg misseri gert til- raunir til að senda umræddan sjúkling suður á nýjan leik, en þær tilraunir hafa ekki borið árangur. Þess má geta að daggjöld eru lægst á Litla Kleppi yfir landið allt — nánar tiltekið 185 krónur á degi hverjum, sem er 18 til 19% af venjulegum daggjöldum. Það er ekki að leggjast upp í rúm og bíða eftir batanum, eða sitja í aðgerðar- leysi og bíða eftir að geðlyf geri kraftaverk. Afturbati getur orðið heilmikil úrvinnsla og vinna fyrir sjúklinginn, og hér er það sem iðjuþjálfun kemur inn í myndina. Henni er ætlað það að hvetja og örfa sjúkl. til að velja sér viðfangs- efni, takast á við það á degi hverj- um, einbeita huganum og þjálfa höndina, og þegar best lætur að efla sköpunargleðina. Allt þetta samanlegt gefur margháttaða möguleika á hagnýtri geðvernd sem er ein af megin undirstöðum geð- lækninga. Sl. haust söfnuðu Kiwanismenn fé, en hluti þess rann til T-deildar- innar og á sínum tíma var ákveðið að verja peningum til að setja á laggimar iðjuþjálfun sem vantaði tilfinnanlega. Gjöf Kiwanismanna var höfðingleg, en hrökk ekki til að fjármagna allt verkið, enda fullur skilningur á því hjá sjúkrahússtjórn að leggja fram fé á móti gjöfinni svo dæmið gengi upp. ótvíræður „sparnaður“ að vista fólk á Litla Kleppi í stað þess að koma þeim fyrir á dýrari deildum I Reykjavík. En þrátt fyrir að sjúklingamir eigi sér litlar batavonir má ekki skilja það sem stendur hér að framan að þeir fái litla sem enga meðferð. Hins vegar er ljóst að fólk á svipuðu andlegu stigi á Kleppi í Reykjavík fær mun meiri aðhlynn- ingu — iðjuþjálfun og jafnvel ferðalög til útlanda svo eitthvað sé nefnt. Það kom fram í máli Brynj- ólfs Ingvarssonar, geðlæknis, að fjármagnsskortur hefði oft á tíðum sett ráðamönnum F.S.A. stólinn fyrir dyrnar hvað varðar aukna umönnun umræddra sjúkljnga. Það er ekki hægt að segja að Litli Kleppur sé aðlaðandi stofnun, enda er húsnæðið gamalt og svarar hvergi kröfum sem gerðar eru til samskonar húsnæðis í dag hvorki hvað varða aðstöðu fyrir .starfsfólk eða sjúklinga. 4.DAGUR Náttúrulækningafélagið: Starfsemin kynnt á sunnudaginn Náttúrulækningafélagið á Akur- eyri hefur á síðustu 2 árum unnið að byggingu fyrsta áfanga heilsu- hælis á Norðurlandi. Kjallari þessa áfanga sem er um 600 fer- metrar er nær fullbyggður. Út- lagður kostnaður er nú 120 milljónir gkr. þar með talin öll verkfræðiþjónusta, ásamt teikn- ingum að allri byggingunni en fullbyggt er hælið rúmir 2000 fermetrar. Fjármagns til þess áf- anga hefur verið aflað með eigin fjármögnun, gjöfum, happdrætti og fleiri leiðum, auk vinnu félagsfólksins sjálfs, sem öll er unnin endurgjaldslaust, nema fyrir ánæguna af að sjá viðfangs- efnið verða að veruleika. Sunnu- daginn 17. maí efnir félagið til kynningar á starfsemi sinni að Hótel KEA, er hefst kl. 15 síð- degis. Þar mun yfirlæknir heilsu- hælisins í Hveragerði, ísak Hall- grímsson, flytja erindi, teikningar verða til sýnis og einnig hollvörur frá verslun í bænum. Þar getur að líta hlaðborð með gómsætum kökum, kaffi og te. Við væntjum þess að sem flestir leggi leið sína til okkar á sunnudaginn kemur bæði til að styrkja þarft málefni og um leið til að verða nokkru fróðari um starfsemi Náttúr- lækningafélaganna í landinu. MINNING Guðrún Magnúsdóttir F. 27. 03. 1901. -D. 01.04. 