Dagur - 14.05.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 14.05.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 64. árgangur mmammmmmmmm Akureyri, fimmtudagur 14. maí 1981 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ 38. töiublað KREFJAST VERÐUR LANGTIMA- SAMNINGA UM ÚTFLUTNING - SEGIR ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON A SAUÐÁRKRÓKI UM STAÐARVAL FYRIR STEINULLARVERKSMIÐJU Myndin var tekin á flugvellinum á Akureyri, en Grænlcndingarnir ætluðu til Kópaskers. F.v. Kaj, Carl Smonsen, og Eskild. Carl hefur dvalið á fjárbúi i Evjafirði í vetur. Mvnd: á.þ. Grænlendingar kynna sér sauðfjárrækt á Norðurlandi Síðustu þrjú árin hafa græn- lenskir fjárbændur átt þess kost að senda til íslands unga pilta, sem verið hafa við nám í sauð- fjárrækt við tilraunastöðina í Upernaviarssuq á suður Græn- landi. Piltarnir hafa haft vetur- setu á fjárbúum — aðallega norðanlands. Hefur hér verið um að ræða sex pilta árlega. Má segja að veturseta hér sé orðinn fastur liður í slíku námi við til- raunastöðina, sem verklegur liluti sauðfjárræktarnáms. Tilhögun þessi hefur gefist vel að dliti þeirra sem hlut eiga að máli og til tals hefur komið að fjölga þeim, sem geta dvalið hér hverju sinni. Til að ræða þau mál og önnur komu hingað til Akureyrar tveir Grænlendingar í síðustu viku. Þeir heita Eskild Jeremiassen, formaður hagsmunafélags Sauðfjárræktar- bænda og Kaj Egede, sauðfjár- ræktarráðanautur og skólastjóri tilraunastöðvarinnar í Upernavi- arssuq. Grænlendingarnir segja að þeir geti margt lært af Islendingum í sambandi við sauðfjárrækt og þess er skemmst að minnast að s.l. vetur kenndu íslendingar þeim m.a. að prjóna úr ull. „Við ætlum að kanna innan- landsmarkaðinn betur til að vita nákvæmlega hvers konar vörur er best að hafa á boðstólum og á hvaða verði. Þegar þessari könnun lýkur er gert ráð fyrir að hefja söfnun hlutaf járloforða og verður því verki væntanlega lok- ið í ágúst, en þá gerum við ráð fyrir að ríkisstjórnin muni velja með hvorum aðilanum hún kýs að starfa“, sagði Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki um málefni fyrir- hugaðrar steinullarverksmiðju. Iðnaðarráðherra hefur lagt fram á alþingi frumvarp um heimild ríkisins til að taka þátt í stein- ullarverksmiðju. Gert er ráð fyrir að ríkið eigi 40% hlutaf jár í verksmiðjunni. Hvorki er til- greint hvar verksmiðjan muni verða reist, né heldur hve stór hún verður. Eins og kunnugt er hafa sunnlendingar mikinn áh- uga á að verksmiðjan verði byggð í Þorlákshöfn. Sunnlendingar halda því fram að unnt sé að flytja út steinull, en því mótmæla Sauðkrækingar og telja að sé rétt að halda sig einvörðungu við innanlandsmarkað — í byrjun a.m.k. „Ég býst við að ríkisstjórnin vilji skoða betur þann útflutnings- möguleika sem Jarðefnaiðnaður hefur haldið fram að sé fyrir hendi. Það hlýtur að vera krafa hins opin- bera að liggi fyrir langtíma samn- ingur um sölu á steinull út á verði sem er arðbært fyrir verksmiðjuna. Við teljum að séu litlar líkur á að það sé hægt og það leiði til þess að rnenn fallist á okkar rök — þ.e. að best sé að hafa fjárfestinguna í lág- marki — svo lága að innanlands- markaðurinn einn geti borið slíka fjárfestingu og að verksmiðjan sé arðbær. Síðar má huga að útflutn- ingi þegar tækni-, vöru- og mark- áðsþekking er til staðar í fyrirtæk- inu,“ sagði Þorsteinn. Bæjarstjórinn sagði einnig að vissulega hljómaði það vel þegar lofað væri miklum útflutningi og miklum gjaldeyristekjum, en gerði ráð fyrir að annað yrði upp á ten- ingnum þegar raunveruleikinn blasti við. Samkvæmt áætlunum mundi verksmiðjan í Þorlákshöfn kosta sem svarar verði eins skut- togara meira en fyrirhuguð verk- smiðja á Sauðárkróki, „bara til þess að hafa útflutningsmöguleika, sem ekki getur gefið