Dagur - 14.05.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 14.05.1981, Blaðsíða 7
Lítið inn og sjáið hvað til er Ótrúlegt úrval Væntanlegt næstu daga: Röndótt, doppótt og einlit samstæð efni. Munstruð — köflótt og einlit ,,Krump“ efni. Eldhúsvara: Bakkar, baukar, könnur, pottaleppar, diskamottur, renningar og efni í sama mynstri. Opið á laugardag. Verslunin Skemman Vélstjórar Norðurlandi Orlofshús vélstjóra að Laugarvatni verður til leigu í sumar. Nánari upplýsingar á skrifstofum félagsins að Brekkugötu 4, Akureyri sími 21870 og Borgar- túni 18, Reykjavík sími 29933. Vélstjórafélag islands. \ F.V.S.A. F.V.S.A. Fulltrúakjör 13. þing Landssambands íslenskra verslunar- manna verður haldið í Reykjavík dagana 12.13. og 14. júní n.k. Kosið verður um 9 fulltrúa og 9 til vara. Stjórn F.V.S.A. biður félaga sína að senda inn til- nefningar um fulltrúa til skrifstofunnar Brekkugötu 4, fyrir 23. maí n.k. Stjórnin. Starfsmannafélag Akureyrarbæjar heldur aðalfund að Hótel K.E.A. mánudaginn 18. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnurmál. Stjórn S.T.A.K. Alþýðuflokksfélögin á Akureyri auglýsa: Sameiginlegur fundur um bæjarmál og skipulagsmál flokksstarfs verður hald- inn að Strandgötu 9 n.k. mánudag 18. maí kl. 20.30. Óskar Alfreðsson, Herdís Ingvadóttir og Bjarni Sig- tryggsson greina frá starfi fræðsluráðs Alþýðuflokksins og undirbúningi að tillögum, sem lagðar verða fyrlr flokksþing n.k. október. Alþýðuflokksfólk er hvatt til að mæta og taka þátt í mótun nýskipunar flokksstarfs. Alþýðuflokksfélag Akureyrar Kvenfélag Alþýðuflokksins F.U.J. Akureyri AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Samkomuhúsi bæjarins föstudaginn 29. og laugardaginn 30. maí 1981. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis föstudaginn 29. maí. Reikningar félagsins — Umsögn DAGSKRÁ: 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 2. Skýrsla stjórnarinnar. 3. Skýrsla kaupfélagsstjóra endurskoðenda. 4. Afgreiðsla reikninga og afgreiddar tillögur um ráðstöfun eftir- stöðva innlendra afurðareikninga. 5. Skýrsla stjórnar Menningarsjóðs KEA. 6. Breytingar á samþykktum félagsins. 7. Ávarp, Eysteinn Jónsson, fyrrverandi formaður stjórnar Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga. 8. Sérmál aðalfundur. „Stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar“ Framsögumaður: Hjörtur E. Þórarinsson formaður stjórnar KEA. 9. Erindi deilda. 10. Önnur mál. 11. Kosningar. Akureyri, 12. maí 1981. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. Stýrimaður og háseti óskast, vanir netaveiðum. Róið úr Eyjafirði. Upplýsingar í síma 91-21633 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Vana menn vantar á netabátinn Heiðrúnu E.A. 28. Upplýsingar gefur skipstjórinn í síma 61352. Dagur óskar að ráða frá næstu áramótum eftirtaida starfsmenn í prentsmiðju: Setjara, vanan pappírsumbroti. Starfsmann vlð tölvusetningu. Offsetljósmyndara. Offsetprentara. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu blaðsins fyrir 1. júní 1981. Nánari upplýsingar gefur Jóhann Karl Sigurðsson í síma 24167. DAGUR Tryggvabraut 12, ■ Akureyri Auglýsing um útboð Stjóm verkamannabústaða á Akureyri auglýsir eftir tilboðum í byggingu fjölbýlishúss við Keilusíðu nr. 7-9 á Akureyri. Útboðsgögn verða afhent á Tækniteiknistofunni Glerárgötu 34, Akureyri, gegn 3000 króna skila- tryggingu, frá kl. 13.00 mánudaginn 18. maí 1981. Tilboðsfrestur er til 10. júní 1981, og verða tilboðin opnuð í fundarstofu bæjarráðs Akureyrar, Geisla- götu 9 kl. 14 þann dag, í viðurvist þeirra bjóðenda sem kunna að vera viðstaddir. Akureyri 12. maí 1981 Stjórn verkamannabústaða, Akureyrl. Fundur um DAGVISTARMÁL Á AKUREYRI laugardaginn 16. maí n.k. kl. 15.30 í Félagsmið- stöðinni í Lundarskóla (gengið inn að norðan). Dagskrá: 1. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sálfræðingur: Dagvistir á Akureyri. 2. Valgerður Magnúsdóttir: Innra starf og markmið dagvista. 3. Pallborðsumræður. Við pallboð sitja framsögumenn og fulltrúar stjórn- málaflokkanna í bæjarstjórn og nokkurra samtaka, sem láta dagvistarmál til sín taka. Skiptast þeir á skoðunum um þessi mál og svara fyrirspurnum fundarmanna. ATH. Aðstaða verður fyrir börn á fundarstað. FORELDRAR OG AÐRIR ÁHUGAMENN UM UPPELDISMÁL EINDREGIÐ HVATTIR TIL AÐ KOMA Á FUNDINN. ' Foreldrasamtökin á Akureyri. DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.