1981. „ Við sjáum hvar sumar rennur með sólyfir dauðans haf. “ Þessar hendingar voru skýrar í huga mér og minntu á sig aftur og aftur þegar Guðrúnu Magnúsdótt- ur var fylgt í hinsta áfangastað. Það var á heiðum degi. Sólin brosti við, dýrðarfögur og verm- andi, og vorið fór að með unað sinn og auðlegð. — Sumarið var í nánd. Aldurhnigin kona, þrotin að þreki eftir erfitt dagsverk og marg- víslega æfiraun hafði hlotið líkn, hvíldar lausn úr jarðlífsfjötrum og var horfin um þær Fögrudyr, sem skilja að tíma og eilífð — gengin til til þess fagnaðar, sem þeim er trúir reynast hefur verið gefið fyrirheit um. Örðug reynist hún mörgum gangan frá langa frjádegi til páska- morguns og fékk Guðrún að prófa það. En hún brást eigi né bugaðist, þótt þungt væri oft fyrir fæti og þyrna yrði vart á vegi. Hún átti þrek og viljastyrk, einnig örugga trú á guð og sigur hins góða og lét ekki bugast. Hún miðlaði öðrum af því bezta, sem í brjósti hennar bjó — brjósti, sem átti nóg rúm fyrir hinn stóra ættgarð og fjölda vina. Á kveðjustundu fylgdu henni að „helgri strönd“ birta og hlýja frá hugum þeirra, sem hún unni og lagði sig fram um að lifa fyrir, hugum, sem voru henni tengdir í traustri þökk. Magðalena Guðrún Magnús- dóttir, en svo hét hún fullu nafni, var fædd að Stóra-Eyrarlandi á Akureyri hinn 27. marz árið 1901 og var því rétt orðin áttræð þegar andlát hennar bar að, þann 1. apríl s.l. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Björnsson og María Frið- finnsdóttir og ólst hún upp hjá þeim, ásamt bræðrum sínum, Birni og Óla. Hollt mun uppeldið hafa verið og vegamestið úr foreldrahúsum þeirrar gerðar, að vel reyndist á langri og tíðum torsóttri æfileið. Vinna og aftur vinna, sjálfsafneitun og þrautseigja var lögmál á þeirri tíð, og ung mun Guðrúh hafa verið, er hún reyndist vel vinnandi, skyldurækin og óhlífisöm við sjálfa sig. Snyrtimennska og hirðusemi voru einnig ríkar eigindir í fari hennar. Ung að árum, eða árið 1922, þann 13. apríl gekk Guðrún að eiga Hermann Jakobsson frá Húsa- bakka í Aðaldal. Beið þeirra mikið hlutverk og ærið starf, því að á þeim árum voru engir sjóðir trygg- inga til stuðnings. Menn urðu að bjargast af eigin rammleik eða bíða lægri hlut ella. En þau Guðrún og Hermann lágu ekki á liði sínu. Þau kostuðu sér öllum til að fá staðist. En sorgin gleymir engum og hún sótti þau heim hvað eftir annað. Þrjú börn þeirra dóu í frumbernsku og einn sonur lézt í blóma aldurs. Mun sú reynsla hafa verið sár og djúpstæð. En fimm systkini lifa móður sína og fylgdu henni á kveðjustund. Þau eru: María gift Eyjólfi Þórarins- syni, búsett í Keflavík, Hilmar Eyberg kvæntur Ólöfu Jónsdóttur, býr einnig í Keflavík. En á Akur- eyri eiga heima Sverrir, kvæntur (Framhald á bls. 6). ryrsia deildin hefst á laugardag Á laugardaginn kl. 14.00 verður fyrsti leikurinn á Ak- ureyri í fyrstu deild á þessu keppnistímabiii. Knattsyrnu- áhugamenn fá nú aftur að sjá knattspyrnu eins og hún ger- ist best hérlendis, en Akur- eyrarliðin léku bæði í annarri deild í fyrra. Fyrsti leikurinn hér á Akur- eyri verður á milli KA og Akra- ness, og verður það að teljast toppleikur, því Skagamenn draga yfirleitt að sér fleiri áhorfendur en flest önnur lið. Það skyggir hins vegar mikið á stemninguna að leikið verður á Sanavellinum, þar sem gras- völlur Akureyringa verður ekki kominn í keppnisfært ástand fyrr en í næsta mánuði. Ekki er mikið vitað um hvernig lið Akurnesinga er nú, en nokkrir nýir leikmenn leika nú með liðinu, og nokkrir hafa hætt. Þeir náðu góðum árangri í litlu bikarkeppninni, en virðast annars hafa leikið frekar fáa 'æfingarleiki. Sigurður Lárusson sem áður gerði garðinn frægan hjá Þór leikur með Skaga- mönnum, og er hann klettur í vörninni og einnig mjög hættu- legur í sókninni, sérstaklega í hornspyrnum og slíku. Þá leikur einnig Húsvíkingurinn Kristján Olgeirsson, og sennilega bróðir hans skíðamaðurinn Björn OI- geirsson en þeir eru báðir mjög sterkir leikmenn. K^ý stefnir fram sínu sterkasta liði, en þar hefur liðsheildin verið nokkuð hin sama