neitt af sér,“ sagði Þorsteinn að lokum. í athugasemdum við lagafrum- varpið segir m.a. að enn séu nokkur óvissuatriði varðandi útflutning og því verði að telja nauðsynlegt að liggi fyrir samningar uni sölu er- lendis, áður en ríkisstjórnin ákveði þátttöku í stofnun hlutafélags um slíkan útflutning. Reiðhjóla- keppni á Akureyri Einn liður umferðarfræðslu er keppni í reiðhjólaakstri og á laug- ardag gekkst Umferðarráð fyrir slíkri keppni við Oddeyrarskólann á Akureyri í samvinnu við lögregluna og einnig var keppt í Reykjavík. Tólf ára börn kepptu í ökuleikni og tóku áður skriflegt próf. Sigurveg- arar urðu Einar B. Malmquist, sem jafnframt er mcð hæstu stigatöiu yfir landið, Hjalti Ómar Ágústsson, Kristjana G. Bergsteinsdóttir og Agnar Guðmundsson. Alls luku 13 keppni. Fjögur efstu keppa síðan innbyrðis í haust og sigurvegari fer að líkindum í þriggja vikna þjálfun í reiðhjólaakstri til Reykjavikur og tekur þátt í alþjóðlegri kcppni 1982, ef allt fer að óskuni. Myndin sýnir keppendur ásamt Birni Mikaels- syni, lögreglumanni, sem annaðist framkvæmd keppninnar. FÓLKSFLÓTTINN TIL REYKJA- VIKUR HEFUR STÓÐVAST - EN FÓLKI FER ENN FÆKKANDI í SVEITUM LANDSINS, ERU NIÐURSTÖÐUR I ÁRSSKÝRSLU FRAMKVÆMDASTOFNUNAR UM ÞRÓUN SÍÐASTA ÁRATUGS Miklar breytingar urðu á mannfjöldaþróun innanlands á síðasta áratug. Fólksstraumur- inn til Reykjavíkur stöðvaðist og fólksfjöldi óx í öllum lands- hlutum en mismunandi mikið. I sveitum landsins heidur þó á- fram að fækka. Þetta eru helstu niðurstöður í ársskýrslu Fram- kvæmdastofnunar varðandi framvindu byggðamála síðustu tíu árin. Meðalfólksfjölgun yfir allt landið varð aðeins 1,1 % og er það minnsta hlutfallslega tíu ára fjölgun íbúa landsins frá áratugnum 1930-40. Þetta stafar einkum af fækkun fæðinga og brottflutningi af land- inu, umfram þá sem fluttu til landsins, sem nam 3,5%. Árið 1970 bjuggu tæplega 28.200 manns í sveitum, en að tíu árum liðnum var þessi tala orðin tæplega 24.100, sem er 14,6% fækkun. íbúar þéttbýlisstaða voru í lok síðasta árs 204.700 og er það 15,9% aukning frá 1970. Nú búa rétt tæp 90% landsmanna í þéttbýli, alveg gagn- stætt því sem var fyrir einni öld. Þó fólksflóttinn til Reykjavíkur hafi stöðvast er ekki þar með sagt að ekki hafi orðið aukning á suð- vesturhorni landsins, því þar varð aukning fólksfjölda mest. Fólks- fjöldi á höfuðborgarsvæðinu óx jafnt landsmeðaltali, en á Suður- nesjum varð hvorki meira né minna en fjórðungs aukning, eð 25%. Utan Suðvesturlands óx mannfjöldi örast á Norðurlandi eystra á nýliðnum áratug, eða úr 22.200 í 25.700, sem er 15,6%. Ak- ureyringum fjölgaði um 2.650 eða um 25%. Á Húsavík og Dalvík fjölgaði um 20% og 10% fjölgun varð á öðrum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi eystra. Fólksfjölgun á Norðurlandi vestra varð mjög hæg á síðasta áratug, eða 7,5%. Aðeins á Vest- fjörðum varð minni aukning eða 3,9%. Mest munar um 566 íbúa aukningu á Sauðárkróki. Á Hvammstanga fjölgaði um 227 eða 62,9% sem er næst mesti hlutfalls- legi vöxtur þéttbýlisstaðar á eftir Grindavík. Hins vegar fækkaði á Siglufirði um 156, sem er 7,2% á þessum 10 árum. Blanda 20% hagkvæmari Fruntvarp til laga um virkjunarframkvæmdir næstu 10-15 árin var lagt fram á Alþingi á mánudag. Fkki er tekin ákvörðun um forgangs- röð, en gert ráð fyrir að rík- isstjórnin ákveði fram- kvæmdaröðina á haustþingi. I greinargerð með frumvarp- inu kemur fram, að hagkvæmni Blönduvirkjunar, miðað við krónutölu á hverja kílówatt- stund á ári er mun meiri en Fljótsdalsvirkjunar, eða rúmlega 20%. Auk þessara tveggja virkjana er leitað heim- ilda fyrir fjórar vatnsaflsveitur og stækkun Hrauneyjarfoss- virkjunar. AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167- RITSTJÓRN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.