nú um nokkur ár. Nokkrir nýir leikmenn hafa þó komist í hópinn, og þar verða menn að standa sig vel í leikjum ef þeir ætla að fá að leika með liðinu. Eins og áður segir hefst leikurinn kl. 14.00 á laugardag- inn, og það eru vinsamleg til- mæli stjórnar knattspyrnu- deildar KA að fólk greiði að- gang að leiknum skilvíslega, þar er aðgangseyrir er aðal tekju- lind deildarinnar. Á sama tíma sama dag leika í Vestmannaeyjum Þór og Vestmanneyingar og er það fyrsti leikur Þórsara í fyrstu deild í nokkur ár. Þeir hafa átt ágæta leiki í vor og er lið þeirra örugglega sterkara en það hefur verið undanfarin vor. í þeirra liði eru nokkrir nýir leikmenn, en aðal kjarninn ef leikmenn sem hafa leikið með félaginu upp í gegn um alla flokka þess. Lið Þórs er yngra en lið KA, og flestir leikmenn þar að leiðandi reynsluminni í hörkukeppni fyrstu deildar, en „rauðu ljónin“ munu berjast eins og hetjur allt til yfir líkur. Spá iþróttasiðunnar er sú að Þór vinni í Vestmannaeyjum með einu marki gegn engu, og að KA vinni Skagann með þremur mörkum gegn einu. Næstu leikir þessara aðila eru síðan á fimmtudag en þá fer KA til Reykjavíkur og leikur við KR, og um helgina leikur Þór við Breiðablik. Þeir Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson eru Akureyringar sem bjuggu f Reykjavík í vetur. Þeir eru m.a. handknattleiksdómarar og dæmdu mikið í vetur. Þeir þóttu standa sig vel og voru sendir sem fuiltrúar fslands á ung- lingameistaramót Norðurlanda sem lialdið var i Noregi fyrir skömmu. Þar dæmdu þeir marga leiki og var góður rómur gerður að dómgæslu þeirra. Mynd: Ó.Á. Kristinn þrefaldur Akureyrarmeistari Akureyrarmót í badminton Tvíliðaleikur: var haldið í íþróttahúsi Glerárskólans 9. og 10. maí 1981. Keppendur voru alls 37. Úrslitaleikum lauk sem hér segir: Einllðaleikur: Drengjaflokkur: Héðinn Gunnarsson vann Haf- þór Heimisson 11:7 og 11:8 Kvennaflokkur: Sólrún Ingimarsdóttir vann M argréti Eyfells 11:3 og 11:2 B flokkur karla: Teitur Jónsson vann Einar J. Kristjánsson 15:9 og 15:3 A flokkur karla: Kristinn Jónsson vann Kára Árnason 15:4 og 15:11. UMSJÓN: Ólafur Ásgeirsson Kristján G. Arngrímsson Drengjaflokkur: Héðinn Gunnarsson og Jón Pétursson unnu Hafþór Heim- isson og Óskar Einarsson 15:4 og 15:12. Kvennaflokkur: Elín Anna Kroyer og Valgerður Valdimarsdóttir unnu Jakobínu Reynisdóttur og Elínu Sigur- jónsdóttur 17:18, 15:7 og 15:7' Karlaflokkur: A og B flokkur saman, Kristinn Jónsson og Kári Árnason unnu Björn Baldursson og Erling Að- alsteinsson 15:2 og 15:6. Tvenndarkeppni: Kristinn Jónsson og Jakobína Reynisdóttir unnu Hauk Jó- hannsson og Sólrúnu Ingimars- dóttur 15:8 og 15:10. Badmintontímar á vegum TBA verða í sumar i íþróttahúsi Glerárskólans. Upplýsingar í síma 22473 (Haukur) og 24782 (Teitur). Hvað segja fyrirliðarnir? „Þetta verður erfitt, og hefst ekki nema allir taki á því sem þeir eiga, sagði Elmar Geirs- son fyrirliði KA. „Það þýðir ekki að vera svartsýnn, ég trúi því að við munum halda okkur í deildinni. Keppnin verður jöfn, það geta allir unnið alla og það er ill- mögulegt að vera með spár.“ Nú eigið þið leik við Akur- nesinga á laugardaginn. „Já, það getur orðið erfitt. En ég spái okkur sigri, 1-0.“ „Ég er mjög bjartsýnn á að við munum standa okkur vel í deildinni i sumar, sagði Árni Stefánsson, fyrirliði Þórs. „Við setjum það á oddinn að halda deildarsætinu, og ég er í litlum vafa um að það takist. Nú, það getur allt gerst í fót- bolta, þó reikna ég með þvi að það verði Valur Í.A. og Víking- ur sem verði á toppnum. En hvað um leikinn við Vest- mannaeyinga á laugardaginn? 1-1,“ sagði Árni Stefánsson. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.